Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 23 x>v ____ Meiming Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri íslenskrar samtíðar. Vel heppnuð hugmynd Bókin íslensk samtíö, sem Vilhelm G. Kristínsson sá um fyrir Vöku- Helgafell, er blanda venjulegrar árbókar og uppflettirits. Hún er eins konar Hvem? Hvad? Hvor? Islendinga, þótt ekki sé hún um of bundin erlendum fyrirmyndum. Skemmst er frá því aö segja, aö mjög vel hefur tekist til um þessa bók. Ekkert hefur verið tíl sparað af hálfu útgefan- dans. Verkið er prýtt fjölda góðra ljósmynda, margra í ht, og línurit og yfirlitstöflur frá Teikniþjónustunni hf. eru hrein listaverk og sýna glögg- íega mátt tölvunnar. Einnig setja teikningar Gísla J. Ástþórssonar notaleg- an blæ á bókina. Fyrri hluti bókarinnar er annáll, sem nær frá 1. janúar tíl júníloka 1990. Greint er frá stofnun íslandsbanka, heimsókn Havels, þjóðarsátt- inni svonefndu í febrúar, eldi í Áburðarverksmiðju, bæja- og sveitar- stjórnakosningum, Júróvisjón, heimsókn Elísabetar Bretadrottningar og mörgu fleiru. Er ekki vanþörf á slíku riti, og vonandi verður framhald á, eins og útgefandi lofar raunar. Síðari hlutí bókarinnar er alfræði- eða uppflettírit. Er þar saman dreginn hinn mesti fróðleikur. Þar má tíl dæm- is lesa, að árið 1989 hafi farið fram 654 fórtureyðingar á íslandi, tvær á Bókmeruitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson dag. Hefur tæpum tíu þúsund íslendingum verið eytt tímabilið 1971-1989, og eru um 90% fóstureyðinga af „félagslegum ástæðum". Atvinnuleysi er nokkru minna hér en í flestum iðnríkjum. Þó er það minna í Svíþjóð og Svisslandi. Opinberir starfsmenn eru um 17% vinnuaflsins. Hver eru tíu stærstu fyrirtækin? Hver eru mestu gróðafyrirtækin? Hvers vegna flytja menn af landbyggðinni til Reykjavíkursvæðisins? Hvaöa erindi eiga landsbyggðarmenn jafnan til Reykjavíkur í stuttum ferðalögum? Hver er samsetning slysa? Eða afbrota, sem refsað er fyrir með fangelsisvist? Þessum spurningum og mörgum öðrum er svarað í bókinni. Við verðum margs fleira vísari. Gjaldþrot voru 74% fleiri 1989 en 1988, 2.305 talsins. Gengi íslensku krónunnar lækkaði um á þriðja tug prósenta árið 1989. Menn nota Visa-kort sitt helst til að kaupa fyrir dagleg- ar nauðsynjar, en einnig í ferðakostnað og fatnað. Kaupmáttur atvinnu- tekna hefur fallið í samræmi við kaupmátt þjóöartekna frá 1987 að telja, en þó ekki eins mikið. Helstu dánarorsakir eru hjartasjúkdómar, siöan kemur krabbamein og þá lungnabólga. Árið 1989 fluttu 3.800 manns frá landinu, en 2.700 til landsins. Hlýtur það að vera áhyggjuefni. Er ekki eina skynsamlega byggðastefnan sú að halda íslandi í byggð, jafnvel þótt það kostí, að einstakar byggðir á út- kjálkum og annesum leggist niður? Raunar má sækja frekari rök fyrir núverandi byggðastefnu í kafla í þseeu riti um hina stórfelldu gróðureyð- ingu, sem orðið hefur hér frá landnámi. Hugsum okkur, hversu iðja- grænt og fallegt ísland gætí orðið á sumrin, ef við losnuöum við ágang sauðfjár og aðeins hluti landsins væri í byggö allt árið! Hugsum okkur hina miklu möguleika til útivistar og ferðalaga, sem yrðu tíl með þessum hættí! Annars staðar kemur fram í bókinni, að íslenska álfélagið notar 35% raforkunnar, Járnblendifélagið 15%, en í almennri notkun eru 47% hennar. Þó er raforkunotkun á íbúa minni hér en í Kanada og Noregi. Svo má lengi telja. Þetta er fróðleiksnáma, falleg bók og fróðleg, sem óhætt er að mæla með tíl jólagjafa eða til þess auðvitað að eiga. Hún er þeim Vilhelm og útgefandanum, Ólafi Ragnarssyni, til sóma. Vllhelm G. Kristinsson (ritstj.): islensk samtið Vaka-Helgafell, Reykjavík 1990 JÓLAGJÖFINIÁR Stóru, lítlu skíðin Fyrir alla hressa krakka og unglinga og jafnvel fullorðna líka. BIG FOOT er einnig upplagð- ur með á vélsleðann. BIG FOOT er með ásettum bindingum og passar fyrir alla skíðaskó og margar gerðir af gönguskóm. Verð: BIG FOOT með bindingum kr. 9.900 BIG F00T skíðastafir kr. 3.700 BIG FOOT taska kr. 680 BIG FOOT bakpoki kr. 1.900 BIG FOOT anorak kr. 5.600 Útsölustaðir: Akranes: Pipulagnmeaþjónusian. Ægisbraul 27. Borgarnes: Borgarsport. Borgarbraul 58. Grundarfjöróur: Blómsturvellir. Munaðarhóli 25. Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar. ísafjörður: Sporlhlaðan. Silfurlorgi I. Blönduós: Kf. Húnvetninga, Húnabraut 4. Siglufjörður: Bensínstöðin. Tjarnargötu. Dalvik: Sportvik, Hafnarbraut 5. Akureyri: Skiðaþjónustan. Fjölnisgötu 4B. Húsavík: Kf. Þingeyinga. Byggingavörud. Egilsstaðir: Versl. Skógar. Dynskógum 4. Eskifjörður: Verslunin Sjómann. Kirkjustig I. Neskaupstaður: Varahlutaversl. Vik. Hafnarbraut I7. Reyðarfjörður: Versl. Lykill. Búðareyri 25. Djúpivogur: B H búðin. Borgarlandi I2. Sclfoss: Versl. Ölfusá. Eyrarvcgi 5. KcBavik: Reiðhjólaverkstæði M.J.. Hafnargötu 55. Ilafnarljörður: Músik og Sport. Reykjavíkurv. 60. Ármúla 40 Sími 35320 M l/ferslunin VMJ/ /H4RKIÐ TV Qame sjónvarpsleiktækið, kr. 18.900,- JÓLAG JÖFIN FYRIR OKKUR ÖLL! Sívinsæla sjónvarpsleiktækið með 160 leikjum og 2 stýripinnum^ Ailt fylgir með. JÓLAVERÐ, AÐEIMS KR, 18.900,- GRÍFIÐ TÆKIFÆRIÐ m TöLVlll AND VIÐ HLEMM, LAUGAVEGI 116, 105 REYKJAVÍK. S. 621122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.