Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 15 Nýsköpunarsljórn Bush forseta George Bush, forseti Bandarikjanna, og Jim Baker utanrikisráðherra. - Von þeirra er „að samstaða um aðgerðir gegn írak sýni þá nýju stefnu sem Bandarikin taka í utanríkismálum," segir höfundur. Bush Bandaríkjaforseti og stuðn- ingsmenn hans heima fyrir tala nú mjög um nýsköpun í öryggismálum heimsins. Þessi nýsköpunarstjórn á heiminum á að vera í því fólgin að Bandaríkin hafi forystu um að leysa deilumál einstakra svæða, svo sem Persaflóasvæðisins, í sam- ráði við Sovétríkin og með ijár- hagslegum stuðningi Efnahags- bandalagsins og Japans. Sameinuðu þjóðirnar leggja síðan blessun sína yfir allt saman. Þetta er hið besta af öllu góðu, segir Bush, núna loksins gera Samein- uðu þjóðirnar eitthvert gagn. En einhhða hernaðaríhlutun er ekki líkleg til varanlegra pólitískra áhrifa, forsenda þess að forysta Bandaríkjanna beri árangur er vitaskuld að önnur ríki lúti foryst- unni. Og það er engan veginn gefið mál. Fprysta og bolmagn í ræðu sinni til þingsins fyrir skömmu lagði Bush forseti áherslu á að ekkert ríki gæti komið í stað Bandaríkjanna sem forystuíki heimsins. Sannieikurinn er sá að Bandaríkin hafa ekki lengur bol- magn til að vera þaö afgerandi for- ysturíki sem þau voru eftir síðari heimsstyrjöldina, þeir tímar eru hðnir. Þau leggja th meginhluta hemaðarmáttarins við Persaflóa en þau hafa ekki fjárhagslegt bol- magn th að gera þaö á eigin spýtur. Bandaríkjastjórn hefur síðustu vikur lagt alla áherslu á að fá Evr- ópuríkin, sérstaklega Þýskaland, og Japan th að leggja meira fé af mörkum th hemaöarins við Persa- flóa. Stórveldi sem veröur að leita eftir samskotum th aö halda úti her th að framfylgja hagsmunum sín- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður um og skjólstæðinga sinna veikir stöðu sína, það er eins og það bjóði fram þjónustu sína th leigu eins og málahðaher sem berst fyrir borg- un. Það er ekki við því aö búast að ríkin, sem Bandaríkjamenn segjast vera að berjast fyrir, borgi fyrir að láta leiða sig inn á brautir sem þau kæra sig ekki um. Fókus Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur misst þann fókus sem allar hnur komu saman í, baráttuna gegn Sovétríkjunum. Bush forseta hefur enn ekki tekist að móta nýja heildstæða utanríkisstefnu. Það er von hans og Bakers utanríkisráð- herra að samstaðan um aðgerðir gegn írak sýni þá nýju stefnu sem Bandaríkin taka í utanríkismálum. Meginatriði hennar er að Banda- ríkjamenn munu ekki aðhafast neitt einir utan væntanlega sinnar eigin heimsálfu. Sovétmenn verða hafðir með í ráðum eins og nú þegar við Persa- flóa. Bandaríkjamenn hafa þegar lagt sitthvað af mörkum til að hjálpa Gorbatsjov, þeir ákváðu að styðja ekki sjálfstæðisbaráttu Lit- háens og þeir stóðu með Sovét- mönnum í samningum um þeirra hagsmunamál í sambandi við sam- einingu Þýskalands. ^ Mikilvægustu bandamennirnir eru vitaskuld efnahagsstórveldin tvö, Evrópubandalagið með sam- einað Þýskaland sem forysturíki og Japan. Þessir tveir aðalbanda- menn hafa reynst tregir í taumi í Persaflóamáhnu og munu líklega verða það í öðrum málum. En á fylgi þeirra við Bandaríkin veltur hugmynd Bush um nýtt hlutvdrk Bandaríkjanna í heimsmálum. 0 I Persaflóamáhnu voru bæði Evr- ópubandalagið og Japan thbúin að láta það gott heita að írak legði undir sig Kúvæt. Evrópubandalag- ið ásamt Japan studdi efnahagsleg- ar refsiaðgerðir gegn írak en vhdi ekki hernaðaríhlutun. Hemaðaruppbygging Bandaríkj- anna var þeim þvert um geð að Bretum undanskhdum. Nú krefjast Bandaríkjamenn þess af banda- mönnum sínum, sérstaklega Þjóð- verjum og Japönum, að þeir leggi fram fé th að standa undir kostnaði og hafa bmgðist hla við tregðu þeirra til að leggja fram peninga sem um munar. Þeim hefur tekist að herja með eftirgangsmunum þijá og hálfan mihjarð dollara út úr Þjóöverjum og fjóra út út Japön- um en þykir lítið til koma. Evrópu- bandalagið sem shkt neitar að taka nokkurn þátt í herkostnaðinum. Hagsmunir Þessu valda mismunandi hags- munir sem lofa ekki, góðu fyrir hugsjónir Bush um forystu Banda- ríkjanna í hinum nýja heimi. Þessi ríki eru einfaldega ekki reiðubúin til að samþykkja umyrðalaust skil- greiningar Bandaríkjanna á því hverjir hagsmunir þeirra sjálfra séu né hvemig eigi að gæta þeirra. Þau eru ekki reiðubúin th að styrkja Bandarikín fjárhagslega til að leiða þau sjálf inn á hverjar þær brautir sem stjórnvöld í Washing- ton ákveða að séu hinar réttu. Sú forysta í heimsmálum sem Bush Bandaríkjaforseti virðist vera að reyna að skhgreina, með Persaflóamáhð sem fyrsta prófmál, er að Bandaríkin skuh hafa forystu um að berja á bak aftur ahan yfir- gang hvarvetna í heiminum í sam- vinnu við Sovétmenn með fjár- hagslegum stuðningi Evrópu og Japans. Það er öldungis óvíst að með þessu sé Bush á réttri leið. Þaö er líka öldungis óvíst að hann hafi bandarískan almenning með sér th langframa. Að kalda stríðinu loknu eru nú raddir einangrunarsinna æ háværari og virðast eiga sterkan hijómgrunn. Bandaríska þjóðin stóð sameinuð gegn kommúnisma í heiminum en þaö er óvíst að hún standi sameinuð í nokkrum öðrum málstað. Bush virðist vilja hefja Bandaríkin til ótvíræðrar forystu í málum heimsins á sama hátt og á eftirstríðsárunum. En það er ekki komið í ljós hvort þessar hugmynd- ir hafa næghegt fylgi til frambúðar, forysta án fylgis verður ekki annað en tilburðir. Gunnar Eyþórsson „Bandaríska þjóðin stóð sameinuð gegn kommúnisma í heiminum en það er óvíst að hún standi sameinuð 1 nokkrum öðrum málstað.“ Nú er frost hjá Jóni Hvernig ráðherrar og þingmenn Alþýðuflokksins hafa svivirt eigin stefnu- skrá er með eindæmum, segir m.a. i greininni. - Þingflokkur Alþýðu- flokksins á fundi í upphafi þessa kjörtímabils. Fyrir síðustu kosningar th Al- þingis gaf Alþýðuflokkurinn út bækhng með stefnumálum sínum. Auk þess reið formaður flokksins með látum um héruð og hafði stór orð um „vorhreingerningar í ríkis- fjármálum“ og „mokstur úr fram- sóknaríjósi". Allir vita að síðan þessi orð féllu hefur formaðurinn verið svo heill- aður af lyktinni úr títtnefndu fjósi að hann hefur hvergi viljað vera annars staðar. Hvað vorhreingern- ingar í ríkisfjármálum varðar fékk formaðurinn sérstakt tækifæri til að stunda þær í eigin persónú sem fjármálaráðherra í rúmt eitt ár. Hverju þessi tiltekt formannsins skhaði öðru en vandræðagangi í ráðuneytinu hefur enn ekki komið í ljós. En víkjum nú nánar að hinni roerku stefnuskrá sem var full af merkhegum fyrirheitum. Réttlátt skattakerfi Það sem fyrst stingur i augun við lestur stefnumálanna er eftirfar- andi fyrirheit: „Sníða verður skattakerfið á þann vegað álagning verði réttlát." Þetta er ansi broslegt í ljósi þeirrar stefnu alþýðuflokks- manna í ríkissfjórn og á Alþingi að matvæh beri virðisaukaskatt en ekki laxveiðheyfi og klámblöð. Annað sem hijómar undarlega er þetta: „Sérstaklega þarf að tryggja í nýju skattakerfi að skattaafslátt- ur færist að fullu milli hjóna.“ Þetta hefur einfaldlega ekki verið gert, „þökk“ sé Alþýðuflokkn- um. Efling húsnæðis- lánakerfisins Sérstakur kafh er í stefnuskránni KjaJIarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ um húsnæðismál. Þar segir meðal annars: „Efla þarf núverandi hús- næðislánakerfi og festa það í sessi því fjármögnun þess er ótrygg.“ Þar að auki er þetta: „Markmið húsnæðislánakerfisins á að vera það aö hægt verði að fullnægja eöli- legri lánaþörf á hveijum tíma.“ Nú hefur Alþýðuflokkurinn haft þennan málaflokk th umsjónar allt þetta kjörtímabh. Samkvæmt stefnuskránni virðast aiþýðu- flokksmenn hafa haft vitneskju um þaö þegar árið 1986 að húsnæðis- lánakeríið stæði á brauðfótum og hefði ekki næga tekjustofna. - Samt láta þeir fjögur ár líða án þess að reyna að bjarga því. Maður skhur þessi afglöp ekki. Ekki frekar en mann sem leggur af stað yfir mýri þegar birt hefur af morgni en slórar svo fram í myrkur við að þýða sænska bækl- inga um opinbert leiguliðakerfi í húsnæðismálum og drukknar í for- inni. (Til allrar hamingju stóð ekk- ert í stefnuskránni um að nótt ætti að fylgja degi og hefur það ástand því haldist óbreytt). Hvað varðar fullnægingu á eðli- legri lánaþörf er víst ekki ofmælt að margur húsnæðiskaupandinn hafi þurft að ylja sér við annars konar fullnægingu en talað er um í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Þeg- ar ekki hefur einu sinni verið hægt að fá upplýsingar og ráðgjöf í gegn- um síma er auðvitað ekki viö mik- hli fróun að búast. Ótrúlegt frjálslyndi Merkhegasti kaflinn í stefnu- skránni er án efa sá sem ber yfir- skriftina: „Kerfisbreytingar: Ný skilgreining á hlutverki ríksins“. Þessi kafli er alveg ótrúlega frjálslyndur af kafla í stefnuskrá gamals stéttabaráttuflokks að vera. Þar segir meðal annars: „Jafnaðar- menn eru andstæðingar ríkisfor- sjár og miðstýringar í efnahagslif- inu. A undaníornum árum hefur ríkisvaldið leiðst út í umfangsmikil afskipti af atvinnu- og efnahagslífi, m.a. með pólitískri stýringu fjár- magns gegnum banka- og sjóða- kerfi, afskiptum af verðmyndun, beinum rekstri framieiðslu- og þjónustufyrirtækja og jafnvel vernd og ábyrgð á taprekstri ein- stakra fyrirtækja og atvinnu- greina. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér óeðlhega pólitíska fyrir- greiðslu, opinber skömmtunar- kerfl, þjónkun við sérhagsmuni og einokun sem dregur úr allri fram- þróun. Þetta fyrirkomulag thheyrir löngu liðnu tímabili í sögu Vestur- landa og ber því að afnema hið fyrsta.“ Frjálslyndi í frysti Eg verð að segja að þessi kafli er einstaklega skýr og skorinorð lýs- ing á því eina sem getur bjargað þessari þjóð frá þvi að spá Þráins Eggertssonar um aldamótaöreig- ana íslendinga rætist. En hvernig ráðherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins hafa svívirt eigin stefnu- skrá hvað þetta varðar er með ein- dæmum. Þeir hafa leikið á als oddi með Stefáni Valgeirssyni og fram- sóknarmönnum í ótrúlegu sjóða- sukki, fyrirgreiðslumakki, sér- hagsmunapoti og öhu því sem lýst er með vanþóknun í skránni sem löngu liðnu tímabhi í sögu Vestur- landa. Þessir menn hafa sett frjálslynda strauma Vesturlanda í frysti á ís- landi og hent íslendingum inn í gráa forneskju. Þeir hafa orsakað frost á Fróni og kjósendur vita að sæhr sumardagar kosta frost hjá Jóni í komandi kosningum. Glúmur Jón Björnsson „Þessir menn hafa sett frjálslynda strauma Vesturlanda í frysti á íslandi og hent Islendingum inn í gráa forn- eskju.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.