Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. Viðskipti Stríö innflytjenda viö skipafélögin leiöir af sér aukna samkeppni: T-línan til Islands til að ógna Eimskip og SÍS - stórkaupmenn vilja einfaldari og lægri gámataxta Flutningaskipið Hove, sem danska skipafélagið T-line hefur tekið á leigu fyrir íslandssiglingarnar. Þetta skip hafði Eimskip á leigu fyrir nokkrum árum. Það er er um 1 þúsund brúttólestir og ber 110 gáma. Agreiningur á milli Félags ís- lenskra stórkaupmanna við Eimskip og Sambandið, um að gámataxtar félaganna verði færri, einfaldari og með jafnari afslætti, hefur leitt af sér nýja og óvænta samkeppni í sigling- um á milli íslands og Evrópu með siglingum danska skipafélagsins T- line. Þetta félag var stofnað í sumar og að því standa danskir kaupsýslu- menn sem þekktir eru í skiparekstri. íslandssiglingar eru aðaltilgangur félagsins. Það verður með eitt skip, sem tekur 110 gáma, í siglingum á milli íslands, Englands, Hollands og Þýskalands á hálfsmánaðarfresti. Heimahöfnin verður Hafnarfjörður. Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. „Við viljum sjá taxtaflækjuna víkja fyrir jafnari töxtum. Við viljum að taxtarnir séu einfaldir, sanngjarnir og öllum skiljanlegir." Skipafélögin hafa ekki gefið eftir með taxtana Forsaga málsins er sú að íslensku skipafélögin gáfu ekki eftir í viðræð- um við hagræðingarnefnd Félags ís- lenskra stórkaupmanna og sögðust þau hafa sína gámataxta áfram og vinna eftir þeim. Krafa nefndarinnar var að innflytjendur greiddu eitt verð fyrir einn gám án tillits til þess hvað væri í gámnum þannig að mismunur á gámatöxtum færi eingöngu eftir stærð gámanna. Um þetta náöist ekki samkomulag. Ódýrari frakt til landsins Einstakir félagsmenn á meðal stór- kaupmanna mynduðu þá með sér áhugasamtök um ódýrari frakt til landsins. Þeir vildu láta reyna á málið með aukinni samkeppni og höfðu samband við Baldvin Jónsson, sem áður rak Skipamiðlunina. Hann hefur brett upp ermarnar og fengiö danska skipafélagið T-line til að sigla til íslands og er Baldvin umboðsmað- ur félagsins hér á landi. Samkeppni sé ævinlega í hámarki „Ég vil að það komi fram aö Félag íslenskra stórkaupmanna stendur ekki fyrir komu þessa danska skipa- félags heldur einstakir áhugamenn úr röðum innflytjenda,“ segir Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Fél- ags íslenskra stórkaupmanna. „Félagi stórkaupmanna er ætlað að stuðla að því að samkeppni sé ævinlega í hámarki og vekja á því athygli þegar félagsmönnum finnst vera farið að dofna yfir samkeppn- inni.“ Árni segir aö koma danska skipa- félagsins til íslands sé eðlileg afleið- ing þess að ekki hafi í venjulegum viðræðum náðst samkomulag um að breyta verði fyrirkomulagi gáma- flutninganna. Fyrir því séu dæmi að farið hafi verið út svipaðar aðgerðir til að ná fram betri þjónustu. Bifröst og Lion Air Hann segir að gott dæmi þar um sé þegar bílainnflytjendur tóku höndum saman og stóðu aö skipafél- aginu Bifröst. Afleiðingin hafi orðið aukin þjónusta skipafélaganna. Enn- fremur megi minna á það þegar verkalýðshreyfingin leitaði út fyrir landsteinana um leiguflug og náði samningum við franska flugfélagið Lion Air. Það hafi síðar leitt til hag- kvæmari samninga verkalýðshreyf- ingarinnar við Flugleiðir. Varðandi mismunandi taxta í fanngjöldum segir Ámi að upphafið megi rekja til þess þegar skipafélögin fluttu hingað vörur aðallega í stykkjatali og augljóslega hafi verið mismikil vinna og áhætta við að flytja mismunandi vörategundir. Á þeim tíma mátti rökstyðja mismun- andi verð eftir vörutegundum. „Taxtaflækjan víki“ „Framþróun í flutningum hefur hins vegar leitt til þess að nú er inest flutt inn með gámum. Það er mjög svipuð vinna og áhætta við aö flytja vörur með gámum og því verður að teljast eðlilegt að gámataxtar sé einn- ig svipaöir án tillits til vörutegunda. Þess vegna viljum við ekki byggja taxtana áfram á einhveijum söguleg- um ástæöum heldur vfil Félag ís- lenskra stórkaupmanna sjá taxta- Baldvin Jónsson, fulltrúi T-line hér á landi: Átti að gerast fyrir meira en tíu árum „Þaö er ekki aðeins aö við séum að tala um miklu ódýrari frakt held- ur er hér um grundvallarbreytingu að ræða í gámaflutningum til lands- ins. Það skiptir ekki máli hvað er í gámunum eða hvort þeir eru fullir eða tómir. Það er aðeins eitt verð fyrir að flyfja hvern gám. Um eigin- lega taxtabók verður ekki að ræða heldur eru taxtarnir eingöngu fyrir ákveðnar gámastærðir. Þetta skiptir öllu,“ segir Baldvin Jónsson, fulltrúi T-line skipafélagsins hér á landi. Aö sögn Baldvins hefði sú breyting, sem verður með nýrri verðlagningu T-line skipafélagsins í gámaflutning- um, átt að gerast fyrir meira en tíu árum hérlendis. „Það hefur ekki tekist að fá Eim- skip og Skipadeild Sambandsins til að taka upp þetta fyrirkomulag sem tíðkast alls staðar erlendis og gerir flutningamiðlunum miklu auðveld- ara að gera innflytjendum tilboö í fraktina. En þetta á eftir að breytast. Berlínarmúrinn hrundi og það eru allir múrar að hrynja í viðskiptum í Evrópu. Það á eftir að gerast hér á landi líka.“ Baldvin segir ennfremur að T-line sé danskt skipafélag sem stofnað hafi verið í sumar fyrir íslandssigl- ingamar. Eigendur þess séu aðilar í skiparekstri og ýmsir fjárfestar. Fé- lagiö hefur tekið skipið Hove á leigu. Heimahöfn T-Une verður Hafnar- íjörður. Skipið fer frá Hafnarfirði annan hvem þriðjudag og verður í Grimsby .í Englandi á sunnudegi, í Rotterdam í Hollandi á þriðjudegi og Hamborg í Þýskalandi á fimmtudegi. Þaðan heldur skipið til Hafnarfjarð- ar. „Ég hef enga trú á öðru en að næg verkefni verði fyrir skipið. Það er mikill áhugi á þessu máh af hálfu innflytjenda, jafnt stórra sem smárra. Þaö er búið að vinna að Þetta verður siglingaleið T-line. Heimahöfnin verður Hafnarfjörður. Þar verður skipið hálfsmánaðar- lega. Leiðin er Hafnarfjörður - Grimsby - Rotterdam - Hamborg - Hafnarfjörður. máUnu í allt sumar og það er orðið að veruleika. Skipið kemur hingað til landsins um næstu mánaðamót," segir Baldvin Jónsson. -JGH Egilsstaðir: Ferðamálaf ulltrúi til starfa Karen Erla Erlingsdóttir á skrifstofu sinni á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum; „Hér er óplægöur akur í ferðamálum og ég hygg gott til starfsins," sagði Karen Erla ErUngsdóttir en hún tók nýlega til starfa sem ferðamálafull- trúi fyrir Austfirðingafjóröung á vegum Ferðamálasamtaka Austur- lands. Hún er ættuð frá Fáskrúðs- firði og hefur starfaö mörg sumur sem leiðsögumaður en er menntuð í iþróttafræðum í Þýskalandi og nam síðan stjórnunarfræði í Noregi. Karen Erla sagði að í fyrstu myndi starf hennar beinast að því að safna saman öllu því sem til boöa stendur í ferðamálum í fjórðungnum í því skyni að gefa út sölubækUng og kynna fjórðunginn á Vest-Norden sýningu í Færeyjum næsta haust. „Langtímamarkmið okkar er svo að efla ferðamannaiðnaðinn í fjórð- ungnum og fjölga atvinnutækifær- um,“ sagði Karen Erla. flækjuna víkja fyrir jafnari töxtum. Viö viljum að taxtarnir séu einfaldir, sanngjarnir og öllum skiljanlegir,“ segir Ámi Reynisson. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst. Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 2,0-2,5 Lb.Bb,- Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb 6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5 . ib 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 2-2,5 Lb.Bb,- Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 lb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7.25 ib Sterlingspund 13.5-13.6 Sp Vestur-þýskmörk 7-7,25 Sp Danskar krónur 9-9.4 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almenmrvixlar(forv.) 12,25-13,25 Allir Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 11,25-13.5 Ib Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr ) 15,5-16,0 Bb.lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,5 Lb Útlántilframleiðslu Isl.krónur 11,75-13,5 Ib SDR 11-11,25 Lb.Bb,- Sb Bandaríkjadalir 10-10,2 Allir nema Sp Sterlingspund 16,5-16,7 Allir nema Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Allir nema Húsnæðislán 4.0 Sp Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Overötr. okt. 90 14,0 Verðtr. okt. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala okt. 2934 stig Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Byggingavisit^la okt. 552 stig Byggingavisitala sept. 172,5 stig Framfærsluvisitala sept. 146,8 stig Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.103 Einingabréf 2 2.772 Einingabréf 3 3,358 Skammtimabréf 1.720 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5.043 Markbréf 2.685 Tekjubréf 1,991 Skyndibréf 1,506 Fjölþjóöabréf 1.270 Sjóósbréf 1 2,450 Sjóðsbréf 2 1,774 Sjóðsbréf 3 1,706 Sjóðsbréf 4 1,459 Sjóðsbréf 5 1,027 Vaxtarbréf 1.7290 Valbréf 1,6235 Islandsbréf 1,058 Fjóröungsbréf 1,033 Þingbréf 1,058 Öndvegisbréf 1.052 , Sýslubréf 1,062 Reiöubréf 1.043 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 560 kr. Flugleióir 215 kr. Hampiðjan 173 kr. > Hlutabréfasjóður 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 175 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf. 558 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 635 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaó- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.