Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 29 „Verkföll og verkbönn eru eins konar ofbeldi, afarkostir, þótt ekki sé beitt byssum eða gíslatökum nema óbeint.“ Samningar undir afarkostum „Hverjir byrja á að krefjast hærri launa, eru þeir úr fyrsta eða þeim þúsundasta?" Tilefni eftirfarandi hugleiðinga eru samningar BHMR og ríkisins og reyndar samningar um launa- kjör almennt. Ég ætla mér að koma að frá öðru sjónarhorni heldur en umræður hafa snúist um að undan- förnu. Áðurnefndir samningar voru gerðir til að leysa nokkurra vikna verkfall. Trúlega var nauðsynlegt að leiðrétta ýmis hagsmunamál þessara launþega og þess vegna var verkfall ákveðið til að ná þeim fram með uppsögn samninga með eins mánaðar fyrirvara til verkfalls- dags. En hófust aamningaumleitanir strax? Þessi tími, einn mánuður, ætti að nægja til þess að þeim sé lokið fyrir eindaga. Væri slík krafa ósanngjörn? En reynist það ófram- kvæmanlegt þá hefst verkfall. Það er hinn sjálfsagði réttur launþega. Hér eru þáttaskil í málinu. Samn- ingaumleitanir halda áfram. En hvaða ráö eru til að koma í veg fyrir verkföll og verkbönn? Peningar eru sú kvika sem snert- ir launþega og atvinnuveitendur mest og ættu því að stuðla að því að samningum verði lokið fyrir eindaga. Þess vegna tel ég að kaup- greiðslur til launþega í verkfalli verði aldrei inntar af hendi, hvorki beint né óbeint verkfallsdagana. í öðru lagi verði atvinnuveitend- ur að inna af hendi jafnháar greiðslur og þeir heföu þurft aö greiða launþegum og var fyrir verkfallið. . En hvert ættu þessar greiðslur atvinnuveitenda að renna? Ég geri það að tillögu minni, til almenns lífeyrissjóðs íslendinga. Launþegar þurfa stöðuga vinnu. Atvinnureksturinn verður að halda áfram, bæði fyrirtækjanna vegna og þjóðarinnar allrar. Þá er síður nauðsynlegt aö nemendur í skólum hljóti þá kennslu sem þeim ber. Þijóska má ekki hlaupa í samningamenn sem verður til þess að verkfall stendur eftil villí marg- ar vikur. Verkföll og verkbönn eru eins konar ofbeldi, afarkostir, þótt ekki sé beitt byssum eða gíslatöku nema óbeint. Spyrja mætti, eru samningar, sem gerðir eru við afar- kosta aðstæður, ekki ógildir með öUu? Alls konar afarkostum er beitt í heiminum; mannránum, gíslatök- um, skemmdarstarfsemi, kröfum um greislu peninga meö hótunum um manndráp og fleira ef ekki er gengið að þessum kröfum. Þarna er að verki alls konar glæpalýður, stjórnir heilla þjóða leggja undir sig önnur ríki með stuðningi flokksbundinna manna og annarra sem hrifist hafa af valdhöfum, til dæmis nasistum, kommúnistum og frelsuðu fólki í trúmálum og stjórn- málum. Svo ég snúi mér aftur að launa- málum: Hve margir launaflokkar eru á íslandi? Eru þeir ef til vill eitt þús- und? Hve margir eru í hveijum launaflokki, frá fyrsta til þúsund- asta launaflokks? Hverjir byrja á að krefjast hærri launa, eru þeir úr fyrsta eða þeim þúsundasta? Líklegast einhvers staðar þar á milli. Ef til vill eru þeir úr fimmhundraðasta launa- flokki, sem náðarsamlegast benda á að það þurfi að hækka „hin smán- arlegu“ laun í lægstu launafokkun- um „eins og allir hljóta að sjá að eru ekki lífvænleg". „Sjáðu bara“ laun þeirra sem hafa 40 þúsund krónur á mánuði veröa að hækka um að minnsta kosti 5% og þá verða þau komin í 42 þúsund. Góð- vildin og sanngirnin lítur því þann- ig út að loknum samningi: 40 þúsund kr. mánaðarlaun plús 5% = 2 þús. kr. kauphækkun eða raunveruleikann á prenti! - Ef til vill myndi slík rannsókn leiða til spurninga um einfóldun og sparn- að á ýmsum sviðum. Þaö gerir ekkert þótt ég leggi fram spurningu um hvort aldraðir (67 ára og eldri) ættu ekki að verða undanþegnir til að skila skatt- skýrslu til skattstjóra. Hve háar upphæðir renna til ríkisins frá öldruðum og öryrkjum? Hve mikiö kostar að vinna úr þessum skýrsl- um? Á skattstofunni er ekki nægur starfskraftur til að anna þeim störf- um sem þar þarf að inna af hendi. Starfsfólk skattstofunnar þarf aö geta unnið að stóru málunum af fullri orku, það er þeim málum sem gefa ríkinu mest í aðra hönd. Aldr- aðir greiða sjálfvirkt virðisauka- skatt og sömuleiðis „staðgreiðslu skatta" þar sem það á við. Að lokum get ég ekki stillt mig um að spyija sjálfan mig upphátt: Hvaða gagn geri ég með þessumm skrifum mínum? Hefur þú fengið greidd eða boðið laun fyrir skriíin? Tilgangur minn að því er ég sjálfur hef talið mér trú um er aö geta orðið að liði. - Er ég nöldrari? Sigurður Hilmar Ólafsson samtals 42 þús. 400 þúsund kr. mánaðarlaun plús 5% = 20 þús. kr. kauphækkun eða samtals 420 þús. 800 þúsund kr. mánaðarlaun plús 5% = 40 þús. kr. kauphækkun eða samtals 840 þús. Oft er talað um aö fólksfjöldinn á íslandi sé af þægilegri stærö til ýmissa rannsökna. Væri því ekki tilvalið aö gera „vísindalega rann- sókn“ á raunverulegum launum í gegnum öll launaþrepin í landinu, þvert í gegnum fyrirtækin, þar með talin ríkisfyrirtækin. Um hvað ætti að spyrja? - Launa- greiðslur í peningum og fyrir 13. mánuðinn í árinu. Hlunnindi t.d. vegna óunninnar yfirvinnu og fleira og fleira. Er einhver munur á hvort atvinnuveitandinn er ríkið eða einkafyrirtæki? Látið okkur sjá KjaUariim Sigurður Hilmar Ólafsson fyrrv. verslunamaður 7A m thi IMATE POWER PRESSURE WASHER Þvottatœki Fynr heimilið bílinn bátinn hjólhýsið Sápuþvær og bónar. Tilvalið í tjöruþvott. Póstsendum um allt land. tmNÆLíEÍ*\. Varahlutaverslun Bildshöfða 18 - Reykjavík - Sími 91-672900 Akstur strætisvagna Reykja- víkur um jólin 1990 Þorláksmessa Ekið er eftir tímaáætlun helgidaga. Aðfangadagur og gamlársdagur Ekið er eins og á helgidögum til um kl. 17.00 en þá lýkur akstri strætisvagna. Jóladagur 1990 og nýársdagur 1991 Ekið er á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun helgi- daga í Leiðabók SVR að því undanskildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annar jóladagur Ekið eins og á helgidegi. Upplýsingar í símum 12700 og 82642. Fyrstu ferðir jóladag 1990 og nýársdag 1991 og síð- ustu ferðir á aðfangadag og gamlársdag. Leið Fyrstu Síðustu ferðir ferðir 2 Frá Öldugranda kl. 14.05 16.35 Frá Skeiðarvogi 13.44 17.14 3 Frá Suðurströnd kl. 14.03 17.03 Frá Efstaleiti 14.10 16.40 4 Frá Holtavegi kl. 14.09 16.39 Frá Ægissíðu 14.02 17.02 5 Frá Skeljanesi kl. 13.45 16.45 Frá Sunnutorgi 14.08 16.38 6 Frá Lækjartorgi kl. 13.45 16.45 Frá Óslandi 14.05 17.05 7 Frá Lækjartorgi kl. 13.55 16.55 Frá Óslandi 14.09 17.09 8 Frá Hlemmi kl. 13.53 16.53 9 Frá Hlemmi kl. 14.00 17.00 10 Frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 Frá Selási 13.54 16.54 11 FráHlemmi kl. 14.00 16.30 Frá Skógarseli 13.49 16.49 12 Frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 FráSuðurhólum 13.56 16.56 13 Frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 Frá Vesturbergi 13.55 16.55 14 Frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 Frá Skógarseli 13.55 16.55 15AFráHlemmi kl. 14.05 16.35 Frá Keldnaholti 13.55 16.55 17 Frá Hverfisgötu kl. 14.07 17.07 Ný leiðabók SVR er komin út og er til sölu á Hlemmi, Lækjartorgi, Grensásstöð og í skiptistöð í Mjódd. Ókeypis verður í vagnana 22. og 24.-26. desember að báðum dögum meðtöldum. Gleðileg jól STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.