Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Side 13
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990.
13
„Skál fyrir gamla, góða Hollywood!" Magnús Kristjánsson, fyrsti skemmt-
anastjóri Hollywood, Elín Reynisdóttir, síðasta ungfrú Hollywood, og Ingvar
Þórðarson, sem verður skemmtanastjóri nýja staðarins. DV-mynd H.Guð.
Sviðsljós
„Niður með núllið," gætu þeir verið að segja, mennirnir sem unnu við að
taka niður stóru Hollywood-stafina, þegar þeir roguðust með o-ið niður af
grindinni. DV-mynd Brynjar Gauti
melbrosia
FYRIR BREYTINGARALDURINN
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN
Laugavegi 25, sími 10263. Fax 621901
Holly-
wood
kveður
- nýr staóur opnaöur fljótlega
Um síðustu helgi var haldinn loka-
dansleikur veitingastaðarins Holly-
wood sem um árabil var aðal-
skemmtistaður unga fólksins í
Reykjavík. í lok dansleiksins á laug-
ardaginn var hið fræga Hollywood-
teppi skorið niður og gestir máttu
hafa á brott með sér teppisbút til
minningar. Mikil handagangur var í
öskjunni og örtröð myndaðist og
margir gerðust það stórtækir að rog-
ast út með heilu strangana á öxlun-
um. Flestir fengu þó smábút til að
setja í minningaralbúmið.
Sú var tíðin að röðin fyrir utan
Hollywood var oft á annað hundrað
metrar og menn hrósuðu happi ef
þeir náðu að komast inn fyrir lokun.
En tími Hollywoodstjarnanna í
Reykjavík leið undir lok og aðrir
staðir tóku við því lykilhlutverki í
íslensku skemmtanalífi sem þessi
staður hafði áður. Nú hafa nýir eig-
endur tekið við staðnum og hyggjast
opna nýjan og breyttan skemmtistað
í Hallarmúlanum þann 8. desember.
Það eru mágarnir Sturla Birgisson,
sem er einn af eigendum húsgagna-
verslunarinnar Casa-Mirale, og Axel
Ólafur Ólafsson pípulagningamaöur
sem keyptu Hollywood og vinna nú
að gagngerum breytingum. „Út með
glimmerið“ er kjörorð þeirra. Allt
sem minnir á gamla Hollý verður
íjarlægt og inn kemur svart teppi,
dökk leðurhúsgögn og veggirnir
verða málaðir dökkir. „Þetta verður
hrátt en hlýlegt,“ segir Sturla. „Við
ætlum að höfða til ungs fólks á aldr-
inum 20-30 ára, eða svipaðs hóps og
nú sækir Borgina og Casablanca.
Okkur tókst að stela Hermanni Hin-
rikssyni plötusnúð frá Borginni og
Hilmari Árnasyni plötusnúð frá
Casablanca og þeir koma til með að
snúa skífunum hvor á sinni hæðinni
hjá okkur.“
Á nýja staðnum verður eitt stærsta
hljómkerfi á landinu og á áætlun er
að setja þar upp mesta „laser show“
sem hér hefur sést. Klæðnaður verð-
ur frjáls og barþjónar og annað
starfsfólk verður einnig frjálslega
klætt.
Ekki er enn búið að velja staðnum
nafn en það kemur til með að verða
„eitthvað íslenskt", sagði Sturla
Birgisson, annar eigandi nýja staðar-
ins.
H.Guð.
Leiðbeiningarit sent til þeirra sem eiga að nota sjóðvélar.
Kassanum á
aðloka
Leiðbeiningaritið Sjóðvélar. Hafðu þín viðskiptiá
hreinu! verður sent til sjóðvélarskyldra aðila í
þessari viku. Ritið liggur frammi hjá skattstjórum
og fjármálaráðuneytinu.
Ólöglegar sjóðvélar í viðskiptum eiga nú að
heyra sögunni til. Þessa dagana eru sjóðvélar-
skyldir aðilar að fá í hendur leiðbeiningarit þar
sem meðal annars eru ítrekuð þau skilyrði sem
löglegir peningakassar verða að uppfylla. Þeir
sem enn hafa skráningu sína í ólagi eru ein-
dregið hvaltir til að koma viðskiptaháttum
sínum strax í löglegt horf.
Viðskiptavinurinn
á að fá kassa-
kvittunina
í hverjum kassa
verður að vera
innri strimill og
einnig dagsölu- og
uppsöfnunarteljari
FIÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Horfur eru á að viðurlög við brotum á reglum
um tekjuskráningu verði hert verulega á næst-
unni. Lögleg og rétt notuð sjóðvél er allra hag-
ur og tryggir öryggi í viðskiptum. Það er því
mikilvægt að bæði neytendur og notendur
sjóðvéla taki höndum saman um að stuðla að
heiðarlegum og traustum viðskiptum.
Glugginn verður
að sjást
W
heidarW