Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. 11 Utlönd IÐ BJÓÐUM UPP Á ÞRJÁR GERÐIR NÆRFATA ÚR NÁTTÚRUEFNUM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. Á UNGBÖRN, BÖRN, UNGLINGA, KONUR OG KARLA. 100% silkinærföt, mjög einangrandi, sem gæla við húðina. Finnsk gæðavara frá Ruskovilla. 100% ullarnærföt af Merinófé -silkimjúk og hlý, Finnsk gæðavara frá Ruskovilla. Nærföt úr blöndu af kaninuull og lambsull, styrkt með nælonþræði. Vestur-þýsk gæðavara frá Medima. Allar þessar þrjár gerðir eru til í barna- og fullorðinsstærðum. Breskir hermenn í stórmarkaði í Saudi-Arabíu. Simamynd Reuter Bush Bandaríkjaforseti: Viljum viðræður en gef um ekki eftir George Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær enn vilja að fram fari viðræður bandarískra og íraskra ráðamanna þó svo að þær færu fram annars staðar en í Bandaríkjunum og írak. Forsetinn ítrekaði jafnframt að írakar fengju ekki að halda þum- lungi eftir af Kúvæt. Bush hélt í gær fund með sendi- herrum þeirra tuttugu og sjö landa sem sameinast hafa gegn írökum. Hann lagði á það áherslu að hann myndi ekki samþykkja lausn að hluta til. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með utanríkisráðherrum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel í gær að írak- ar myndu reyna að draga aðeins hluta herliðs síns frá Kúvæt áður en frestur þeirra rennur út 15. janúar. Samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er heimilt að beita vopnavaldi gegn írökum verði þeir ekki farnir frá Kúvæt 15. janúar. Sérfræðingar telja að erfitt verði fyrir Bandaríkjamenn að gera árás hafi írakar flutt hluta herliðs síns. Þar með gæti andstaðan gegn írök- um klofnað. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að sovésk yfir- völd væru reiðubúin að borga írök- um til að leysa deiluna vegna samn- inga þeirra sem koma í veg fyrir að sovéskir sérfræðingar fái fararleyfl frá Bagdad. írakar kreflast að yflr- völd í Moskvu taki á sig ábyrgð vegna samningsrofa sem myndu verða vegna brottfarar tvö þúsund og þrjú hundruð sovéskra ráðgjafa. Flestir sérfræðinganna starfa við olíuiðnað. Reuter Sexmenningarnir f rá Birmingham f á að áf rýja Dómstóll í Bretlandi heimilaði í gær að sex menn, sem dæmdir voru 1974 í lífstíöarfangelsi fyrir sprengju- tilræði, fengju að áfrýja dómnum vegna nýrra sannana. Ættingjar mannanna, sem kallaðir hafa verið „Sexmenningarnir frá Birming- ham“, höföu vonast til að þeir yrðu lausir fyrir jól en áfrýjun þeirra verður ekki tekin fyrir fyrr en 25. febrúar. Viö sprengjuárásirnar á tvær krár, sem mennirnir voru dæmdir fyrir, beið tuttugu og einn maður bana. Mál sexmenninganna og önnur mál, sem írski lýðveldisherinn er sagður tengjast, hafa orðið til þess að ýmsir þingmenn og blaðamenn hafa farið að efast um réttlæti í breska dómskerfinu. í fyrra voru íjórir menn, dæmdir fyrir hryðju- verk í Guildford, látnir lausir eftir fimmtán ára fangelsisvist. Dómarnir yfir þeim voru ógiltir. Nú hefur kom- iö í ljós að ekki var staðið rétt að yfirheyrslum í máli eins sexmenn- inganna frá Birmingham og stendur rannsókn enn yfir. Reuter 'SÖGU. ÞJÓÐAR ^_>Arorfnir starfsliættir ogf leiftur frá liðnum ölclum eftir GuðmunJ Þorsteinsson írá LunJi. Ómetanleg KeimilJ um horína starfskætti og mannlíf sem einu sinni var, með miklum fjölda ljósmynJa sem margar kverjar kafa ekki kirst áður. d3crnskan, svipmynJir lir leik og starfi íslenskra karna eftir Símon Jón Jókannsson og BrynJísi SverrisJóttur. PryJJ á annað kunJrað ljósmynJum. Kjörin kók til aá kynnast leikjum íslenskra karna fyrr og nú á skemmtilegan og lifanJi kátt. hormr STXRTSHÆTnR *vkkogxc ocinnwnM Kr. 3,900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.