Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 3 Fréttir Stefnir í 7-8 milljarða fjárlagahalla - gæti breyst við 3. umræðu um frumvarpið DAGSm mod DEFÍVER LEÐURSETT 158.930,- EKKI MISSA AF ÞESSU Sem stendur stefnir í að hallinn á fjárlögum næsta árs verði 7-8 millj- arðar króna. Þetta er samtala A- og B-hluta öárlaga. Þetta eru um tvö prósent af framleiðslu í landinu. Hallinn í fyrra var talinn verða 2,8 milljarðar króna, þegar fjáriaga- frumvarpið var afgreitt. Hann verð- ur að minnsta kosti fimm milljarðar, sem þó er innan viö tvö prósent af framleiðslunni í landinu. Þetta er staðan nú, þegar farið er ofan í saumana. Þessi staða gæti breyst við þriðju umræðu fjárlaga- frumvarpsins, en þá eru oft hækkað- ir tekjuliðir. Annað mál er, hversu raunhæft það sé þar sem hallinn reynist venjulega miklu meiri en gert er ráð fyrir þegar ijárlagafrumvörp eru afgreidd. Lítum á hver staðan er í raun og veru. Fjárlagafrumvarpið var í haust lagt fram með 3,6 milljarða halla. Nú er önnur umræða búin í þinginu og við hana voru samþykktar breyting- ar, sem juku hallann um 900 milljón- ir. Þá stefndi með öðrum orðum í um 4,5 milljarða halla. En fleira kemur til. Nýju gjaldi, tryggingagjaldi, var ætlað að gefa ríkissjóði 1600 milljón króna tekjur til viðbótar þeim tekj- um, sem fyrri gjöld mundu hafa gef- iö, gjöld sem nú skyldu lögð niður. En nú er talið að viðbótartekjurnar verði 500 milljónir. Nýtt gjald, hafna- gjald, skyldi færa ríkissjóði 560 millj- óna tekjur. Nú er fallið frá því gjaldi. Alls er því um að ræða tekjumissi ríkissjóðs upp á 1660 milljónir. Þetta bætist við hallann eins og mál standa í dag. Með tilliti til þess horfum við fram á halla upp á um 6,2 milljarða. Enn fleira kemur til. Ríkið er að yfirtaka greiðslur úr verðjöfnunarsjóði upp á 1,5 milljarð króna. Deilt er um, á hvaða ári slíkt skuli bókfært, en um afborganir verður að ræða. Ef við bókfærum þetta á næsta ár stöndum við frammi fyrir um 7,7 milljarða halla. Ef við bókfærðum aðeins 500 milljónir á næsta ári, getum við sagt, að hallinn stefni í 6,7 milljarða. Þá erú í 6. grein fjárlagafrumvarps margs konar heimildarákvæði, sem munu kosta sitt. Varlega reiknað nemur þetta um 500 milljónum! Þeg- ar það bætist við, stefnir í um 7,2 milljarða halla. Fjárlagafrumvarp hækkar milli 2. og 3. umræðu á þingi. Ný útgjöld bætast við en einnig endurmat tekju- liða. Þá boðar fjármálaráðherra frumvörp, sem sum eru enn ekki fram komin en munu bæta við tekjur ogminnkahalla. HH Ný kvótalög: Óheimilt að f lytja af la- heimildir milli ára Ný lög um stjórnun fiskveiða taka gildi um áramótin. Vegna þess fellur niður réttur útgerðar til að veiða 5 prósent umfram úthlutaðan kvóta þessa árs og draga það af kvóta næsta árs eins og verið hefur síðustu tvö árin. Jafnframt er óheimilt að flytja veiðiheimildir þessa árs yfir á árið 1991. Þetta leiðir til þess að nú verða menn að stöðva veiðar á réttu tonni, ef svo má segja. Ef ekki, þá kemur til upptöku afla og hugsanlega svipt- ingar veiðileyfis. Áður gátu menn farið allt aö 5 prósent yfir kvóta árs- ins án sekta og látið draga það frá Selfoss: Danskennsla f yrir eldri borgarana Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Mikill áhugi er og gróska í Félagi eldra borgara á Seifossi. Það nýjasta er að kenna dans og allir eiga að taka þátt í dansinum. Bogga Magnúsdóttir og Halldóra Ármannsdóttir eru með miklar nýjungar í handavinnu fyrir okkur og er það eftirsótt. Fjölhæfar ög bráðskemmtilegir kennarar. Auðvitað söknum við eldri borgar- ar margra þegar við komum saman á haustin í Tryggvaskála, sem eru horfnir á braut, búnir að kveðja þetta jarðneska líf eða geta ekki mætt vegna veikinda. Sveinn Sveinsson skáld er einn þeirra. 88 ára og hefur ekki getað mætt lengi vegna lasleika. Hann sendi eftirfarandi vísu til okkar ný- lega, sem gladdi okkur öll. Mikið var klappað þegar Inga forstöðukona las hana upp, meira að segja tvisvar. Fer að nálgast helkalt haust, hroll í mörgum vekur. Indælt vor með aukið traust aftur við oss tekur. kvóta næsta árs. Þá verða menn nú að tilkynna flutning kvóta milli skipa fyrir ára- mót. Tilkynningar um slíkt sem ber- ast eftir áramótin verða ekki teknar til greina. -S.dór hornsófl 158.930,- Sett og hornsófar meö úrvals fallegu leðri á betra verði en áður hefurþekkst. líomdu strax - margir litir, takmarkaðar birgðir Við lánum þér i ár eða lengur. Húsgagnahöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐl 20 112 REYKJAVÍK V _ 1__ _J1_ m auKnecrit ENGIN ÚTBORGUN!* JlljSI KÆUSKAPAR FfíYSTISKÁPAfí 0G MAfíGT FLEIfíA ELDAVÉLAfí OG UPPÞVOTTAVÉLAfí ÞVOTTAVÉLAfí ÞUfífíKARAfí OFNAfí ‘Engin útborgun ef þú kaupir fyrir meira en 200 þús. kr. Þá getur þú skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði og fyrsta greíðsla yrði eftir einn mánuð. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. nma SAMBANDSINS HÖLTAGÖRÐUM SIMI 68 55 50 m MIKLAGARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.