Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Merming Hvernig verður heimsmynd til? Fjarlægar þjóöir í tíma og rúmi gera sér jafnan skýrar hugmyndir um heiminn í kringum sig - eftír því sem viö höldum. Við getum lesiö yfirlitsrit um heimsmynd fólks á ólíkum tímum en þegar kemur aö sjálfum okkur vandast máliö. Þá blasir við okkur aö fólk er bara fólk að koma sínu lífi áleiðis meö húsbyggingum, bameignum, vinnu og basli en hugsýn um ákveðna heimsmynd er því víös fjarri. Slík heilsteypt mynd er hvergi til nema í sögubókum. Veruleiki fólks frá degi til dags er allur annar eins og kemur fram í nýjustu skáldsögu Péturs Gunnars- sonar, HversdagshöUinni. Heimsmynd er háð tíma og rúmi Mundi sagnfræðingur, andlegur náfrændi Guömundar Andra sagnfræðings úr síðustu sögu Péturs, Sögunni allri, situr og dregur upp mynd af veröld æsku sinnar í fjölskyldu- húsi í Vesturbænum. Hann reynir að góma heimsmynd barnsins, sem er í föstum skorð- um um nokkurra ára bil. Hver sinnir sínu, fólk kemur og fer en er samt alltaf saman í einhverri lífrænni heild. Vitund um hringrás lífsins er nálæg en kjölfestan er í húsinu og því umhverfi sem barninu er búið. Sú heims- mynd, sem þannig verður tíl, er háð þessum stað og þeim sem þar búa. Lífið breytist og verður annars konar þegar fólkiö flyst í burt og heimsmyndin verður ekki yfirfærð í ann- að umhverfi með ööru fólki fremur en mynd Álfs G. Grímssonar, sem hann málar beint á vegginn í stigagangi hússins og yfirvöld veita síðar stórfé til að setja upp annars staðar. Slík yfirfærsla hlýtur að mistakast og mynd- in getur varla orðið nema svipur hjá sjón eftir flutninginn - af því að myndin er máluð inn í umhverfið og hvergi heima nema þar. Bókmenntir Gísli Sigurðsson í bókinni eru nefndar ýmsar leiðir tíl að endurgera heimsmynd Uðins tíma, eins og til dæmis fræðiritgerð Auðar Ólafs um leiki barna „eftir stríð og fyrir sjónvarp" eða gamlar íjölskylaukvikmyndir úr hverfinu, sem fólk sest niður og horfir á sér til upprifj- unar. Lesandanum verður þó ljóst að ekki erhægt að nálgast fortíðina eftir þessum leið- um; kannski af því að það gengur ekki að taka einstaka þætti út úr og reyna að draga upp heilsteypta mynd út frá þeim. Barnaleik- ir eru hlutí af allsherjarlífi sem var lifað af margslungnu fólki og hafa enga merkingu einir og sér. Og kvikmyndin skilur mikið eftir af mannhfmu, hugarfar og fjölbreyti- leika, þó að hún varðveiti lifandi myndir. Hið smáa lýsir hinu stóra Hversdagshöllin reynir aö ná utan um allt lífið með því að staldra við öll smáatriðin sem byggja upp heimsmyndina og velta fyrir sér hvernig hægt sé að túlka hlutskiptí mannsins með margs konar aðferðum. Til dæmis er stungið upp á að horfa á persónur í gegnum kvikmyndir; kvikmyndaleikarar eru mátað- ir inn í hlutverk fólksins og niðurstaðan er ævinlega sú að dæmið gengur ekki upp. Hversdagsleikinn er of margbrotinn og ævin- týralegur til að rúmast í veröld kvikmyndar- innar og með því að gefa honum gaum bygg- ir Pétur upp veröld sem er ekki síður sögu- leg en sú sem snýst um hallir og herragarða Pétur Gunnarsson. fólks í fréttum. Þessi hugsanaþráður um gildi hversdags- ins er spunninn áfram úr Sögunni allri sem dró mjög fram það ósamræmi sem er á milli hins opinbera lífs sem hellist yfir fólk með fjölmiðlum og þess lífs sem raunverulegt fólk lifir. í þeirri bók var unnið mikið með þessar andstæður og nú er sami vandi tekinn upp aftur með einkalífiö og reynt að móta það í heimsmynd á bók; heimsmynd sem þó er mjög fallvölt því að eftír nokkur ár er það fólk, sem skömmu áður var fastar stærðir í tilverunni, dáið, horfið og farið. Það er líka opin leið fyrir fólk að fara á milli heima, skipta um og verða hluti af annarri heild eins og þegar sögumaður bregður sér í sveit- ina: „Sveitin var nýtt land, heimsálfa, veröld [...] Á næsta bæ var önnur þjóð með sömu tegundum en samt frábrugöin." (131-132) Þrátt fyrir tilhneigingu tíl að byggja upp stöðugleikatímabil úr æskuveröld Munda eru hægfara breytingar megineinkenni þess mannlífs sem lýst er. Það verður Ijóst þegar fullorðið fólk hittist og rifjar upp æskuna og alit hefur gjörbreyst: „Ef breytingin hefði gerst í einu vetfangi í stað þrjátíu ára, segjum á leiðinni frá stofu og fram á snyrtingu - ef við hefðum blasað svona við okkur í speghn- um - þaö hefðu verið hamskipti - við hefðum æpt upp, komið æðandi fram með handklæði fyrir andhtinu og tekið leigubíl upp á Slysa- varðstofu. En í réttu samhengi var þaö hara aldur.“ (201) Hversdagshölhn er heimspekheg skáldsaga sem glímir við flókinn tilvistarvanda manns- ins undir einföldu yfirbragði. Samúð með sögupersónunum er mikil og sársaukinn vegna umbreytínganna í lífi þeirra kemur skýrt fram. Velt er upp málum sem alla varð- ar og þau sett fram í persónulegu skáldsögu- formi sem lýtur efninu og heildarhugsun verksins. Hér er haldið áfram með hugmynd- ir frá Andrabókunum og enn geta menn sannfærst um að lífsháskinn er mikih í verk- um Péturs þó að gamansemin sé aldrei langt undan og á hún ekki htínn þátt í að gera svo alvarlega umræðu hfvænlega. Pétur Gunnarsson Hversdagshöllin (skáldsaga 203 bls.) Mál og menning Nauðungaruppboð Eftirtaldar fasteignir verða boðnar upp og seldar á nauðungaruppboði sem fram fer á eignunum sjálfum fimmtudag 20. desember 1990 á neðangreind- um tíma. Um er að ræða 3. - þriðja og síðasta uppboð. Litlagerði 8, Hvolsvelli, þingl. eigandi Erlingur Ólafsson, kl. 16.00. Uppboðs- beiðandi er Innheimtumaður rikissjóðs, Rangárvallasýslu. Hlíðarvegur 14 (54%), Hvolsvelli, þingl. eigandi Ragnhildur Lárusdóttir, kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Framkvæmdasjóður islands, c/o Hróbjartur Jónatansson hdl. Sýslumaður Rangárvallasýslu SKARTGRIPIR Hjá okkur fæst mikió úrval skartgripa fyrir alla fjölskylduna. Lítið inn Staðgreiðsluafsláttur GUÐMUNDUR ANDRÉSSON Gullsmíðaverslun Laugavegi 50, s. 13769 AUGLÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. janúar næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 17. desember 1990 Rúnar Þór - Frostaugun: Ljóti andarunginn breytist í svan Ef línurit yfir hagvöxtinn hér á landi væri jafnbratt og framfafir Rúnars Þórs frá plötu til plötu þyrftum við ekki að kvíða framtíðinni. Frostaugun er ekki ein- ungis besta platan á tónlistarferh hans heldur ein af betri plötum þessa árs. Hvern hefði grunað þegar Rúnar Þór var að hefja baráttuná á plötumarkaöi fyr- ir nokkrum árum að um það leyti sem áratugnum lyki yrði hann kominn í fremstu röð tóniistarmanna hérlendra? Ævintýrið um andarungann hans H.C. Andersens gerist enn. Frostaugun hefur mun rólegra yfirbragö en fyrri plötur Rúnars Þórs. Lagasmíðarnar eru yfirvegaðri Nýjar plötur Ásgeir Tómasson en áður. Þær eru svo sem ekkert stórbrotnar en standa fylhlega fyrir sínu sem grípandi popp fyrir flestalla aldursflokka. Harmónikuunnendur geta meira að segja kæst yfir laginu Klettar. Þar spennir Rúnar Þór á sig nikkuna og þenur hana smekklega, heyrist mér. Klettar eru annars eitt af áheyrilegustu lögum plöt- unnar. Titíllagið Frostaugun hittir einnig beint í mark sem og Línur rofna, Svefnálfar svíkja og Þögnin syng- ur. Önnur lög plötunnar renna einnig ljúflega. Þau sem fyrr eru nefnd skara fram úr. Rúnar Þór er sjálfur skráður fyrir útsetningum laga sinna. Þær eru smekklegar og hæfa lagasmíðunum. Sérlega þóttí mér það vel til fundið að fá stúlkur úr kór Kársnesskóla til að radda í nokkrum lögum. Þær mynda skemmtilegt mótvægi við ráma og djúpa rödd Rúnars. Nú, auðvitað er ekkert nýtt undir sólinni. Við að hlusta á plötuna Frostaugun fer ekki hjá því að hugur- inn reiki tvisvar eða þrisvar tíl meistara Cohens. Radd- ir Rúnars Þórs og Leonards Cohens liggja á svipuðum slóðum, heyrist mér. Ef Rúnar Þór getur lært eitthvað af svartklædda Kanadamanninum er ekki nema gott eitt um það að segja. Eitt er þó víst að hvergi er um beina stælingu að ræða. Við getum látíð það heita svo að sá reynslumeiri hafi haft bætandi áhrif á hinn! Andarunginn í ævintýri Andersens breyttist í svan. Raddsvið Rúnars Þórs hefur kannski ekki breyst svo Rúnar Þór Pétursson. mjög frá fyrstu plötu til þeirrar nýjustu. En hann nær stöðugt betra og betra valdi yfir henni jafnframt því að verða sífellt betri og betri lagasmiður. Og meðan Heimir Már bróðir Rúnars er til í að leggja til texta og lesa yfir aðra held ég að engar teljandi beygjur eigi eftír að þurfa verða á beinni framfarabraut Rúnars Þórs Péturssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.