Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. ætlar sér í iginn með FH ifa i knattspymu er ekki gleðiefni fyrir gnarsson, sem varð íslandsmeistari með með liöinu vegna Evrópuleikja Fi-am i iar ekki í handboltanum fyrr en eftir 7. áti mig ekki hafa það að fara þá aftur í við DV í gærkvöldi. -VS • Jón Erling Ragnarsson. í átt að marki FH og skorar eitt af fjórum mörkum sínum í gærkvöidi. DV-mynd GS skýringu á ðu hjá FH“ igur á FH, 29-24. FH enn án stiga í liði Víkings og greinilegt að þar er enn einn „hornasnilhngurinn" í uppsigl- ingu hjá Víkingum. FH-ingar vom ótrúlega slakir í gær- kvöldi og engu líkara en alhr leikmenn liðsins lékju með grjót í skónum. Allt liðiö nema Guðjón Árnason á hælunum og eitthvað er að hjá liðinu um þessar mundir. Varla hefur þó verið flautað til leiks á íslandsmótinu og hreint ótrúlega margir leikir eftir og tími FH-inga til endurbóta er nægur ennþá. • Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Árni Friðleifsson 6/5, Björgvin Rúnarsson 4, Guðmundur Guömunds- son 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Bjarki Sigurðsson 3, Alexei Trufan 2, og Karl Þráinsson 1. • Mörk FH: Guðjón Árnason 10/1, Stefán Kristjánsson 6/1, Óskar Ár- mannsson 2, Gunnar Beinteinsson 2, Arnar Geirsson 1, Þorghs Óttar 1, Óskar Helgason 1, og Hálfdán Þórðarson 1. • Leikinn dæmdu þeir Hákon Sigur- jónsson og Gujón L. Sigurðsson og voru mjög góðir. • -SK Teitur til Lyn? Teitur Þórðarson hefur fengið til- boð frá norska knattspyrnufélaginu Lyn um að þjálfa það næstu þrjú árin. Lyn lék í 2. deild í ár en vann sér sæti í 1. deildinni þar sem liðið hefur oft leikið áður. Norska blaðið Dagbladet skýrði frá þessu í gær, í frétt sem tók heila síðu, og auk þess var tilvísun með mynd af Teiti á for- síðu blaðsins. Greinin hófst á þeim orðum að Lyn væri í þann veginn að gera bestu kaup ársins í norsku knattspymunni. „Við höfum mikinn hug á að fá Teit til Lyn. Hann er áhugaverðasti þjálfarinn í norsku knattspymunni í dag,“ segir Stein Gran, formaður Lyn, í samtali við Dagbladet. Hann segir ennfremur að Lyn muni kaupa nýja leikmenn fyrir hálfa th eina milljón norskra króna fyrir næsta tímabh, svo gæti fariö að allt að átta nýir leikmenn yrðu fengnir til félags- ins. En forráðamenn Brann eru greini- lega ekki á því að láta Teit fara, en hann er með samning við félagið til loka keppnistímabilsins 1991. „Hann þjálfar liö okkar áfram á næsta tíma- bili,“ segir formaður Brann, Knut Kristiansen, í samtali við blaðið. Annar forráðamanna Brann, Erl- ing Mikkelsen, segir: „Þegar pening- ar eru annars vegar getur allt gerst. Spurningin er líka sú hvað það er sem Teitur vill sjálfur. En svo kann að fara að hann ákveði að vera kyrr í Bergen þegar við verðum búnir að bjóða honum nýjan samning." Ennfremur er viðtal við Teit sjálfan sem segir: „Ég mun svara tilboði Lyn eins fljótt og ég get, en verð þó að láta svarið bíða fram yfir helgina. Þetta er mjög gott boð sem ég verð að íhuga alvarlega. Ef Brann gerir mér nýtt tilboð, mun ég hka skoða það vel,“ segir Teitur. Teitur hefur þjálfað Brann frá ár- inu 1987 og undir hans stjóm hefur það fest sig í sessi sem eitt af bestu liðum Noregs. Fyrir lokaumferð 1. dehdar, sem fer fram um næstu helgi, á Brann möguleika á að tryggja sér norska meistaratitihnn. Norska Dagbladet leiðir getum að því að það geti kostað Lyn um 9-10 milljónir íslenskra króna að fá Teit til félagsins. -VS Öruggt hjá ÍBV Ómar Garðaisson, DV, Eyjum: • Hans Guðmundsson var yfirburðamaður í liði KA gegn ÍBV. ÍBV vann nokkuð öruggan sigur á KA frá Akureyri i leik liðanna í 1. deild Islandsmótsins hér í Eyjum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 27-23 fyrir ÍBV eftir að stað- an í leikhléi haföi verið 15-10, ÍBV í vil. ÍBV haíði örugga forystu allan fyrri hálfleikinn en síðari hálfleikinn hófu gestirnir með miklum látum og jöfnuðu 16-16 og aftur 18-18 þegar 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. • Mörk ÍBV: Gylfi 7, Sigurður G. 7/1, Sigurður F. 4, Haraldur 3, Jóhann 3, Þorsteinn 1, Davíð 1, og Sigurð- ur B. 1. • Mörk KA: Hans 8/4, Sigurpáll 5/1, Erlingur 4, Pét- ur 4, Jóhann 1, Andrés 1. • Leikinn dæmdu bræðurnir Örn og Egill Markús- synir og mun það vera í fyrsta skipti sem bræður dæma leik í 1. deild karla. hjá Gróttu handknattleik í gærkvöld, Grótta tók á heimamenn í jöfnum og spennandi leik, fleik og var staöan 8-8 í hálfleik. Helga Hjá Selfossi var Auður tekin úr umferð við markaskorunina undanfarna leiki. Elísabet og Sara, 2 mörk hvor, Björk, [örk Selfoss: Inga 5, Guðrún 4, Hulda og -ABS son þjálfar ÍK ílfari 3. deildar liðs ÍK í knattspymu. n hefur stjórnað ÍK síðustu tvö árin, á FH, en í ár þjálfaði hann lið Gróttu í -VS • Bryan Robson lær nú ökurétt- indi á nýjan ieik. aka bílniim aftur Bryan Robson, fyrirliði Manchester United og enska landshðsins í knatt- spymu, hefur fengið ökuréttindi sín á nýjan leik. Robson hlaut þriggja ára ökuleyfissviptingu á sínum tíma fyrir ölvunarakstur. Robson fær skírteinið aíhent nú þrátt fyrir að hafa verið próflaus í tvö ár. Annar knattspymukappi, Tony Adams, sem leikur með Arsenal, á yfir tiöfði sér ökuleyfissviptingu vegna ölvunaraksturs. Dæmt verður í máh hans fljótlega. -GS/London Hörðurfingurbraut markvörð Dundee Utd Billy Thomson, markvörður Dundee United, fingurbrotnaði í leikn- um gegn FH í Evrópukeppninni í fyrrakvöld. Thomson lék ahan tím- ann í markinu en eftir leikinn kom í ljós aö vísifingur hægri handar var brotinn. Hörður Magnússon, hinn mikli markahrókur FH-hðsins, átti þmmu- skot að marki Dundee United í síðari háifleik og fékk Thomson bolt- ann framan á fingurinn sem bólgnaði upp. En Thomson harkaði af sér og lék í markinu allt th leiksloka. -JKS fþróttir Stúfar frá Englandi Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Chelsea í leit að leikmönnum • Chelsea er enn á höttunum eftir leik- mönnum til að styrkja hð sitt. Efstir á óska- 1 listanum eru.David Speedie, Co- ventry, og Terry Butcher, Glas- gow Rangers. Speedie er falur fyrir eina milljón punda en óvíst j er um kaupverð Butchers. Til að afla peninga eru tveir leikmenn þess á söluhsta, harðjaxlinn Gra- ham Roberts, sem skoska félagið Falkirk er tilbúið að kaupa fyrir 250 þúsund pund, og bakvörður- inn Steve Clarke. Tvær nýjar bækur um Arsenal og Tottenham • Á morgun koma út tvær bæk- j ur hjá Sportsprint Pubhshing | sem ættu að gleðja aödáendur Tottenham og Arsenal. Bækurn- ar heita Tottenham Greats og Arsenal Greats og í þeim er fjall- að um helstu snilhnga sem leikið hafa með þessum Lundúnafélög- um. Verð bókanna er 6.50 pund stykkið. Þessar bækur munu eflaust koma á markað hér á landi mjög fljótlega. Wilkinson leitar enn að leikmönnum • Howard Whkinson, stjóri Le- eds, hefur verið duglegur að kaupa og selja leikmenn síðan hann kom th félagsins og ekkert lát virðist vera þar á. Whkinson er þessa dagana að reyna að krækja í framherja og er með tvo í sigtinu, þá John Aldridge hjá Real Sociedad og David Speedie, Coveenti-y. Aldridge er í miklu stuði á Spáni og hefur skorað þó nokkuð af mörkum í undanforn- um leikjum. Þorvaldur hvergi sjáanlegur á myndinni • í nýjasta tölublaði Shoot er opnumynd af Nottingham Forest. Slíkt er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að því leyti að ís- lenski landsliðsmaðurinn Þor- valdur Örlygsson er hvergi sjáan- legur á myndinni. Þorvaldur hef- ur átt erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabih og ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Notting- ham Forest. Goram verður áfram hjá Hibernian • Skoski landshðs- markvörðurinn Andy Goram hjá Hibernian hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagiö. Fjölmörg félög höfðu áhuga á Goram og má þar nefna lið á borð við Manchester United, Everton og Rangers. Goodyear óskar eftir sölu frá Wimbledon • Chve Goodyear vamarmaður hjá Wimbledon, hefur óskað eftir sölu. Goodyear varð bikarmeist- ari með félaginu árið 1988 en hef- ur átt við meiösli að stríöa og nánast ekkert leikið undanfarin tvö ár. Leikmenn Everton og Wimble- don hafa fengið flestar áminning- ar það sem af er þessu keppnis- tímabih. Leikmenn Everton hafa fengið 12 áminningar og Wimble- donmenn 10. John Ebbreh og Ray Atteveld hjá Everton hafa báðir fengið 3 áminningar og sömu sögu er að segja um John Grayle hjá Wimbledon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.