Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990.
Fréttir
Mannréttindadómstóll Evrópu:
Islensk stjórnvold kærð
fyrir mannréttindabrot
- Alþingi breytti lögum eftir að hæstaréttardómur hafði fallið stjómvöldum í óhag
,.Það er einfaldlega andstætt mín-
um pólitísku skoðunum að fólk skuli
vera skikkað í ákveðin félög. Því síö-
ur get ég séö sanngirni í því að fólk
sé skyldað með lögum í félag sem í
raun vinnur gegn hagsmunum þess.
Hvað mig varðar hefur bifreiða-
stjórafélagið Frami leynt og ljóst
unnið gegn mér og samstarfsmönn-
um mínum. Þetta finnst mér ósann-
gjarnt og því hef ég nú leitað liðsinn-
is mannréttindadómstólsins," segir
Sigurður Sigurjónsson leigubílstjóri.
Sigurður segir að um árabil hafi
bifreiðastjórafélagið Frami ásamt
samgönguráðuneytinu reynt aö
vinna gegn honum og fyrirtæki hans,
Sendibílum hf., meöal annars á
grundvelli laga um leyfisveitingu til
leigubíla- og sendibílaaksturs. Sam-
kvæmt lögunum er veiting leyfa skil-
yrt á þann veg að leyfishafar veröa
að vera félagar í viðkomandi bíl-
stjórafélagi á þjónustusvæðinu.
1
Margra ára átök
Að sögn Siguröar má rekja tildrög
þessa máls til þess tíma er hann var
stjórnarformaður bifreiðastöðvar-
• innar Steindórs. Hann segir að eftir
að bifreiðastöðin keypti Sendibíla
hf., árið 1984, hafi Frami reynt að
hindra bifreiðastöðina í að stunda
bæði vöru- og farþegaflutninga með
smásendibílum. Eftir það hafl hann
hætt að greiða félagsgjöld í Frama.
„Hæstiréttur úrskurðaði okkur í
hag í þessum deilum okkar við
Frama. Engu að síður var það megin-
ástæðan fyrir því að samgönguráðu-
neytið svipti mig leyfi til leigubíla-
aksturs í júlí 1986. Leyfissviptinguna
Sigurður Sigurjónsson leigubílstjóri.
kærði ég en tapaði máhnu í undir-
rétti. Ég áfrýjaöi til Hæstaréttar og
hann dæmdi mér í hag í árslok 1988.
Niðurstaðan var í stuttu máli á þann
veg að samgönguráðuneytið skorti
lagaheimild til að skylda bílstjóra í
stéttarfélag.“
Breyttu lögunum
Þessum dómi Hæstaréttar vildi
samgönguráðuneytið ekki una og
fékk Alþingi til að samþykkja ný lög
sumarið 1989 sem veittu ráðuneytinu
þessa lagaheimild. Síðan þá hefur
Sigurður greitt félagsgjöld sín til
Frama en jafnframt gert félaginu
skýra grein fyrir að það sé gegn hans
vilja. Ennfremur skaut hann málinu
til úrskurðar hjá Mannréttindadóm-
stóli. Evrópu. Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl. rekur máhð þar fyrir
hönd Sigurðar.
Mál þetta er nú til umfjöllunar í
mannréttindanefnd Evrópu sem tek-
ur afstöðu til þess hvort máUð fer
fyrir dómstólinn. íslensk stjórnvöld
höfðu í tvígang óskað eftir fresti til
að gera grein fyrir forsendum um-
ræddra laga og ýmsum formsatrið-
um tengdum því. Skrifleg vöm og
greinargerð, unnin af ríkislögmanni,
var síðan send utan í síðustu viku.
Að sögn Þorsteins Geirssonar,
ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu-
neytinu, var ekkert óeðlilegt við að
fresta þessu enda ekki óalgengt að
farið sé fram á sUkt við dómstólinn.
Málið sé vandasamt og því þurfi að
vandaveltilvarnar. -kaa
H vað kosta ferðir
embættismanna
og þingmanna?
Stefán Valgeirsson hefur lagt fram
á Alþingi fyrirspurn til fjármálaráð-
herra um hver hafi verið ferðakostn-
aður hvers alþingismanns og hvers
ríkisstarfsmanns á árunum 1989 og
1990.
Stefán vifi fá sundurliöaö hve
margar ferðir hver alþingisrrtaður
fór og hve margar ferðir hver ríkis-
starfsmaður fór. Hvert hver maður
fór og hve lengi hann dvaidis erlend-
is. Stefán spyr sérstaklega um far-
gjöld, gisti- og fæðiskostnað, risnu,
dagpeningagreiðslur, þar með talið
álag á þær og heildargreiöslur fyrir
maka.
Ekki er vitað hvenær svars er að
vænta- ' -S.dór
Nokkrir áhugamenn um einkaflug hafa undanfarnar vikur unnið hörðum
höndum að þvi að reisa flugskýli við flugvöllinn á Óiafsfirði. Skýiið, sem
er hið fyrsta sem byggt er í Ólafsfirði, er 130 fermetrar. Áhugamennirnir
eiga von á flugvél með vorinu. DV-mynd Helgi
Formaður Frama:
Ekki skylda að vera
leigubílstióri
„Það er náttúrlega alþekkt að sum-
ir einstaklingar geta ekki sætt sig við
að fara eftir settum lögum og reglum.
Hvort hér er um mannréttindabrot
að ræða þori ég ekkert að segja um
en ég man að þegar lögin voru sam-
þykkt á Alþingi voru þingmenn sam-
mála um að það væri bæði nauðsyn-
legt og eðlilegt að fólk væri í stéttar-
félögum," segir Ingólfur Ingólfsson,
formaður bifreiðastjórafélagsins
Frama.
Ingólfur segir að þeir sem vilji
stunda leigubílaakstur verði að upp-
fylla ákveðin skilyrði sem ráöuneyt-
ið setur fyrir leyfisveitingu. Eitt
þeirra sé að vera í stéttarfélagi. Hann
segir hins vegar að lögin skyldi eng-
an til aö stunda leigubílaakstur. Því
sé ekki hægt að halda því fram að á
íslandi ríki ekki félagafrelsi.
Ingólfúr segist vera alveg á móti
því að skilyrðin fyrir leyfisveitingu
verði rýmkuð. „Það væri tóm vit-
leysa. Það verður að hafa reglur um
hlutina og gera strangar kröfur til
þessarar starfsstéttar eins og ann-
arra.“ -kaa
í daq mælir Daqfari
Islenskir fiölmiðlar voru heppnir
þegar það spurðist að einn íslend-
ingur væri innlyksa í Kúvæt. ís-
lendingur þessi hét og heitir Gísli
Sigurðsson og hefur starfað sem
læknir í Kúvæt. Þegar það fréttist
að hann og kona hans væru í Kú-
væt varð auðvitað uppi fótur og fit,
enda komst íslenska þjóðin þar
með í heimsfréttimar og hægt var
að flytja fréttir af þvi daglega að
Gísli Sigurðsson væri enn í Kúvæt.
Um tíma héldu menn að Saddam
Hussein héldi Gísla sem gísl eins
og öðrum gíslum og þá sérstaklega
af því íslenski gíshnn hét Gísli. En
brátt kom í ljós að Gísli var inn-
lyksa í Kúvæt af því að hann vildi
ekki fara frá Kúvæt og slotaði þá.
nokkuð þeirri alvarlegu mann-
vonsku sem fylgdi því að halda
Gísla sem gísl.
Meðan Gísh haiðist við í Kúvæt
og gekk að sínum störfum eins og
áður bmtust út alls kyns fagnaðar-
læti um heimsbyggöina þegar einn
og einn gísl af öðru þjóðemi fékk
heimfararleyfi og gerðist það
venjulega eftir að afturbata sfiórn-
málamenn sóttu Saddam Hussein
heim til að brqsa framan í hann og
láta blíðlega að honum. Þangað
fóm Waldheim Austurríkisforseti,
Heath, fyrrnm forsætisráðherra
Breta, Jesse Jackson frá Banda-
ríkjunum, Anker Jörgensen hinn
danski og síðast en ekki síst fór
Willy Brandt til írak og alUr voru
þessir menn leystir út með gíslum
rétt eins og höfðingjar voru leystir
út með gjöfum í gamla daga.
Enginn kom hins vegar með hinn
eina og sanna gísl frá íslandi og
aUir þeir gíslar, sem fengu heima-
fararleyfi, voru annarra þjóðema
og Gísli Sigurðsson mátti una því
að fá engan aflóga pólitíkus í heim-
sókn, enda lá ekkert fyrir um það
að hann vildi fara heim. Hér var
þó skrafað um að senda ýmsa menn
til Saddams Hussein, enda ófært
að íslendingar væm eina þjóðin
sem ekki gerði sitt til að bjarga sín-
um gíslum úr prísundinni.
Ýmsar tiUögur vom uppi um
sendimenn. Bent var á að Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson væri fall-
inn í prófkjöri og gæti flokkast
undir fyrrverandi póUtíkus og var
auk þess vanur maður á erlendum
vettvangi. Ekki var þó vitað meö
vissu hvort Þorvaldur talaði þeim
tungum að Saddam Hussein skildi,
enda er það eitt að sækja fundi er-
lendis og annað að skilja hvað þar
fer fram. Þótt Þorvaldur geti talað
vestfirsku í Evrópuráðinu lá ekk-
ert fyrir um að Saddam Hussein
skildi það tungumál sem Þorvaldur
mundi nota til að bjarga Gísla.
Albert Guðmundsson bauðst til
að fara til írak og víst var það góð-
ur kostur því Albert talar mállýsk-
ur margar og er auk þes þaulvanur
í fyrirgreiðslunni og munaði ekki
um aö snúa upp á höndina á Sadd-
am Hussein frekar en öðrum þeim
valdamönnum sem Albert hefur
haft afskipti af í gegnum tiðina.
Sjálfur var Steingrímur Her-
mannsson kominn hálfa leið af stað
því að Steingrímur hefur góð sam-
bönd í arabaheiminum og þekkir
meðal annars Arafat og hefur étiö
með honum sviðakjamma.
En þaö kom alltaf af því aftur og
aftur að ekki var vitað með vissu
hvort Gísh var gísl og ekki vitað
hvort hann vildi snúa heim, enda
þótt heil sendinefnd fengist til að
tala við Saddam Hussein og biðja
Gísla griða.
Svo fór að lokum að íslenskur
blaðamaður, Jóhanna Kristjóns-
dóttir, fékk af því heiðurinn að
verða samferða Gísla heim. Jó-
hanna hafði verið í heimsókn hjá
arabískum vinum sínum um nokk-
urra vikna skeið og hefur þar betri
sambönd heldur en allir fyrrver-
andi og núverandi stjórnmála-
menn samanlagt og hefðu þau sam-
bönd þó dugað skammt ef Gísli
hefði ekki sjálfur ákveðið að drífa
sig heim í jólamatinn og hitta fiöl-
skylduna. Gísli var sem sagt ekki
meiri gísl en það að hann ákvaö
sjálfur að fara heim. Sennilega hef-
ur Saddam Hussein aldrei vitað að
Gísh væri til, hvað þá aö hann hefði
sloppið úr landi án þess að nokkur
talaði við hann!
Sú heimfór var sú frægasta sem
nokkur maður hefur gert til síns
föðurlands síðan Djengis Khan
kom úr heimsreisunni og er þar
meö lokið þeirri gíslatöku sem
hvergi var tíl nema í fiölmiðlum.
Það er fyrst núna, þegar Gísh er
kominn heim, að hann veit að hann
var gísl.
Dagfari