Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. Menning Hver er meistarinn? í gærkvöldi var frumsýnt á Litla sviöi Borgarleikhússins nýtt íslenskt leikrit. Þegar þar aö auki er um aö ræöa fyrsta leikrit ungs höfundar er varla annars aö vænta en þess sé beðið meö nokkurri eftirvæntingu. Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttir velur sér ekki auðvelt viöfangsefni í þessari frum- smíð sinni fyrir leiksvið. Hún fjallar þar um margslungið samband þriggja listamanna og óumflýjanlegt uppgjör þeirra viö líf sitt og list. Átakapunktar verksins beinast inn á viö. Það eru ekkert frekar ytri ástæöur sem knýja á heldur standa persónurnar hver á sinn hátt á tímamótum í listsköpun sinni og þurfa þar af leiðandi að gera upp hug sinn varö- andi fortíð og framtíö. Hrafnhildur hefur gott vald á því sem hún er að gera. Hún byggir upp trúverðugar per- sónur og sterk dramatísk átök. í verkinu er mikil spenna á milli persóna og jöfn stígandi og þaö sem mest er um vert, textinn er vel saminn og þohr umbúðalausa túlkun, án skrums og skrauts. Ytri atburðarás rammast inn af frétt sem sögö er í upphafi verksins og hliðstæðum atburðum í lokin. En Hrafnhildur skilur engu að síður við persónurnar með spum- ingarmerki og áhorfendum eru ekki færðar neinar algildar lausnir á silfurfati. Verkið fjallar um gítarleikara og gítarleik- ur og önnur tónlist er veigamikill þáttur í sýningunni. Pétur Jónasson túlkar leik þeirra þremenninganna með ágætum og á stöku stað tekur tónlistin alveg yfir, verður hreinlega hluti af atburðarásinni. Leikmyndin er einfóld og sérstök aö því leyti að unnið er út frá málverkinu Frelsun eftir hollenska myndlistarmanninn Maurits Cornelis Escher og myndar það svifléttan bakgrunn að verkinu. Hlín Gunnarsdóttir er höfundur leikmynd- arinnar sem sýnir híbýli unga listafólksins. Þar standa fáeinir hlutir fyrir heildina. Dótið er dæmigert fyrir samtíning frumbýlingsár- anna en leikritið gerist á heimili þeirra Hild- ar og Þórs sem bæði leggja stund á klassísk- an gítarleik. Strax í upphafi er ljóst hversu þau Hildur og Þór eru óhkir persónuleikar og samband þeirra er þess vegna dauðadæmt löngu áður en þau gera sér grein fyrir þvi sjálf. Möndull verksins er hins vegar samband þeirra Hildar og Meistarans og þar er í raun tekist á um sál og sjálfstæöi Hildar. Meistar- inn hefur ekki einasta kennt henni á hljóð- færi frá því að hún var smákrakki heldur hefur myndast með þeim einstakt samband. Við fótskör hans hefur hún drukkið í sig líf- sviðhorf hans og skoðanir. En meistarinn er mikið ólíkindatól og hann gætir þess vand- lega að láta aldrei skína í raunverulegar til- finningar. Hann beitir bæði blíðu og grimmd til að fá sitt fram og Hildur nær æ lengra en hún er háð meistara sínum og án hans getur hún ekki þroskast frekar. Þegar Meistarinn birtist eftir margra ára þögn gerir hann umsvifalaust kröfu til þess að allt verði sem fyrr á milli hans og Hildar. Sjálfur er hann kominn að endapunkti á hst- ferh sínum og Hildur á að verða arftaki hans. í list hennar sér Meistarinn sitt framhaldslíf. Hlutverk Meistarans er skrifað af miklu fjöri þvi að hann er fyndinn og útsmoginn þó aö hann sé bæði eigingjam og miskunnar- laus. Þorsteinn Gunnarsson fer á kostum í hlutverkinu og skapar litríka persónu, mann sem er vanur í skjóh frægðar sinnar og snilh að komast upp með meira en flestir. Ég er meistarinn er lifandi leikrit sem lýs- ir átökum og uppgjöri. Þó að þetta sé frum- raun Hrafnhildar Hagahn Guðmundsdóttur er verkið vel skrifað og athyghsvert og hreint enginn byrjendabragur á því. Úrvinnslan styður textann og verkið fer vel á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavikur sýnir á Litla sviði Borgarleik- hússins: ÉG ER MEISTARINN Höfundur: Hrafnhildur Hagalin Guðmundsdóttir Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Gitarleikari: Pétur Jonasson Lýsing: Lárus Björnsson Lifiðog listin. -AE Ingvar E. Sigurðsson og Elva Osk Olafsdóttir í hlutverkum sinum. Leiklist Auður Eydal Þriðja persóna verksins er lærifaðir þeirra, sjálfur Meistarinn, sem hefur haft mikil áhrif á þau, hvort á sinn hátt. Hildur stendur á vegamótum. Hún hefur náð langt í hst sinni en er þjökuð af efasemd- um af því að henni finnst að aðeins með al- gjörri fullkomnun sé markinu náð. Hún er mjög kröfuhörð og það er ljóst aö hún hefur goldið árangur sinn dýru verði. Elva Ósk Ólafsdóttir tekst á við hlutverk Hildar sem er þungamiðjan í verkinu. Hún túlkar sársauka hennar og viðkvæma hsta- mannsskapgerð með ágætum. Hlutverkið ér skrifað af innsæi og skilningi. Það hefur greinhega verið bein lína á milli höfundar og Hildar og Elva Ósk bætir fínlegum blæ- brigðum við persónulýsinguna. Hildur á í mikilli innri baráttu og þögul túlkun er miklvæg. Svipbrigði Elvu Óskar segja oft meira en orð og leikstjórinn Kjartan Ragnarsson er ófeiminn við að beita þögn- inni þar sem það á við. Ljósahönnun Lárusar Bjamasonar er mjög mikilvæg í sýningunni, ekki hvað síst í þeim atriðum. Sambýlismaöur Hildar er Þór sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. Þór er fremur stöðluð persóna og fyrst og fremst tæki höfundar til þess að fá fram ákveönar andstæður og við- brögð. Ingvar geldur þess nokkuð í samanburði við meðleikendur sína að ekki er lögð eins mikil vinna í hlutverk hans en hánn mótar persónuna éngu að síður skýrum dráttum þó að hann fái ekki tækifæri til stórátaka. Þór er vænsti strákur en fremur grunnur persónuleiki og hentistefnumaður. I tónlist-' inni er það tækni en ekki tilfinning sem ræður túlkun hans og í einkalífmu er hann eins og blindur köttur. ., Aímæli_______________dv Sigmundur Þráinn Jónsson Sigmundur Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri, Lagarfelli 3, Fellabæ, er sextugur í dag. Þráinn er fæddur í Gunnhildargerði í Hró- arstungu og ólst upp í Hróarstungu í N-Múlasýslu. Starfsferill Þráinn varð búfræðingur frá Hvanneyri 1951 og var b. í Gunn- hildargerði 1959-1964. Þráinn var með veitingarekstur í Ásbíói á Egils- stöðum 1964-1968 og hefur veriö meö veitingarekstur í flugstöðinni á Egilsstöðum frá 1965. Fjölskylda Þráinn kvæntist 17. júní 1959 Ing- veldi Önnu Pálsdóttur, f. 12. apríl 1935, hússtjómarkennara. Foreldr- ar Ingveldar eru Páll Jónsson, kenn- ari á Skagaströnd, og kona hans, Sigríður Guðnadóttir. Börn Þráins og Ingveldar eru: Jón, f. 7. mars 1960, sjómaður í Rvík; Sigríður, f. 5. des- ember 1961, framleiðslu- og mat- reiðslumaður í Fellabæ, gift Þór Ragnarsyni, f. 18. október 1959, verslunarmannni, sonur þeirra er: Erik Rafn og stjúpsonur Gylfi Þór; Anna Bima, f. 18. janúar 1963, d. 23. febrúar 1965; Anna Birna, f. 25. des- ember 1967, nemi í HÍ, og Þórhalla, f. 22. febrúar 1969, nemi í HÍ. Systkini Þráins eru: Margrét, f. 30. maí 1927, d. 24. nóvember 1988, hús- stjórnarkennari og bankastarfs- maður í Rvík, gift Gunnari Hösk- uldssyni, f. 16. október 1929, d. 28. júní 1972, dóttir þeirra er: Urður; Guðrún Ingibjörg, f. 18. október 1928, húsmóðir í Rvik, gift Marteini Nevel Rúrikssyni, f. 16. apnl 1933, vélstjóra, böm þeirra em: ína Þór- unn og Marteinn Arnar; Þórunn Kristbjörg, f. 28. maí 1932, póstfreyja í Rvík, gift Jóhanni Karh Bjarna- syni, f. 19. júlí 1935, börnþeirrra eru: Jóna Gunnhildur, Állhildur Sigmundur Þráinn Jónsson. Sylvía, Gunnar Þór og Guðmundur Ingi; Ólafur Heiðar, f. 25. nóvember 1934, laugarvöröur í Rvík, kvæntur Halldóru Hilmarsdóttur, f. 21. sept- ember 1937, börn þeirra eru: Hilm- ar, Anna Gunnhildur, Bima og Jón; Sesselja Hildigunnur, f. 4. nóvember 1936, húsmóðir á Desjarmýri í Borg- arfirði eystra, gift Sigmari Jóhanni Ingvarssyni, f. 19. júlí 1927, b. á Desjarmýri, böm þeirra eru: Anna, Ingunn Vigdís og Jón Sigmar; Soffía Hrafnhildur, f. 15. ágúst 1939, póstaf- greiðslumaður í Rvík, gift Gunnþóri Bender, f. 28. febrúar 1926, kaup- manni, börn þeirra eru: Guðrún Dóra og Jón, og Jóndóra Elísabet, f. 25. maí 1947, býr í Rvík. Ætt Foreldrar Þráins voru Jón Sig- mundsson, f. 25. október 1898, d. 18. maí 1957, b. í Gunnhildargerði í Hróarstungu, og kona hans, Anna Ólafsdóttir, f. 29. ágúst 1902, d. 20. mars 1987. Jón var sonur Sigmund- ar Jónssonar, b. í Gunnhildargerði, og konu hans, Guðrúnar Ingibjarg- ar Sigfúsdóttur, ættforeldra Gunn- hildargerðisættarinnar. Þráinn og Ingveldur taka á móti gestum í samkomusal Fellaskóla í Fellabæ fostudaginn 5. október kl. 20.00-23.00. Andlát Indriði Halldórsson múrari lést á Borgarspítalanum að kvöldi miö- vikudags 3. október. Jarðarfarir Útfor Guðmundar Ingimarssonar frá Efri-Reykjum, sem andaðist aö Kumbaravogi 20. september, verður gerð frá Skálholti laugardaginn 6. október ki: 14.' Jarðsett verður á Torfastöðum. Guðmundur átti heima um langt árabil í Vegatungu. John Harmon Grant, Faxabraut 2a, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. október kl. 14. Runólfur Guðmundsson bóndi, Öl- visholti, Hraungerðishreppi, sem lést þann 27. september, verður jarð- sunginn frá Hraungerðiskirkju laug- ardaginn 6. október kl. 13.30. Sæta- ferð verður frá B.S.Í. kl. 12. Gísh Tómasson, Melhóli, Meðallandi, V-Skaftafellssýslu, veröur jarðsung- inn frá Langholtskirkju, Meðallandi, laugardaginn 6. október kl. 14. Rútu- ferð verður frá BSÍ kl. 8.30. Bjarnþóra Eiríksdóttir, áður hús- freyja í Dalbæ, Gaulverjabæjar- hreppi, Grænumörk 1, Selfossi, verð- ur jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 6. október kl. 15. Þorgerður Vilhjálmsdóttir frá Múla, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- in frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um laugardaginn 6. október kl. 14. Jóhann I. Pétursson vélstjóri lést 26. september. Hann fæddist 4. ágúst 1918 í Hafnarfirði, sonur Péturs Þórð- arsonar og konu hans, Jóhönnu Jó- hannsdóttur. Hann útskrifaðist frá Vélskóla íslands 1940. Að loknum störfum sem vélstjóri á bátum og togurum og sem vélsmiður í Vél- smiðjunni Héðni var hann ráðinn kennari, fyrst á mótornámskeiðum Fiskifélags íslands 1947-1952 og síðan við Vélskóla íslands í Reykjavík 1952-72. Eftirlifandi eiginkona hans .er ísafold Kristjánsdóttir. Þau eign- uðust tvær dætur. Útfór Jóhanns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Sigurður Bjarnason fv. bifreiðar- stjórilést 27. september. Hann fædd- ist á Borg í Skötufirði, Noröur-ísa- íjarðarsýslu. Á yngri árum var hann togarasjómaður og starfaði síðan í tuttugu ár við leigubílaakstur hjá BSR. Hann kvæntist Ágústu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Konu sína missti Sigurður eftir 38 ára sambúð. Útfor Sigurðar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Fjölmiðlar Gufunesradíó kallar Símtöl af ýmsu tagi verða sífellt fyrirferðarmeiri í dagsskrárgerð ís- lenskra útvarpsstöðva. í ríkisút- varpinu var það Jón Gunnlaugsson skemmtikraftur sem fyrstur var með símtalsþætti en fyrir u.þ.b. tutt- ugu árum spjallaði hann við hús- mæður eftir hádegið og spilaði s vo fyrir þær angurvær óskalög, gjarn- an sungin af þeim félögunum Engil- bert Humberting og Tom Jones. Þetta mæltist vel fyrir og nú er svo komið aö símtólið er orðið þarfasti þjónn dagskrárgerðarmannsins. i fyrstu létu útvarpsmenn sér nægja aö hringja sjálfir i viðmæl- endur en síðan fóru viðmælendur að hringja í útvarpsmenn og æstist þá leikurinn til muna, enda löngu hðin tíð aö viðmælendur einskorðist viö bláedrú húsmæður við heimil- isstörfin. í fyrstu var umræöuefnið afskap- lega einhæft: húsmæður greindu frá aldri sínum, hvar þær byggju í bæn- um og hvað þær hefðu haft í hádeg- ismatinn, auk þess sem þær völdu sér óskalag. Nú hringja menn i beina útsendíngu og ræða heima og geima eins og þeir séu í heita pottin- um eða hjá rakaranum sinum. Eink- um eru alls konar umkvartanir áberandi og ráðleggingar til stjóm- valda. Þá er fólk fariö aö trúlofast í beinni útsendingu og þiggur aö launum kvöldverð fyrir tvo á svarta sófan- um eða rauðu pönnunni. Lengra veröur vonandi ekki gengið í hnýsn- inni um aðfarir elskenda. En ekkert er nýtt undir sóhnni. Löngu áður en frjálsar útvarps- stöðvar tóku hér til starfa voru í rauninni þrjár útvarpsstöðvar starfræktar hér á landi: ríkisins, Kanans og bátabylgjan og sennilega var sú siðastnefnda vinsælust. Þar gátu menn hlustað á einkasímtöl sem slógu öhu við í rómantík, dramatik og spennu. Á bátabylgj- unni, rétt eins og á Bylgjunni nú, vora trúlofanir daglegt brauð og þar bætti bátabylgjan um betur: sumir skildu í beinni útsendingu og þó fékk enginn kvöldverð á Höltu hæn- unni. Skildi maður enn ná á útvarps- tækið hinni gömlu og góðu dag- skrárkynningu bátabylgjunnar: „Gufunesradíó kallar“? Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.