Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Endurskinsmerki stórauka öryggi í umferðinni. IUMFERÐAR RÁÐ {j^Alternatorar ^ Startarar Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. HABERG ? SKEIFUNNI5A, SÍMI: 91 - 8 47 88 H BQLSTURLÍNAN Smiðjuvegi 30. Sími 72870 Kópavogi THJÓUGJAFA Kjörið fyrir unglingana og reyndar þá eldri líka sokkabuxur sokkar LAUGAVEGS APÓTEK silkimjúkir og þægilcgir 16 • BEYKJAVÍK ' ISLANO Utlönd Ríkisstjóm tveggja flokka óvænt mynduð í Danmörku: Stjórn Schlúters spáð skammlífi hefur aðeins stuðning 60 þingmanna af 179 Paul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, ákvað í gær óvænt að mynda nýja minnihlutastjórn með Vinstriflokknum þrátt fyrir viövar1 anir frá jafnaðarmönnum og verka- lýðshreyfingunni. Nýja stjórnin hef- ur aðeins fylgi 59 þingmanna, sem kosnir eru í Danmörku, og að auki fylgir Otto Stenholdt, annar þing- maður Grænlendinga, Vinstri- flokknum að málum. Helsta breytingin frá fyrri stjórn er að Róttæki vinstriflokkurinn er ekki lengur með og við það fækkar ráðherrum úr 21 í 19. íhaldsflokkur Schluters hefur nú 10 ráðherra en Vinstriflokkurinn 9. Róttæki vinstri- flokkurinn fór illa út úr kosningun- um og flokksmenn ákváðu þegar í kjölfar þeirra að hætta setu í stjórn. Fáir spá nýju stjórninni langlífi. Hún þarf að treysta á hlutleysi fjög- urra flokka og Schlúter á eftir að koma í fjárlögum gegnum þingið og auk þess umdeildu frumvarpi um skattalækkanir. Skattafrumvarpið er forsenda þess að dregið verði úr launakröfum í komandi kjarasamn- ingum en Schltiter hefur lagt mikla áherslu á að laun hækki ekki. Svend Auken, formaður jafnaðar- manna, segir að nýja stjórnin sé sú „versta hugsanlega" eins og staðan er á þinginu. Hann sagði eftir að ráðagerðir Schlúters urðu ljósar að stjórn hans yrði í stöðugri hættu og gæti vart átt langa lífdaga. Þingmenn borgaraílokkanna, sem eru í meirihluta á danska þinginu, hafa lýst áhuga sýnum á að Schlúter sitji áfram sem forsætisráðherra. Ufíe Ellemann-Jensen verður áfram utanríkisráðherra þannig að ekki er búist við að stefna stjórnarinnr breytist í veigamiklum atriðum. Helsta áhyggjuefni Schluters er að samstaða borgaraflokanna kann að rófna í einstökum málum. Þá þarf hann að semja við jafnaðarmenn um stuðning. Það mistókst þegar kom að skattamálinu í haust og þá ákvað forsætisráðherrann að boða til kosn- inga. Kosningarnar breyttu þó engu um stöðuna í þinginu þannig að nú heldur hráskinnaleikurinn áfram. Jafnaðarmenn standa þó betur að vígi nú en fyrir kosningarnar því þeir unnu 14 þingsæti og hafa fleiri menn á þingi en stjórnarflokkarnir til samans. Schluter hafði vonast til að geta myndað íjögurra flokka stjórn og fá Kristilega þjóðarflokkinn og miðdemókrata til liðs við sig. Kristilegir bera .því við að fylgi flokksins sé aðeins rúm 2% og rétt við lámarkið sem þarf til að fá menn kjörna á þing. Flokkurinn gæti því hæglega þurrkast út 1 næstu kosn- ingum ef hann stendur næstu miss- eri í skugga stóru flokkanna í stjórn- inni. Ritzau Paul Schliiter greip til þess ráðs að mynda stjórn tveggja flokka þegar Ijóst var að víðtæk samstaða náðist ekki meðal borgaraflokkanna. Anne Birgitte Lundholdt líklegur arftaki Schliiters Þótt allt virðist standa í stað í ráðuneyti. Schluter hefur nú verið forsætis- dönskum stjórnmálum þá merkja Anne Birgitte kom inn í stiórn ráðherra í átta ár og er kominn á stjórnmálaskýrendur þar ýmsar Schluters fyrir rúmu ári þegar Nils sjötugsaldur. Flokksmenn hans athyglisverðar hræringar. Eftir Wilhjelm yflrgaf stjórnina að eigin eru þegar farnir að svipast um eftir myndun nýju stjórnarinnar þykir ósk. Hún hefur skilað sínu hlut- arftaka. Flest þykir benda til að Ijóst að Anne Birgitte Lundholdt verki með sóma og er nú kölluð til hann vilji sjálfur að Anne Birgitte gengur Poul Schluter næst að völd- meiri ábyrgðar. Sagt er að hún taki við formennsku i flokknum og um í íhaldsflokknum. Hún var áð- hafi sjálf lagt til að iðnaðar- og sterk staða hennar í stjórninni er ur iðnaðarráðherra en fer nú bæði orkumál yrðu á sömu hendi og skýrð sem svo að þar farí væntan- með iðnaðar- og orkumál og er ein boðist til að taka að sér bæði ráðu- legur leiðtogi. fárra ráðherra sem fer með tvö neytin. Ritzau Grænlendingar óánægðir með nýju stjómina Leiðtogar stærstu stjórnmála- flokkanna á Grænlandi hafa lýst yfir megnri óánægju með að ekki skyldi takast aö mynda meirihlutastjórn í Danmörku. Otto Stenholdt, fulltrúi Atassut á danska þinginu og stuðn- ingsmaður nýju stjórnarinnar, lýsti því yfir í grænlenska útvarpinu aö stjórnin sæti varla lengi. Hann sagði það mikil vonbrigði að ekki skyldi takast að mynda stjórn sem væri líkleg til að sitja í fjögur ár og þá helst meirihlutastjórn. Sten- holdt á sæti í þingflokki Vinstri- flokksins og því beina aðild að ríkis- stjórninni. Það reynir því mikið á hann að koma sérmálum Græn- legndinga á framfæri í stjórnínni. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sagðist hafa vonast eftir sterkri stjórn í Danmörku. Hann fagnaði því þó sérstaklega að Uffe Ellemann- Jensen verður áfram utanríkisráð- herra og segir að hann hafl góðan skilning á stöðu Grænlendinga gagn- vart Evrópubandalaginu. Motzfelt þakkar Uffe hagstæða samninga sem Grænlendingar hafa við bandalagið. Þeir fela í sér sölu á veiðileyfum fyrir nærri þrjá millj- arða íslenskra króna og tollafríðindi fyrir fiskafurðir í ríkjum bandalags- ins. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.