Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Spumingm Hversu miklu eyðir þú í jólagjafir í ár? Salvar Björnsson nemi: Ekki krónu, ég gef ekki jólagjafir. Áslaug Baldursdóttir nemi: Það verð- ur voöalítið í ár, kannski 10 þúsund. Stella Stefónsdóttir húsmóðir: Ætli það verði ekki í kringum 20 þúsund. Linda Reynisdóttir sölumaður: Það er ekki mikið. Við systurnar sláum saman í jólagjafir. Elín Rafnsdóttir nemi: Það verður í kringum 15 þúsund. Harpa Magnúsdóttir nemi: Svona 10-15 þúsundum. Lesendur Sjálfdauður lax eða „silungur“ Ragnar Gunnarsson skrifar: Nokkur orð um viðhorf íslenskra matvælaframleiðenda til markaðar- ins og þeirra sem halda honum gang- andi. Sjálfdauði laxinn og dreifmg hans á markaðinn varð til þess að mér finnst ég ekki geta þagað lengur með sjálfum mér. Þegar búið er að sanna af heil- brigðiseftirliti Hafnarfjarðar (sem er ein grein hins opinbera eftirhts) að skemmdum matvælum hefur verið dælt á markaðinn og sá seki hefur játað að eiga þann hluta sem fundist hefur þá kemur sá hinn sami fram í fréttaviðtali og segir blákalt að lög- regla og heilbrigðisyfirvöld hafi gert mistök í þessu máli og þeim „verði að svíða sem undir mígi“! - Ekki vantar gorgeirinn. Þótt viðkomandi aðili telji að heil- brigðisyfirvöld hafi e.t.v. að ein- hverju leyti farið offari í því að kanna birgðir með því að taka prufur hér og þar úr ýmsum partíum af fisk- birgðum nú eða gert upptæk er hér svo mikið í húfi að það er fyllilega réttlætanlegt, að mínu mati. Það er hins vegar engan veginn verjandi að hinir ýmsu matvæla- framleiðendur, sem stundum geta nú heldur ekki kallast því nafni, geti óáreittir sent á markaðinn matvæli sem eru skemmd þegar til kastanna kemur. Dæmið um sjálfdauða laxinn er eitt það ókræsilegasta úr mat- vælaiðnaðinum sem komið hefur upp hér í seinni tíð svo það er full ástæða til að knýja fram játningu í málinu svo og upplýsingar um geymslustaði, ef frekari birgðir lægju „Eldislax búinn að vera - og var aldrei vinsæll fyrir,“ segir m.a. í bréfinu. enn tilbúnar til dreifingar. Ég held að eldislax sé nú búinn að veraí augum okkar íslendinga og var hann aldrei vinsæll fyrir. Nýr lax, sem sannanlega er veiddur í náttúru- legu umhverfi, kann hins vegar enn að vera í fullu gildi. Silungur sömu- leiðis, og þá rétt eins hvort hann er veiddur að- sumri eða vetri. En ég hygg að það muni fara fyrir mörgum eins og mér að nota orðatiltækið í auglýsingunni með Ladda og spyrja kaupmanninn fyrst; Er nú víst að þetta sé „silungur“ silungur. Þjóðþrifamál SAA Hulda skrifar: Ég blaðaði í gegnum póstinn minn nýlega og fann m.a. happdrættismiða frá SÁÁ. - Fyrst ætlaði ég aö henda honum eins og ég geri í flestum til- vikum er svona sendingar berast. Þá minntist ég frænku minnar og barn- anna tveggja, já og starfsfélaga míns og reyndar mágs míns, ekkjumanns með þrjú börn; Ég tók nú miðann fram aftur og hugsaði mig um. Ég minntist þeirrar hjálpar sem allir þessir einstaklingar fengu hjá SÁÁ. Þarna höfðu gerst illir atburð- ir, áfengið reið húsum og allir þjáð- ust. Mér rann mest til rifja að horfa á blessuö börnin. Og það var líka sárt að sjá góða og gegna þjóðfélags- þegna verða áfenginu að bráð. Eg hafði alltaf haldið að áfengissýki væri sjúkdómur þeirra sem engan vilja hefðu, enga döngun í sér til að neita sér um nokkurn hlut. En ég skipti um skoðun, þegar ég horfði á fólkið, hetjulega baráttu, sem endaði sí og æ í ósigrum, sektarkennd og slíkri vanlíðan allra.í fjölskyldunni, að hún var þyngri en tárum,tók. Þegar SÁÁ tók til starfa, braut blað og lagði þung lóð á vogarskálarnar til að hjálpa áfengissjúklingum til sjálfshjálpar, átti ég því láni að fagna að sjá þessar manneskjur, eina af annarri taka stakkaskiptum. Það réttist úr bökunum, það kom aftur líf í augun og sjálfsvirðingin óx. í dag eru þau öll þrjú virtir einstaklingar, hvert á sínu sviði, heilbrigð til sálar og líkama og það sama gildir um í]öl- skyldur þeirra. Þetta er að þakka þeim tökum sem SÁÁ tók sjúkdóm þeirra, festu og fræðslu sem þau hlutu í meðferð hjá þessum samtökum. Hvar þau væru í dag án SÁÁ? Ég veit hins vegar að ég fékk þessa vini mína heila og óskerta aftur, brosandi og lífsglaða. Ég ætla að því að borga happdrættis- miðann minn og leggja þannig, þó í litlu sé, mitt af mörkum til að starf- semi SÁÁ megi færa enn fleiri ein- staklingum heilbrigt líf aftur. Mengandi úrgangsefni frá íslandi: Semjum við Dounreay-stöðina Björn Sigurðsson skrifar: Hér hefur verið mikil umræða um hvemig eigi að koma fyrir sorpi/'til frambúðar og sorpurðun eða brennsla hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá íbúum hinna ýmsu byggð- arlaga. Álhr vilja koma þessari ann- ars nauðsynlegu framkvæmd sem lengst í burtu. Með aukinni tækni og framleiöslu af ýmsu tagi aukast úrgangsefnin. Skemmst er að minn- ast rafgeyma og annarra mengandi og hættulegra úrgangsefna sem hafa nærri valdið óhöppum. Eitthvað hefur verið flutt úr landi, til Danmerkur, ef mig minnir rétt. Nú finnst mér að við ættum að líta okkur nær og kanna hvað þeir í Skot- Dounreay-hreinsistöðin í Skotlandi. landi geta gert fyrir okkur á þessu sviði, enda mun styttra. í Dounreay á Norður-Skotlandi er nú komin upp fullkomin endurvinnslustöð, ekki bara fyrir kjarnorkuúrgang heldur líka úrgang af öörum toga. Nú eru Svíar aö kanna möguleika á að flytja kjarnorkuúrgang frá sér til Skotlands og við ættum að kanna málið frekar frá okkar sjónarhorni. Ég sé ekki hvers vegna viö íslending- •ar ættum að mótmæla þessari nýju endurvinnslustöö í Skotlandi. Þótt deilur séu uppi um þessa háþróuöu endurvinnslustöð, og aðallega hjá Norðurlandaþjóðum, þá ættum við ekki að þurfa að blanda okkur inn í þær. Viö höfum ekki efni á að gagn- rýna það sem vel er gert og við eigum sjálfir í erfiöleikum með okkar úr- gang og þurfum því á aðstoð að halda í þessum efnum. Ný lausn í S.E. skrifar: Mér finnst tillaga Alfreðs Þor- steinssonar borgarfulltrúa um að láta kanna leiðir við hálkueyð- ingu á götum mjög athyglisverð. Hugmyndina mætti sem best nýta miklu víðar. Þá dettur mér í hug hvort ekkí mætti nota þessa framkvæmd við flugbrautir bæði í Reykjavík og Keflavík en það kostar offjár að hreinsa og halda svona flugbrautum opnum þegar snjóar eða frýs. Alfreð hefur áður komið fram með raunhæfar hugmyndir í samgöngumálum og er skemmst að minnast á þunga umferð milli Suðumesja og höfuðborgarsvæð- isins sem leysa mætti með raf- magnslest eða einteinungi eins og víða eru nú í notkun. Gegnoffitu kvenna Gyða Jónsdóttir skrífar: Það era sumir að nöldra yfir laginu hans Ladda, „Of feit fyrir mig“, og yilja þá meína að þar sé ósmekklega vegið að konum og þær jafnvel niðurlægðar með samlíkingu við „fíl sem ekki kom- ist inn í bíl“ (vegna fitu). Svona gagnrýni finnst mér vera afskap- lega hol og hreinlega hjóm eitt, Mér fmnst lagið háns Ladda skemmtilegt og verða til að hvetja okkur konur, frekar en hitt, til að leggja nokkuð á okkur til að halda okkur á strikinu hvað ofíitu varð- ar. íslendingar eru alltof feitir. Fyrir það verða þeir afkáralegir í útlitl En það bitnar þó verst á konum, eins og gefur að skilja, og þær ættu nú að taka lag Ladda eins og áskorun til að grenna sig. Nýþróunísveit- arfélögum Árni Árnason ski-ifar: Ég fagna þeirri niðurstöðu bæj- arstjómar Vestmannaeyja aö segja sig úr Samtökum sunn- lenskra sveitarfélaga og Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands. Þessi samvinna var hvort eð er ekkert til að státa af og Iandshlutasam- tökin ná yfirleitt litlum eða eng- um árangri. Með stofnun sérs- taks atvinnuþróunarsjóðs fyrir Vestmannaeyjar er kominn vísir að nýrri þróun í sveitarstjórnar- málum sem gæti orðið til þess að sjálfstæði sveitarfélaga ykist. Þessi þróun verður varla stöðv- uö, ég spái að þess verði ekki langt aö biða að til verulegs nið- urskurðar ijármagns og þjónustu komí til allra sveitarfélaga sem ekki hafa sjálf nægilegt bolmagn til að fjármagna hana á eigin spýtur. Þá fyrst reyndi á sam- takamátt íbúanna. Iðgjaldahækkun tryggingarfélaga Húseigandi skrifar: Þau ætla ekki að gera það enda- sleppt, tryggingarfélögín, sem sögðu rétt fyrir sameininguna að hún stuðlaði að hagræðingu í rekstri og lækkun iðgjalda: Mitt í þjóðarsáttirtni er nú ákveðið að hækka iðgjöld af húseigenda- tryggingum um lítil 48,5%! Og þótt þau hafi ekki fengið leyfr Trygginga eftirlits ríkisins fyrir hækkununum. - Einhverrar mis- sagnar hefur þó gætt í þessum þætti málsins. Og tryggingafélögin bjóða „val- kosti“ - aö taka 50 þús. kr. sjálfs- ábyrgð með óbreyttum skilmál- umeða 15% lækkun iðgjalda gegn því að afsala sér tryggingu á vatnsrörum í veggjum húsanna. Er þetta ekki dæmigert í íslensku viðskiptalífi? - Og þáð í þjóðar- sáttinni margrómuðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.