Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Utlönd Afsagnar Hoss vænst Háttsottir heimildarinunn innan líbönsku stjórnarinnar sögöu í gær að vænta mætti afsagnar Selim Hoss íbrsætisráðherra næstu daga til aö hægt yrði að mynda nýja stjórn sem í ættu sæti meöal ann- arra leiötogar fylkinganna sem háðu borgarastríðiö. Ileimildarmcnnirnir visuðu á bug frótt í sýrlenska sjónvarpinu um að Hoss hefði aflient Elias Hrawi forseta afsagnarbeiðni sína. í sjónvarpsfréttinni sagði ennfrem- ur að Omar Iíarami menntamála- ráðherra yrði næsti forsætisráö- herra Líbanons. Líbönsku heimild- armennirnir segja hann koma til greina. Haf na dauðarefsingu Meirihluti breskra þingmanna hafnaöi í gær nýrri tilraun hægri manna til að koma aftur á dauðarefsingu fyrir morð. Eftir sex klukkustunda umræður hafnaði neðri deild breska þingsins tillögum um hengingu fyr- ir hryöjuverk eöa rnorð á lögreglumönnum meö 349 atkvæðum gegn 163. Síðan dauðarefsing var lögð niður 1965 hafa ýmsir þingmenn öðru hverju reynt að koma henni á aftur en atkvæðagreiðslan í gær þykir sýna að tilraunir þeirra fái ekki hljómgrunn þrátt fyrir að þeir segi að almenningur sé á þeirra bandl Boris Jeltsin, forseti Rússlands, og Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétrikjanna, á fulltrúaþinginu í Kreml í gær. Fastlega er gert ráð fyrir að þingið samþykki aukin völd til handa Gorbatsjov. Simamynd Reuter Sáttmáli um sovéska ríkjasambandið: Skotið á almenning Stuóningsmenn prestsins Jean Bertrand Aristide á Haiti fagna t gær þó svo að niðurstöður kosninganna lægju ekki fyrir. Símamynd Reuter Menn í búningum hermanna skutu á hóp óbreyttra borgara á Haiti í gær sem höfðu komið saman tfl að fagna augljósum kosningasigri prests- ins Jean Bertrand Aristide. Barnshafandi kona beið bana i skotárásinni og að sögn sjónarvotta óku mennirnir á bíl sínum yfir lík hennar. Samkvæmt fyrstu tölum hefur Aristide unnið yfirburðasigur og banda- rískir embættismenn hylltu hann í gærkvöldi sem sigurvegara kosning- anna. Sjálfur hafði Aristide þó ekki lýst yfir sigri og keppinautur hans, Marc Bazin, haíði ekki játað sig sigraðan. 17 árfyriraðeHra barnamat Fyrrum breskur rannsóknarlögreglumaður var í gær dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa komiö fyrir rakvélablöðum og rottueitri i Heinz barnamat. Lögreglumaðurinn, sem létaf störfum 1988 af heilsufarsástæð- um, hóf fjárkúgun sína meö því að koma fyrir aðskotahiutum í hunda- mat. Síöan tók hann til við barnamatinn og olli gífurlegri skelfingu um allt Bretland i fyrra. Heinz fyrirtækið og reyndar aðrir framleiöendur fjarlægðu milljónir krukkna úr hillum verslana. Gorbatsjov vill þjóðarat- kvæðagreiðslu Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, lagði til á fulltrúaþinginu í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu í sovésku lýðveldunum fimmtán um nýjan sáttmála um ríkjasambandið. Aðeins hálfri klukkustund eftir að þingið, sem mun standa yfir í tíu daga, hafði byrjaö var lögö fram krafa um afsögn Gorbatsjovs. Fyrsti ræðumaðurinn á þinginu, Sazhi Umalatova, sagði að það eina sem forsetinn hefði afrekað væri hungur, kuldi og hrun. Sakaði hún forsetann um að auðmýkja Sovétrikin í augum heimsbyggðarinnar með því aö biðja um matvælaaðstoð. En kröfu hennar um vantrauststillögu var vísað frá með miklum meirihluta. í ræðu sinni gerði Gorbatsjov ljóst að hann gerði ráð fyrir að allar stjórnir og stofnanir, sem búist er við að þingið taki ákvarðanir um, verði undir hans stjórn. Með þeim eina hætti væri hægt finna leið út úr þeirri kreppu sem nú ríkti. Þörf væri á ákveðnum aðgerðum. Koma þyrfti á lögum og reglu án þess að um væri að ræða einræði og harðstjórn. Ræðu Gorbatsjovs var fagnað af fulltrúunum sem hann hvatti einnig til að stöðva „eyðileggingarstarfsemi aðskilnaðar- og þjóðernissinna". í ljós kom að aðeins 1979 af fulltrú- unum 2240 voru viðstaddir í gær. Yfirvöld í Litháen höfðu ákveðið að senda ekki fulltrúa til Kreml en margir fulltrúar Eistlands og Lett- lands og Armeníu og Moldavíu á- kváðu að sitja bara á þingi fyrsta daginn. Gorbatsjov viðurkenndi að stjórn- völdum hefðu orðiö á mistök síöan perestrojku var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum. Of skjótar og óyfir- vegaðar ákvarðanir hefðu verið teknar. Auk þess hefðu stjórnvöld ekki alltaf verið nógu ákveðin. Þessi Rúmenía: ummæli forsetans þóttu svo óljós að giskað var á að allir gagnrýnendur hans hefðu orðið ánægðir. Gorbatsjov sagði að mesti vandinn nú væri matvælaskorturinn. Hann væri alvarlegastur í stórborgunum Moskvu og Leningrad, iðnaðarborg- unum Sverdlovsk og Tjelabinsk og námuborginni Kemerevo í suður- hluta Síberíu. í miðborg Moskvu, nokkur hundr- uð metra frá múrum Kreml, mót- mæltu um tvö hundruð námsmenn frá Moskvu, Úkraínu, Kazhakstan og Eistlandi tillögunni um nýjan sam- bandsríkjasamning. Samkvæmt for- seta þingsins mun það ekki taka neina bindandi ákvörðun um samn- ing heldur einungis láta í ljósi skoð- un sína. Áætlað er að lokadrögin verði gerð í samningaviðræðum lýð- veldanna og Moskvuvaldsins. TT Engholm leidtogi jafnaðarmanna Björn Engholm. Símamynd Rouler Forystumenn þýskra jafnaðar- manna útnefnduí gær forsætisráð- herra Schleswig-Holstein nýjan formann flokksins. Framkvæmdaneíhd Jafnaðar- mannaflokksins var einhuga um að Engholm tæki við af Hans- Jochen Vogel á landsfundinum í maí en í búist er við að hann taki við forystunni í raun þegar í stað. Eftir ósigurinn í kosningunum 2. desember tilkynnti frambjóðandi jafnaðarmanna til kanslaraemb- ættisins, Oskar Lafontaine, að hann ætlaði ekki að verða formað- ur flokksins. Engholm ■ hyggst reyna aö afla stuðnings verkamanna á ný en þeir voru ekki ánægöir með neikvæða afstöðu Lafontaines til sameining- ar þýsku ríkjanna. í kosningabar- áttu sinni höfðaöi Lafontaine reyndar fyrst og fremst til unga fólksins og menntamanna. Jafnað- armenn hlutu aðeins 33,5 prósent atkvæðanna í kosningunum. Reuter Rætt við stjómarandstöðu um þátttöku í ríkisstióm Rúmenska stjómin hóf í gær óvæntar viðræður við helsta stjóm- arandstöðuflokkinn um myndun þjóðstjórnar. Ion Iliescu forseti sagði í útvarpsviðtali að samningaviðræð- ur væru hafnar milli leiðtoga Frjáls- lynda þjóðarflokksins, Radu Campe- anu, og Petre Roman forsætisráð- herra til að reyna að leysa þá stjóm- málalegu og efnahagslegu kreppu sem ríkir í Rúmeníu. Að sögn forsetans lofaði Frjáls- lyndi þjóðarflokkurinn að hafa sam- band við aðra stjórnarandstöðu- flokka til að reyna að finna mögulega lausn þátttöku stjórnarandstöðu- -flokkanna í ríkisstjóminni. Fundir þessir eru haldnir í kjölfar nýrra mótmæla gegn yfirvöldum, sérstaklega í borginni Timisoara þar Frá mótmælum i Búkarest á sunnu- daginn. Símamynd Reuter sem uppreisnin hófst fyrir réttu ári. Heimildarmenn segja að Campe- anu vonist til að fá fjögur ráðherra- embætti, viðskiptamála, landbúnað- armála, menntamála og atvinnu- mála. Reyndar er sagt að Campeanu stefni að því að fá embætti forsætis- ráðherra. í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn sagði Roman að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér og væri ákveð- inn í að halda fast við áætlanir um umbótaáætlanir sínar þrátt fyrir andstöðu. Það sem menn gagnrýna helst er að ástandið hefur versnað með frjálsu verðlagi og afnámi niður- greiðslna. Iliescu forseti er sagður vera iörunarlaus kommúnisti með einræðistilhneigingar. / Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.