Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Page 12
12 Spumingin Hvernig líst þér á jólaskreytingarnar í miöbænum? Hulda Guðjónsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki komið í bæinn lengi og hef bara ekki séð þær enn. Sigrún Jóhannsdóttir verkakona: Bara vel og þær eru ekkert of snemma á ferðinni. Hrafnhildur Pétursdóttir nemi: Ofsa- lega jólalegar. Margrét Friðriksdóttir nemi: Mér finnst þær æðislega finar. Þórunn Sigurðardóttir nemi: Voða- lega fínar. Kári Halldórsson nemi: Mjög failegar og mér finnst mega skreyta bæinn meira. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990. Lesendur Stéttarsamband bænda lætur lokkast: Sendir f ulltrúa taka með hjálma, skóflur né barefli, því fyrirmæli hafa verið gefin um að allt eigi að fara friðsamlega fram. - Franski landbúnaðarráðherrann hefur lýst ánægju sinni með gönguna og segir að hún muni styrkja EB ákaflega í viðræðunum sem nú eiga sér stað um landbúnaðarmál (les: aukna styrki, niðurgreiöslur, toll- múra og umframframleiðslu á bú- vörum). Nú fullyrða fulltrúar Stéttarsam- bands bænda að íslendingar eigi mikla samleið með EB, a.m.k. í land- búnaðarmálum, og því telji þeir ofur eðlilegt að taka þátt í 5 km göngunni í Belgíu gegn niðurskuröi sfyrkja. - Ekkert er því líklegra en það verði íslenskir bændur sem hér á landi verði fyrstir til að krefjast inngöngu okkar í Evrópubandalagið. Og hvernig skyldi forsætisráðherra bregðast við því („ekkert verra gæti hent okkur...“ o.s.frv.)? Það verður spennandi aö frétta hvernig okkar mönnum reiðir af í Brussel, alls óvanir svona langri göngu á asfaltinu. Og þótt seinna vetri í Belgíu en hér hjá okkur, þá blessaðir klæðið ykkur nú vel, strák- ar- og hafið eitthvað á höfðinu. Hann getur verið napur í Brussel. Óskar Sigurðsson skrifar: Aldrei fór það svo að íslenskir bændur nytu ekki góðs af tilurð Evr- ópubandalagsins. Nú hefur sam- starfsnefnd bændasamtaka innan Evrópubandalagsins sótt um að fá að mótmæla á götum úti lækkun styrkja til landbúnaðarframleiðslu. Leyfið hefur nú verið veitt. - Og það var eins og við manninn mælt, Stétt- arsamband bænda hér uppi á íslandi ákvað að taka þátt í 5 kílómetra langri göngu í Brussel til að mót- mæla með stéttarbræðrum sínum. Allt er skipulagt fyrirfram og full- trúar Stéttarsambandsins þurfa ekki að leggja neitt annað til en farseðla og dagpeninga. Þeir þurfa ekki að Islensku fulltrúarnir í 5 km göngunni í Belgiu, þeir Haukur Halldórsson, form. Stéttarsambands bænda, og Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastj. í 5 km göngu Ástarehlar og auðir stólar Lárus Hermannsson skrifar: Við sem mætum nokkuð regluiega á áheyrendapalla Aiþingis þurfum nú ekki að verða svo undrandi þótt stólar þingsalanna hafi staðið auðir dag eftir dag að undanförnu þótt þinghald standi yfir. Samkvæmtfrétt í DV sl. laugardag virðist rómantíkin ná til alþingismanna jafnt og ann- arra, sem betur fer. En auðvitað er ekki hægt að þjóna tveimur herrum í senn. Um þaö ættu allir að geta verið sammála. Þeir sem hafa orðiö ástfangnir vita ofur vel aö það tekur sinn toll af tíma hvers og eins er ástin heldur innreið sína og henni verður að sinna og það vandlega. Fyrir mitt leyti vil ég óska öllum til hamingju sem heillast af sínum ástardraumum. En til er fólk sem trúir þvi statt og stöðugt að ein- staklingar, sem kosnir eru til setu á Alþingi, vanræki um of setu í stólum sínum þegar ástin ásækir þá af hinni alkunnu áráttu. En ekki er allt sem sýnist. Á meðan málstofur eru tvær, efri og neðri deild, þá er ekki svo einfalt fyrir áhorfendur að meta hvaða þingmenn eiga að vera í hverri deild. Þetta veld- ur aftur því að meiri tvístringur er á þingliðinu en verða myndi ef mál- stofan væri aðeins ein eins og oft hefur komið fram í tali þingmanna. Sú tilhögun myndi gjörbreyta öllum vinnubrögðum alþingismanna. Oft má þó sjá sömu einstaklingana þaul- setnari en aðra, m.a. Þorvald Garðar, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eggert Haukdal og Málmfríði Sigurðardótt- ur. Ef til vill hefur ástareldurinn ekki lagt þau, enn sem komið er, í „einelti“ innan Alþingis. Að lokum þetta: Á meðan hin meinta ástarbylgja stendur yfir, sem er eðlilega sterkari hjá þeim sem eru á þægilegri aldrinum, vona ég að virt verði til betri vegar, líka af þeim sem sækja áhorfendapallana, þótt þing- stólarnir verði lítt setnir. Utanferðir ráðherra Heildargreiðslur til maka 1989 og 90 Utanrikisráðuneyti forawtisráðu neyti Sjávarútvegsráð u n. Umhverfisráðunoyti Iðnaðarréðuneyti Dóms- og kirkjumr. Viðskiptaráðuneyti Samgönguráðuneyti Fjármálaréðuneyti Undbúnaðarráðun. Upphæðiri þusundum króna Wm 2049 *1862 917 DVJfíJ „Bara þessi liður í kostnaðinum nemur rúmlega 20% af heildarkostnaðin- um.“ Þ. Halldórsson skrifar: Fram hefur komið í fréttum að for- sætisráðherra hefur lagt fram á Al- þingi skriflegt svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra vegna ferðalaga til útlanda árið 1989 og fram til 1. okt. sl. - Alls nam þessi kostnaður rúmum 40 milljónum króna. Utanríkisráðherra slær öll met í ferðafjölda, var samtals 182 daga er- lendis á tímabihnu. Kostnaður við utanferðir hans nemur rúmum 10 milljónum króna, eða um 57.700 kr. á dag. - Lætur nærri að borgi sig að láta manninn búa erlendis allan tím- ann. Forsætisráðherra slær þó dagpen- inga utanríkisráðherra rækilega út því á 107 dögum eyðir hann rúmum 6 milljónum, eða um 62 þús. krónum á dag. - Rúsínan í pylsuendanum er þó sú að samanlagt hafa ailir ráð- herrarnir greitt átta milljónir þrjú hundruð sextíu og fimm þúsund krónur vegna maka sinna sem fylgdu þeim í hinum opinberu erindagjörð- um. - Bara þessi hður í kostnaðinum nemur rúmlega 20% af heildarkostn- aði. Þar af kostar forsætisráðherr- afrúin 1,8 mihjónir króna en utanrík- isráðherrafrúin 2,4 milljónir. - Já, það kostar sitt að skemmta ráöherra- frúm og hafa þær ánægðar. Segið svo að ráðherrar beri ekki skynbragð á hvernig á að koma í lóg fjármunum íslenskra skattborgara. Svigrúm f yrir starfslið? Margrét Halldórsdóttir skrifar: Ég las ágæta greín Gunnars Haugen, starfsmanns geðdehdar Landspitalans, þar sem hann furðar sig á samþykkt Stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna um að frá næstu áramótum skuli rík- isspítalar verða reyklausir. - Þor- steinn Blöndal svarar Gunnari í grein sl. mánudag og segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að sækja um undanþágur fyrir sjúklinga til svonefnds sviðs- stjóra. En hvað skyldi starfsfólkið segja? Verður því meinað að reykja á sínum kaffistofum eða verður því gert að s'ækja um und- anþágur eins og sjúklíngunum? Þessi samþykkt SR er ekki til þess fallin að auka velhðan allra sjúklinga, síður en svo. varpsviðtala Oddur skrifar: Viðtalsþættir á borð við þann sem Hallur Hallsson á Stöð 2 stjórnaði sl. þriðjudag og fékk þá þá Hannes Hólmstein Gissurar- son og Össur Skarphéðinsson til að ræða um afsögn Margaret Thatcher eru orðnir sjaidgæfir á sjónvarpsstöðvunum. Einnig mætti oftar fá stjóm- málamenn með gagnstæðar skoð- anir th að koma i umræðuþætti th að ræða það sem efst er á baugi hverju sinni, hér heima eða er- lendis. Það er viðburður aö stjórnmálamenn komi fram nú oröið öðruvísi en í fréttatímum. Viðtalsþættir njóta yfirleitt vin- sælda og koma vel út sem sjón- varpsefni. Ef sjónvarpsstöðvar vilja spara en afla sér vinsælda um leið ættu þær að koma með fleiri viðtalsþætti, þeirra er sárt saknað af mörgum. Alltstefnir íeinaátt Kolbeinn hringdi: Þeim linnir ekki teiknunum um stjómannynstur að loknum komandi aíþingiskosningum. Það heíði einhvern tíma verið köhuð pólitísk sprengja að sterkir sjálf- stæðismenn stæðu að því að heiðra einn helsta forystumann Al|)ýðubandalagsins. I sjálfu Morgunblaðinu mátti sjá mynd af því er forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, og fráfarandi varaforseti ÍSÍ, Hannes Þ. Sig- urðsson, og íþróttafulltrúi ríkis- ins, Reynir Karlsson, aíhentu menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, æðsta heiðursmerki ÍSÍ. - Já, tímarnir breytast og memiirnnir með! Nú er hún Snorrabúð stekkur og bhið milli hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum er nú kappkostað að brúa. Nú síðast með milh- göngu ÍSÍ. - Allt stefnir því í eina átt, nýja ríkisstjórn - samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.