Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Fréttir Nefnd telur yfirgnæfandi rök mæla með sameiningu fj árfestingalánasj óðanna: Nýr lánasjóður starf i á viðskiptagrundvelli íslenskar fjármála- stofnanir óburðugar í niöurstööum nefndarinnar er lagt til að á næstu árum verði verulega dregiö úr beinni aöild ríkisins að lán- veitingum til atvinnulífsins. Starf- semi lánasjóðsins er hins vegar rök- studd með þeim orðum að fjármála- stofnanir í einkaeign á íslandi séu það óburðugar að þær einar sér geti ekki tryggt atvinnulífinu nægjanlegt lánsfé. Engu að síður gagnrýnir nefndin það fyrirkomulag að ríkisábyrgðir vegna skuldbindinga lánasjóðanna séu veittar sjálfkrafa eins og tíðkast hefur. Slíkar ábyrgðir séu verðmæti sem nota eigi af gát sem taka beri gjald fyrir. Stjórn lána í höndum lántakenda? Ágreiningur varð innan nefndar- innar um hvernig stjórn lánasjóðsins skyldi skipuð og skilaði hún tveim álitum. Meirihluti nefndarinnar vildi að í stjórninni ættu sæti fulltrúar ríkisstjórnarinnar en minnihluti hennar vildi að í stjórninni sætu full- trúar lántakenda. -kaa Yfirgnæfandi rök mæla með að all- ir fjárfestingasjóðir atvinnulífsins verði sameinaðir í áfóngum á næstu árum. Á þann hátt má ná fram auk- inni hagræðingu, betri nýtingu á fjármagni, meiri áhættudreifingu, greiðari aðgangi að erlendum fjár- magnsmörkuðum og jöfnum aðgangi allra atvinnugreina að lánsfjár- magni. Þetta er niöurstaða nefndar sem ríkisstjórnin skipaði síðastliðið vor til að gera tillögur um endurskipu- lagningu á fjárfestingasjóðum at- vinnuveganna. Hún skilaði áliti ný- veriö. Sjóðir þeir sem hér er um að ræða eru Fiskveiðasjóður íslands, Styrkt- ar- og lánasjóður fiskiskipa, Fisk- ræktarsjóður, Iðnlánasjóður, Ferða- málasjóður, Landflutningasjóður, Framkvæmdasjóður íslands, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Iðnþró- unarsjóður. Eigið fé þessara sjóða nam um síð- ustu áramót um 10,3 milljörðum króna. Heildarútlán þeirra nam á sama tíma tæplega 54 milljörðum króna. Ríflega helmingur þessara lána fór í gegnum Framkvæmdasjóð íslands, eða rúmlega 28 milljarðar. Fjárfestingarsjóðir atvinnuveganna - heildarútlán og eigið fé í árslok 1989 í milljónum króna - Stofnlánad. landbúnaðarins iMnmffll 7.3« Framkvæmdasj. íslands ^416 Landf I utni ngasjóður Ferðamálasjóður Iðnlánasjóður ^ Fiskiræktarsjóður Styrktar- og lánasj. fiskisk. Fiskveiðasj. íslands ^Mnnmnnnm Iðnþróunarsjóður I 7.487 9 94 153 1762 2.395 8.932 43 3 12 B 28.105‘ Eigið fé Heildarútlán nnnnm 14.455 10000 20000 30000 * Þar af endurlán fil annarra sjóöa 13.388 Eigið fé borið saman við heildarútlán þeirra fjárfestingalánasjóða sem nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar leggur til að sameinaðir verði i lánasjóð atvinnuveganna. Lagt er til að rekstur Byggðasjóðs verði falinn þessum nýja sjóði og að Stofnlánadeild iandbúnaðarins og Iðnþróunarsjóður renni saman við hann síðar. Eiglð fé sjóðsins var hins vegar ein- ungis um 416 milljónir. Stórir sjóðir undanskildir Athygli vekur að í niðurstöðum nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir að Byggðasjóður og Atvinnutrygg- ingarsjóður verði hluti af hinum nýja lánasjóði þrátt fyrir að stærsti hluti útlána þeirra hafl farið til fjárfest- inga í atvinnulífinu. Um næstu ára- mót munu þessir sjóðir renna saman í eitt. Heildarútlán þessara tveggja sjóða voru um síðustu áramót um helmingur allra útlána þeirra flár- festingasjóða sem nefndin gerir til- lögu um að verði sameinaðir. Tillaga nefndarinnar er að lána- sjóðurinnn verði til að byrja með sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en vérði síðar breytt í hlutafélag. Sam- kvæmt tillögunni á sjóðurinn að starfa nánast alfarið á viðskipta- grundvelli; vera skattlagður til jafns við aðrar peningastofnanir og að til hans verði ekki veitt framlög á flár- lögum. Einnig er lagt til að gjöld sem innheimt hafa verið af ýmsum at- vinnugreinum og runnið hafa til sjóðanna verði aflögð. Unnið að byggingu íbúða fyrir aldraða. Minni slátrun en í fyrra 18 LÍTRA ÖRBYLGJUOFN 600 vött 5 stillingar, 60mín. klukka, snún- ingsdiskur, íslenskur leiðarvfsir, matreiðslunámskeið innifalið. Sértilboð 14.950,- stgr. Rétt verð 19.950.- stgr. 23 Afborgunarskilmálar |2I WUÓiiJOI, FAKAFEN 11 — SÍMI 688005 l Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi var slátrað í haust 36,386 kind- um en í fyrra var slátrað yfir flörutíu þúsund flár svo þetta hefur minnkað Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði við slit M-hátíðar á Vest- urlandi fyrir stuttu að hátíðin hefði verið „sú glæsilegasta til þessa“. Fjölmenni sótti lokahátíðina í íþróttahúsinu á Akranesi þar sem boðið var upp á flölbreytta dagskrá. Guðbjörg Árnadóttir, formaður M-hátíðarnefndar Akraness, sagði að sér væri efst í huga góðar undirtekt- dálítið eins og það á að vera. Meðal- vigt í ár var 14,4 kg en í fyrra var meðalvigt 14,5 kg svo svipað er það. Stórgripaslátrun er byrjuð hjá fyr- irtækinu og stendur í meira eða minni mæli allan veturinn. ir þeirra sem leitað var til með þátt- töku og hve vel fólk mætti á þau at- riði sem í boði voru. Það hefði verið gaman að kynnast Vesturlandi í gegnum M-hátíðina; víða myndast gott samstarf milli sveitarfélaganna. Hún sagði að Akurnesingar gætu verið stoltir með ’sitt framlag, það heföi e.t.v. verið djarft að hafa slitin á Akranesi en þau hefðu verið glæsi- leg. „Þetta hefur verið mikil en ánægjuleg vinna,“ sagði Guðbjörg. M-hátíö á Vesturlandi slitið: „Sú glæsilegasta“ Blönduós íbúðir fyrir aldraða senn fokheldar Magnús Ólafsson, DV, Blönduósi: Nú er langt komið að steypa upp 8 ibúðir fyrir aldraða sem verið er að byggja á Blönduósi. íbúðirnar verða fokheldar á þéssu ári og áætlað er að íbúar flytji inn eftir ár. Nú þegar liggja fyrir umsóknir um aðrar 8 íbúðir og hefur verið sótt um lán hjá Húsnæðismálastjórn til þess að hægt sé að reisa fleiri íbúðir, en byggt er eftir kaupleigukerfinu. Það er félag aldraðra í A.-Hún. sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra flytur ávarp sitt við slit M-hátíðar á Vesturlandi. DV-mynd Páll Guðmundsson stendur fyrir þessum framkvæmd- um með stuðningi Blönduósbæjar og Héraðsnefndar- A.-Hún. Bygginga- nefnd skipa einn fulltrúi frá hverjum þessara aðila. Formaður nefndarinn- ar er Torfi Jónsson á Torfalæk. íbúðirnar átta eru í einni byggingu en gangar og setustofa sameiginleg. Þær eru í tveimur stærðum, 65 m- og 75 m-. Verktakar viö framkvæmd- irnar eru Sigurjón Ólafsson og Hlyn- ur Tryggvason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.