Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 15 Kosningarnar munu að verulegu leyti snúast um þjóðarsáttina Reynsla af þjóðarsátt Sínum augum lítur hver á silfrið. Þannig er um títtnefnda þjóðarsátt, sem enn er efst á baugi og verður það fram til næstu kjarasamninga hinna stóru. Þjóðarsáttin á eftir að verða aðalumræðuefni fyrir þing- kosningarnar. Þar munu menn til dæmis rífast um, hvort ríkisstjórn- in skuli fá plús fyrir sáttina eða bara mínus, af því að ráðherrarnir hafi ekki staðið fyrir sáttinni, held- ur annað fólk. Ennfremur nýtur sú skoðun auðvitað fylgis, að í síðustu kjarasamningum hafi verið of miklu fórnað, sem sé fátæka fólk- inu, sem hafi orðið enn fátækara. Á aö þakka fyrir? Margt gengur vel í efnahagsmál- um um þessar mundir, en sumt illa. Verðbólgan er komin niður í það, sem gerist í sambærilegum grann- ríkjum okkar, og er langt síðan svo hefur verið. Þetta er mikiU árang- ur. Hann helgast auðvitað af þjóð- arsáttinni, þar sem samið var um litlar krónutöluhækkanir á kaupi. Útgerð og fiskvinnsla eru reknar með umtalsverðum hagnaði, og hagur iðnaðar er þokkalegur. Einnig það rekur rætur tii þess, hversu lítið kaup hefur hækkað. Með því varð unnt að halda geng- inu nokkuð stöðugu. Krónan hefur styrkzt gagnvart Bandaríkjadollar. Við þær aðstæður er merkilegt og óvenjulegt, að í stefnir, að þetta gengi haldi eitthvað. Það, sem gæti kollvarpað genginu, yrðu hækkan- ir ohuverðs. Fróðir menn telja, að verðið á útflutningsafurðum okkar erlendis muni halda. Við eigum að geta þolað, hve illa gengur með . síldarsölu. Atvinnuleysi hefur ver- ið um tvö prósent að meðaltali í ár, meira en síðan í kreppunni 1968-69, en atvinnuleysið var aðeins eitt prósent í september. Við getum ekki tahð atvinnuleysið mikið, enda er það ofreiknað. Fyrirtæki auglýsa stöðugt eftir fólki í vinnu og fá stundum ekki, og htið er gert til þess að koma hinum atvinnu- lausu tii vinnu, hafi þeir eitthvaö við það að athuga. Allt þetta hefur gerzt í framhaldi þjóöarsáttarinn- ar. Þrátt fyrir gjaldþrot og vanda margra hafa fyrirtækin yfirleitt getað staðizt, af því að kaup hækk- aði svo lítið og af því aö verðbólgan , hefur ekki rokið upp. Nú er það áht hinna vísu stjórn- málamanna flestra, landsfeðra og verðandi landsfeðra, að gaman sé að skoða svona tölur um efnahags- máhn, þær séu af hinu góða. Spurningin er bara sú, hverjum eða hveiju það sé að þakka. Sjálf- stæðismenn nefna auðvitað, að svokallaðar ytri aðstæður hafi komið til og hjálpað upp á sakim- ar. Verðið á útflutningsafurðum okkar á erlendum mörkuðum er nú hærra en nokkru sinni fyrr. Gengisþróunin erlendis er okkur hagstæð. Við höfum hagnazt á því, sem gerzt hefur í vaxtamálum er- lendis. Þetta er allt rétt, og þessi rök gera það að verkum, að við getum ekki þakkað landanum aht, sem gerzt hefur í efnahagsmálum. Þó komast jafnvel sjáifstæðismenn ekki hjá því að bera þakklæti á ein- hverja íslendinga vegna ástandsins í efnahagsmálum. Sem sé: Þótt við höfum hagnazt á þróun mála er- lendis, stendur eftir, að.hér á landi þurfti að plægja akurinh, þannig að uppskera fengist. Landsmenn mega því spyrja sig: Er þetta ríkisstjórninni að þakka eða einhverjum öðrum? Landsmenn vita, hvernig þjóðar- sáttin í síðustu kjarasamningum var til komin. Hún var fyrst og fremst verk stóru samtakanna, Vinnuveitendasambandsins og Al- þýðusambandsins, og fulltrúar bænda voru með. Menn þekkja tal- ið um bjargvættinn, Einar Odd Kristjánsson, formann vinnuveit- enda. Hugmyndin var hans og nokkurra annarra. Aiþýðusam- handið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja slógust með í fórina. Með þeim hætti varð þjóðarsáttin til. Síðan þurfti ríkisstjórnin að taka á sig ákveðna pósta, sem hún geröi. Það ber auðvitað að þakka, að ríkisstjórnin skyldi ekki bregða fæti fyrir samningana. Margir Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri stjórnarliðar gera mikið úr þessu. En við gætum varla hugsað okkur, að nokkur ríkisstjórn nokkurra flokka heíði farið öðruvísi að ráði sínu. Stjórnin fékk þarna gullið tækifæri til að láta efnahaginn batna, og auðvitað greip hún það. Ríkisstjórnin var lengi grunuð um að standa ekki við sinn hluta. Menn óttuðust verðhækkanir og aðrar sprengingar. Nú fer árið að líða, og verðbólgan er enn lítil. Þó hafa verðhækkunartilefni safnazt fyrir, og gæti þar enn orðið spreng- ing, sem yki verðbólguna. Búizt er til dæmis við ýmsum frekari hækk- unum hjá ríki og borg. En að sam- anlögðu getum við þokkalega við unað, hvemig gengið hefur. Þá stöðvaði ríkið hækkun hjá Banda- lagi háskólamanna, sem hefði orðið meiri en aðrir höfðú fengið í ár. Með því gekk ríkisstjórnin gegn fyrirheitum og samningum frá 1988 um slíkar hækkanir til háskóla- manna. Þetta voru því svik á lof- orðum. Menn eiga ekki að svíkja loforð sín. En þjóðin þekkir, að það hefði hrint af stað miklum kaup- hækkunarkröfum í þjóðfélaginu, hefðu háskólamenn fengið sitt. Slíkt hefði sprengt þjóðarsáttina, sem kölluð er. Ríkisstjórnin hefur því nokkra afsökun. Mikið var í húfi. En auðvitað standa þá há- skólamenn, sem starfa hjá ríkinu, utan við svonefnda þjóðarsátt. Illt er, að loforð skuli svikin, en aldrei átti að gera samningana 1988. Þannig heldur þjóðarsáttin í stóruum dráttum, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Mistökvið þjóðarsátt En þjóðarsáttin hefur ekki verið fullkomin lausn. Síður en svo. Nefna má í fyrsta lagi þau alvar- legu mistök, að hinir efnaminnstu voru skildir eftir úti í kuldanum. Þá skortir mikið á, að lífskjör séu tryggð tii frambúðar. Hagvöxtur verður lítill næsta ár, en þá ættum við að komast úr kreppunni, að minnsta kosti að nafninu til. En allt skortir, að ríkisstjórnin hafi gert það, sem gera þurfti til að byggja upp efnahagslegar fram- farir til frambúðar. Við vitum, að ekki stoðar að hugsa um fiskeldi og loðdýrarækt eða önnur þess konar gæluverkefni. Hér þyrfti að koma til stórefling iönaðar, sem máli skipti, og ættum við að ein- beita okkur að hátækni. En nánast ekkert hefur verið gert. Líta ber svo á, að þjóðarsáttin hafi gert mögu- legan þann hagvöxt, sem nú verð- ur. - Sjá meðfylgjandi graf. - Án þjóðarsáttarinnar yrði þessi hag- vöxtur ekki. Þjóðin hefði þá enn einu sinni kaffærzt í mikilli verð- bólgu, miklum launahækkunum og gengisfelhngum. Við þær aðstæður er ekki að vænta framfara, heldur hnignunar. Við sjáum á línuritinu, hvernig kúrfan hefur farið niður síðustu ár og framleiðslan minnk- að. Við sjáum, hvernig þetta smá- breytist, sem er í framhaldi þjóðar- ■ sáttarinnar. En þetta hefur kostað miklar fórnir. Heildarsamtök flestra laun- þega samþykktu með þjóðarsátt- inni, aö kaupmáttur launa mætti minnka í takt við það, sem fram- leiðsla og þjóðartekjur minnkuðu, þannig að kaupmáttur tekna eftir skatta hefur nú minnkað um 15 prósent á tveimur árum, meðal annars vegna þjóðarsáttarinnar. Og þetta hefur ekki skipzt jafnt. Hinir efnaðri hafa margir hverjir getað bætt kjör sín með launa- skriði, kauphækkunum umfram samninga, meðan hinir efnaminni hafa yfirleitt ekki átt slíkra kosta völ. Það sem meira er. Hinir efna- minni máttu auðvitað ekki við kjaraskerðingu þjóðarsáttarinnar, meðan hinir ríkari gátu þolað skerðingu. Þetta er mikil vöntun í þjóðarsátt. HinirTátækari urðu fá- tækari. Fleiri en áður komust á vonarvöl. Jafnvel hafa orðið dæmi þess, að fullvinnandi fóik hefur þurft að leita tii félagsmálastofn- ana. Gjaldþrot hafa verið tíð, þegar skuldir hafa verið miklar. Með kjaraskerðingunni var þvi þúsund- um gert ókleift að halda í horfinu. Sálrænn vandi margra hefur verið mikill. Þannig er ljóst, að í þjóðar- sáttinni hefði þurft að bæta hag hinna lægstlaunuðu meira en var. Við annað hefði ekki mátt una. Þjóðarsáttin var því í stórum drátt- um rétt, en á henni voru óviðun- andi vankantar. C-þjóð? Þjóðarsáttin tryggir ekki hagvöxt næstu ár. Þetta kemur nú fram víða, jafnvel hjá forsætisráðherra. Viö megum vænta slæmra kjara. Við getum fallið niður í röö C-þjóða í heiminum, úr flokki A-þjóða. Flestir ráðamenn trúa, að álverið bjargi þessu við. Það er umdeilt, eins og allir þekkja. í þessu efni er auðvitað ékki við forystumenn á vinnumarkaðinum að sakast, held- ur má gagnrýna valdhafana al- mennt fyrir að nýta ekki tækifærin, sem gáfust. Ríkisstjórnin hefur misst af lest- inni. Hana á að gagnrýna fyrir ýmislegt annað, sem dregur úr gildi þjóðarsáttarinnar. Ekki gengur að halda áfram hallarekstri á ríkis- sjóði og skuldasöfnun. Slíkt er verðbólguhvati. Sett hefur verið íslandsmet í söfnun erlendra skulda. Þær eru nú 50 prósent af framleiðslu í landinu, en höfðu áð- ur verið nálægt 40 prósent. Hallinn á fjárlögum á að vera um fjórir milljaröar á næsta ári. Þessar tölur eru ljótar og segja okkur, að ríkis- stjórnin hefur í mjög mörgu staðið sig býsna ilia. Hún hefur í mörgu spillt fyrir því, að kostir þjóðarsátt- arinnar yrðu gildandi. Haukur Helgason Verq landsframleiðsla 1945-1991 1945 1950 1955 1960 1 965 1970 1990 Grafið sýnir, hvernig framleiðsla í landinu hefur minnkað eða aukizt. Síðustu árin hefur verið mikið hrap, en nú er aftur vöxtur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.