Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Iþróttir Sport- stúfar tt u Portland Trail Blazers hélt áfratn sigurgöngu /7 sinni i bandarísku NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt en þá vann liðið heimasigur á Orlando Magic, 108-99. Þetta var 21. sigur Portiand í 23 leikjum á tímabil- inu. Einn annar leikur fór þá fram, Los Angeles Lakers vann nauman heimasigur á Indiana Pacers, 115-112. Þetta var 13. sig- ur Lakers í 20 leikjum og liðið er búið að rétta sinn hlut talsvert eftir slæma byrjun í haust. Corinthians vann f Brasílíu ..... Corinthians varð bras- ^ ilískur meistari í /7« knattspyrnu í fyrsta skipti þegar Iiðið sigr- aði Sao Paulo, 0-1, í síðari leik liðanna um meistaratitilinn á sunnudagskvöldið. Corinthians vann fyrri leikinn á heimavelli með sömu markatölu. Tupazinho skoraði sigurmarkið á 57. mínútu en áhorfendur voru 100 þúsund. Mikil harka var í leiknum og ein- um leikmanni úr hvoru liði vikið af velli fyrir slagsmál. Auk þess fengu sex að líta gula spjaldið. Rauða Stjarnan er óstöðvandi Rauða Stjaman eðáCrvena Zvez- da eins og liðið heitir á tnóður- málinu hefur haft talsverða yfir- burði í júgóslavnesku 1. deildinni í knattspyrnu í vetur og stefnir hraðbyri á meistaratitilinn. Um helgina vann liðið sinn 13. sigur í 17 leikjum, l-O, gegn Sloboda Tuzla. Á meðan tapaði skæðasti keppinauturinn, Partizan Belgrad, 2-1 fyrir Rijeka. Rauöa Stjarnan er með 28 stig og hefur auk þess leikið einum leik minna en Partizan sem kemur næst með 22. Næstu Uð eru Dinamo Zagreb, Proleter Zrenjanin og Radnicki Nis, öll með 19 stig, og Veiez Most- ar sem er með 18 stig. Koeman aftur í hollenska liðið Erwin Koeman, einn af Evrópumeisturum Hollendinga 1988, hef- ur verið kallaður í hol- Ienska landsliðshópinn á ný fyrir Evrópuleik gegn Möltu í Valletta á morgun. Hann var valinn í stað- inn íyrir Richard Witschge sem er veikur. Þá var Hans Gillhaus, sóknarmaður frá Aberdeen í Skotlandi, vaUnn í staðinn fyrir Gerald Vanenburg sem meiddist í leik með PSV Eindlfoven um helgina. Baresi meiddur Óvíst er að vamarmaðurinn snjalli, Franco Baresi, geti leikið með ítölum þegar þeir mæta Kýp- ur í Limassol í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á laugar- daginn. Baresi tognaöi á læri í leik meö AC Milan gegn Roma á sunnudaginn og getur ekkert æft í þessari viku. Það yrði mikiö áfall fyrir ítali aö missa Baresi sem er einhver albesti vamar- maöur í heimi. Hjaltí bestur i boccia á Reykjavíkurmótinu Hjalti Eiösson, ÍFR, sigraði í 1. deildar keppni einstaklinga á Reykjavíkurmótinu í boecia um helgina. Elma Finnbogadóttir, ÍFR, varð önnur og Ólafur B. Tómasson, ÍFR, þriðji. Sigurður V. Valsson, Ösp, sigraði í 2. deild, Sigrún Bessadóttir, ÍFR, í 3. deild, Björgvin Krístbergsson, Ösp, í 4. deild og Þórdís Rögnvaldsdóttir í unglingaflokki. • Júlíus Jónasson. Júlli heldur jólin í 35 stiga hita - Ásnieres um miðja deildíFrakklandi Júlíus Jónasson og félagar í Paris Asnieres dvelja um jólin í óvenjulegu umhverfi fyrir hand- knattleiksmenn. Þeir fara í dag til eyjarinnar La Reunion, sem er frönsk nýlenda undan suð- austurströnd Afríku, og verða þar fram yfir áramótin. Júlíus verður því fiarri góðu gamni í þeim landsleikjum sem Island á fyrir höndum nú í vikunni og á milli jóla og nýárs. „Það var búið að ákveða þessa ferð strax í haust þannig að engu varð breytt þar um. Okkur var boðið og tveimur öðrum frönsk- um liðum og við keppum á móti ásamt úrvalsliöi heimamanna. Það stefnir í að ég haldi jólin í 35 stiga hita en ég er að vonast til þess að komast heim til íslands á gamlársdag til að halda upp á áramótin," sagði Júlíus í samtali við DV í gær. Paris Asnieres er í sjötta sæti af 12 liðum í frönsku 1. deildinni en fyrri umferðinni lauk um helgina. Asniers tapaði þá fyrir US Gagny, 22-16, en Gagny er stigi á eftir Asnieres í deildinni. Júlíus skoraði 4 mörk en var tek- inn úr umferð allan leikinn. Hann er nú þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 74 mörk í 11 leikjum en á undan honum eru Júgóslavinn Saracevic með 80 mörk og Rúm- eninn Rosca með 76 mörk. Keppni í frönsku 1. deildinni hefst á ný þann 19. janúar en Asnieres á bikarleik viku fyrr. Bikarleikurinn gæti þýtt það að Júlíus myndi missa af síðasta leik íslands á alþjóðlega mótinu sem fram fer á Spáni dagana 9.-12. janúar, en að hans sögn er HSÍ að vinna í því að fá bikarleikinn færðan til. -VS íslandsmótið í blaki Víkingur og KA í efstu sætunum þegar keppnistímabilið er hálfnað „Við lékum ágætlega í fyrstu hrinu og unnum hana frekar auðveldlega. Síðan slökuðum við á og það kom meðal annars niður á uppgjöfunum hjá okkur sem auðveldaði þeim að taka á móti,“ sagði Jason ívarsson, miðjusmassari hjá Þrótti, en liðið tapaði fyrir KA á laugardaginn. Þar með hafa KA-menn tyllt sér í efsta sæti deildarinnar og hafa haft betur í báðum viðureignum sínum við ís- lan'dsmeistara Þróttar. Það var léleg móttaka, sem kom toppslagnum. Stúdínur hafa ekki leikið sérlega vel fram að þessu en eru þó til alls líklegar og ekki er ósennilegt að þeim takist að sýna klærnar eftir áramót. Þær léku þó oft á tíðum ágætlega á laugardag en það dugöi ekki til því Víkingsstúlkur voru samhentar og ekki á því að gefa neitt eftir. Eins og svo oft áður kvað mest að Þóreyju Haraldsdóttur og Ursulu Junemann í liði ÍS. KA-mönnum í koll í fyrstu hrinunni, Staðan 1. deild kvenna en þegar uppgjafirnar urðu auðveld- Víkingur ..12 12 0 36-5 24 ari náðu þeir að koma lagi á leik sinn Breiðablik.... ..12 10 2 32-13 20 og unnu í næstu þremur hrinum. Völsungur.... ..12 7 5 24-22 14 ÍS ..12 6 6 22-22 12 Breiðablik á sigurbraut KA ..12 4 8 20-26 8 Blikastúlkur lögðu land undir fót og Þróttur Nes.. ..14 3 11 17-36 6 sóttu heim Völsunga og KA-sprund. Kópavogsvífin höfðu betur í báðum HK ..10 0 10 5-30 0 viðureignum, sigruðu Húsavíkur- Staðan í 1. deild karla meyjar, 3-1, og daginn eftir lögðu KA ..10 8 2 27-9 16 þær Akureyrarfljóðin í einungis ÞrótturR ..11 8 3 29-12 16 þremur hrinum. HK .. 9 5 4 23-14 10 ÍS .. 8 5 3 17-16 10 ÍS-Víkingur: 3-0 ÞrótturNes.. ..12 3 9 13-27 6 íslandsmeistarar ÍS verða að fara að taka sig á ef þeir ætla að vera með í Fram ..11 1 10 4-32 2 -gje Urslit í enska bikarnum Úrslit í ensku bikarkeppninni, 2. umferð, í gærkvöldi: Mansfield- York 2-1 (Mansfield áfram og mætir Sheff. Wed. í 33. umferð). Auka- leikir í 2. umferð: Chester-Leek 4-0 (Chester áfram og mætir Bourne- mouth), Halifax-Rotherham 1-2 (Rotherham áfram og mætir Swansea í 3. umferð), Leyton Orient-Colchester 4-1 (Leyton áfram og mætir Swindon), Peterborough-Wycombe 2-0 (Peterborough áfram og mætir Port Vale). -SK • Bjarki Sigurðsson skorar i landsleik g aði á æfingu í gærkvöldi en leikur ef til Strákarnir þi - íslendingar mæta Þjóðverjum í landsleil • Geir Sveinsson kemur frá Spáni og leikur gegn Þjóðverjum. Islenska landsliðið í handknattleik leikur í kvöld gegn Þýskalandi og verð- ur þetta fyrsti landsleikur sameinaðs Þýskalands á erlendri grundu. Lands- leikur þjóðanna í kvöld hefst kl. 20 í Laugardalshöllinni og þjóðirnar eigast síðan við aftur á sama stað annað kvöld. Þjóðverjar komu hingað til lands i gærkvöldi og í lið þeirra vantar nokkra af þekktustu handboltamönnum þeirra en það á varla að koma að sök því Þjóð- verjar hafa úr stórum hópi handbolta- manna að velja. Nú er orðið ljóst að Júlíus Jónasson leikur ekki með íslendingum í kvöld. Þá er Héðinn Gilsson meiddur og sömu- leiðis Guðjón Árnason. Bjarki Sigurðs- son rifbeinsbrotnaði á æfingu í gær- ,Lærðu knattspymu“: Bók sem margir hafa beðið eftir lærðu „Það hefur farið gifurlega mikill tími í þetta og við höfum reynt að vanda til verksins sem kostur er,“ sagði Janus Guðlaugsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, en hann hefur sent frá sér kærkomna bók fyrir byrjendur í knattspyrnu íþróttamaður ársins 1990 tmo Dregið i Nú hefur verið dregið í riðla fyrir ís- landsmótið í innanhússknattspymu. Keppni í 1. og 2. deild karla og í kvenna- flokki veröur leikin helgina 11. til 13. janúar. Föstudaginn 11. janúar i kvennaflokki, laugardaginn 12. janúar í 2. deild karla og sunnudaginn 13. jan- úar í 1. deild karla. Helgina 18. til 20. janúar verður síðan leikið í 3. og 4. deild karla. Riðlaskiptingin á íslandsmótinu lítur annars þannig út: Nafn íþróttamarms: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. • Bókin „Lærðu knattspyrnu“ er ómetanlegt kennslurit fyrir börn og unglinga. Nafn: Sími: Heimilisfang:_ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11 — 1OS Reykjavík. sem ber nafnið „Læröu knatt- spyrnu“. I bókinni, sem er einstaklega vönd- uö, er farið yfir öll byrjunaratriði í knattspyrnuþjálfun og með greinar- góðum texta eru hreint frábærar teikningar eftir Sigurð Val Sigurðs- son. Þá eru nokkrar teikninganna eftir Janus sjálfan. Atli Eðvaldsson, fyrirliði landslið'sins, segir um bók- ina: „Góða bók um knattspyrnu fyrir börn og unglinga hefur lengi vantað. Loksins er komin út slík bók.“ -SK 2. deildkarlaí Þórítoi Þórsarar frá Akureyri tóku forystuna í 2. deild karla í handknattleik á föstu- dagskvöldið þegar þeir sigruðu Kefla- vík, 23-18, í íþróttahöllinni á Akureyri. Þór hefur aðeins tapað einu stigi í deild- inni í vetur en unnið tíu leiki af ellefu. Keflvíkingar mættu einnig Völsung- um á Húsavík á laugardaginn og skildu liðin jöfn, 20-20. Bæöi lið eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppní sex efstu í deildinni. Njarðvík sigraði ÍS, 28-22, í Njarðvík og Afturelding tapaði fyrir Ármanni, 22-23, i þýðingarmikluni fallbaráttuleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.