Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. r Fréttir Þúsundir manna á „svartri skrá“ Reiknistofunnar hf.: „Þetta er skýlaust brot á sljórnarskránni“ - segir Öm Clausen hrl. um kerfisbundna söfnun á persónuuplýsingum Tilkynning hefur borist inn á heimili mörg þúsund íslendinga á undanfömum dögum um aö í und- irbúningi sé útgáfa á upplýsingariti um persónuleg málefni. Sam- kvæmt starfsleyfi frá Tölvunefnd hefur Reiknistofunni hf. í Hafnar- firði verið heimilað að skrá niður upplýsingar um fiárhagsmálefni og lánstraust fólks og selja þær. Starfsleyfið var gefið út 4. septemb- er sl. og gildir til ársloka 1994. Full eining var innan Tölvunefndar varðandi leyfisveitinguna. Rauðglóandi símar Mörgum brá í brún aö fá tilkynn- ingu um þessa upplýsingasöfnun inn um bréfalúguna. Fjöldi manns hefur haft samband viö DV vegna þessa máls og telur að hér sé verið að ráðast á friðhelgi sína. Þá hafa simar Tölvunefndar í dómsmála- ráðuneytinu og Reiknistofunnar verið rauðglóandi vegna þessa máls. Margir hafa haft á orði aö ógerlegt sé að ná sambandi við nefndina eða forráðamenn Reikni- stofunnar til að koma á framfæri leiðréttingum eða kvörtunum. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér hjá Pósti og síma hafa mörg hundruð manns spurst fyrir um hvort símar Reiknistofunnar og Tölvunefndarinnar séu bilaðir. En skýringin var einfaldlega sú að álagið var svo mikið. „Svartar skrár“ tíðkast lengi í samtali viö DV hvaðst Gylfi Sveinsson, framkvæmdastjóri Reiknistofunnar hf., sem minnst Simakerfi Reiknistofunnar þoldi ekki álagið. Það var þvi útilokað fyrir fólk að ná til fyrirtækisins i síma. Þá er fyrirtækið aðeins opið f rá kl. 9-12. DV-mynd BG . •&f s af 9V — vilja um málið tala opinberlega og var ófáanlegur til að gefa upp fiölda þeirra sem fengið hefðu senda til- kynningu. Þá vildi hann heldur ekki gefa upp hvernig heimilda væri aflað. Hann tók þó fram að í skránni væru einungis tilgreindir opinberir dómar og í henni væri ekki að finna almennar skuldir. Aö sögn Gylfa hefur mikið verið hringt vegna þessa máls og ljóst væri að lengja þyrfti frestinn sem fólk hefði til aö koma athugasemd- um á framfæri. í tilkynningunni er hann sagður 14 dagar. „Það er ljóst að það þarf að lengja frestinn til að enginn verði útundan“. Skv. heimildum DV munu um 10 þúsund manns vera á skránni en hún nær til allra þeirra sem fengið hafa á sig dóm vegna fiármála sinna á sl. þremur árum. Að sögn Jóns Thors, ritara Tölvunefndar, fól starfsleyfið í sér að Reiknistofan hefði heimild til að safna aö sér upplýsingum frá fógetum og dóm- stólum varðandi árangurslaus fiárnám og dóma og upplýsingar um gjaldþrotaskipti, skiptalok og nauðungaruppboð úr Lögbirtingi og dagblöðum.. Ný lög Ný lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga tóku gildi um síðustu áramót og í þeim er kveðið á um að þeir aðilar sem fái leyfi Tölvunefndar til að safna saman í tölvutæku formi upplýsingum á borð viö þær sem Reiknistofan tek- ur saman verði að tilkynna bréf- lega öllum hlutaðeigandi. Sam- kvæmt lögunum eiga hlutaðeig- andi jafnframt rétt á að koma leið- réttingum á framfæri í minnst 14 daga eftir að tilkynning er send út. Að sögn Þórðar B. Sigurössonar, forstöðumanns Reiknistofu bank- anna, hafa svona „svartar skrár“ tíðkast svo lengi sem hann man eftir. „Við höfum keypt þessa skrá um árabil af Reiknistofunni hf. og ég sé ekkert athugavert við það. Hér er um að ræöa opinberar upp- lýsingar og því ekkert til fyrirstöðu að skráin sé opinber." Hann hvað það nokkurt hagræði fyrir banka- stofnanir að eiga svona skrár en viðurkenndi jafnframt að þær þyrfti að lesa með varúð. Brot á Evrópusáttmálanum? DV veit til þess að fiöldi manns hefur snúið sér til lögmanna og jafnvel umoðsmanns Alþingis vegna þessa máls. Hjá embætti umboðsmanns Alþingis fékkst þó ekki uppgefið hvort formleg kvört- un hefði borist. Að sögn Arnar Clausen hrl. er hér um skýlaust brot á stjórnarskránni aö ræöa og sennilega einnig á Evrópusáttmá- lanum en þar er sérstaklega hveðið á um vernd einstaklinga gagnvart kerfisbundinni öflun á persónu- upplýsingum á tölvutæku formi. „Sé það virkilega svo að Tölvu- nefnd hafi gefið þessum aðilum starfsleyfi á grundvelli nýju lag- anna er um að ræða stór mistök hjá þeim stjórnmálamönnum sem samþykktu lögin,“ sagði Örn Clausen hæstaréttarlögmaður. -kaa í hættu við björgun báta úr Hvassafelli Frekari fundarhöld krata og sjálfstæðismanna: SetaJóns Baldvins vek- ur tortryggni - segirSvavarGestssonmenntamálaráðherra Flutningaskipið Hvassafell missti tvo nýja og fullsmíðaða plastbáta, 10 og 14 tonna, útbyrðis í slæmu veðri skammt frá Héðinsfirði í gærkvöldi. Skipið var að koma með bátana til íslands frá Noregi. Menn af togaranum Sigurbjörgu og loðnuskipinu Guömundi Ólafi frá Ólafsvík náðu að bjarga bátunum á þurrt í nótt. Tveir menn af Sigur- björgu og einn af Guðmundi Olafi lögöu sig í töluverða hættu í slæmu veðri við að koma dráttartaugum í bátana. Stjóm Flugleiða ákvað á fundi sín- um í gær að leggja til fyrir hluthafa- fund síöar í mánuðinum að auka hlutafé félagsins um 331 milljón króna að nafnverði. Sölugengi Flug- leiðabréfa á verðbréfamarkaðnum er núna 2,15 þannig að greiða verður um 712 milljónir króna fyrir þetta aukna hlutafé. Aukið framboð gæti hins vegar lækkað sölugengið frá því sem nú er. Hlutafé í Flugleiöum er nú 1.368 milljónir að nafnverði. Eftir hlutafi- Mennirnir af Sigurbjörgu ÓF náðu að setja dráttártóg í annan bátinn rétt áður en hann rak upp í fiöru við svokallaðan Landsenda. Sá bátur hafði fengið gat á sig og maraði fram- hlutinn í hálfu kafi. Þurfti að draga hann „öfugan" í land. Betur gekk með hinn bátinn sem Guðmundur Ólafur dró til hafnar. Sjór var þó kominn í aðra lestina og vélina í þeim bát. Búið var að hífa bátana upp á land og dæla úr þeim um klukkan fimm í nótt. árútboðið verður það 1.700 milljónir króna. Mikil eftirspurn hefur verið eftir Flugleiðabréfum á þessu ári en framboð lítið og hefur það haft í för með sér að ávöxtun bréfanna er um 68 prósent frá áramótum. Hagnaður Flugleiða fyrstu sjö mánuðina var 11 milljónir af reglu- legri starfsemi. Júlí var félaginu drjúgur því eftir fyrstu sex mánuðina var tap félagsins um 486 milljónir króna. -JGH RockaU-svæðið: Vkhend- ■ mg um olíu „Möguleikamir á olíu á Roc- kall-svæðinu eru óljósir. Á svæð- inu eru reyndar um 3 kílómetra þykk setlög en almennt hafa fundist. þykk setlög án olíu og minni setlög meö olíu þannig að maður veit aldrei," sagði Guð- mundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur við DV. Guömundur er formaöur við- ræðunefndar íslendinga, Danaog Færeyínga sem fundar um Roc- kall-svæðið hér á landi. Áfundin- um er gengiö frá verklokum og skilum á sameiginlegum rann- sóknum landanna á svæöinu og frekari kynningu á niðurstöðum en í þeim þykja menn sjá stað- festingu þess að olíu sé að finna. Þá verða undirbúin samskipti viö önnur riki sem gera kröfur til Rockall-svæðisins. Bretar og írar hafa gert sam- komulag um aö skipta svæðinu á milli sín en það hafa panir, fyrir hönd Færeyinga, og íslendingar einnig gert, Á næstu vikum verða tvíhiiða viðræður þessara tveggja „blokka" um samvinnu og nýt- ingu svæöisins. Þykir ekki ástæöa til tilraunaborana fyrr en þær viöræöur hafa skýrt mynd- ina. -hlh „Þetta hlýtur að teljast mjög alvar- legt mál og verður að taka til um- ræðu þegar forsætisráðherra er kominn. Þetta er stórmál og alger- lega óvenjulegt," sagði Svavar Gests- son menntamálaráðherra þegar hann var spurður um frekari fundar- höld þeirra Jóns Sigurðssonar iðnaö- arráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra með formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Fundur þessara aðila er boðaður í dag. „Þetta er pólitískt einkaframtak Jónanna en ég vona að þeir fari að tilmælum flokkssystur sinnar, Jó- hönnu Sigurðardóttur, og haldi svona fundi með Kvennalistanum og sanni þannig að þetta séu bara upp- lýsingafundir," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fiármálaráðherra. Hann sagðist ekkert geta sagt til um það hvort þessi fundarhöld stefndu stjórnarsamstarfinu í hættu en sagði að engar upplýsingar hefðu komið fram um fyrirhugaðan fund á ríkis- stjómarfundi í gær. „Ef þetta væru bara upplýsinga- fundir um álmálið ætti iðnaðarráð- herra að halda fundinn en ekki for- maður Alþýöuflokksins. Það sem gerir þessa fundi tortryggilega er að formaður Alþýðuflokksins mætir þama og að beiðni hans en ekki að beiðni iðnaðarráðherra eða þannig var þetta um daginn. Þarna hlýtur því að vera rætt um fleiri mál en ál enda sagði Jón Baldvin í gær að ver- ið væri að ræða um skipan þing- meirihluta," sagði Svavar Gestsson. Þrátt fyrir harðorð mótmæli þing- flokks Alþýðubandalagsins í gær vegna fyrri funda krata og sjálfstæð- ismanna er boöað til annars fundar. Er ljóst að erfitt getur orðið fyrir al- þýðubandalagsmenn að kyngja því en beðið er viðbragða forsætisráð- herra sem væntanlegur er til lands- ins fljótlega. Hafa verður þó í huga að hann hvatti til fyrri fundarins. -SMJ - ÓTT Hlutafé aukið í Flugleiðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.