Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. Útlönd Sjónaukinn Hubble sendir loksins myndir „Við getum nærri gert allt sem til var ætlast í upphafi og höfum náð góðum myndum af Satúrnusi, Plútó og halastjömunni Levy,“ er haft eftir Stephen Maran, einum af yfirmönn- um Goddard geimrannsóknarstöðv- arinnar í Greenbelt í Bandaríkjun- um. Vísindamennimir við stöðina hafa setið undir ákúmm fyrir að gera mistök þegar þeir sendu stjörnusjón- aukann Hubble á loft. Sjónaukinn kostaði 2,5 milljarða Bandaríkjadala en það svarar til um 140 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn fór á loft en skilaði lengi vel ekki þeim myndum til jarðar sem vonast var eftir. Nú hefur tekist að koma sjónauk- anum í lag að nokkm leyti og vís- indamennimir hafa sýnt nokkra góðar myndir af hinum bjartari hlut- um í sólkerfinu. Aðalsjónspegillinn er þó ekki í lagi en vonir standa til að ráða megi bót á þeim galla. Hubble átti að afla nýrrar vitneskju um alheiminn fyrir utan sólkerfi okkar. Nýjar upplýsingar þar um hafa ekki enn borist til jarðar en vís- indamennimir, sem stjóna sjónauk- anum, segja að með tíð og tíma tak- ist þeim að stilla hann upp á nýtt og þá ætti Hubble að gegna hlutverki sínu fullkomlega. Reuter Stjörnufræðingar eru ánægðir með þessa mynd af Satúrnusi. Hún er lika sönnun þess að sjónaukinn Hubble er að komast í lag. Símamynd Reuter Skákmeistararnir Kasparov og Karpov létu á engu bera þegar þeir komu fram með David Dinkins, borgarstjóra New York. Milli þeirra ganga þó klögumálin. Símamynd Reuter Æsingar fyrir upphaf heimsmeistaraeinvígisins í skák: Kasparov sakar Karpov um að reyna mutur - skákmeistaramir skiptust á ásökunum í kvöldverðarboði Garry Kasparov, heimsmefstari í skák, hefur sakað áskorandann Ana- toly Karpov um að reyna að múta einum aðstoðarmanni sínum til að segja frá helstu herbrögðum sínum í væntanlegu einvígi þeirra kappa. Samkvæmt sögunni eiga aðstoðar- manninum að hafa verið boðnir 100 Bandaríkjadalir fyrir verkið. Karpov svaraði þessum ásökunum í gær og sagði að heimsmeistarinn væri að ljúga upp sökum. Aðstoðar- maðurinn, sem í hlut á, er stórmeist- arinn Azmaiparashvili. Einvígi Kasparovs og Karpovs á að hefjast í New York á mánudaginn. í gær sátu þeir Karpov og Kasparov kvöldverðarboð með David Dinkins, borgarstjóra New York, og þá kom þetta mál upp. Kaspaov sagði þá aö að hann gæti ekki sannað að Karpov stæði á bak við mútumálið en sagðist vita um fólk sem hefði mikinn áhuga á að Karpov yrði aftur heimsmeist- ari. Karpov svaraði og sagði að þessi uppákoma væri svo sem ágæt aðferð til að vekja athygli á einvíginu en hún væri engu að síður móðgun við sig og óheiðarleg tilraun til að hafa áhrif á einvígið. Eftir því sem best er vitað áttu upplýsingamar um fyrirætlanir Ka- sparovs í einvíginu að fara til við- skiptajöfurs nokkurs í New York en ekki er vitað hvað hann ætlaði að gera við þær. Kasparaov fullyrðir að maðurinn hafi reynt að múta aðstoð- armanni sínum. Dinkins borgarstjóri reyndi að bera klæði á vopnin i kvöldverðarboöinu og bað menn að trúa því að betri skákmaðurinn færi með sigur af hólmi að lokum. Þetta verður í flmmta sinn sem þeir Karpov og Kasparov keppa um heimsmeistaratignina í skák. Yfir- leitt gera þeir jafntefli í skákum sín- um en Kasparov hefur tveggja vinn- inga forskot allt frá því hann vann heimsmeistaratitilinn árið 1986 af Karpov. Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Aðalland 2, þingl. eig. Jóhannes Tryggvason, mánud. 8. október ’90 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka Islands. Aðalstræti 7, hluti, talinn eig. Óli Pétur Friðþjófsson, mánud. 8. október ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf., Þórunn Guðmunds- dóttir hrl. og Ámi Einarsson hdl. Austurberg 28, íb. 024)1, þingl. eig. Lilja G. Valdimarsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðend- ur eru Jón Þóroddsson hdl. og Krist- inn Hallgrímsson hdl. Alagrandi 6, hluti, talinn eig. Sævar Vigfósson, mánud. 8. októþer ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Þór Ámason hdl. Alakvísl 42, talinn eig. Hólmfríður Guðmundsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík og Ásgeir Thoroddsen hrl. Alakvísl 72, hluti, talinn eig. Bjami Bjamason, mánud. 8. október ’90 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Sigurmar Albertsson hrl. Álakvísl 114, talinn eig. Margrét Öl- afsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Alftamýri 38,, 2. hæð t.h., þingl. eig. Erlendur Ó. Ólafsson, mánud. 8. okt- óber ’90 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Hjaltason hrl. Ásgarður 153, þingl. eig. Bergljót Bergsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Trygg- ingastofnun ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Ásvallagata 55, hluti, þingl. eig. Óskar Sigurðsson, mánud. 8. október ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimt- an hf. Bámgata 29, kjallari, þingl. eig. Sig- urður Grímsson, mánud. 8. október ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðmund- ur Óli Guðmundsson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Bámgata 29, 1. hæð, kj. og /i bflsk., þingl. eig. Sigurður Grímsson og Hólmfríður Sigurðardóttir, mánud. 8. október,’90 kl. 14.45. Uppboðsbeiðend- ur em íslandsbanki, Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka ís- lands og Róbert Ami Hreiðarsson hdl. Blöndubakki 12, hluti, þingl. eig. Sig- rún Oddgeirsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Ólaf- ur Axelsson hrl. Brautarholt 26, neðri hæð, þingl. eig. Hagprent hf., mánud. 8. október ’90 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Fumgerði 21, 3. hæð t.v., þingl. eig. Helga Kemp Stefánsdóttir, mánud. 8. október ’90 íd. 14.00. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Ólafur Gústafs- son hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Grensásvegur 8-10, hluti, þingl. eig. Ólafur Þór Jónsson og Jón Þórðar- son, mánud. 8. október ’90 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er íslandsbanki. Heiðarás 15, þingl. eig. Siguijón Ámundason og Hálfdán Sveinsson, mánud. 8. október ’90 kl. 15.00. Upp- boðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík, Fjárheimtan hf., íslands- banki, Othar Öm Petersen hrl., Haf- steinn Hafsteinsson hrl., Gjaldheimt- an í Reykjavík, Hróbjartur Jónatans- son hdl. og Ámi Einarsson hdl. Irabakki 32, 3. hæð t.v., þingl. eig. Guðrún Kristinsdóttir og Bragi Pálmason, mánud. 8. október ’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Jörfabakki 28, hluti, þingl. eig. Hildur S. Ottesen, mánud. 8. október ’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Kambasel 57, talinn eig. Geir Sigurðs- son og Ingibjörg Óskarsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 10.45. Uppboðsbeið- endur em íslandsbanki, Gjaldheimtan í Reykjavík, Fjárheimtan hf. og Ólafur Gústafsson hrl. Krummahólar 6, 6. hæð, þingl. eig. Sævar Sveinsson og Kristín Oskars- dóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Veðdeild Lands- banka íslands, Borgarsjóður Reykja- víkur og Ólafúr Axelsson hrl. Krummahólar 10,5. hæð F, þingl. eig. Þorsteinn Laufdal, mánud. 8. október ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastoíhun ríkisins. Lauíasvegur 8, efri hæð, þingl. eig. Sverrir Gauti Diego, mánud. 8. októb- er ’90 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka Islands, Kristinn Hallgrímsson hdl. og tollstjórinn í Reykjavík. Laugavegur 118, hluti, þingl. eig. Þór- arinn Jakobsson og Hallgrímur Ein- arsson, mánud. 8. október ’90 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Ei- ríksson hdl. Stigahh'ð 36, 4. hæð t.h., þingl. eig. Marta Eyjólfsdóttir, mánud. 8. októb- er ’90 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Tjamargata 39, 3. hæð og ris, þingl. eig. Jóhanna S. Pálsdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðend- ur em Landsbanki Islands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands- banka Islands, Tómas H. Heiðar lögfr. og Guðjón Armann Jónsson hdl. Tómasarhagi 9, ris, þingl. eig. Hólm- fríður Hulda Mariasdóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Vegghamrar 43, talinn eig. Björg Thorberg, mánud. 8. október ’90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Vesturberg 74, 2. hæð t.h., þingl. eig. Eiríka Inga Þórðardóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Magnús Norðdahl hdl. Vesturgata 17A, 3. hæð austurendi, þingl. eig. Helga Gísladóttir, mánud. 8. október ’90 kl. 11.00. Upphoðsbeið- endur em Helgi V. Jónsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Vorsabær 7, þingl. eig. Stefán Aðal- bjömsson, mánud. 8. október ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Þórður Þórðarson hdl. Þórufell 6, 2. t.v., þingl. eig. Lárus Róbertsson, mánud. 8. október ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Re_ykjavík, Ólafur Gústafs- son hrl. og Oskar Magnússon hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Álfheimar 42, 2. hæð t.v., þingl. eig. Jón E. Bjamason og Magnús Bjama- son, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. október ’90 kl. 16.45. Uppboðsbeið- endur em Ólafur Gústafsson hrl. og Jónas Aðalsteinsson hrl. Hamraberg 18, hluti, þingl. eig. Berg- þór Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. október ’90 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Hróbjartur Jónatansson hdl. og Gísh Gíslason hdl. Hraunbær 78, hluti, þingl. eig. Borg- þór Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. október ’90 kl. 15.45. Upp- boðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Miklabraut 78, hluti, þingl. eig. Guð- ríður Guðlaugsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 8. október ’90 kl. 17.45. Uppboðsbeiðendur em Ingi- mundur Einarsson hdl., Ásbjöm Jóns- son hdl., Steingrímur Þormóðsson hdl. og Ári ísberg hdl. Rjúpufell 33, 4. hæð t.v., þingl. eig. Margrét Ragnarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 8. október ’90 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.