Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 7 Fréttir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri: Lífskjör á íslandi ein hin bestu í heiminum - líífræðileg samsetning þjóðarinnar ólík og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum „Lífskjör á Islandi eru svipuð og á hinum Norðurlöndunum en þau gerast vart betri í heiminum. Þetta er meginniðurstaða þeirrar líf- skjarakönnunnar sem gerð var hér á landi.árið 1988 í tengslum viö norræna rannsókn á þessu sviði,“ sagði Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri á blaðamannafundi í gær en bætti því jafnframt við að Islendingar þyrftu að hafa meira fyrir því að ná þessum kjörum en hinar þjóðirnar. - Tilefni fundarins var kynning á fjórum nýútkomnum bókum um Tífskjör á Islandi og hinum Norður- löndunum. Auk Snorra sátu fyrir svörum Stefán Ólafsson, forstöðu- maður Félagsvisindastofnunar ís- lands, og Kristinn Karlsson, yfirfé- lagsfræðingur á Hagstofu íslands. I máli Stefáns Ólafssonar kom fram að þó Svíar hefðu fram til þessa tahð sig státa af besta velferð- arkerfi heims þá sýndi nýja könn- unin að hinar Norðurlandaþjóðirn- ar stæðu þeim siður en svo að baki. Þó væri erfitt að meta heildarlífs- kjörin enda þjóðfélögin ólík að stærð og samsetningu. Undir þetta tók Kristinn Karlsson og benti á að líffræðileg samsetning íslensku þjóðarinnar væri sumpart ólík því sem gerðist á hinum Noröurlönd- unum. Þannig væri íslenska þjóðin t.d. yngri en hinar og þó heimilin væru að meðaltali stærri hér á landi þá þýddi það ekki meira rými á hvern fjölskyldumeðlim enda fjölskyldurnar stærri. Bækur þær sem kynntar voru á fundinum eru Lífskjör og lífshættir á Norðurlöndunum 1986-1988 og Lífskjör og lífshættir á íslandi, báð- ar eftir Stefán Ólafsson, Leva í Norden eftir Joachim Vogel og töfluhefti með sama nafni. -kaa Rskþurrð í Evrópu England: Lítið hefur verið um fisk á enska markaðnum að undaníomu, verðið, sem fæst fyrir fiskinn, er spegilmynd af þeirri vöntun sem verið hefur! Hér hefur verið fiskitregða og lítið komið að landi að undanfornu. Hið háa verð á fiskmörkuðunum innanlands gerir frystihúsunum nær ókleift að kaupa þar fisk til vinnslu. Eina skipið, sem landað hefur er- lendis síðustu viku, er bv. Gullver, hann landaði 122 tonnum og seldi fyrir 18 milljónir kr. Meðalverð 149,75. Alls var seldur fiskur úr gámum 770 lestir fyrir 189 millj. króna. Þýskaland: Bv. Ögri seldi afla sinn í Bremer- haven alls 160 lestir fyrir 15,9 millj. kr. Meðalverð 99,62 kr. kg. Bv. Viðey seldi afla sinn 28. sept- ember, alls 210 lestir fyrir 19 milljón- ir króna. Meðalverð 92,20 kr. Gámasölur í Þýskalandi í september: Alls voru seldar 1.495 lestir fyrir 132 millj. króna. Meðalverð 88,46 kr. kg. Bandaríkin: Spá fyrir október Sú lægð, sem verið hefur á fisk- markaðnum, eí- nú liðin og betri tími tekur nú við. Fyrstu mánuðirnir 1990 voru mun betri en síðustu mánuðir árið 1989 og mun fiskverð hækka í framtíðinni jafnt og þétt. Nokkrir skuggar eru þó á fisksöl- unni þó verðið hækki: Fisksala á veitingahúsum hefur heldur dregist saman, fiskkaup almennings hafa einnig minnkað, birgðir hafa minnk- að og að síðustu eru kaupmenn í Evrópu og Japan að taka stóran hlut af þeim fiski sem farið hefur til Bandaríkjanna á undanfornum árum. Fiskneysla er ekki söm og hún var, en framleiðslan er dýr í öllum liðum, t.d. stunda of mörg skip veiðar miðað við þann fisk sem í sjonum er. Fjárfesting í þessum iönaði' er fjár- frek og áhættusöm. Þau fyrirtæki sem standast þennan mikla iostnað eiga góða framtíð. Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson Birgðir í frystigeymslum í ágúst1990: 1986 1987 1989 1990 Þorskur 22.850 12.472 33.108 5.242 Ýsa 2.152 1.969 1.526 1.154 Karfi 383 1.030 678 1.205 Lax 12.639 5.882 5.040 3.354 (Stiklað á stóru úr Elkins). Lækkun dollarans hefur haft slæm áhrif á fisksöluna almennt, fiskverð- ið hækkar og almenningur minnkar neysluna. New York: Éins og fyrr er sagt gengur fisksal- an nú betur en hún gerir yfir sumar- mánuðina. Skólarnir hefjast um þetta leyti og veitingahúsin nota meiri fisk en áður, t.d. í viðskipta- miðdaga sem verða miklu fleiri þegar menn eru komnir úr sumarleyfum. Og þegar grannt er skoðað má segja að 70% af allri fisksölunni fari fram á veitingahúsum en sá markaður er viðkvæmastur fyrir söluminnkun. En þó neysla minnki aðeins hjá al- menningi hefur það ekki eins mikið að segja. í framtíðinni verður meira framboð af Atlantshafslaxi á mark- aðnum og lax frá Chile eykst jafnt og þétt. Norðmenn hafa haldið því fram að norski laxinn seljist fyrir eins dollara hærra verð en lax ann- ars staðar frá. Alaskaufsi/surimi Undir árslok verða 26 verksmiðju- skip við veiðar á alaskaufsa og fram- leiða surimi um borð. Eftir áramótin ■bætast við átta skip sem vinna aflann í surimi. í landi eru verksmiðjur sem geta framleitt 1.940 tonn af surimi á sólarhring. o Síldarhrogn: Landanir á síld í Kanada hafa verið litlar en 27. ágúst var búið gþ fram- leiða 800 tonn af hrognum eiplapan- ir eru þolinmóðir, þeir bíðaæftir að aðstæður batni svo hrognataka verði möguleg. Aðeins voru 300 tonn af hrognum unnin í ágúst. Boulogne: Eins og fram hefur komið hér í þessum pistlum er fiskverð í Frakk- landi oft mjög gott. Frá íslandi hefur stundum verið seldur alls konar fisk- ur og virðist ruslið, eins og það hefur verið kallað, seljast á betra verði en í Englandi. Gallinn er sá að miklu dýrara er að flytja fiskinn á umrædd- an markað en til Englands. Það getur munað allt að 100 þúsund krónum á gám, hvort hann er seldur í Frakk- landi eða Englandi. Eins og við sáum í síðasta pistli hefur mjög hátt verð verið á fiski í París, en ekki veit ég hver er munur á því að fara með fisk-' inn til Parísar eða Boulogne. Hér koma dæmi um verð á nokkr- um tegundum: Nýlega seldist stein- bítur fyrir 180 kr. kg, keilan seldist á 119 kr. kg, langan á 120 kr. kg og ýsa á 145 kr. kg. Ekki er mér alveg ljóst hvor markaðurinn er betri, sá franski eða enski. Vegna fréttar um slys á börnum Vegna fréttar DV og viðtals þann 28. september, um slys á börnum í umferðinni í Reykjavík, vill Margrét Sæmundsdóttir, forskólafulltrúi Um- ferðarráðs, benda á eftirfarandi: Því miður urðu þau mistök að súlu- rit í grafteikningu, sem fylgdi frétt- inni, sýndi að eitt barn varð fyrir umferðaróhappi í ágúst og sjö í sept- ember en ekki fimm í ágúst og sjö í september eins og rétt er. I ágúst 1989 slasaðist ekkert barn í umferðinni í Reykjavík en tvö í sept- ember sama ár. Auðvitaö. er hæpið að bera aðeins tvo mánuði á hvoru ári saman og sýna þannig fram á að slys hafi sexfaldast. En mergur málsins er engu að síð- ur sá að við verðum að halda vöku okkar og koma í veg fyrir áfram- haldandi slys á börnum með öllum ráðum. Fyrri hluta ársins 1990 fækk- aði slysum verulega miðað við síðast- liðiö ár. Snúum vörn í sókn og leggj- umst á eitt við að vinna að slysalausu tímabih fram að jólum, það væri góð jólagjöf. Börn geta ekki barist fyrir sig sjálf í þessum efnum. Það verðum við full- orðna fólkið að gera. EUFJLEIÐASALA ISLANDS HF. SÍMI 675200, BÍLDSHÖFÐA 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.