Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. Kynfræðingur og þungarokkari: Finnst gaman að ögra fólki - segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Niu mánaða gömul i baði heima í Karfavoginum. Jóna Ingibjörg situr við hannyrðir og prjónar peysu á einkasoninn. „Meginástæðan fyrir því að ég hætti aö ritstýra Bleiku og bláu er sú að ég sem einstæð móðir verð að geta treyst á aö fá umsamin laun greidd á réttum tíma. Hvað útgefend- ur kjósa að gera við þetta blað, nú þegar ég hverf af vettvangi sem rit- stjóri, er alfarið þeirra mál. Ef þeir vúja gera það að klámblaði þá kemur mér það ekkert við,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, kynfræðingur og fyrrum ritstjóri, í samtali við DV. Jóna Ingibjörg hefur í rúmt ár rit- stýrt eina blaðinu sem ætlað er að fræða fólk um kynlíf. Fyrsta blaðið kom út 9. nóvember í fyrra, sama daginn og Berlínarmúrinn féll. Ef marka má viðtökurnar var ekki síð- ur þörf á að rjúfa þann þagnarmúr sem umlukið hafði umræður um kynlíf á íslandi. Fyrsta tölublaðið seldist í rúmlega 17 þúsund eintökum og þau tvö tölublöð sem komið hafa út síðan hafa ratað í hendur 10 þús- und fróðleiksþyrstra kaupenda. Fjórða tölublaöið, og það síðasta sem Jóna Ingibjörg stýrir, er í vinnslu. „Ég vissi ekkert hvernig viðtökur blaðið fengi þótt hér væri um nauð- synlegt efni að ræða. Hitt er svo ann- að mál að það er mjög erfitt að starfa að og upplýsa fólk um mál sem eru feimnismál. Öll viðtöl í blaðinu voru undir nafnleynd og þannig var í rauninni viðhaldið þeim dularhjúpi sem umlykur kynhf. Þetta fannst mér galli en ekkert við því að gera. Við lítum greinilega enn á kynlíf sem eitthvað sem eigi ekki að ræða. - En fékk hún mikil viðbrögð frá al- menningi um það efni sem birtist í blaðinu? „Það var ekki svo mikið og reyndar kom þögnin í kringum þessa útgáfu mér á óvart. Ég man ekki til þess aö neinn fjölmiðill hafi getið þess að hér væri nýmæli á ferð fyrr en þá núna nýlega. Það eina sem var skrifað um þetta blað var þegar einhveijir gerðu símaat og þóttust vera á vegum blaðsins. Þeir hringdu í fólk og spurðu nærgöngulla spurninga. Fólk hringdi og kom með tillögur aö efni í blaðið, vildi fá fróðleik um kynsjúkdóma, lyfjanotkun og áhrif þess á kynlíf og fleira í þeim dúr. Það var mest fullorðiö fólk sem hringdi og vildi fá að vita meira. Mér fannst ég ekki vera búin að finna það jafn- vægi sem hentaði. Þaö þarf að gera fróðleikinn skemmtilegan til þess að hann nái tilgangi sínum. Þetta hefði þróast á nokkrum árum.“ Hversvegna kynfræðingur - Hvað er það sem fær fólk til að leggja það fyrir sig að fræða aðra um kynlíf? Hvernig stóð á því að þú vald- ir þessa menntun en ekki einhverja aðra? „Minn námsferill var að mörgu leyti venjulegur. Ég tók stúdentspróf úr náttúrufræði við Flensborg í Hafnarfirði og fór síðan í hjúkruna- rfræði við Háskólann. Þar var mikið talað um að veita heildræna hjúkrun, þ.e. bæði líkamlega, andlega og fé- lagslega. Mér faxmst vanta ky nferðis- lega þáttinn. Ég man eftir einum hjúkrunarfræðingi sem hélt fyrir- lestur um áhrif krabbameins á kyn- líf, annars var lítið minnst á það nema þá í sambandi við fæðingar eða eitthvað slíkt en aldrei talað um manninn sem kynveru. Við tókum síðan fyrir rannsóknar- verkefni á síðasta ári og könnuðum viðhorf og þekkingu hjúkrunar- fræðinema á kynlífi og þýddum til þess bandarískan spurningalista. Þama sátum við svo í tvo mánuði og töluðum og flissuðum og frædd- umst um kynlíf og sáum alltaf betur og betur hvaö við vissum lítið. Eftir að hafa skrifað bandarískum skólum þá fór ég haustið 1986 til náms við háskólann í Pennsylvaniu sem var annar af tveimur háskólum bandarískum sem buðu upp á slíkt nám. Þetta var tveggja ára nám í kynfræðslu, Sexuality Education, og ég tók sem lokaverkefni kennslu hjúkmnamema í kynfræði." - Er einhver sérstök ástæða fyrir þessum áhuga þínum og löngun til að fræða aðra? „Ég hafði sem krakki mikinn áhuga á kynlífi og man eftir mér standandi úti undir vegg við að lesa einhverja bók um það þegar ég var 11 eða 12 ára gömul. Svo var mitt eigið fræðsluleysi mér mikil hvatn- ing. Ég var eins og hver annar dæmi- gerður íslendingur þegar ég fór út í þetta, ég vissi bókstaflega ekkert um kynlíf. Samt ólst ég upp á góðu heimili þar sem enginn sérstakur tepruskapur var viðhafður. En krakkar leita ekki til foreldra sinna eftir kynfræðslu vegna þess að þeir fá snemma á til- finninguna að kynlíf sé eitthvað sem maður eigi ekki að tala um. Krakkar tala saman sín á milli um kynlíf. Ég hélt að þarna úti fengi ég að Við skriftir sem eru stór hluti af starf- inu. vita bókstaflega allt um kynlíf. Eftir þetta nám hefur mér orðið ljóst hvað ég veit í rauninni enn lítið og hvað hægt er að fræðast miklu meira. Oft fylltist ég reiði yfir að hafa ekki vitað meira en raun bar vitni. Þekkja ekki eigin kynfæri Jóna Ingibjörg sneri heim aftur frá námi og var óðfús að upplýsa sam- landa sína um leyndardóma kynlífs- ins. Hún auglýsti því námskeið um kynfullnægju kvenna án nánari út- skýringa og einu viðbrögðin sem hún fékk voru örfáar upphringingar frá óttaslegnum konum sem vildu fá að fræðast nánar. Fjölmiðlar fengu áhuga og ijölluðu nánar um málið og eftir það varð ekki aftur snúið. Síminn varð rauðglóandi og fullbók- að á öll námskeið. „Reyndar hefur mér fundist vanta upp á að konur tali um gagnsemi slíkra námskeiöa sín á milli. Það er allt í lagi að tala um að þú hafir far- ið á litgreiningar- eða stjórnun- arnámskeið en það er ekki í lagi að tala á svipuðum nótum um þátttöku sína í kynlífsnámskeiði," segir Jóna. „Mér fannst þetta auðveldasta við- fangsefnið því erfiðleikar kvenna við að fá fullnægingu eru eitt algengasta vandamál kynlífsins. Þetta hefur síð- an þróast út í það að verða meira um kynlíf almennt og hvernig konur geti notið.þess betur án þess að sérstakri athygli sé beint að fullnægingu. Mér finnst þessi námskeið meðal annars hafa sýnt að mikil þörf var á slíkri fræðslu. íslendingar eru al- mennt afar fákunnandi um kynlíf og hér vantar sárlega meðferðaraðila fyrir þá sem eiga við vandamál að stríöa. Ég hef fengið á námskeið konur sem vita ekki hvað snípurinn er. En þaö er ekki þeim að kenna heldur þjóðfélaginu sem hefur innprentað þeim að þær megi aldrei hugsa um sjálfar sig fyrir neðan mitti. Algeng- asti aldur kvenna á námskeiðunum er 20-30 ár, oftast giftar eða í sambúð. Fólk fyrirveröur sig fyrir líkama sinn. Þegar við auglýstum eftir ís- lenskum fyrirsætum fyrir Bleikt og blátt fengum við bara viðbrögð frá fólki sem er með tískulíkama. Það voru bara vöðvastæltir strákar úr vaxtarrækt og mjóar, brúnar stelpur. Ég hefði viljað sjá fleiri „eðlilega" líkama." - En hvers vegna námskeið fyrir konur en ekki karla? „Af hverju ekki fyrir karla, ungl- inga, gamalmenni og samkyn- hneigða? Ég get ekki bjargað allri þjóðinni. Ég hef ekki meiri tíma en þetta." Almenn vanþekking - En eiga íslendingar við kynlífs- vandamál að stríða og hver eru al- gengust þeirra? „Eg myndi halda að vandamálin væru veruleg. Ég að minnsta kost fæ 15-20 símtöl í mánuði frá fólki sem vill leita ráða eða fá að koma í við- tal. Það sem þetta staðfestir er að hér þyrfti að vera meðferðarstöð fyrir þá sem eiga við kynlífsvandamál að etja. Læknarnir virðast ekkert vita í sinn haus og ég hef ekki reynslu né menntun til þess að taka fólk í ein- hverja meðferð. Ég hef bent fólki á að hringja í kynfræðsludeild Heilsu- verndarstöðvarinnar eða sálfræð- inga og geðlækna sem fjalla um slík mál í sínu starfi. Það hringja til mín bæði konur og karlar á öllum aldri. Ég myndi segja að algengustu vandamáhn væru of brátt sáðlát og stinningarerfiðleikar hjá körlum og áhugaleysi og fullnæg- ingarerfiðleikar hjá konum. Við þetta bætist almenn vanþekking." - Hvernig á að breyta þessu? „Þetta breytist hægt. Það er að koma nýtt námsefni í grunnskólana og hver kynslóð hefur betri aðgang að fræðslu en sú næsta á undan og er ekki eins hrædd við leita sér að- stoðar. Það tekur samt langan tíma.“ Sporðdreki á tímamótum Jóna Ingibjörg er fædd 27. október árið 1960 undir merki sporðdrekans. Samkvæmt fræðum sem sumir trúa á er þetta merki sérstaklega tengt kynlífi og áhuga á forboðnum hlut- um. Er hún dæmigerður sporðdreki? „Margt í þessum fræðum er hrein sálfræði. Ég hef látið gera stjörnu- kort fyrir mig og lestur úr því fannst mér eiga ágætlega við mig. Tenging þessa tiltekna merkis viö kynhf gefur mönnum leyfi til að tala um það og ef ekki væri stjörnuspeki þá myndu menn finna sér einhveija aðra ástæðu.“ Jóna Ingibjörg ólst upp í Reykjavík og Garðabæ. Faðir hennar heitir Jón Eyjólfsson og er skipstjóri á Herjólfi. Móðir hennar er Sigrún Jónsdóttir og' Jóna á einn eldri bróður og þrjár yngri systur. „Mér finnst ég vera komin yfir erf- iðasta hjahann og búin að vinna mér nokkurs konar virðingarsess. Mér hefur tekist að vinna trúnað fólks og mér er alvara með því sem ég er að gera og reyni að gera það vel. Það sem mig langar til þess að gera núna er að starfa sjálfstætt. Mig langar th þess að fara meira út í kynhfsráðgjöf. Einnig gæti ég hugsað mér að kenna fólki, t.d. í menntaskól- um, sem ég held aö gæti verið afar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.