Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990.
31
Platinulaus^ransistorkveikjan
Minm
bensíneyðsla.
Stórbættur
gangur og
snerpa.
Magnar
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
Vinningstölur laugardaginn
15. des. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 6.311.884
n RusfoSí(lí £.. 4af5P$p. 8 83.335
3. 4af 5 170 6.764
4. 3af 5 6.676 401
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
10.805.520 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Frank Sinatra
75 ára
Þegar ég heyrði kjaftasögur um að
ég væri lesbía fór ég að gráta,“
segir Whitney Houston.
Whitney Houston og Robyn Crawford hafa verið vinkonur frá barnæsku.
legt. Fyrst þegar ég heyrði að fólk
var að bendla okkur saman á þennan
hátt gat ég ekki trúað að nokkur
raunverulega héldi þetta. Við höfum
verið vinkonur síðan við vorum litlar
stelpur. Þar sem ég hef gert lítið af
því að gefa fólki tilefni til að slúðra
um mig þá býst ég við að fólki gremj-
ist það og búi því til svona sögur. Það
sem ég þrái er að eignast góðan mann
og stofna fjölskyldu," segir Whitney
Houston.
Frank Sinatra varð 75 ára þann manns. Tónleikarnir tókust með
12. desember. í tilefni þœs hélt miklum ágætum og menn sögðu að
hann tónleika í New York á af- sá gamli hefði greinilega engu
mælisdaginn að viðstöddum 20.000 gleymt.
Frank Sinatra hefur engu gleymt.
Símamynd Reuter
Islandica fær gullplötu
Hljómsveitinni Islandica var ný-
lega afhent gullplata fyrir hljómplötu
sína, Rammíslensk. Hún kom út í
haust og hefur nú þegar selst í yfir
3.000 eintökum. Það var Jónatan
Garðarsson hjá Steinum hf. sem af-
henti plötuna á veitingastaðnum
Gauki á Stöng.
Á plötu þessari eru nokkur gömul
þjóðlög, ungar alþýðuperlur og eitt
frumsamið lag í rammíslenskum
takti. Ýmsir erlendir aðilar hafa sýnt
hljómplötunni og hljómsveitinni
áhuga og útgefendur í Bandaríkjun-
um og Þýskalandi eru að athuga
möguleika á dreiflngu á henni þar.
Hljómsveitina Islandica skipa þau
Gísli Helgason, Herdís Hallvarðs-
dóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og
Eggert Pálsson.
Þriöjudagskvöld
kl. 22.25.
^------------------------------------------------------------------------------
I bresku heimildar-
myndinni Getuleysi■
Einn aí tíu er fjallað á
opinskáan hátt um getu-
leysi karlmanna en
mynd þessi vakti geysi-
lega athygli í Bretlandi
fyrr á þessu ári. í Kvöld-
sögum Byigjunnar strax
á eftir gefst fólki tæk-
ifæri til að koma skoö-
unum sínum á framfæri
og deila reynslu sinni
með öörum.
Svidsljós
Whitney Houston:
Eiginmaður óskast
Það má segja að ástamál fræga
fólksins séu annaðhvort í ökkla eða
eyru og vandfundinn gullni meðal-
vegurinn. Á því hefur hin siðprúða
söngkona, Whitney Houston, fengið
að kenna.
Hún hefur verið ról'eg í tíðinni þeg-
ar karlamál hafa verið annars vegar,
svo róleg að illar tungur hafa komið
af stað sögusögnum um að Whitney
taki eigið kyn fram yfir það gagn:
stæða. Þetta er hinn ljótasti þvætt-
ingur og Whitney er orðin miður sín
yfir umtalinu.
Áður hafði hún lýst því yfir að hún
ætlaði ekki að gifta sig næstu 10 ár-
in. Nú hefur henni snúist hugur og
er farin að svipast um eftir heppilegu
mannsefni.
„Ég er að fríka út á þessu öllu sam-
an. Kjaftagangurinn um að ég sé öfug
hefur gert það að verkum að mér er
aldrei boðið á stefnumót og sit heima
flest kvöld. Nú er svo komið að mig
dreymir um að kynnast góðum
manni sem elskar mig og eignast með
honum fjölskyldu. Það er enginn
hægðarleikur þegar menn forðast
mig af því þeir halda að ég vilji held-
ur konur. Þeir nenna hreinlega ekki
að eyða tíma sínum í eitthvað sem
þeir telja fyrirfram vonlaust,“ segir
Whitney, sár.
Þó að Whitney hafi farið sér rólega
hefur hún þó ekki verið nein manna-
fæla. Öðru hverju hefur hún verið
að slá sér upp og hefur meðal annars
verið bendluð við grínleikarann
Eddie Murphy. Rótartungurnar hafa
hins vegar látið í það skína að það
hafi verið yfirskin og hún hafi bara
notað hann til að geta verið í friði
með vinkonum sínum. „Þegar ég
heyrði þetta fyrst þá fór ég að gráta.
Það er með ólíkindum hversu
grimmt fólk getur verið þegar það
ræðst svona að mannorði annarra,"
segir Whitney.
Meðal þeirra kvenna sem hafa ver-
ið orðaðar við Whitney er æskuvin-
kona hennar og aðstoðarstúlka, Rob-
yn Crawford. „Þetta er andstyggi-