Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. Afmæli Sigtryggur Helgason Sigtryggur Helgason, forstjóri Brimborgar hf„ Hlyngeröi 12, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Sigtryggur fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann kom til Reykjavíkur 1946, stundaöi nám við Gagnfræða- skóla Vesturbæjar og lauk lands- prófi 1947, stúdentsprófi í MR1951 og prófi í viðskiptafræði í HÍ1955. Sigtryggur var skrifstofustjóri hjá Helga Benediktssyni 1955-1962. Hann var framkvæmdastjóri Þ. Jónsson & Co 1962-1974, fram- kvæmdastjóri Toyota-varahlutaum- boðsins hf. frá 1974, stofnaði ásamt Jóhanni Jóhannssyni og fleiri fyrir- tækiö Brimborg árið 1977 og hefur verið þar forstjóri síðan. Fjölskylda Sigtryggur kvæntist 10. apríl 1955 Halldóru Guðmundsdóttur, f. 29. nóvember 1934. Foreldrar Halldóru eru: Guömundur Hróbjartsson, skó- smiður í Landlyst í Vestmannaeyj- um, og kona hans, Þórhildur Guönadóttir. Börn Sigtryggs og Halldóru: son- ur, f. 18. júlí 1955, d. sama dag; Þór- hildur, f. 14. september 1956, læknir, en hún á þrjú börn, gift Hrafnkatli Óskarssyni skurðlækni; Kristbjörg Hrund, f. 28. maí 1962, viðskipta- fræðingur, og Fjölnir, f. 18. júlí 1967, d. 24. janúar 1989, jarðfræðinemi. Systkini Sigtryggs: Stefán, öku- kennari í Vestmannaeyjum; Páll, ferðamálafrömuður í Vestmanna- eyjum; Guðrún er rekur líkams- ræktarstofu í Reykjavík; Arnþór, formaður Öryrkjabandalagsins, og Gísli tónlistarmaður. Auk þess lét- ust tveir bræður Sigtryggs um tví- tugt, Guömundur og Helgi. Foreldrar Sigtryggs: Helgi Bene- diktsson, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971, útgerðarmaður og kaup- maður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir, f. 30. júní 1908. Ætt og frændgarður Helgi var sonur Benedikts, b. og oddvita á Þverá, bróður Jónasar, læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Benedikt var sonur Krist- jáns, b. á Snæringsstöðum, Krist- jánssonar, b. í Stóradal, Jónssonar, b. á Snæringsstööum, Jónssonar, b. á Herjólfsstöðum í Laxárdal, Jóns- sonar, b. á Mörk í Laxárdal, Jóns- sonar, ættfoður Harðabóndaættar- innar. Móðir Kristjáns í Stóradal var Sigríður Jónsdóttir, b. á Grund í Svínadal, Hálfdánarsonar og konu hans, Þorbjargar Sveinsdóttur, b. og hreppstjóra á Grund, Bergsson- ar. Móðir Þorbjargar var Sigríður Stefánsdóttir, lögréttumanns á Nautabúi, Sigurðssonar og konu hans, Þorbjargar Aradóttur, oíflc- ialis á MæÚfelli, Guðmundssonar. Móðir Benedikts var Steinunn, syst- ir Jóhannesar Nordal, föður Sigurð- ar Nordal. Steinunn var dóttir Guð- mundar, b. í Kirkjubæ í Norðurár- dal, Ólafssonar. Móðir Guömundar var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Skáld-Rósu. Móðir Helga var Jóhanna Jóns- dóttir, b. á Höskuldsstöðum í Lax- árdal, Kristjánssonar. Móðir Jóns var Jóhanna Jónsdóttir, b. í Kast- hvammi, Ásmundssonar, bróður Helga á Skútustöðum, ættfóður Skútustaðaættarinnar. Móðir Jóns var Aldís Einarsdóttir b. í Reykja- hlíð, Jónssonar, b. í Reykjahlið, Ein- arssonar, ættfóður Reykjahliðar- ættarinnar eldri. Móðir Jóhönnu Jónsdóttur frá Höskuldsstöðum var Helga María, systir Guðrúnar, móð- ur Jóhanns Eyfirðings, afa Leifs Dungal læknis. Helga var dóttir Jóns, b. og læknis á Hofsá í Svarfað- ardal, Halldórssonar og konu hans, Þórdísar Bjarnadóttur. Guðrún er dóttir Stefáns, útgerð- armanns í Skuld í Vestmannaeyj- um, Björnssonar, b. á Bryggjum í A-Landeyjum, Tyrflngssonar, b. á Jaðri í Þykkvabæ, Einarssonar. Móðir Björns á Bryggjum var Anna Bjömsdóttir, b. í Sperðli, Magnús- sonar og konu hans, Sigríðar Magn- úsdóttur, b. í Ártúnum, Árnasonar, prests í Steinsholti, bróður Böðvars, prests í Holtaþingum, afa þeirra systra, Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta; Gyðríðar, langömmu Magn- úsar Sch. Th., fóður Davíðs, for- stjóra í Sól, og Sigríðar, langömmu Önnu, móður Matthíasar Johann- essen. Árni var sonur Högna „pre- stafoöur" Sigurössonar. Móðir Stef- áns var Guðríður Sigurðardóttir, b. á Geldingalæk, Magnússonar, bróð- ur Sigríðar, langömmu Ingólfs Jóns- Sigtryggur Helgason. sonarráðherra. Móðir Guörúnar var Margrét, systir Guöjóns, foður Guðmundar óperusöngvara. Margrét var dóttir Jóns í Búð í Þykkvabæ Ólafssonar. Móðir Margrétar var Guðflnna Eg- ilsdóttir, b. á Hákoti í Þykkvabæ, bróður Gísla, langafa Eggerts G. Þorsteinssonar, forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, Þorsteins fiskimálastjóra og Eggerts skip- stjóra Gíslasona. Gísli var afi Guð- finnu, ömmu Gunnars Amar Gunn- arssonar listmálara. Egill var sonur Gísla, b. í Bjóluhjáleigu í Holtum, Gíslasonar, bróður Margrétar, langömmu Þorgríms, föður Sveins, staðarverkfræðingsBlönduvirkjun- ar. 90 ára Þórunn Guðjónsdóttir, Skipasundi 26, Reykjavík. 80 ára Þóra Jónsdóttir* Bleiksárhlíð 56, Eskifirði. 75 ára Árni J. Haraldsson, Víðimýri 3, Akureyri. Helga Hjálmarsdóttir, Vagnbrekku, SkútustaðahreppL Markús Guðmundur Guðmunds- son, Ási, Reykhólum, Reykhólahreppi. 70ára ÞuríðurKr. Hjólmtýsdóttir, Langholtsvegi 95, Reykjavfk. Stefán Sigurðsson, Vesturgötu 23, Akranesi. Anna Lilja Gísladóttir, Sunnubraut 5, Keflavík. Ásta Þórarinsdóttir, Selvogsgrunni 16, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Sóknar- salnum, Skipholti 50A, eftir klukk- an 17.00. 60 ára Garðar Magnússon, Sjávargötu 24, Njarðvíkum. Ólafur Magnússon, Hólagötu ll, Njarðvíkum. Sigurður Steinsson, LóranstöðinniGufuskálum, Nes- hreppi. Hallgrímur Guðmundsson, Goðatúni 30, Garðabæ. Ólafur Sveinsson, Skógargerði 7, Reykjavik. 50ára Unnar Ragnarsson, Borgarbraut 2, Hólmavík. 40ára Kári Svavarsson, Koltröð 13,Egilsstöðum. Kristjana Magnúsdóttir, Birkimel 10A, Reykjavík. Ásthildur Kjartansdóttir, Logalandi 13, Reykjavík. Bryndís Gísladóttir, Melgerði 7, Reykjavík. Páll Árni Jónsson, Nesbala 78, Seltjamamesi. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Hannes Pálsson Hannes Pálsson aðstoðarbanka- stjóri, Sólheimum 43, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hannes er fæddur á Hólum í Hjaltadal. Hann lauk stúdentsprófi í MR1940. Hannes hefur verið starfsmaður Búnaðarbanka íslands frá 1940. Hann yar útibússtjóri Aust- urbæjarútibús Búnaðarbankans 1948-1976 og hefur verið aðstoðar- bankastjóri frá 1976. Hannes hefur setið í stjóm Banka- mannaskólans frá upphafi 1959. Hann var formaður Sambands ís- lenskra bankamanna 1959-1961 og 1967-1975. Hann var í stjóm Nor- ræna bankamannasambandsins (NBN) 1967-1975 og í fræðslunefnd NBN1967-1975. Hann var formaöur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík í átta ár og hefur verið fulltrúi íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna fjórum sinnum. Hann sat í stjórn Íslenska-ameríska félagsins 1976-1989. Fjölskylda Hannes kvæntist 28. maí 194Q, Sigrúnu Helgadóttur, f. 27. septemn- ber 1920, fyrrv. starfsmanns Erfða- fræðinefndar HÍ. Foreldrar Sigrún- ar era Helgi Guðmundsson, kaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Sigrún Kristín Óladóttir. Börn Hannesar og Sigrúnar eru Guðrún Helga, f. 18. júní 1944, bóka- safnsfræðingur á Landakotsspítala, gift Þorbimi Broddasyni lektor; Kristín Hulda, f. 8. febrúar 1948, arkitekt í Edinborg, gift Nicholas Groves-Raines arkitekt; Halla Þur- íður, f. 22. ágúst 1951, sjúkraþjálfari, gift Vífli Magnússyni arkitekt; Páll Helgi, f. 7. desember 1956, skóla- stjóri Bankamannaskólans; Pétur Hörður, f. 30. júlí 1960, læknir í Lundi í Svíþjóð, kvæntur Erlu Dís Axelsdóttirlækni. Systkini Hannesar era Unnur, f. 23. maí 1913, húsmóðir, var gift Sig- tryggi Klemenssyni seðlabanka- stjóra sem lést 1971; Zóphónías, f. 17. apríl 1915, fyrrv. skipulagsstjóri ríkisins, kvæntur Lis Nelleman; Páll Agnar, f. 9. maí 1919, fyrrv. yfir- dýralæknir, kvæntur Kirsten Hen- riksen dýralækni; Hjalti, f. 1. nóv- ember 1922, fyrrv. forstjóri innflutn- ingsdeildar SÍS, kvæntur Ingigerði Karlsdóttur, og Vigdís, f. 13. janúar 1924, fyrrv. handavinnukennari í KHÍ, gift Baldvini Halldórssyni leik- ara. Ætt Foreldrar Hannesar voru Páll Zóphóníasson, f. 18. nóvember 1886, d. 1. desember 1964, búnaðarmála- stjóri og alþingismaður, og kona hans, Guðrún Þuríöur Hannesdótt- ir, f. 11. maí 1882, d. 11. nóvember 1963. Páll var sonur Zóphóníasar, f. 1845, prófasts í Viðvík, Halldórsson- ar, b. á Brekku í Svarfaðardal, Rögnvaldssonar. Móðir Halldórs var Soffla Þorsteinsdóttir, systir Hallgríms, föður Jónasar, skálds. Móðir Páls var Jóhanna Sofía, f. 1855, systir Jarþrúðar, konu dr. Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra og þjóðskjalavarðar, Þóru, konu Jóns Magnússonar forsætisráð- herra, og Elínborgar, konu Geirs vígslubiskups, Sæmundssonar. Jó- hanna var dóttir Jóns, alþingis- manns og dómstjóra, bróður Péturs biskups og Brynjólfs, „Fjölnis- manns". Jón var sonur Péturs, f. Hannes Pálsson. 1754, prófasts á Víöivöllum, Péturs- sonar, og konu hans Þóru, f. 1766, Brynjólfsdóttur gullsmiðs, Hall- dórssonar, biskups á Hólum, Brynj- ólfssonar. Móðir Jóhönnu var Jó- hanna Bogadóttir, b. á Staðarfelli, Benediktssonar, ættföður Staðar- fellsættarinnar og konu hans, Jar- þrúðar Jónsdóttur, prests í Holti, Sigurðssonar. Móðir Jarþrúðar var Solveig Ólafsdóttir, lögsaganara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrar- ættarinnar. Guðrún var dóttir Hannesar, b. og hreppstjóra i Deildartungu, Magn- ússonar, b. og hreppstjóra á Vil- mundarstöðum, Jónssonar, b. á Vil- mundarstöðum, Auðunssonar. Móðir Jóns var Margrét Þorvalds- dóttir. Móðir Guðrúnar var Vigdís Jónsdóttir, b. í Deildartungu, Jóns- sonar, dbrm. í Deildartungu, Þor- valdssonar, ættföður Deildartungu- ættarinnar, bróður Margrétar. Hannes tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili tannlækna að Síöumúla 35, klukkan 16.30-18.30 á afmælis- daginn. Já... en ég nota yfirleitt beltið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.