Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Merming Fréttir Liðna af mælisveislan Enginn nýr flokkur hefur sópaö aö sér jafn- miklu fylgi á jafnskömmum tíma og Borgara- flokkurinn í þingkosningunum 1987. Sjö menn á þingi var uppskeran eftir kosningabaráttu sem Ásgeir Hannes Eiríksson segir að hafi komiö sér fyrir sjónir „eins og meiriháttar réttardansleik- ur fyrir fullu húsi í heilan mánuð“. En sjaldan hefur flokkur glatað fylgi sínu jafn- skjótlega og einmitt Borgarailokkurinn sem Ásgeir Hannes viöurkennir aö sé ekki lengur flokkur heldur „liðin afmælisveisla", enda bindi ekkert saman þaö fólk sem enn sé í flokknum nema minningin um glæsilegan kosningasigur. Fyrst og fremst samúð I bókinni, sem Ásgeir Hannes segir skrifaöa „eftir að ég hef setiö heilan vetur á þingi innan Bókmenntir Elías Snæland Jónsson um svikin loforð og brostnar hugsjónir", lýsir hann fyrst tilurð Borgaraflokksins, framboði hans um allt land og kosningabaráttunni. Hann segir skemmtilega frá þessu pólitíska ævintýri. Jafnframt fjallar hann um baráttu Alberts- manna í Sjálfstæöisflokknum og Hulduherinn margfræga. En Ásgeir Hannes segir þó ítarlegast frá timb- urmönnunum innan Borgaraflokksins aö kosn- ingunum loknum og á kjörtímabilinu. Þaö er aö ýmsu leyti forvitnilegasti hluti bókarinnar. Sérstaklega rekur hann samskipti sín viö Albert „eins og þau voru en ekki eins og ég hefði kosiö að þau væru“. Vildi Albert aldrei flokk? Þaö er rétt hjá Ásgeiri Hannesi aö enginn maður hefði náö kjöri á þing fyrir Borgaraflokk- inn ef Albert heföi ekki verið í framboði. Ástæö- an ér einfaldlega sú aö stærsti hópurinn kaus flokkinn eingöngu af þeir’ri samúð sem aðfarir formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Albert vöktu. Þegar sigurinn var í höfn vilda ýmsir flokks- menn engu að síöur leggja grunn aö starfi hans til lengri framtíðar. Það tókst ekki og hefur Ásgeir Hannes fleiri skýringar á því en aö sam- úðarfylgið hafi gufaö upp. „Hjartað sló í Val- höll“ segir hann um Albert: „Borgaraflokkyurinn var ekki óskabarn Al- Kosningasigri fagnað 1987. En nú er afmælisveislan liðin. berts Guömundssonar heldur miklu frekar eins og barn frá fyrra hjónabandi eða krógi úr laus- um leik... Sá gamli haföi allan tímann ætlaö sér að stökkva fyrir borð og svamla yfir í Sjálf- stæðisflokkinn aftur.“ í þessu ljósi rekur Ásgeir Hannes uppákomurnar í Borgaraflokknum og þingliði hans síðustu árin. Gagnrýni á Júlíus Sumir samstarfsmenn Ásgeirs Hannesar í þingflokknum fá gusur í þessari bók, einkum þó Júlíus Sólnes, formaður flokksins. Þannig lýsir hann til dæmis stefnufestu Júlíusar: „Ég hafði snemma séð hvað honum gekk illa að taka ákvörðun upp á eigin spýtur... Á fund- um í þingflokknum bar Júlíus Sólnes upp ein- hver erindi og lagði til að þau yrðu afgreidd á þennan eða hinn veginn. Þá kvaddi Albert Guð- mundsson-sér hljóðs og var á allt annarri skoð- un og lagði til aðra lausn. Þessu jánkaði Júlíus. eins og skot og sagðist vel geta tekið undir sjón- armið formannsins.“ Af þessum sökum segist Ásgeir Hannes ekki hafa séð „Júlíus Sólnes fyrir mér sem ráðherra og oddvita okkar í ríkisstjórn. Því miður. Ég óttaðist að það mundi ekki bera ávöxt.“ Og um fyrsta verk Júhusar sem ráðherra, jeppakaupin frægu, segir Ásgeir Hannes: „Óvíst er að nokkurt annað farartæki í Evrópu hafi ekið jafn rækilega yfir heilan stjómmálaflokk." Flokkur fyrir holdsveika? Eins og þessar tilvitnanir bera með sér segir Ásgeir Hannes tæpitungulaust skoðun sína á samstarfsmönnum. Hann hefur lítið álit á Gúö- mundi Ágústssyni og fyrrum samherji, Ingi Björn Albertsson, fær þá einkunn að hann hafi .„skapið á móti sér og er bæði óbilgjarn og lang- rækinn. Á þess vegna eftir að njóta sín í sjötta sætinu hjá íhaldinu í Reykjavík." Hann rekur einnig þátt sinn í framboði Nýs vettvangs í borgarstjórnarkosningunum og þá meðferð sem það mál fékk í stofnunum Borgara- ílokksins og hann telur stafa af því aö „Guð- mundur minn Ágústsson og aðrir dánumenn óttuðust að ég tæki þarna forystu sem gæti stað- ið þeim fyrir þrifum innan Borgaraflokksins." Reyndar segir hann einnig að í gömlu fjórflokk- unum sé litið á Borgaraflokkinn ?,eins og stjórn- málaflokk fyrir holdsveika". Fyrir áhugamenn um stjómmál og samtíma- sögu er þetta skemmtileg bók vegna þess hversu Ásgeir Hannes er opinskár og tæpitungulaus. Hins vegar dregur þessi frásögn ekkert úr þeirri undrun sem blóöug slagsmál innan Borgara- flokksins vekja hjá þeim sem utan standa. Hvers vegna öll þessi átök í flokki sem, eins og liðin afmælisveisla, tilheyrir fortíðinni? Ódýr, öruggur og sterkur stormstjaki. Stormstjaki sem fýkur ekki Hentar á trðppur, svalir, leiði o.s.frv. Hlífir undirlagi! Mjóstræti 2b, sími 625515 Fréttir Borgarfjörður eystri: 7100 gestir komu í sumar í steiniðjuna Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstööum; Gestum í steiniðjunni Álfasteini á Borgarfirði eystra fer stöðugt fjölg- andi. Síðastliðið sumar voru gestir rétt yfir 7100 á móti 6500 árið áöur. Af þessum fjölda em 20-25% útlend- ingar eða um 1700 og fjölgaði þeim meira en íslendingum. Helgi Am- grímsson, framkvæmdastjóri Álfa- steins, gat þess að ástæðan gæti ver- iö sú að vegurinn milli Egilsstaða og Borgarfjarðar var illfær lengi sum- ars vegna nýlagningar. Alltaf eru að koma nýjungar á markað frá Álfasteini. Það nýjasta er klukka á stærð við stórt arm- bandsúr greypt inn í steina af ýmsum gerðum og ætlað til að standa á borði. Klukkurnar og klukkuverkin flytja þeir inn sjálfir og fá það á allt að helmingi lægra verði en í gegnum umboösaðila. Klukka ásamt hitamæli (rá Álfa- steini. DV-mynd Sigrún 100% silklnærfátnaður á alla QötskyMuna 100% silkinærföt henta öllum, alltaf og alls staðar. Þau eru hlý í kulda og frosti en svöl í miklum hita. Þér er aldrei kalt í silki- nærfötum. Silkinærföt henta betur við okkar aðstæður en nokk- ur önnur nærföt. Ef þú vilt fræðast nánar um silkinærföt þá spurðu einhvern af þeim mörgu sem eiga silkinærföt frá okkur. Þorskeldi arðbært á íslandi „Samfara minnkandi þorsk- gengd hafa menn verið að velta fyrir sér möguleikum á háfbeit á þorski. Ég sé þó ekki að slikt geti orðið arðbært fyrir íslendinga miðað við þá þekkingu sem er fyrir hendi á þorskhafbeit í dag,“ segir Bjöm Bjömsson hjá Ha- frannsóknastofhun. Á vegum Norðurlandaráðs er starfandi vinnunefnd um sjávarútvegmál og hittist nefndin á fundi í Hvide Sande í Danmörku fyrir skömmu. Eitt af því sem menn vom að ræða í Hvide Sandervar hafbeit á þorski. Tilraunir á því hafa farið fram í Noregi mörg undanfarin ár. Þorskseiðin eru alin í sjávarl- ónum áður en þeim er sleppt og kostar hver þorskur að meöaltali 60 til 70 krónur. Seiðum sleppt í Norðursjó? „Danskir sjómenn hafa verið með hugmyndir um aö sleppa miklu af seiðum í Norðursjó. Er jafnvel talað um að þeir sleppi 600.000 til 2.000.000 seiða á næsta ári. Þeir ætla að nota mismun- andi leiðir til að rækta þorskinn en ein er sú að ala seiðin í kvíum gerðum úr fíngerðu neti, lýsa upp til aö svifdýr leiti inn í kviamar. Þegar seiöin verða orðin 5 cm löng veröur þeim svo sleppt. Norðmenn hafa í mörg ár verið með tilraunir með hafbeitar- þorsk. Þeir hafa alið seiðin í sjáv- arlónum, merkt þau og sleppt þeim þegar þau hafa verið orðin 15-20 cm að stærð. Samkvæmt rannsóknum þeirra hefur komið í ljós að þorskurinn vex vel, end- urheimtur eru góðar eða á milli 10 og 30 prósent og að fiskurinn er staðbundinn. Þetta er hins veg- ar kostnaðarsamt. Líka í Eystrasalt Svíar hafa svo verið með hug- myndir um að sleppa seiðum í Eystrasalt en þorskgengd þar hefur minnkað mjög á undan- fómum árum. Þeir ætla að reyna að rækta seiðin í kerum og sleppa þeim svo. Á næstunni mun nefndin afla peninga til rannsókna á hafbeit á þorski, í öðru lagi á að sleppa seiðum í Finnska flóann en í hon- um er nánast ekkert líf eins og stendur og því auðvelt að sjá hvort einhver breyting veröur á lífríkinu þar, i þriðja lagi á aö reyna að finna leiðir til að þróa aðferðir til ræktunar á þorskseið- um sem em ódýrari en þær leiðir sem menn þekkja í dag. í fjórða lagi á að reikna út arðsemi þor- skeldis og hvað endurheimturnar úr hafbeit þurfa að vera miklar til að eldiö borgi sig,“ segir Björn. -J.Mar Alþýðubandalagið: Lístinn klár áVesturlandi Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Vesturlandi hefur ákveðiö framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Jóhann Ársælsson, skipasmiður á Akranesi, skipar fyrsta sæti listans. Önnur sæti skipa: 2. Ragnar Elínbergsson, Grundarfiröi, Bergþóra Gísladóttir, Borgamesi, Ámi E. Albertsson, Ólafsvík, Rik- harð Brynjólfsson, Hvanneyri, Bryndís Tryggvadóttir, Akranesi, Skúlí Alexandersson, Hellisandi, Valdís Einarsdóttir, Lambeyrum f Dalasýsh Einar Karlsson, Stykkishóln og Ingibjörg Berg- þórsdóttir, í jótstungu í Borgar- flrði. -hlh NÁTTÚRULÆKNINGABUÐIN POSTKRÖFUSALA - SMASALA - HEILDSALA. SIMAR 10262 - 10263, L7\UGAVEGI 25.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.