Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Fréttir Fjöldi fólks 1 þremur bílum í stórhættu við Lýsuhól á Snæfellsnesi Sáum skyndilega 15-20 hross fyrir framan bílinn - segir Bæring Sæmundsson, eigandi nýs bíls sem stórskemmdist Litlu munaði að stórslys yrði þegar tveir bílar lentu inni í stórum hópi hrossa í fljúgandi hálku við Lýsuhól í Staðarsveit á Snæfellsnesi á sunnu- dagskvöld. Töluverðar skemmdir urðu á bílunum. Eitt hrossið lenti uppi á vélarhlíf nýrrar Toyota bif- reiöar og stórskemmdi hana. Fjöl- skylda var í bílnum. Bílarnir tveir óku í vestur en litlu munaði að bíll sem kom úr gagnstæðri lenti einnig á hrossahópnum. Bæring Sæmundsson frá Rifi er eigandi Toyota bifreiöarinnar: „Viö komum akandi í vestur við Lýsuvatn í átt að Ólafsvík. Þetta var í beygju þar sem mikill hæðarmunur er á veginum og landinu beggja vegna. Síðan vissum við ekki fyrr en 15-20 hross hlupu yfir veginn nokkra metra fyrir framan bílinn. Það var ekki möguleiki á að gera eitt eða neitt enda var fljúgandi hálka og hátt niður af veginum,“ sagði Bæring í samtali við DV í gær. „Það lenti hestur uppi á vélarhlíf- inni hjá mér. Það var mildi að hann skyldi ekki koma inn um framrúð- una. Hann fótbrotnaði og meiddist meira. Við vorum í samfloti með öðr- um bíl sem var fyrir aftan. Með ein- hveiju óskiljanlegu snarræði tókst bílstjóra þess bíls að forðast aftaná- keyrslu og komast upp að hliðinni á okkur. Sá bfll lenti líka á hrossi. í sömu andrá kom annar bíll á móti okkur. Sá rétt náði að stoppa og stóð- iö tvístraðist í kringum hann. Það varð síðan að aflífa hrossiö sem slas- aðist á bílnum hjá mér.“ Bæring segir það kraftaverk að ekki skyldi hafa orðið stórslys: „Þetta munaði bara sekúndubrot- um. Snarræði mannanna á hinum bílunum afstyrði stórslysi. Ég var með konu og börn í bílnum og það var margt í hinum bílunum líka. Þetta er splunkunýr Toyota Corolla - nokkurra daga gamall. Þetta er mikið tjón. Mest allt er ónýtt að fram- an í honum. Ég ætla aö gera kröfu á að bóndinn eða tryggingafélag bæti mér tjónið enda er lausaganga bönn- uð í Staðarsveit. Lögreglan segir að það tíðkist hvergi annars staðar en á íslandi að dýr hlaupi inn á veg. Eftir hveiju eru menn að bíða - að það verði stórslys á fólki?" sagði Bæring Sæmundsson frá Rifi. Þess má geta að á laugardagskvöld- ið drapst hross sem varð fyrir bfl á veginum skammt fyrir utan Höfn í Hornafirði. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur fengið hjá ýmsum lög- regluembættum landsins má gera ráð fyrir að það sé vikulegur viö- burður á landinu að ekiö sé á lausa- gönguhross. -ÓTT Mikiö var um dýröir þegar litlu jólin voru haldin hátíðleg á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum. Um 30 vistmenn tóku þátt í gleðinni, auk barnabarna sinna, starfsmanna og barna þeirra. Þótti vistmönnum hátíðin mikil upplyfting í skammdeginu. DV-mynd GVA Harðar og langar umræðurum trillukvótann í gær hófust í sameinuðu þingi ut- andagskrárumræður um ailakvóta smábáta. Það var Bjöm Valur Gísla- son, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins, sem hóf umræöuna. Til stóð að umræðan stæði í hálfa klukku- stund en allt fór í háaloft og varð aö efna til kvöldfundar um málið þrátt fyrir að forseti saineinaðs þings bæði menn vera stuttorða og líta tfl þess að knappur þingtími væri eftir fyrir- jólafrí þingmanna. Björn Valur lýsti því í ræðu sinni hvernig niðurskurður á kvóta trillu- karla væri að leggja heilu byggðar- lögin í rúst, þau byggðarlög sem byggja nær alla sína afkomu á trfllu- bátajítgerð. Nefndi hann sem dæmi Grímsey og Bakkaíjörö. í umræðunum tóku til máls þing- menn þeirra svæða þar sem trfllu- bátaútgerö er hvað mest á landinu. Þeir lýstu yfir ótta sínum um aö fleiri byggðarlög en þessi tvö yrðu lögð í rúst með þessum niðurskurði á kvóta trillukarla. Það kom vel frám í ræöum þingmanna að þetta er orðið mál málanna á þeim stööum þar sem trillubátaútgerð er einhvers virði. -S.dór Nýtt happdrætti í uppsiglinqu Skáksamband íslands og Lands- samband flugbjörgunarsveita hafa óskað eftir að koma á fót nýju happ- drætti hér á landi. Um er að ræða svo nefnt sjóðahappdrætti. Vegna þessa máls var lagt fram lagafrum- varp á Alþingi í gær. Þetta nýja happdrætti 'er hugsað þannig að þátttakendur greiði til- tekna fjárhæð eöa margfeldi þeirrar upphæðar í sérstakan sjóð. Sjóðnum verði safnað upp um tiltekinn tíma og vinningar síðan dregnir út með tflvfljanakenndum hætti. Hafa þessi tvö sambönd gert með sér samkomu- lag um stofnun félags til reksturs á slíku happdrætti ef lagaheimild fæst fyrir því á Alþingi. Gert er ráð fyrir að vinningar verði í formi ríkisskuldabréfa og aö dregiö verði í happdrættinu mánaðarlega. Rekstraraðflarnir tveir eiga að fá 40 prósent af hagnaði happdrættisins og af þeirri upphæð er stefnt að því að 60 prósent fari til að fjármagna þyrlukaup fyrir flugbjörgunarsveit- imar. -S.dór Óskamálalisti ríkisstjómarinnar: Óvíst að listinn tæmist fyrir jól Ríkisstjómin hefur lagt fram óskalista yfir þau mál sem hún vill fá afgreidd á Alþingi fyrir jólaeyfi þingmanna sem hefst um næstu helgi. Eins og málin stóðu í gær var alls óvíst að hægt yrði að afgreiða öll mál á listanum fyrir jól. Til stóð að ljúka þingstörfum fimmtudag- inn 20. desember. Nú er ljóst að það veröur ekki fyrr en á föstudags- kvöld sem þingstörfum lýkur. Sumir spá jafnvel að það verði ekki fyir en á laugardag. Forsætisráðherra viU að bráða- birgðalögin verði afgreidd. Þau vom í gær afgreidd eftir 3. umræðu frá neðri deild til efri deildar. Þá vfll forsætisráðherra líka afgreiða framvarp um stjómarráð íslands. Utanríkisráöherra hefur sett á óskalistann samninga um stofnun Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Fjármálaráðherra er með lengst- an hsta. Hann vfll fá afgreidd frum- vörp um skatta á verslunar og skrifstofurekstur, lánsfjárlög, starfsmannamál, jöfnunargjald, tímabundna lækkun á tollum af bensíni, staðfestingu bráðabirgða- laga um ráðstafanir vegna kjara- samninga, lánsfjárlög og að sjálf- sögðu fjárlög ársins 1991 og þau framvörp sem fram kunna að koma þeim tengd. Félagsmálaráðherra vill fá af- greidd fmmvörp um Húsnæðis- stofnun ríkisins en það fjallar um húsbréf og greiðsluerfiðleika. Þá vill ráðherra einnig fá annað fmm- varp um Húsnæðisstofnun afgreitt en það fjallar um stimpilgjöld af skuldabréfum. Heilbrigðisráðherra vill fá af- greidd fmmvörp um heilbrigöis- þjónustu, flutning Lyfjatækna- skóla íslands og Þroskaþjálfaskóla íslands og málefni aldraðra. Menntamálaráðherra vill fá eitt mál afgreitt, samskiptastöð heym- arlausra. Dómsmálaráðherra vill fá fram- vörp um veitingu ríkisborgararétt- ar, sektarmörk nokkurra laga og fangelsi og fangavist afgreidd. Og loks vill viðskiptaráöherra fá eitt fmmvarp afgreitt um Endur- reisnar og þróunarbanka Evrópu. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.