Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 35 LífsstOl Islensku gúrkurnar eru enn að hækka og nú biða neytendur eftir því að innflutningur geti hafist svo að verðið lækki aftur. DV kannar grænmetismarkaðinn: Verðið breyt- ist lítið Grænmetiskönnun DV er vikuleg- ur viöburöur og aö þessu sinni var verð kannað í eftirtöldum verslun- um: Fjarðarkaupi í Hafnarfiröi, Bón- usi í Faxafeni, Hagkaupi í Skeifunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Mikla- garði vestur í bæ. Bónus selur sitt grænmeti í stykkjatali meðan aðrar verslanir selja eftir vigt. Tii að fá samanburð á verðinu hjá Bónusi og hinum versl- ununum er stykkjaverð umreiknað eftir.meðalþyngd yfir í kílóverð. Bónus var með lægsta verð á tóm- ötum þessa viku, 145 krónur, en þess ber þó að geta að þar var ekki um fyrsta flokks tómata að ræða. Þó tóm- atarnir hjá þeim væru að öllu leyti góð vara voru þeir afar smáir og hefðu ekki verið flokkaðir í fyrsta flokk. Til að gefa mynd af stærðinni voru 10 stykki af tómötum aðeins 345 grömm. Kjötstöðin var með hæsta verðið á tómötum. Þar kostaði kílóið 298 krónur. Næst kom Hagkaup með 295 krónur, Mikligarður 249 krónur og loks Fjarðarkaup meö 185 krónur. Meðalverð hefur lækkað úr 267 krón- um niöur í 234 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 106%. Gúrkurnar eru enn að hækka og nú bíða neytendur eftir að innflutn- ingur geti hafist. Á meðan svo er ekki veröur fólk að kaupa dýrar ís- lenskar gúrkur á meðan birgöir end- Hagkaup er með sértilboðsverð á hunangsmelónum, 99 krónur stykk- iö. Einnig er tilboðsverð á DUNI mýki í tveggja lítra umbúðum á 155 krónur. Kjúklingar kosta 445 krónur og 500 g af Merrild kringlukaffi 195 krónur. Einnig er Hagkapp með skemmtilega nýjung hér á landi. Það er nýkreistur appelsínusafi sem er framleiddur í versluninni. Safinn eru seldur í hálfs lítra flöskum en þær kosta 149 krónur. Hjá Kjötstöðinni í Glæsibæ er 1 kíló af sykri nú selt á 76 krónur. Þá kostar kílóið af OTA haframjöli 159 ast. Meðalverð á þeim er þessa vikuna 391 króna en var 311 í síðustu viku. Lægsta veröið var í Hagkaupi en þar kostaöi kílóið 329 krónur. Fast á hæla þess kemur Fjarðarkaup með 330 krónur, þá Mikligarður með 398 krónur og loks Kjötmiðstöðin sem var með hæsta verðið á gúrkunum, 507 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 54%. Sveppir lækka í verði. Nú er meðal- verð á þeim 394 krónur en var 408 krónur í síðustu viku, í þeim versl- unum, sem úrtakið náði til, voru þeir undantekningarlaust mjög vel útlítandi og er það framfór frá síð- ustu viku. Sveppirnir voru ódýrastir í Bónusi og kostuðu 278 krónur kíló- ið. Einungis var þó hægt að kaupa hálfs kílóa poka á þeim bæ. Næst- lægsta verðið var í Fjarðarkaupi, 380 krónur, þá í Hagkaupi, 419 krónur, en dýrastir voru sveppirnir í Kjöt- stöðinni þar sem kílóið kostaði 498 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 79%. Meðalverö á grænum vínberjum hækkar úr 175 krónum í 211 krónur kílóið. Ódýrust voru þau í Hagkaupi sem seldi kíióið á 129 krónur. Næst kom Fjarðarkaup með 140 krónur, Mikligarður með 279 krónur og loks Kjötstöðin með hæsta verðið en jafn- framt langfallegustu vínberin. Þar kostaði kílóið af sætum, steinlausum krónur, 2 lítrar af MS jurtaís 363 krónur og nú fæst þar hin nýja ís- lenska lambagrýta frá TORO og kost- ar hún 134 krónur. Þetta er allt á sértilboðsverði hjá Kjötstöðinni. í Miklagarði er tilboðsverð á þriggja kílóa pakka af Dixan þvotta- efni á 598 krónur, 8 rúllur af Softness WC pappír kosta 169 krónur, 3 pör af herrasokkum 199 krónur og loks er 20 lítra plastbah, sem tilvalinn er í sláturgerðina, á sérstöku tfiboðs- verði sem er 299 krónur. Fjarðarkaup er með tilboðsverð á 700 ml af Sparr uppþvottalegi á 67 berjum 297 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 130%. Meðalverð á grænni papriku lækk- ar um 5 krónur kílóið og er nú 350 krónur. Bónus var með ódýrustu paprikumar. Þar kostaði kílóið 171 krónu. Næst kom Kjötstöðin með 298 krónur, Hagkaup með 435 krónur og Mikligarður var með hæsta verðið sem var 495 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 189 krón- ur. Meðalverð á kartöflum fer úr 82 krónum niður í 78 krónur kílóið. Bónus var með ódýrustu kartöflum- ar, 55 krónur, næst kom Fiarðarkaup með 72 krónur, Mikligarður 84, Hag- kaup 89,50 og loks Kjötstöðin með 90 krónur kílóið. Mismunur á milli hæsta verðs og lægsta var 64%. DV kannaði einnig verð á blóm- káli, hvítkáh og gulrótum. Meðalverð á blómkáli lækkar um eina krónu frá fyrri viku og er nú 184 krónur en kostaði 145 krónur í Fjarðarkaupi sem var með lægsta verðið. Meðalverð á hvítkáh hækkar um 5 krónur og er nú 84 krónur kílóið. Ódýrast var það í Hagkaupi þar sem það kostaði 69 krónur. Meðalverð á gulrótum hækkar um krónu og er 215 kr. í þessari viku. Það var ódýrast í Bónusi þar sem kílóiö kostaði 168 krónur. krónur, Sun C eplasafa á 82 krónur Utrann, 150 gramma pakkningum af Clup saltkexi á 66 krónur og 500 grömmum af Select kaffi á 197 krón- ur. Bónus er með tilboðsverð á Ota Solgryn haframjöli. 950 g kosta 136 krónur. Einnig fæst nú tveggja kílóa poki af Kornax rúgmjöli á 78 krónur. 2 lítrar af Coke, diet Coke, Sprite og diet Sprite kosta 135 krónur og Jaffa eplasafi 81 krónu lítrinn. -hge -hge Sértilboð og afsláttur: Nýkreistur appelsínusaii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.