Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Áfram með álver Eftir rúmlega áratugar biö og stöðnun í orkusölumál- um eru loks þau ánægjulegu tíöindi að gerast aö erlend stóriöjufyrirtæki lýsa sig reiðubúin til að reisa nýtt ál- ver á íslandi fyrir sextíu milljarða króna. Varla þarf að tíunda þá gífurlegu þýðingu sem nýtt álver mun hafa fyrir íslenskt þjóðarbú og íslenskt atyinnulíf. Fram- kvæmdir og rekstur álvers munu færa íslendingum at- vinnu fyrir mörg hundruð manns. Skattatekjur og aðrar tekjur tengdar rekstrinum munu vera fundið fé. Fleiri stoðum er skotið undir þjóðarframleiðslu og síðast en ekki síst selja íslendingar raforku úr fallvötnum og virkjunum sem er okkar stærsta auðlind í bráð og lengd. Á ótrúlega skömmum tíma hefur tekist á ná sam- komulagi við svokallaðan Atlantal-hóp um flest stærstu atriði þessa máls. Málið er nánast í höfn. íslensku samn- ingamennirnir hafa lýst yfir því að samningarnir séu okkur hagstæðir, engin stórvægileg vandamál séu óleyst og nú hggur á að stjórnmálaleg samstaða náist um frá- gang þessa viðamesta hagsmunamáls þjóðarinnar um langt skeið. Þá bregður hins vegar svo við að tveir ráðherrar Alþýðubandalagsins og nokkrir viðurkenndir aftur- haldsseggir á alþingi rísa upp og vilja bregða fæti fyrir álverssamningana. Hafa allt á hornum sér, vilja betri samninga eða alls enga samninga og þykjast vera þess umkomnir að efast um hæfni og umboð iðnaðarráð- herra til undirskriftar á mikilvægum þáttum samnings- ins. Þetta eru sömu mennirnir og hafa staðið fyrir hvers kyns íjáraustri og taprekstri í óhkustu atvinnugreinum. Laxeldi og minkaeldi er haldið gangandi með ævintýra- legum greiðslum úr ríkissjóði. Milljörðum er varið í niðurgreiðslur á landbúnaðarframleiðslu, Byggðasjóður er nánast settur á hausinn til að bjarga vonlausum at- vinnurekstri í sjávarplássum. Það vefst ekki fyrir úr- tölumönnum álsamninga að greiða atkvæði með styrkj- um og lánum í arðlausa framleiðslu en þegar íslending- ar standa frammi fyrir óverulegri áhættu í álmálum, sem kann að vera vítamínsprauta fyrir þjóðarbúið, setja þeir undir sig hornin og finna álverinu allt til foráttu. Kannske mátti við þessu búast. Afturhaldið er samt við sig og á auðvitað ekki að ráða ferðinni. En öllu dæmalausara er, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur þá afstöðu að slá úr og í, og hefur það helst fyrir pólitík að hnýta í formsatriði og gera ábyrgum aðilum innan ríkisstjórnarinnar lífið leitt með útúrsnúningum. Af hverju tekur Sjálfstæðisflokkurinn ekki af skarið og lýsir yfir því að hann styðji þessa álsamninga? Það er gott og blessað að vera í stjórnarandstöðu og klekkja á ríkisstjórninni. En sum mál eru stærri en svo að þau bjóði upp á ábyrgðarleysi. Álmáhð er fjöregg, sem menn kasta ekki á milh sín í stráksskap. Það mundi vera ómetanlegur styrkur fyrir iðnaðarráðherra og framgang málsins og Sjálfstæðisflokknum til framdráttar ef flokk- urinn lýsir sig reiðubúinn til að greiða atkvæði með heimildarlagafrumvarpi um álsamningana. Sú afstaða á ekki að ráðast af því hvort flokkurinn er innan eða utan ríkisstjórnar. Sjálfstæðismenn styðja álsamninga og eiga að segja það afdráttarlaust. Vel má vera að núverandi stjórnarsamstarf bresti vegna þessa máls. Farið hefur fé betra. En ábyrg stjórn- málaöfl í landinu mega ekki láta afturhaldsseggi og úrtölumenn spiha álsamningum og þjóðarhagsmunum, hvernig svo sem póhtíkin þróast á heimavígstöðvum. EUert B. Schram FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBFR 1990. „Launafólk unir því ekki að hluti samfélagsins standi ætíð fyrir utan allar þjóðarsáttir, hagnist á þeim og nærist en leggi ekkert af mörkum," segir Ögmundur m.a. í grein sinni. Hver borgar brúsann? Að undanförnu hefur ákaft verið raett og ritað um olíuverðshækkan- ir sem rekja má til Persaflóa og þá einkum hver skuli borga brúsann. í þessari umræðu hafa mörg sjón- armið verið sett fram, allt frá því að telja það eðlilegt að almenningur kyngi kaupmáttarskerðingu og yfir í að menn fagni þessum hækkun- um því nú séu útgerðarfyrirtæki nauðbeygö til þess að fara að dæmi venjulegs heimilis og sníða sér stakk eftir vexti. Það hafi löngum verið viðurkennt að fiskiskipaflot- inn sé of stór, hann þurfi að minnka og víða megi hagræöa. Nú sé enn eitt tilefnið komið. Að hafa sitt á þurru í þessari umræðu hafa olíufyrir- tækin reynt að láta fara fremur lít- ið fyrir sér, þau vita sem er að sjálf- virknin í samfélaginu mun sjá þeim borgið. Það vita stórfyrirtækin lika og ganga nú fram hvert af öðru og vekja hæversklega máls á nauðsyn þess að hækka verö á vöru og þjón- ustu. Þau eru vön því að hafa sitt á þurru. Undarlegur er og hlutur opinberra aðila en engu líkara er en þeir ætli sér beinlínis að gera út á vandann. Enginn deilir um það hve alvar- legt það myndi reynast fyrir ís- lenska þjóðarbúið ef þær hækkanir sem orðið hafa á olíu og bensíni að undanfömu á heimsmarkaði yrðu varanlegar, að ekki sé á það minnst að þær yröu enn meiri en þegar er orðið. Enginn getur sagt með nokk- urri vissu hver framvindan verður, jafnvel í nánustu framtíð, og eru menn því nauðbeygðir til að byggja allar sínar ákvarðanir á getgátum einum. Ganga verðhækkanir til baka? Hitt er þó ljóst aö verösprenging- in sem orðið hefur á olíumarkaðn- um er fyrst og fremst vegna gegnd- arlauss hamsturs og aukinnar eft- irspumar af þeim sökum en ekki vegna þess að framleiöslan hafi dregist saman. Reyndar er nú unn- ið aö því víða um lönd að losa vara- birgðir. Þannig má til dæmis reikna með því að Japanir losi helminginn af varaforöa sínum sem alls mun vera hvorki meira né minna en tveggja ára birgðir. Og fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir að Bandaríkjamenn heföu gripið til svipaðra ráöstaf- ana. Á meðal erlendra sérfræðinga gætir því víða bjartsýni um að verðhækkanir kunni að einhveiju leyti að ganga til baka. Óbreytt skattahlutfall Af þessu hljóta menn hér á landi að taka mið þegar ákvarðanir em teknar um það hvernig skuh bregð- ast við þessum verðbreytingum. Til dæmis er það aldeilis fráleitt aö ríkissjóður haldi óbreyttu skatt- heimtuhlutfalli og noti þannig tækifærið til að auka tekjur sínar vegna verðsprengingar sem hugs- anlega er tímabundin. Útreikning- ar fj ármálaráðuney tisins um tekju- tap af völdum olíu- og bensín- hækkana byggjast á því að um KjaUarinn Ögmundur Jónasson formaður BSRB langtímaferli sé að ræða: þegar til lengri tíma sé litið muni aukinn bensínkostnaður valda því að kaupmáttur rými og skattheimta verði minni. Við þetta er margt að athuga. Enginn er búinn að skrifa upp á að kaupmáttur eigi að rýrna og aö auki ætti þaö að vera aug- ljóst að verðhækkun af völdum skattheimtu kemur við buddu al- mennings ekki síöur en verð- hækkun af öðrum sökum. Af þess- ari ástæðu er nauðsynlegt að ríkið auki ekki skattheimtu af olíu og bensíni í krónum talið. Stórfyrirtækin eiga innstæðu Fyrir útgerðarfyrirtæki skiptir verðlag á eldsneyti að sjálfsögðu meginmáli og þær hækkanir sem þegar hafa runnið í gegn munu fljótlega skila sér inn í bókhald þeirra. Þegar á heildina er litið eru þau þó vel í stakk búin til að mæta þessum hækkunum enda hefur verð á útfluttum sjávarafurðum hækkað mun meira en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Sömu sögu er reyndar að segja um margan annan atvinnurekstur. Þannig birti Eimskipafélag íslands nýlega hálfs árs uppgjör þar sem sýnt var fram á gróða sem nam hátt á þriðja hundraö milljóna. Eimskip sótti um átta prósent hækkun á framgjöldum í ágúst í fyrrá en fékk fimm prósent. Sú hækkun dugði fyrirtækinu þetta vel og hljóta menn aö velta fyrir sér réttmæti verðhækkana fyrir- tækinu til handa nú. Hið sama gildir að nokkru leyti um olíufyrirtækin. Staðreyndin er sú að olíufyrirtækin hafa bætt mjög stöðu sína upp á síðkastið og eru þau fjárhagslega miklu sterkari en flest önnur fyrirtæki hér á landi. Á undanfömum árum hafa þau búiö við mjög stöðuga arðsemi sem nemur tveimur til þremur prósent- um. Verðlagsráð hefur haldið í skottið á þeim og stjómað verð- lagningu á flestum tegundum bens- íns og olíu að undanskildu súper- bensíni og flugvélaeldsneyti enda virðast þau hafa hagnast mest á sölu þessara tegunda. Framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins þótti arðsemi ol- íufyrirtækjanna að vísu ekki mikil í útvarpsspjalli fyrir nokkmm dög- um. Ekki þekki ég nægilega vel til þess hvað fjárgróðamenn á íslandi telja boðlegt um þessar mundir en benda má á að sala hlutabréfa ohu- fyrirtækja hefur gengið vel að und- anfornu þannig að eftir einhverju virðist vera að sæíast. Vilja nærast á þjóðarsátt Þá ber að hafa í huga að gróði hjá olíufyrirtækjum sem öðrum fyrirtækjum er reiknaður eftir að reksturinn hefur tekið sitt. í því sambandi er rétt að nefna að skattaskýrslur sýna að forstjórar og ráðamenn í þessum fyrirtækjum taka sér himinhá laun miðað við það sem gerist hjá almenningi. Nú kann einhver að segja að mjög há laun tiltölulega fámenns hóps manna skipti ekki sköpum þegar þjóðhagsstærðir eru metnar. Það má vel vera að hægt sé að sýna fram á að þetta séu ekki miklar efnahagslegar stærðir. En það eru þær hins vegar siðferðilega séð. Launafólk unir því ekki að hluti samfélagsins standi ætíð fyrir utan allar þjóðarsáttir, hagnist á þeim og nærist en leggi ekkert af mörk- um. Á meðan forstjórar taka sér hálfa milljón á mánuöi í laun er allt tal um taprekstur eða erfiðleika í rekstri út í hött. Þessir aöilar rjúka jafnan upp til handa og fóta þegar á það er minnst að þau fyrirtæki sem þeir eru í for- svari fyrir, hvort sem um er að ræða banka, fjárfestingasjóði eða öflug stórfyrirtæki, taki á sig skuldbindingar eða jafnvel tíma- bundiö tap. Sömu aðilum fmnst slíkt hins vegar sjálfsagður hlutur gagnvart heimilum í landinu. Al- menningur er hins vegar löngu búinn aö fá sig fullsaddan á þessu eigingjama ábyrgðarleysi. íslenskt launafólk gerði þjóðarsátt vegna þess að menn vildu höggva á þá tegund sjálfvirkni í samfélaginu sem hefur tryggt hátekjumönnum stöðugt og jafnvel vaxandi forskot umfram launafólk. Ég hef ekki trú á því að friður eða sátt veröi um það til langframa að tekjumunur aukist í samfélaginu, að mönnum verði látið haldast uppi að mala gull meö því að gera út á sáttfýsi almennings. Ögmundur Jónasson „A meðan forstjórar taka sér hálfa milljón á mánuði í laun er allt tal um taprekstur eða erfiðleika 1 rekstri út í hött.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.