Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1990, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990.
32
Afmæli
Margrét Jakobsdóttir
Margrét Jakobsdóttir útibús-
stjóri, ÓðinsvöUum 16, Keflavík, er
fimmtugídag.
Starfsferill
Margrét fæddist að Sólheimum í
Vogum á Vatnsleysuströnd og ólst
þar upp til ársins 1947 er hún flutti
á Akranes en hún hefur búið í Kefla-
vík frá 1953.
Margrét lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1956,
starfaði síðan nær samfellt í fjórtán
ár hjá Pósti og síma í Keflavík sem
vaktstjóri og innheimtugjaldkeri en
sl flmmtánárhefurhúnstarfaðhjá
Sparisjóðnum í Keflavík og verið
útibússtjóri í Sparisjóðnum í Njarð-
vík frá opnun hans áriö 1977.
Margrét starfaði um skeið í JC-
hreyfingunni, er félagi í Inner Whe-
el-klúbbi Keflavíkur, var forseti
hans árið 1987 og situr þetta starfsár
í stjórn umdæmis Inner-Wheel á ís-
landi.
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Páll
Jónssonsparisjóðsstjóri, f. 9.1.1935,
sonur Jóns G. Pálssonar skipstjóra,
og konu hans, Agústu Guðmunds-
dóttur, sem lengst af bjuggu á
Garðavegi 4 í Keflavík.
Synir Margrétar og Páls eru Gísli
Viðar, f. 11.9.1959, og Jakob Már, f.
5.10.1963. Gísli Viðar er sjúkraflutn-
ingamaður í Keflavík, kvæntur Vil-
borgu Reynisdóttur, f. 10.7.1961, og
eiga þau tvo syni, Pál Ágúst, f. 13.7.
1986, ogReyni Örn, f. 31.8.1989. Jak-
ob Már er framreiðslumaður, bú-
settur í foreldrahúsum.
Systkini Margrétar: Sigríður Vil-
borg Jakobsdóttir, f. 23.10.1923, hús-
móðir í Vogum, gift Agli Sæmunds-
syni; María Jakobsdóttir, f. 16.4.
1927, matráðskona og húsmóðir í
Reykjavík, gift Magnús Þorsteins-
syni frá Akranesi; Kristín Jakobs-
dóttir Guidice, f. 16.4.1927, húsmóð-
iríKeflavík,giftRicoGuidicefrá ■
New York; Birna Vilborg Jakobs-
dóttir, f. 18.11.1929, stöðvarstjóri
Pósts og síma í Garðabæ; Gústaf
Adolf Jakobsson, f. 5.6.1932, bif-
reiðastjóri hjá Sementsverksmiðj-
unni, kvæntur Guðrúnu Ragnars-
dóttur, og Björn Hafsteinn Jakobs-
son, f. 28.7.1946, rafvirki í Njarðvík.
Foreldrar Margrétar voru Jakob
Adolf Sigurðsson, f. 29.8.1901, d.
20.9.1969, sundkennari, flskverk-
andi og kaupmaður, og kona hans,
Margrét Kristjánsdóttir, f. 12.2.1899,
d. 15.10.1968. Jakob og Margrét
bjuggu í Hafnarfirði, á Vatnsleysu-
strönd, á Sólheimum í Vogum, á
Akranesi ogloks í Keflavík.
Ætt og frændgarður
Jakob var sonur Sigurðar Bjarna-
sonar, kaupfélagsstjóra í Hafnar-
firði.
Meðal móðursystkina afmælis-
barnsins má nefna Sigurjón á For-
sæti, hagleikssmið og hugvitsmann.
Margrét, móðir afmælisbamsins,
var dóttir Kristjáns, b. á Minna-
Mosfelli í Mosfellssveit og á Forsæti
í Flóa, Jónssonar, b. í Unnarholti í
Hrunamannahreppi, Oddssonar í
Austurhlíð í Eystrihreppi, Jónsson-
ar. Móöir Kristjáns var Margrét,
systir Ingveldar, langömmu Stein-
þórs Gestssonar alþingismanns,
föður Gests skattstjóra. Ingveldur
var einnig langamma Helgu, móður
Benedikts Sveinssonar hrl, Ingi-
mundar Sveinssonar arkitekts og
Einars Sveinssonar, forstjóra Sjóvá
Almennra, föður Ástu Sigríðar feg-
urðardrottningar. Margrét var dótt-
ir Einars, b. í Laxárdal í Eystri-
hreppi, Jónssonar, ættföður Laxár-
dalsættar í Eystrihreppi. Móðir
Margrétar Einarsdóttur var Mar-
grét, systir Vigdísar, langömmu
Kristins, kaupmanns í Geysi, afa
Kristins Björnssonar, forstjóra
Skeljungs. Margrét var dóttir
Steindórs, b. í Auðsholti í Ölfusi,
Sæmundssonar, ættfóður Auðs-
holtsættarinnar.
Móðir Margrétar Kristjánsdóttur
var María, systir Kristbjargar,
ömmu Eyglóar Viktorsdóttur
óperusöngkonu. Önnur systir Mar-
íu var Kristín, amma Unnar Svein-
bjarnardóttur fiðluleikara. María
var dóttir Einars, b. í Hellisholtum
í Hrunamannahreppi, Jóhannsson-
ar, b. í Efra-Langholti. Móðir Maríu
var Vigdís Einarsdóttir, b. á Helga-
stöðum í Biskupstungum, bróður
Eiríks í Vorsabæ, langafa Sigríðar,
móður Vigdísar forseta. Eiríkur var
einnig langafi Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal, myndlistarmanns,
föður Errós og Ara Trausta jarð-
fræðings. Þá var Eiríkur langaíi Sig-
ríðar, móður Bergs Guðnasonar lög-
fræðings, föður Guðna knatt-
spyrnumanns. Móðir Vigdísar Ein-
arsdóttur var Kristbjörg, systir
Jóns, langafa Valdimars, langafa
Margrét Jakobsdóttir.
Þrastar Árnasonar skákmeistara.
Systir Kristbjargar var Solveig,
langamma Sigurgeirs, afa Þorkels
Sigurlaugssonar, íjármálastjóra
Eimskipafélagsins. Kristbjörg var
dóttir Gottsveins, b. í Steinsholti,
Jónssonar, ogkonu hans, Kristínar
Magnúsdóttur, b. í Steinsholti, Jóns
sonar, ættföður Hörgsholtsættar-
innar, langafa Jóns, langafa Vigdís-
ar, móður Harðar Sigurgestssonar,
forstjóra Eimskips.
Margrét og Páll eru erlendis um
þessarmundir.
Leiðréttingar
Guðmunda Kristín
Þorsteinsdóttir
Guðmunda Kristín Þorsteinsdótt-
ir varð fimmtug 21. október
Föðursystir Guðmundu var Val-'
gerður Bjarnadóttir, gift John W.
Gott, kaupsýslumanni á Englandi.
Eiríkur M. Kjerúlf
Eiríkur Kjerúlf varð sjötugur 29.
október.
Bróðir Eiríks er Gunnlaugur á
Egilsstööum. Sigríður, amma Her-
dísar Þorgeirsdóttur, ritstjóra
Heimsmyndar, Eiríks Jónssonar
fréttamanns og Ólínu Þorvarðar-
dóttur borgarfulltrúa, var dóttir
Þorvarðar Kjerúlf, bróður Jóns
Kjerúlf, b. á Melum.
Guðmundur Daðason
Guðmundur Daðason varð níræð-
ur 13. nóvember
Eftirlifandi systir Guðmundar er
Guðrún, f. 17. maí 1898. María And-
résdóttir ólst upp hjá Guðmundi
Einarssyni, prófasti á Kvenna-
brekku.
Öm Sigurgeirsson
Örn Sigurgeirsson vélvirki,
Laugateigi 22, Reykjavík, er sextug-
urídag.
Örn er fæddur í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lærði vélvirkjun í
Vélsmiðjunni Héðni og hefur unnið
hjá Eimskipafélagi íslands hf. frá
1958.
Fjölskylda
Örn kvæntist 20. nóvember 1954
Ingibjörgu Gestsdóttur, f. 12. júlí
1930, sölumanni. Foreldrar Ingi-
bjargar eru-Gestur Halldórsson, b.
í Garðsvík á Svalbarðsströnd, og
kona hans, Elín Ásgeirsdóttir. Synir
Arnar og Ingibjargar eru Sigurgeir,
kvæntur Guðrúnu Sigurjónsdóttur
og eiga þau þrjá syni; Gestur,
kvæntur Önnu Óskarsdóttur og eiga
þau fjögur börn og Sveinbjörn,
kvæntur Hrefnu Ólafsdóttur og eiga
þauþrjúbörn.
Ætt
Foreldrar Arnar eru Sigurgeir
Helgi Sigurgeirsson, f. 17. ágúst 1898,
d. 18. júní 1965, skipstjóri í Rvík og
kona hans, Helga HaÚdórsdóttir, f.
23. janúar 1906, d. 18. ágúst 1976.
Föðursystkini Arnar eru Helga,
kona GeirsTálssonar, bygginga-
meistara í Rvík; Hrefna, kona Jóns
Arinbjömssonar, útgerðarmanns
síðar kaupsýslumanns í Rvík og
Kópavogi, og Bertel, trésmíðameist-
ari, kvæntur Fjólu Oddsdóttur. Sig-
urgeir var sonur Sigurgeirs skip-
stjóra Bjarnasonar, b. í Engidal í
Skutulsflrði, Jónssonar, b. í
Stakkadal, Sumarliðasonar, b. í
Breiðabóli, Sumarliðasonar, b. í
Meirahrauni, Jónssonar, b. í Þemu-
vík, Jónssonar, b. Hallsstöðum, Ein-
arssonar, b. í Reykjaflrði, Jónssonar
b. í Reykjafirði, Bjömssonar, jám-
smiðs á Þórustöðum, bróður Brynj-
ólfs biskups. Björn var sonur
Sveins, prófasts í Holti í Önundar-
firði, Símonarsonar. Móðir Bjarna
var Þorbjörg Þorvarðardóttir, b. í
Eyrardal, Sigurðssonar, b. í Eyrar-
dal, Þorvarðarsonar, ættföður Eyr-
ardalsættarinnar. Móðir Sigurgeirs
Bjarnasonar var Herdís Jónsdóttir,
b. á Hvammi á Barðaströnd, Bjarna-
sonar og konu hans, Sigríðar Jó-
hannesdóttur.
Móðir Sigurgeirs Sigurgeirssonar
var Ólína Olafsdóttir, fór til Vestur-
heims með foreldrum og systkinum,
Brynjólfssonar, b. á Skeggstöðum í
Svartárdal, Brynjólfssonar, b. á
Gilsbakka í Skagafiröi, Magnússon-
ar. Móðir Ólínu var Ólöf grasalækn-
ir Helgadóttir, útvegsb. á Lamba-
stöðum í Garði, Helgasonar, b. á
Kaldrananesi í Mýrdal, Árnasonar.
Móðir Helga Helgasonar var Vigdís
Þorleifsdóttir, lögréttumanns í
Skaftafelh, Sigurðssonar, sýslu-
manns á Smyrlabjörgum í Suður-
sveit, Stefánssonar. Móðir Þórdísar
var Sigríður Jónsdóttir, lögréttu-
manns í Selkoti, ísleifssonar, ætt-
föður Selkotsættarinnar.
Helga var dóttir Halldórs, b. í Hall-
dórsbúð í Grundarfirði, Indriðason-
ar, b. á Búðum í Eyrarsveit, Hall-
dórssonar, í Skoravík á Fellsströnd,
Örn Sigurgeirsson.
Helgasonar, b. í Skoravík, Halldórs-
sonar, b. í Stóragerði í Eyjafirði,
Helgasonar, föður Guðrúnar,
langömmu Jóns Magnússonar for-
sætisráðherra. Dóttir Guðrúnar var
Guðrún, langamma Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar forsætisráð-
herra. Móðir Halldórs í Skoravík
var María Oddsdóttir, b. á Dagverð-
areyri í Glæsibæjarhreppi, Gott-
skálkssonar og konu hans, Ólafar
Indriðadóttur. Móðir Indriða á Búð-
um var Ása Jónsdóttir, b. í Ytri-
Fagradal, Nikulássonar. Móðir
Helgu Halldórsdóttur var Dagfríður
Jóhannsdóttir, b. á Kvemá, Dags-
sonar, b. á Skerðingsstöðum í Eyr-
arsveit, Þórarinssonar.
Örn tekur á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu kl. 16-21.
80ára
Svava Skúladóttir,
Hátúni 10A, Reykjavík.
70 ára
Þórunn Jónsdóttir,
Hrífunesi, Skaftárhreppi.
Ragna Sigfúsdóttir,
Fjarðarseli 35, Reykjavík.
Hörður Steinþórsson,
Hverfisgötu 14, Reykjavík.
60 ára
Kristján Gísiason,
Hafnagötu 12, Höfnum.
Margrét Guðmundsdóttir,
Flyðrugranda 18, Reykjavík.
Ásta G. Söberg,
Háengi 14, Selfossi.
KjartanGuðjónsson,
Jaðarsbraut 35, Akranesí.
Þorgerður Ólafsdóttir,
Heiðarbraut57, Akranesi.
50 ára
Carl Bjarni Rasmusson,
Þrastarlundi 19, Garðabæ.
Brynbildur Sigúrðardóttir,
Laugamesvegi 63, Reykjavík.
Anna Kristín Jóhannsdóttir,
Túngötu 8, Seyðisfirði.
Guðmundína Samúelsdóttir,
Bárugötu 17, Akranesi.
40 ára
Bjamey Sigurlaugsdóttir,
Langholti III, Hraungerðishreppi.
Bj öm Ingi Ingason,
Flúðaseli 90, Reykjavík.
Albert R. Aðalsteinsson,
Jörfabakka 12, Reykjavík.
Júlíana S. Sigurlaugsdóttir,
Jörundarholti 138, Akranesi.
Ema Björk Antonsdóttir,
Safamýri 40, Reykjavík.
Jósep Zophoniasson,
Norðurgötu 51, Akureyri.
Sigurrós Þ. Stefánsdóttir,
Fellstúni 12, Sauðárkróki.
Halldór Fannar EHertsson,
Álfhólsvegi 32, Kópavogi.