Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990. 13 Lesendur íslensku dilkarnir líkastir villibráð - en herferðir skrifstofubáknsins sliga bændur," segir m.a. í bréfinu. r"7"4^rF"iir"TT M nru i **»*>&« Milliliðaokur á afurðum íslendingur skrifar: íslenska dilkakjötið er ómengað og trúlega eitt það besta sem völ er á til manneldis. Sé nokkuð til sem kalla mætti villibráð eru það íslensku dilk- amir sem koma af fjalli á haustmán- uðum eftir að hafa nærst á kjarn- miklum gróðri afréttarlandanna. - íslensku dilkamir hafa ekki verið . fóðraðir með hormónum og alls kyns ólyfjan eins og svo mörg dýr sem ahn era í „búrum“ eða lokuðum geymslum. Það er illa gert að úthúða bændum fyrir að framleiða fyrsta flokks fæðu, hvort heldur era mjólkurvörur eða kjöt. Ekki er rétt að ásaka bændur fyrir verðlag þessara afurða, það má ekki gleyma milliliðunum sem mergsjúga allt og alla. - Slátur- og geymslukostnaður, heildsalan og „okur“-smásalan eru blóðsugumar. Þá er ostaokrið óheyrilegt. Jógúrt og skyr eru munaðarvara en ættu ekki að vera þaö. Þegar kjötkaup- menn pakka saman nokkrum bitum á plastbakka og selja t.d. framhryggs- parta á 850 kr. hvert kíló er engin furða þótt fólk snúi sér að öðru mat- arkyns. Væri verð á dilkakjötinu skaplegra myndi það rokseljast öll- um til heilla. Það væri vitlegra en að senda það til meginlandsins til þess að seðja óeirðarseggi og uppreisnarmenn. Við höfum ekki efni á að ala uppreisnar- menn á meginlandi Evrópu, enda munu Búlgarar hafa eyðilagt megnið af því kjöti sem þeim var sent, vegna þess að frystikistur þekkjast varla þar á bæ. Nú ætti að selja umfram-fram- leiðsluna á skaplegu verði hér heima og láta auglýsinga delluna, sem fylgdi síðustu „herferð" þeirra lambakjötsmanna á lágmarksverði, lönd og leið. Sú endemis della var ekkert annað en kák og kostnaður, skilaði engu öðru en ergelsi lands- manna yfir illa frágengnu innihaldi pokanna, sem geymdu illa flokkað kjöt. - Herferð af þessu tagi skilar engu, hún er tákn skrifstofubáknsins sem er að sliga bændur. Athugasemd frá utanríkisráðherra: Rangar f ullyrð- ingar Ólafs ísleifssonar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hringdi: Fullyrðingar Ólafs ísleifssonar, fyrrv. efnahagsráðgjafa í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í DV hinn 3. okt. sl„ um að heimild til forkönnunar vegna varaflugvaUar hafi strandað á núverandi utanríkisráðherra er röng. Ósk um slíka forkönnun var fyrst komiö á framfæri 1985, þegar sjálf- stæðismenn fóru bæði með utanrík- is- og samgöngumál í ríkisstjórn ís- lands. - í stað þess að veita slíka heimild fólu þeir Flugmálastjórn að framkvæma könnun á eigin vegvun og veittu til þess 1 milljón króna. Erindi Mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins var ekki sinnt fyrr en af núverandi utanríkisráðherra, á árinu 1989. Máhð var fuUundirbúið og komið á lokastig og öllum málsað- ilum, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, stjórn Mann- virkjasjóðs og yfirstjóm Atlantshafs- bandalagsins í Norfolk, var kunnugt að utanríkisráðherra íslands væri reiðubúinn að veita þessa heimild. Það sem drap málið var heildar- endurskoðun á framkvæmdaáætlun Mannvirkjasjóðs í Ijósi breyttra stöðu í alþjóðamálum og niðurskurð- ur á fjárveitingum til sjóðsins. - Nið- urstaðan varð því sú að stjóm sjóðs- ins tilkynnti með formlegum hætti að hún hefði faUið frá áformum um byggingu varaflugvallar fyrir Norð- ur-Atlantshafssvæðið. Því má svo bæta við að þótt for- könnunin hefði farið fram hefði það því miður engu breytt um niðurstöð- una, því að samkvæmt upphaflegri áætlun áttu framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en árið 1994. - Grein efna- hagssérfræðingsins missir því gjör- samlega marks. Stórkost- leg bók Lúðvig Eggertsson skrifar: Ég hef stundum lagt orð í belg um efnahagsmál enda þótt leik- maður sé. En ég las nýlega fram- úrskarandi bók eftir dr. Magna Guðmunddson hagfræðing, „Líf og landshagir“, sem ég hvet landsmenn til að lesa, sér í lagi alþingis- og stjórnsýslumenn. I fyrstu segir nokkuð frá náms- og starfsferU höfundar, nauðsyn- legur og skemmtUegur inngang- skafli. - Síðan er verðbólguferil- inn rakinn, aUar götur frá stríðs- byrjun, árið 1940 til þessa dags og framvindan skýrð faglega og sannfærandi. Niðurstaðan er sú að verðbólg- an hafi stafað af eyðslustefnu rík- isins, erlendum lántökum og seðlaprentun - ekki af kaupkröf- um launþegasamtaka. Erfiðleik- ar atvinuveganna, gjaldþrot og stöðnun er skrUuð á reikning ijármagnskostnaðar, lánskjara- vísitölu og skuldaupphleöslu. Sérhver íslendingur, sem lætur sig varða þjóðarhag, ætti að lesa þessa bók sem fæst í bókaversl- unum. rANITECH§öoo HQ myndbandstæki 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart'' samtengi „Long play'' 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950 •” stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. E3 Afborgimarskilmálar ELIZABETH ARDEN KYNNING I DAG OPIÐ LAUGARDAGA 10-14 Latígavegi 17 Laugardagskaffi Kvennalistans Stóriðja - kostir og gallar Munið laugardagskaffi Kvennalistans Laugavegi 17 kl. 10.30 laugardaginn 6. október. Gestir: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisverkfræðingur Jón Ingimarsson verkfræðingur Yngvi Harðarson, ritari Þjóðhagsnefndar Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur Kristín Einarsdóttir opnar umræðuna sem Þórhildur Þorleifsdóttir mun svo stýra. Kvennalistinn í Reykjavík Helgarskammturinn Föstudagurinn 5. október og laugardagurinn 6. október Hinir ungu og efnilegu drengir sem nefna sig Jón forseta, þó enginn þeirra hafi orðið forseti svo vitað sé, leika fyrir unga sem aldraða dynjandi stuðmúsík. Sunnudagurinn 7. október Sigurvegari kántrísöngvakeppninnar 1989 Ann Andreasen og Einar Jónsson leika fjöruga kántrítónlist o.fl. fyrir síðbúna gesti. Opið í hádeginu kl. 12-15 laugardaga og sunnudaga. Munið dansgólfið þar sem léttir snúningar eiga sérstað. Snyrtilégur klæðnaður BJORWHOLUN HF. GERDUBERGII 111REYKJAVÍK SÍMI75800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.