Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Fólk í fréttum Gisli Sigurðsson Gísli Sigurðsson læknir er nýkom- inn til landsins frá Kuwait eftir að hafa verið gísl íranskra stjórnvalda ásamt fjölda einstaklinga frá öðrum löndum. Starfsferill Gísli Heimir er fæddur 22. janúar 1949 á Akranesi og lauk læknis- fræðiprófi frá HÍ1976. Hann fór í sérfræðinám til Lundar í Svíþjóð 1977 og varð viðurkenndur sérfræð- ingur í svæfingum og giörgæslu 1981. Gísli vann við rannsóknir og doktorsnám 1979-1983 og lauk dokt- orsprófi í maí 1983 um áhrif svæf- ingar og skurðaögerða á hjarsláttar- truflanir hjá börnum. Hann var yfirlæknir á gjörgæsludeild á há- skólaspítalanum í Lundi júní 1983- sept. 1985 og var aðstoðarprófessor og yfirlæknir gjörgæsludeildar í háskólasjúkrahúsinu í Kuwait frá september 1985. Hann var yfirlækn- ir svæfingadeildar og gjörgæslu- deildar frá apríl 1988 og prófessor í svæfingum og gjörgæslu frá mars 1989. Gísli vann við þróun og upp- byggingu á háskólaspítalanum og stofnaði sérnám í svæfingu og gjör- gæslu í samvinnu við Breta. Hann vann mikið að vísindastörfum, mest í sambandi við gjörgæslu, en vís- indaaöstaða var mjög góð í Kuwait. Gisli var í stjórn Félags íslenskra lækna í Svíþjóð og stóð fyrir mörg- um endurmenntunarnámskeiðum í svæfingum, gjörgæslu og skurð- lækningum í Kuwait. Fjölskylda Gísli kvæntist3. júlí 1971 Birnu Hjaltadóttur, f. 14. febrúar 1948, BA í þjóðháttafræðum og tónlistarvís- indum. Foreldrar Birnu eru Hjalti Björnsson, vélvirki á Akranesi, og kona hans, Sigríður Einarsáóttir kjólameistari. Börn Gísla og Birnu eru Hjalti Heimir, f. 6. janúar 1973; Þorbjörg, f. 17. febrúar 1975 og Halldór, f. 1. febrúar 1978. Systkini Gísla eru: Guðný, f. 27. ágúst 1941, frönskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, gíft Héðni Jónssyni menntaskólakennara og eiga þau tvö börn; Guðrún Kolbrún, f. 15. júní 1943, d. mars 1983, var gift Þor- steini Geirssyni ráðuneytisstjóra og eignuðust þau þrjú börn, og Helgi Máni, f. 13. mars 1953, sagnfræðing- ur og safnvörður við Árbæjarsafn í Reykjavík, kvæntur Sofíiu Baldurs- dóttur og eiga þau þrjú börn. Ætt Foreldrar Gísla eru Sigurður M. Helgason, f. 22. maí 1910, fyrrv. borg- arfógeti í Rvík, og kona hans, Þor- björg Gísladóttir, f. 16. ágúst 1917. Meðal föðursystkina Gísla eru Tryggvi, fyrrv. formaður Verka- lýðsfélags Norðurlands, faðir Há- konar menntaskólakennara; Valdís, móðir Gunnars Ólafssonar, for- stjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins; Andrea, móðir Helga Guðbergssonar yfirlæknis. Sigurð- ur er sonur Helga, verkamanns á Akranesi, bróður Steinunnar, ömmu Ásgeirs Ellertssonar yfir- læknis. Helgi var einnig bróðir Brynjólfs, afa Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbank- ans. Helgi var sonur Guðbrands, b. á Klafastöðum í Borgarfirði, bróður Bjarna, langafa Ólafs Bjarnasonar, prófessors í læknisfræði. Bjarni var einnig langafi Gunnars, föður Þor- steins, leikara og arkitekts. Þá var Bjarni faðir Þórunnar, móður Bjarna, b. í Vigur, föður Sigurðar, fyrrv. sendiherra, og Sigurlaugar, fyrrv. alþingismanns. Annar bróðir Guðbrands var Magnús, afi Stéin- þórs jarðfræðings, föður Sigurðar prófessors. Guðbrandur var sonur Brynjólfs, b. í Ytri-Hólmi, bróður Arndísar, langömmu Finnboga Rúts, föður Vigdísar forseta. Brynj- ólfur var sonur Teits, vefara í Inn- réttingunum í Rvík, Sveinssonar. Móðir Helga Guðbrandssonar var Margrét Helgadóttir, b. í Stórabotni, bróður Erlings, langafa Þórmundar, föður Jónatans prófessors. Helgi var einnigbróðir Sveins, langafa Guðnýjar, móður Margrétar Guðnadóttur prófessors. Helgi var sonur Erlings, b. í Stórabotni, Árna- sonar, og konu hans, Margrétar Sveinsdóttur, prests í Landþingum Vigfússonar. Móðir Margrétar var Steinunn Gísladóttir, b. á Miðsandi, Sveinssonar, og konu hans, Sigríðar Ámadóttur, b. á Krossi, Þorsteins- sonar. Móðir Sigríðar var Ellisif Hansdóttir Klingenbergs, ættföður Klingenbergsættarinnar. Móðir Sigurðar var Guðrún 111- ugadóttir, b. í Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi í Borgarfirði, Bárðarsonar. Móðurbróðir Gísla var Guðmund- ur Hagalín rithöfundur, afi Hrafn- hildar Guðmundsdóttur rithöfund- ar. Þorbjörg er dóttir Gísla, skip- stjóra í Lokinhömrum í Arnarfirði, bróður Odds, afa Þráins Bertelsson- ar. Gísli var sonur Kristjáns, b. í Lokinhömrum, Oddssonar, b. í Lok- inhömrum, Gíslasonar, bróður Ástríðar, langömmu Friðriks, afa Hannesar Hlífars Stefánssonar skákmeistara. Móðir Odds var Mar- en Guðmundsdóttir. Móðir Marenar var Sólveig Þórðardóttir, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrar- ættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Þorbjargar var Guðný Guð- mundsdóttir Hagalín, b. á Mýrum í Dýrafirði, Guðmundssonar, dbrm. á Mýrum, Brynjólfssonar, b. og hreppstjóra á Mýrum, Hákonarson- ar, bróður Ólafs, langafa Margrétar, ömmu Pálma Jónssonar, alþingis- manns á Akri. Annar bróðir Brynj- ólfs var Hákon, afi Guðmundar, afa Gisli Sigurðsson. Ólafs skólastjóra í Hafnarfirði og skáldanna Guðmundar Inga og Tlalldórs frá Kirkjubóli Kristjáns- sona og langafa Kristínar Á. Ólafs- dóttur borgarfulltrúa. Hákon var afi Hákonar, langafa Siguijóns Péturs- sonar borgarfulltrúa. Hákon var einnig afi Solveigar, ömmu Gils Guðmundssonar rithöfundar. Þriðji bróðir Brynjólfs var Guðmundur, faðir Borgnýjar, langömmu Kristins Sigtryggssonar, fyrrv. forstjóra Arnarflugs. Önnurdóttir Guð- mundar var Guðfinna, amma prest- anna Björns Jónssonar á Akranesi og Jóns Bjarman. Þriðja dóttir Guð- mundar var Margrét, langamma Jennu Jensdóttur rithöfundar, móð- ur læknanna Stefáns, forstöðu- manns Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, og Ástráðs dósents, föður Ásdísar Jennu skálds. Móðir Guðnýjar var Rósamunda Oddsdóttir, systir Kristjáns í Lokin- hömrum. Móðir Rósamundu var Guðrún Brynjólfsdóttir, systir Guð- mundar dbrm. Afmæli Til hamingju með daginn 75 ára 50 ára Sigurgeir Sigurdórsson, Hrísateigi 14, Reykjavík. Guðmundur Brynj ólfsson, Hrafnabjörgum II, Strandarhreppi. Ólöf Kristin Steinsdóttir, Stigahlíð 32, Reykjavík. Kjartan Jónsson, Hjarðarnesi, Nesjahreppi. Póll Jóhannsson, Norðurvangi 42, Hafnarfirði. 40 ára Haraldur Haraldsson, Stillholti 4, Akranesi. Haraldur G. Sigurðsson, Geíslagötu 10, Akureyri. Elis Ingvarsson, - Hraunbæ 146, Reykjavík. Jóhannes B. Björgvinsson, Suðurbraut 22, Hafnarfirði. Signý Ástmarsdóttir, Heiðarbrún 4, Bolungarvík. Anna Halldórsdóttir, Furuhlíö 7, Sauöárkróki. IngibjörgB. Frímannsdóttir, 70 ára Ólafur Hjartarson, Grundargötu 4, ísafirði. Gunnar Steinþórsson, Njálsgötu 94, Reykjavik. Öddbjörg Sonja Einarsdóttir, Langholtsvegil33, Reykjavík. 60 ára Aðallandi 19, Reykjavík. Bjarni Þór Jónatansson, Svava G. Sigmundsdóttir, Lyngbrekku 5, Kópavogi. Hraunbraut 23, Kópavogi. Arndís Björg Sigurðardóttir, Hólagötu 5, Vestmannaeyjum. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA UMFERÐ FATLAÐRA L VIÐ EIGUM SAMLEIÐ UðE FERÐAR Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, Frostaskjóli 36, Reykjavík, erfimmtugurídag. Starfsferill Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og lauk stúdentsprófi í MR1960. Hann nam húsagerðarlist við Det Kongelige Akademi for de Skönne kunster í Kaupmannahöfn 1960- 1966, lauk arkitektprófi 1966 og var í framhaldsnámi við École francaisé d ÞAthénes 1963-64. Þorsteinn var í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1959 og Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1967-1968 og lauk leik- araprófi 1968. Þorsteinn var arkitekt hjá Inger og Johannes Exner í Kaupmanna- höfn 1966-67 og hefur verið arkitekt í Reykjavík frá 1967. Hann var kenn- ari í Iðnskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands 1967-1971. Þorsteinn var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur öðru hvoru frá 1957 og fastráðinn þar frá 1971. Þá hefur Þorsteinn leikstýrt íjölda leikrita á vegum Leikfélagsins og víðar. Hann var leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur ásamt Stefáni Baldurssyni 1980-1983. Meðal arkitektastarfa Þorsteins má nefna könnun gamalla bygginga og varðveislugildi þeirra í Reykja- vík í samvinnu við Hörð Ágústsson og sams konar könnun fyrir Akur- eyrarbæ, endursmíð Viðeyjarstofu, lokaáfangi í samvinnu við Leif Blummenstein; endursmíð Nes- stofu; endurbætur á Dómkirkjunni í Reykjavík; endurreisn Hóladóm- kirkju í samvinnu viö Ríkharð Kristjánsson og endurbygging Bessastaðastofu ásamt húsameist- ara ríkisins. Þorsteinn endurbyggði Sjómynjasafn Austurlands í Gömlu-Búð á Eskifirði og annaðist endurbætur á Eyrarlandsstofu á Akureyri og á Sauðárkrókskirkju ásamt fjölda annarra friðaðra kirkna. Þá teiknaði hann Borgar- leikhús í samvinnu við arkitektana Guðmund Kr. Guðmundsson og Ól- afSigurðsson. Þorsteinn var í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1969-1977, í húsfriðun- arnefnd 1970-1974 og 1979-1990 og í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna 1974-1979. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist22. október 1967 Valgerði Dan, f. 1. desember 1944, leikara. Foreldrar Valgerðar eru: Jón Dan Jónsson, rithöfundur og fyrrv. ríkisféhirðir í Rvík, og kona hans, Halldóra Elíasdóttir. Böm Þorsteins og Valgerðar eru Jón Gunnar, f. 27. júlí 1970; Bjarni Þór, f. 24. febrúar 1975, og Elín Jóna, f. 8. mars 1981. Synir Þorsteins frá þvi fyrir hjónaband eru Höskuldur og Þorsteinn. Systir Þorsteins er Hrafnhildur Thorsteinsson, f. 22. október 1935, lögfræðingur í Dan- mörku. Ætt Foreldrar Þorsteins voru Gunnar Þorsteinsson, f. 28. september 1903, d. 18. nóvember 1978, hrl. og bæjar- fulltrúi í Rvík, og kona hans, Jóna Marta Guðmundsdóttir, f. 20. októb- er 1904, d. 10. október 1977. Föður- systkini Þorsteins eru Brynjólfur, skipstjóri í Rvík, og Þórunn, hús- móðir í Rvik. Gunnar var sonur Þorsteins, skipstjóra í Þórshamri í Rvík, bróður Bjarna, prests og tón- skálds á Siglufirði, og skipstjóranna Kolbeins og Halldórs í Háteigi. Þor- steinn var sonur Þorsteins, b. á Mel í Hraunhreppi, Helgasonar, b. á Mel, Brandssonar, bróður Helga, langafa Sveins Jakobssonar, for- stöðumanns Náttúrufræðistofnun- Þorsteinn Gunnarsson. ar íslands, og Magnúsar Þorgríms- sonar, framkvæmdastjóra svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Vest- urlandi. Móðir Gunnars var Guörún Brynjólfsdóttir, skipasmiðs í Engey, Bjarnasonar, ogkonu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur, b. í Hrísakoti i Brynjudal, Erlendssonar. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Halldóra Pétursdóttir, b. í Engey, Guðmunds- sonar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Móðursystkini Þorsteins eru: Sig- valdi, húsasmiðameistari í Rvík; Guðbjörg, kaupmaöur í Rvík; Júl- íus, kaupmaður í Rvík, afi Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur fyrv. al- þingismanns; Oddný, húsmóðir í Rvík; Kristinn, kaupmaður í Rvík og Ragnar, forstjóri í Rvík. Jóna Marta var dóttir Guðmundar, út- vegsb. í Ásbúð í Hafnarfirði, Sig- valdasonar, og konu hans, Krist- bjargar Ólafsdóttur Þorsteinn og Valgerður taka á móti gestum í anddyri Borgarleik- hússins á afmælisdaginn kl. 17.30- 19.30. HUGSUM FRAM A VEGINN iias8”"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.