Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 9 DV De Maiziere grunaður um vinnu fyrir Stasi Lothar de Maiziere, fyrrum forsæt- isráðherra Austur-Þýskalands, hefur neyst til að segja af sér embættum sínum öðrum en setu í sambands- þinginu í Bonn vegna ásakana um að hafa unnið fyrir Stasi, hina al- ræmdu leyniþjónustu kommúnista- stjómarinnar í Austur-Þýskalandi. De Maiziere er þannig seinastur í langri röð austur-þýskra stjórn- málamanna sem verður fyrir áfalli vegna hugsanlegra tengsla við Stasi. leitinni að útsendurum leyniþjón- ustunnar í röðum áhrifamanna hef- ur verið líkt við nornaveiðar þar sem ásakanirnar einar virðast nægja til að koma mönnum á kné. De Maiziere var þar til í gær ráð- herra án ráðuneytis í stjóm Helmuts Kohl og jafnframt varaformaður í flokki kristilegra demókrata. Hann hefur nú vikið úr þessum stöðum en segist ætla að halda áfram sem þing- maður og vinna að því að sanna sak- leysi sitt. Ásakanirnar gegn forsætisráð- -herranum fyrrverandi byggjast á því að í skjölum Stasi er að finna nafn uppljóstrara með dulnefninu Czerny. Hann á að hafa haft samá heimilis- fang og de Maiziere. Mörgum þykja þetta hæpnar sannanir og benda á að de Maiziere hafi lengt af starfsævi sinnar unnið sem verjandi manna sem komust í kast við austur-þýsk lög vegna stjórnmálaskoðana sinna. Mál þetta komst í hámæh eftir að vikuritið Der Spiegel birti gögnin í síðasta hefti. Ljóst er að áhrifamenn meðal krisfilegra demókrata lögðu hart að de Maiziere að segja af sér til aö forða flokknum frá vandræð- um. Þeir hafa jafnframt sagt að engar sannanir hafi komiö fram gegn de Maiziere. Reuter Bili billinr getur rétt staisettur VIÐVÚRUNAR ÞRfHYRNINGUR skipt öliu máli yuMFEmw, V julli — lan í olani ertir rlalla og lnga, Inga rians Jonsson og Harald Sigurðarson. Bráðskemmtileg myndasaga um köttinn Tjúlla. Bamagælur eftir Jókönnu Á. Steingrímsdóttur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir myndskreytti. Hrossin í Skorradal eftir Ólav Mickel sen. Huglj úf lýsing á örlögum folans Rauðs. Hundalíf Lukka eftir Marcus Pfister. Kátkrosleg saga um ævintýri kundsins Lukka. \arenka eftir Bemadettu. Hugljúft og spennandi ævintýri. Rókinson Krúsó. Myndkreytt útgáfa kinnar sígildu sögu Daniels Defoe. Hundaffi Lubba BERNADE'm: örn og örtygur hf. ■ÍXi'rx*' tavur Michelsén Hrossin í Skorradol 'p- Hjort Hiclsen ntyudskrcyiti nSnmsdót(ir Öm ofl ORN OG ORLYGUR Slðuvnúla 1 I • Sími 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.