Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 33 DV_________________________________________Lffsstfll Árlegt magn sorps á íbúa: Er í sland að kafna í rusli? - aðeins Danir og Hollendingar með meira magn í Evrópu íslendingar státa sig af hreinu landi og ómenguðu umhverfi og telja sig til fyrirmyndar meðal annarra þjóða í þeim efnum. Það má hugsanlega til sanns vegar færa en hitt er staðreynd að sorp á íbúa á ársvisu er mjög í hærri mörkunum sé samanburður tekinn viö stærstu iðnaðarþjóðir heims. Gífurlegt sorp í Bandaríkjunum Þennan samanburð má sjá á töfl- unni hér til hliðar og þar sést að ís- land er ótrúlega hátt á listanum. At- hygli vekur aö Danmörk og Holland eru þó hærri á listanum í Evrópu en þessi lönd státa sig nokkuð af því að ve'ra „græn“ og umhverfissinnuð. Tölurnar sem taflan byggir á er reiknuð út frá sorpi sem kemur frá heimilunum en ekki fyrirtækjum. Bandaríkin eru þarna með langmest sorpmagn á íbúa, meira en tvöfalt Neytendur meira en Japanir sem eru furðu lág- ir. Allar þessar tölur eru vaxandi í þessum löndum, ef undan eru talin Holland, Þýskaland og Japan en þar fer talan minnkandi. Mestur vöxtur sorps á íbúa er á Spáni, írlandi og Portúgal en þar er jafnframt tölu- verður hagvöxtur. Því viröist sem tengja megi saman efnahagslega vel- megun og magn sorps á íbúa. Japan er þó undantekningin. Japanir eru mjög duglegir að brenna sitt sorp en tveir þriðju hlut- ar sorps frá heimilum þeirra fara í brennslu. Á meðan fara 88. af hundr- aði sorps beint til urðunar í Banda- ríkjunum. Ætla má nærri lagi að um þriðjungur sorps sé brenndur að meðaltali í þeim löndum sem tekin eru í samanburðinum. Á íslandi er þetta hlutfall um fjórðungur en mun fara vaxandi á næstu árum. Brennsluaðferðirnar eru þrenns konar hér á landi. Opin brennsla, brennsla í sorpbrennsluþróm og brennsla í sérstökum sorpbrennslu- stöövum. Samsetning rusls frá heimilum á íslandi er þannig; af 380 tonnum eru 75 kg af matar- eða garðúrgangi, 35 kg gler, 40 kg plast, 20 kg timbur, 10 kg ál, 20 kg járn, 10 kg gúmmí og 135 kg pappír. Afgangurinn, 35 kg er ýmiskonar úrgangur af öðru tagi. Arlegt magn sorps á íbúai 1 'kg........ í ) ) | } | | / 1 f i * 311 X313 318 340 355 I i ! j í j í | j ! I * j I ö C/> Q £ m £ œ - • — r'ví'Á:-:' Islendingar henda meira magni af rusli að meðaltali á íbúa en flest iðnriki heims. Þorláksmessuskata Helgi Helgason hjá fiskbúð Hafliða heldur hér á vænum og vel lyktandi skötustykkjum en sá matur er algengur á borðum landsmanna á Þorláksmessu. Hjá honum fást mörg tilbrigði af skötu, útvötnuð, söltuð og kæst á hefð- bundinn máta, þurrkuð, kæst og ósöltuð skata, meira þurrkuð á vestfirskan máta og tindabikkja sem er minni fiskur af skötuættkvísl. DV-mynd BG Nú líður senn að Þorláksmessu og þá vilja margir íslendingar hafa kæsta skötu á borðum hjá sér og þeir allra þjóðlegustu láta heldur ekki vestfirska hnoðmörinn vanta. Sá siður að eta skötu á Þorláksmessu er töluvert útbreiddur en þó algeng- astur á Vestfjörðum. Soðin eða stöppuð Kæst skata hefur frá aldaöðli verið algengur matur á Vestfjörðum, við Húnaflóa, Breiðafjörð og á Snæfells- nesi. Hún þótti herramannsmatur áður fyrr og þykir enn en menn eru þó mishrifnir af henni. Skáldið kunna, Eggert Ólafsson, kunni vel að meta skötu enda segir í einu kvæða hans: „Rammstæka skatan rétt er fín, rarari er hún en brenni- vín.“ Algengasti framreiðslumátinn á skötu er þannig að skatan er soðin í vel rúmum potti í 15-20 mínútur við vægan hita eða þar til flskurinn er orðinn vel laus frá brjóskinu. Hún er þá færð upp á fat og borin fram með soönum kartöflum og hnoðmör eða hömsum. Sumir nota rúgbrauð með. Til eru aðrir framreiðslumátar. Sumir eru hrifnir af heitri skötu- stöppu. Þá er sömu aðferð beitt við suðuna á skötunni en þegar hún er Mlsoðin er allt brjósk hreinsað frá. Hnoðmör er síðan bræddur í potti við vægan hita og ræðst magn hnoð- mörsins af smekk hvers og eins. Skatan er síöan sett út í feitina og hrærð vel saman við. Skötustappan er borin fram með soðnum kartöflum og rúgbrauði. Einnig er möguleiki að brylja kartöflumar út í stöppuna um leið og fiskinn. Athugið vel að hnoðmörinn má aldrei ofhitna eða sjóöa. Hann er best aö bræða yfir gufu. Hnoðmör finnst mörgum ómiss- andi með skötunni. Hann er seldur í svokölluðum mörtöflum og fæst í flestum fiskbúðum. Til gamans má geta þess hvernig hann er búinn til. Eftir slátrun er mörinn tekinn og geymdur í nokkurn tíma þar til hann fer að „fiöra" það er að svolítil mygla sést í honum. Mörklumpurinn er þá skorinn í sneiðar og allir eitlar tekn- ir úr. Hann er síðan hakkaður en þegar því er lokiö er hakkiö hnoöað aftur saman eins og deig. Þá eru mörtöflurnar mótaðar. Hætt er við aö ekki líki öllum bragðið af þessu hnossgæti en sum- um finnst skata ómissandi á Þorláks- messu. ÍS BW Svissneska parketið erlímtágólfið og er auðvelt að leggja það.^ Parketið er full lakkað með fullkominni tækni. Svissneska parketið er ódýrt gæðaparket og fæst í helstu byggingavöruverslun- / um landsins. / ^ 10% AFSLÁTTUR HREINLÆTISTÆKI WC, kr. 16.100,- WC + handlaug, kr. 19.000,- WC + handlaug í borði, kr. 22.500,- 10% afsláttur af öllum blöndunartækj um Innimálning, útimálning, þakmálning. PaiYTfX ’UstMÁl.WSNO 3UWAFELL Bíldshöfði 14, s. 676840 og 672545 20% ódýrara í 10 lítra umbúðum ■ík 3UR57AFELL Bíldshöfði 14, s. 676840 og 672545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.