Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 11 Utlönd Efasemdir um öryggi „rússnesku aðferöarinnar“ við fæðingar: Barn drukknaði við fæðingu í vatni - foreldramir handteknir og ákærðir fyrir manndráp Flestir læknar telja að fæðingar i vatni séu hættulausar og telja að barnið hafi drukknað vegna kunnáttuleysis foreldranna. þessa aðferð víða og starfar nú í Lundúnum að því eina aö aðstoða konur við slíkar fæðingar. Odent seg- ir að hann hafi aldrei orðið vitni að óhappi við fæðingar í vatni og segir að annaðhvort hafi barnið verið of lengi í vatninu eða það hafi fæðst andvana. Ekki hafa þeir sem skoðuðu lík barnsins gefið upp hvort það var andvana fætt en flest þykir benda til að það hafi fæðst heiibrigt en síðan drukknað skömmu eftir fæðinguna. Fjölmargir foreldrar hafa orðið til þess að vitna með fæðingum í vatni eftir að fréttist af drukknun barns- ins. Eru þeir á einu máli um aö að- ferðin sé hættulaus og mun þægi- legri en heföbundnar aðferðir við fæðingar. í Frakklandi hafa síðustu daga komið fram kröftug mótmæh við að yfirvöld leyfi mæðrum að fæða börn sín í vatni. Ástæðan er að fyrir skömmu drukknaði barn við slíka fæðingu. Foreldrarnir, sem tóku ákvörðunina um að barnið skyldi fæðast í vatni, hafa verið handteknir og ákærðir fyrir manndráp. Barnið átti að fæðast á heimili hjúkrunarkonu sem býr nærri borg- inni MarseiUes. Hún var viðstödd fæðinguna og hefur nú einnig verið ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar í nauð. Hjúkrunarkonan heldur því þó fram að hún hafi ráðið foreldrunum frá því að reyna aðferðina og bent þeim auk þess á að hún væri ekki lærð ljósmóðir. Fæðingar í vatni eru oft kallaðar „rússneska aðferðin“ vegna þess að þar var hún fyrst reynd. Nokkrir læknar á Vesturlöndum hafa mælt með henni og sumir hafa gert aðstoð við fæðingar í vatni að atvinnu sinni Michel Odent - læknirinn sem kynnti fæðingar i vatni á Vesturlöndum. enda nýtur aðferðin vaxandi vin- sælda. Því er haldið fram að ef barn fæð- ist í vatni verði koma þess í heiminn ekki eins mikið áfah og við venjuleg- ar aðstæður. Þetta er þó mjög um- deilt og margir læknar telja aðferð- ina bábilju eina. Frönsku foreldrarnir völdu sér litla plastsundlaug fyrir fæðingar- stað og hugðust standa einir að öllu. Þegar bamið fæddist náði það aldrei andanum og var látið áður en læknir kom á staðinn. Svo virðist sem for- eldrarnir hafi ekki áttað sig fullkom- lega á því sem hafði gerst því fast að klukkustund leið áður en kallað var á lækninn. Læknar segja að þetta eina dæmi sýni ekki endilega að aðferðin sé hættuleg heldur hafi foreldrarnir sýnt mikla fávisku í að reyna þetta á eigin spýtur. Læknarnir segja að í höndum fagmanna þurfi börnunum ekki að vera hætta búin. Upphafsmaður þess að konur eigi börn sín í vatni er læknir að nafni Michel Odent. Hann hefur kynnt NUERAÐ HITTA A RETTU KULURNAR Efþú hittirfœrðu mill/ónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.