Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 9 Utlönd Kosningar til Lögþings 1 Færeyjum ákveðnar 17. nóvember: Sundstein mistókst að mynda nýja landstjórn Pauli Ellefsen ákveðinn í að hætta þingmennsku endanlega Lögþing Færeyja ákvaö í gær- kvöld að þing skyldi rofið og boðað til nýrra kosninga í nóvember. Jog- van Sundstein, lögmaður og einn af þingmönnum Fólkaflokksins, sendir í dag frá sér tilkynningu um kosningarnar sem líklegast er að haldnar verði þann 17. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur Lög- þing Færeyja verið rofið áður en kjörtímabili lýkur í þau 40 ár sem eyjarnar hafa haft sjálfstjórn. Jog- van Sundstein reyndi fram á síð- ustu stundu að koma í veg fyrir þingrofið en engir möguleikar virð- ast vera á að mynda nýja stjórn eins og valdahlutföll eru nú á þing- inu. Stjórnarsamstarfi þriggja flokka var formlega shtið fyrr í vikunni eftir að slitnaði upp úr stjórnar- samstarfinu í vikunni áður. Sund- stein reyndi í fyrstu að koma sam- an nýrri meirihutastjórn borgara- flokkanna en þegar það mistókst var reynt að koma á minnihluta- stjórn Fólkaflokksins og Þjóðveld- isflokksins. Það tókst ekki og þá reyndi Sundstein stjórnarmyndun með Jafnaðarmönnum en það fór á sömu leið. Þrátt fyrir að lögþingsmenn væru um það sammála við umræðurnar í gær að engin leið væri að mynda stjórn án nýrra kosninga komu fram miklar efasemdir um að hlut- föhin á næsta þingi yrðu hagstæð- ari. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum í Færeyjum færu Jafn- aðarmenn með sigur af hólmi í kosningunum. Þeir fóru með stjórn eyjanna kjörtímabhið fyrir kosn- ingarnar 1988. Þá biðu þeir ósigur og hafa verið í stjórnarandstöðu eftir það. Þegar nýtt Lögþing kemur saman verða frægar kempur í færéyskum stjórnmálum sestar í helgan stein. Pauli Ellefsen, fyrrum formaður Sambandsflokksins, hefur þegar tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram. Hann hefur verið ósáttur við flokksmenn sína frá því að þeir studdu hann ekki til formennsku í þingflokkum í vor. Karin Kjölbro, þingmaður Þjóð- veldisflokksins, hefur einnig til- kynnt að hún ætli ekki að bjóða sig fram oftar. Hún komst fyrst á Lög- þingið árið 1978 og var fyrsta konan til að taka þar sæti. Ritzau Filippseyjar: Gagnárás á uppreisnarmenn Stjórnarhermenn á Filippseyjum gerðu g£(gnárás á uppreisnarher- menn á Mindanao-eyju í morgun. Lýstu embættismenn því yfir að upp- reisnarmenn myndu fljótlega gefast upp. Varpað var sprengjum úr tveimur flugvélum á uppreisnarmenn sem halda aðalbækistöðvum hersins við Butuan. Einnig var skotið eldflaug- um á uppreisnarmennina við Butuan sem er önnur þeirra borga sem þeir náðu á sitt vald í gær. Að því er sjónarvottar sögðu særð- ist einn uppreisnarhermaður alvar- lega. Flestir uppreisnarmannanna, Alexander Noble uppreisnarforingi. Hann er fyrrum yfirmaður lífvarða- sveitar Corazon Aquino, forseta Filippseyja. Símamynd Reuter sem eru sagðir vera þrjú hundruð, höfðu yfirgefið herbúðirnar og flúið til borgarinnar er þeir heyrðu í flug- vélunum. Um sex hundruð uppreisn- armenn eru sagðir vera í Cagayan de Oro, hinni borginni sem þeir her- tóku. Hefur leiðtogi uppreisnar- manna, Alexander Noble, gert Cagayan de Oro að aðalbækistöðvum sínum. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Fidel Ramos, flaug til Davao-borgar á Mindanao í morgun th að stjórna sjálfur aðgerðum hersins. Reuter m fesTM Kosningarnar 1 Austurríki: Frjálslyndum spáð auknu ffylgi Tryggvi M. Baldvinsson, DV, Vín: Baráttan fyrir þingkosningarnar í Austurríki á sunnudaginn stendur nú sem hæst. Samkvæmt skoðana- könnunum munu stóru flokkarnir tveir, Sósíalistaflokkurinn og Þjóð- arflokkurinn, tapa þó nokkru fylgi en Græningjar og sér í lagi Frjálslyndi flokkurinn vinna mikið á. Síðustu ár hefur samsteypustjórn sósíahsta og Þjóðarflokks farið með völdin en nú bendir margt til þess að Frjálslyndi flokkurinn komi í veg fyrir „fílabrúðkaupið" én svo var síðasta stjórnarmyndun köll- uð. Frjálslyndir hafa lagt mikla áherslu á útlendingavandamálið svokallaða en þúsundir flótta- manna hafa sest að í Austurríki á síðustu mánuðum. Vilja frjálslynd- ir herða eftirlit með landamærum og auka löggæslu til muna vegna síhækkandi glæpatíðni sem sögð er fylgja innflytjendum. Einnig hafa tíð hneykslismál í stjórnartíð fráfarandi stjórnar verið vatn á myllu frjálslyndra og ber þar sennilega hæst Noricum-vopna- sölumáhð en Austurríkismenn seldu írönum fallbyssur á meðan styrjöld írana og Iraka stóð sem hæst. Samkvæmt lögum er bannað að selja vopn til þjóða sem eiga í stríði. Mál þetta hefur valdið ýms- um fyrrverandi og núverandi ráða- mönnum þjóðarinnar álitshnekki. Þó nokkurt áhyggjuefni þykir að um tíu prósent þeirra sem kusu síðast segjast ekki ætla að kjósa nú og hefur hlutfall þeirra aldrei áður verið svo hátt. Eitt er þó víst, kosn- inganna á sunnudag er beðið með óþreyju í herbúðum frambjóðenda sem og annars staðar. Lögreglan í Osaka grýtt - lögreglumenn sakaðir um mútuþægni Um 60 lögregluþjónar hafa slasast í mótmælum borgara í Osaka í Japan vegna stöðugra sögusagna um spill- ingu innan lögreglunnar. Nú í morg- un komu um 400 verkamenn saman fyrir utan lögreglustöð í einu af fá- tækrahverfum borgarinnar og köst- uðu grjóti að lögreglumönnum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Osakabúar hafa í frammi mótmæli við lögregluna. í morgun voru 28 mótmælendur handteknir en slys urðu ekki á fólki. Ólætin byijuðu á miðvikudaginn þegar lögregluþjónn var handtekinn, grunaður um að hafa þegiö háar mútur frá glæpaflokkum sem eru öflugir í borginni. Lögreglumaður- inn heitir Tsutomu Haga. Þeir sem báru féð á Haga hafa ver- ið handteknir. íbúar í Osaka halda því þó fram að þeir verði aldrei ákærðir því að þeir tilheyra voldug- ustu glæpahringjum í Japan. Reuter Mál lögregluþjónsins Haga hefur komiö af stað ólátum i Osaka. Simamynd Reuter Jaruzelski, forseti Póllands, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Baráttan um forsetaembættið stendur nú milli Mazowieckis forsætisráðherra og Walesa, leiðtoga Samstöðu. Teikning Lurie. Forsetakosningamar í Póllandi: Barátta Walesa og Mazowiecki haf in Eftir margra vikna hik hefur nú forsætisráðherra Póllands, Tadeusz Mazowiecki, thkynnt að hann æth í framboð th embættis forseta. Barátta mihi hans og fyrrum leiðtoga hans í Samstöðu, Lech Walesa, fyrir for- setakosningarnar 25. nóvember er því hafin. Mazowiecki, sem nýtur mikhlar virðingar og stuðnings sem forsætis- ráðherra, thkynnti ákvörðun sína í gær. Kvaðst hann hafa velt málinu fyrir sér vikum saman. Ýmsir aðrir stjórnmálamenn hafa thkynnt að þeir muni bjóða sig fram ef þeir geti safnað þeim hundrað þúsund undirskriftum sem th þarf. Hins vegar er tahð víst að aðalbarátt- an verður milli Mazowieckis og Wa- lesa. Þá greinir helst á um hvaða leið eigi að fara th að koma á fullu lýð- ræði í landinu. Walesa er hlynntur skjótum breytingum og vill enga samninga við fyrrum kommúnista. Mazowiecki vill aftur á móti fara hægar í sakirnar og halda stöðug- leika í þjóðfélaginu. Hann er heldur ekki hlynntur hefndaraðgerðum. Frá því að Walesa útnefndi Mazowiecki í embætti forsætisráð- herra fyrir ári hefur ágreiningurinn milh þessara tveggja fyrrum félaga farið vaxandi og hefur hann valdið pólítískum klofningi í Samstöðu. Þjóðarnefnd Samstööu lýsti á mið- vikudaginn yfír stuðningi við Walesa og þykir því víst að félagar í Sam- stöðu muni skipuleggja stuðrhng við hann um allt land. Það eru helst menntamenn innan samtakanna sem styðja Mazowiecki sem er fyrr- um blaðamaður. Reuter Nýjar sögur eru nú famar á flot um hörmulegan aðbúnað rúmen- skra barna. I kvöld verður sýnd í Bandaríkjunum ný heimildar- mynd um heimili fyrir munaðar- leysinga í Rúmeníu. Að sögn þeirra sem séð hafa er ástandið í þessum búðum nú likast því sem var í út- rýmingarbúðum nasista. Börnin er höfð nakin og mörg þeirra era nær dauða en lífí af hungri. Þegar stjórn kommúnista féll um síðustu jól voru sýndar myndir af hungruðum rúmenskum bömum en sagt er að ástandið hafí ekkert batnað því að ríkisstjórn landsins hafi engan áhuga á að bæta hlut barna sem eru of langt leidd til að geta orðið að mönnum. í þættinum kemur fram að stjórn Rúmeniu viðurkemhr að 8000 börn séu enn geymd á munaðarleys- ingjahælum fyrri stjórnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.