Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. Gengið frá samningsáfanga í álviðræðunum: Sérstök bókun um orkuverð vekur athygli „Við höfum nú komist aö niöur- stöðu um samningsgrundvöll um marga þætti málsins en þaö er ennþá allmikil vinna eftir. Fyrst og fremst til að ganga frá samningum - fylla inn í eyður og síðar affgánga frá loka- samþykkt en það er háð samþykki Alþingis, stjómar Landsvirkjunar og að sjálfsögðu fyrirtækjanna," sagði Jóhannes Nordal, formaður íslensku samninganefndarinnar, þegar samn- ingar voru undirritaðir við fulltrúa Atlantsáls í Borgartúni í gær. Samningurinn sjálfur lá ekki fyrir til dreifingar en í útgáfu iðnaðar- ráðuneytisins segir: „Þar er fjallað um framvindu samningsgerðarinn- ar, staðsetningu álversins og atriði varðandi aðalsamning, orkusamning og hafnar- og lóðarsamning. Þá er staðfest málsmeðferð varðandi út- gáfu starfsleyfis. Er þannig lagður grundvöllur að frumvarpi til laga um nýtt álver og þinglegri meðferð máls- ins nú í haust.“ Það kemur engum á óvart að Keil- isnes á Reykjanesi varð fyrir valinu en hins vegar vekur athygh sérstök bókun um „ . . . meginniðurstöður viðræðna um orkusamning sem ráð- gerður er milli Landsvirkjunar og Atlantsálsaðilanna. ‘ ‘ í bókuninni segir að orkuverðið verði ákveðið hlutfall af álverði og að veittur verði afsláttur fyrstu árin. „Þessi bókun hefur fyrst og fremst þá merkingu að koma okkur niður á hugsanlegan samningsgrundvöh um nokkur mikilvæg atriði í sambandi við orkuverð - hve mikil orka verður seld og lágmarksákvæði um greiðsl- ur,“ sagöi Jóhannes. Því hefur verið haldið fram að með þessu sé unnt aö fara framhjá neitun stjómar Landsvirkjunar á að gefa samþykki sitt. Jóhannes neitaði því: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að stjórn Landsvirkjunar er sá aðili sem á langmest undir þess- um samningum komið, þess vegna er eðlilegt að hún fari ofan í saumana á öllum atriðum. En í því felst ekki að menn séu neikvæðir um málið,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að form- lega myndi stjórn Landsvirkjunar líklega ekki skrifa undir samning um orkuverð fyrr en á næsta ári. -SMJ Atakafundur hjá stjóm Landsvirkjunar: Orkuverðið er nánast órætt í stjórninni - segirSiguijónPétursson „Það getur engin skuldbundið neitt fyrir Landsvirkjun né ákveðið neitt um orkuverð nema stjórn Lands- virkjunar. Það er hennar umboð að gera það og hún hefur ekki fallist á eitt né neitt um orkuverð þannig að allir samningar þar um væru hreint ómark,“ sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, sem situr í stjórn Landsvirkjunar sem fulltrúi Al- þýðubandaiagsins, en á stjórnar- fundi Landsvirkjunar í gær urðu miklar umræður um orkuverð til álvers.. Á fundinum var formaður stjórn- arinnar, Jóhannes Nordal, spurður hvort hann ætlaði að skrifa undir drög að samningi viö Atlantsál sem stjómarformaður Landsvirkjunar. Mun Jóhannes hafa svarað því til að hann myndi skrifa undir álsamning- inn sem formaður íslensku viðræðu- nefndarinnar. Þá voru tvær bókanir lagðar fram á fundinum, annars vegar af hálfu Sigurjóns og Finnboga Jónssonar og hins vegar af hálfu Páls Péturssonar, þingflokksformanns framsóknar- manna. „Hvorki stjórn Landsvirkjunar né nokkur aðili í umboði hennar hefur fjallað um orkuverð við þessa aðila,“ sagði Sigurjón, en í bókun hans segir meðal annars: „Þrátt fyrir að stjórn Landsvirkjunar hafi sáralítið rætt hugsanlegt orkuverð og þó hún eða fulltrúar í beinu umboði hennar hafi aldrei hitt eða rætt við væntanlega orkukaupendur virðist nú vera kom- ið aö lokum samninga." Einnig segir í bókuninni að það sé augljóst að það eigi að stilla stjórninni upp gagnvart fullbúnum orkuverðssamningi. Sigurjón sagðist ekki geta séð ann- að en að enn væri langt í land með að stjórn fyrirtækisins gæti sam- þykkt orkuverð til nýs álvers enda væri málið svo að segja órætt í stjórninni. Þá sagði hann að það yrði ekki fyrr en 20. október sem næsti fundur um málið yrði. -SMJ Undirritun iðnaðarráðherra: Ekki skuldbinding fyrir ríkisstjórnina - segir Gunnar G. Schram lagaprófessor „Samkvæmt starfsskiptingu ráð- herra innan ríkisstjórnarinnar þá heyra stóriðju- og orkumál undir iðn- aðarráðherra og hann hefur heimild til að fjalla um þau sem slíkur. Hins vegar þarf meira til ef skuldbinda á íslenska ríkiö' eða ríkisstjórnina í heild í álmálinu. Samkvæmt yfirlýs- ingum þarf ríkisstjórnin öll að standa að því og tryggur þingmeiri- hluti að vera fyrir hendi,“ sagði Gunnar G. Schram lagaprófessor þegar hann var spurður um stjórn- skipunarlegt mikilvægi yfirlýsingar þeirrar sem iðnaðarráðherra skrif- aði undir í gær. Sein kunnugt er þá greinir menn rpjög á um mikilvægi þessarar undir- skriftar enda telja til dæmis ráð- herrar Alþýðbandalagsins að þar hafi iönaðarráðherra skrifaö undir í eigin nafni og á eigin ábyrgð. Undir- skriftin hafi í raun ekkert meiri merkingu. Þeir sem DV leitaöi til varðandi lögfræðilegan þátt málsins taka und- antekningalaust fram að þeir geti ekki undir nokkrum kringumstæð- um litið á þetta sem samning. Þarna sé fyrst og fremst um viljayfirlýsingu að ræða sem veröur að semja laga- frumvarp úr. Á þaö verður hins vegar að benda að ekki verður skrifað undir neitt meira fyrr en samningurinn sjálfur verður undirskrifaður að fengnu samþykki Alþingis. Ekki hefur til dæmis fengist botn í hvort íslending- ar yrðu skaðabótaskyldir ef fallið frá framkvæmdunum. Þá hefur DV heimildir fyrir því að meðal embættismanna og þeirra sem í samningaviðræðunum hafa staðið sé litið á þetta sem mikilvægan áfanga. Það slær reyndar á mikil- vægiö að Jóhannes Nordal skyldi ekki fá samþykki stjómar Lands- virkjunar til aö skrifa undir orku- verðsþáttinn. „Ég held að þetta sé stöðuyfirlýs- ing, svona hálfgerð áfangaskýrsla og lítið meira,“ sagði einn lögfræðingur sem leitað var til. -SMJ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra skrifaði undir „staðfestingu á samningsáfanga" í álviðræðunum í Borgartúni í gær. Við hlið hans situr einn af varaforsetum Alumax, Robert G. Miller, en hann er talsmaður samninganefndar álfyrirtækjanna. Stjóm Landsvirkjunar fær nýjar orkuverðstölur: Meðalorkuverð til ál- vera er 20,3 mills „Með þeim hugmyndum sem nú eru uppi er verið að binda alla bestu virkjanakosti Landsvirkjunar við verð sem er umtalsvert lægra en meðalverð til álvera í heiminum," sagði Sigurjón Pétursson sem situr í stjórn Landsvirkjunar. Á fundi stjórnar Landsvirkjunar í gær var lagt fram línurit frá James F. King, sem unnið hefur að orku- og álverðsspám fyrir Landsvirkjun, sem sýnir að meðalorkuverð til ál- vera á Vesturlöndum er 20,3 mills. Hér er hins vegar rætt um að meðal- verðið til Atlantsáls verði 18,3 mills. Þetta verð sveiflast frá 6 mills upp í 60 mills. Þá mun vera gert ráö fyrir að há- marksverð til álversins verði bundið fyrstu árin sem þýði að það fari ekki upp fyrir 14 mills. Sigurjón sagði að þetta hámark yrði einmitt við lýði á þeim tíma sem gert er ráð fyrir að álverðið verði í hámarki. í þeim spám sem lagðar hafa fyrir er gert ráð fyr- ir að verðið verði í hámarki til 2003. „Á þeim tíma sem spáð er háu ál- verði er búið að tryggja orkukaup- endunum hámarksverð eöa lágt orkuverð en þegar óvissan tekur við og spáð er að álverð fari lækkandi þá verður orkuverðið aö fullu tengt álverðinu. Öll áhættan er sett á ís- lenska aðila,“ sagði Sigurjón. Erum með svipað verð og í Kanada „Það sem þarna er verið að tala um er meðalverð til allra bræðslna sem eru starfandi í heiminum í dag. Inni í því eru margar bræðslur sem eru með hátt orkuverð frá fyrri tíð og munu vafalaust ekki starfa mjög lengi úr þessu,“ sagði Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, þegar hann var spurður um þetta meðaltal. „Það kom einnig fram hjá King að í þeim samningum, sem er verið að gera í heiminum, liggur orkuverð á bihnu 10 til 20 mills. Þaö sem er til dæmis verið að semja um í Kanada er á svipuðu róli og við erum að tala um. Það skiptir auðvitaö miklu máli að við erum í samkeppni við aðra staði í heiminum. Það eru margir sem vilja fá álbræðslur byggðar í sín- um löndum og við erum frekar í hærri kantinum í verði miöað við þá sem nýlega hafa samið um orkusölu til álvera,“ sagði Jóhannes. -SMJ Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Fráleitt að iðnaðarráðherra skrif i undir „Þingílokkur Alþýöubandalagsins bendir á að gefnu tilefni að flestir þættir hugsanlegra samninga um nýtt álver þarfnast nánari athugun- ar, til dæmis hvaö varðar umhverfis- mál og mengunarvamir, svo og ákvæði um orkuverð sem bersýni- lega eru ekki nógu hagstæð og fela í sér mikla áhættu," segir meðal ann- ars í samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins frá í gærmorgun. Þá minnir þingflokkurinn á yfir- lýsingu forsætisráðherra um að rík- isstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa ekki tekið afstöðu til neinna efnisat- riða í samningsvinnunni. Þá segir: „Þingflokkurinn telur því fráleitt að iðnaðarráðherra undirriti áfanga- niðurstöðu í nafni ríkisstjórnarinnar með hinum erlendu samningsaöilum þegar ekkert samkomulag liggur fyr- ir um málið milh stjórnarflokkanna og lýsir því yfir aö Alþýðubandalagið er með öllu óbundið af undirskrift ráðherrans í þessu máh.“ Loks lýsir þingflokkurinn furðu sinni yfir formlegum viðræðum ráð- herra Alþýðuflokksins við forystuliö Sjálfstæðisflokksins um máhð með- an það er enn til umfjöllunar í ríkis- stjórn og harmar ef vinnubrögð ráð- herrans verða til að spilla samvinnu stjórnarflokkanna. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.