Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Fréttir Hefáhugaá allri tónlist Nafn: Runólfur Birgir Leifsson Aldur: 32 ára Starf: Framkvæmdastjóri Sinfó- níuhljómsveitar íslands Runólfur Birgir Leifsson hefur veriö ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Runolfur Birgir tekur við starf- inu af Sigurði Björnssyni sem hefur gegnt því í 14 ár. Runólfur Birgir er fæddur í Reykjavík en alinn upp í Garöabæ. Ættir sínar á hann að rekja til Skaftafellssýslu og Reykjavíkur. SkólagangaRunólfs hófst í bamaskóla Garðahrepps og síðan fór hann í gagnfræða- skóla Garðahrepps. „Þaðan fór ég í Menntaskólann í Reykjavik og útskrifaðist 1978. Eftir það tók ég mér árs frí frá námi og vann í hljómdeild Faco. Síðan fór ég í viðskiptafræöi í Háskólanum og lauk námi 1984. En síðasta árið í viðskiptafræðinni, þegar ég átti bara ritgerðina eftir, var ég líka heimavinnandi húsmóöir. Það var mjög góð og skemmtileg reynsla.“ Eftir að Runólfur Birgir útskrif- aðist úr Háskólanum starfaði hann hjá menntamálaráðuneyt- inu sem deildarstjóri. „Reyndar hætti ég þar um tíma og vann þá hjá fjárveitinganefnd Alþingis og Fjárlaga- og hagsýslustofnun.“ Þann l. júni síðastliöínn hóf Run- ólfur Birgir störf sem rekstrar- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Byrja á endurskipulagn- ingu Runólfur Birgir segir aö sitt fyrsta verk sem framkvæmda- stjóriSinfóníunnar verði aö end- urskipuleggja ‘starfið. „Það mun felast í því að framkvæmdastjóri verður ábyrgur gagnvart stjórn Sinfóníunnar og hann veröur yfirstjórnandi framkvæmda Sin- fóníuhijómsveitarinnar. Ég mun því stjóma rekstrinum." Starfiö leggst mjög vel í Runólf Birgí. „Þetta veröur náttúrlega mjög krefjandi en spennandi í leið- inni.“ Runólfur Birgir segist vera áhugamaöur um alla tónlist, bæði popp, jass og klassík. „Reyndar viöurkenní ég það að áhuginn beinist alltaf meira og meira að klassíkinni en ég mun aldrei gera lítiö úr annarri tónlist“ Tónlist og fjölskyldan Áhugamál Runólfs Birgis eru tónlist og fjölskyldan. „Mítt líf hefur að mestu snúist um vinnu, tónlist og fjölskylduna. Mottóið í lílinu er að sinna börnunum mín- um vel.“ RunóHúr Birgir á sér tvennan uppáhaldsmat. Annars vegar is- lenska kjötsúpu og hins vegar heitt hangikjöt. Runólfur Birgir er kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur mynd- menntakennara og þau eiga þrjár dætur á aldrinum 2ja til 14 ára. -ns Pharmaco og Sanitas saman um gosframleiðslu: Pharmaco afgerandi í þessu samstarf i „Það er verið að ganga frá stofnun hins nýja hlutafélags þessa dagana. Ég get ekki tjáð mig nákvæmlega um magn hlutaijár eða hlutdeild aðil- anna að svo stöddu en Pharmaco verður afgerandi aðili í þessu sam- starfi," sagði Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri Pharmaco, í samtali viðDV. Pharmaco og Sanitas undirrituðu samkomulag sín á milli, á sunnudag, um stofnun nýs hlutafélags. Þetta nýja hlutafélag mun taka við gos- drykkjaframleiðslu Sanitas um næstu áramót, þar á meðal fram- leiðslu á Pepsi Cola. Sindri sagði að tilkynning um hið nýja fyrirtæki væri gefin út nú til að binda enda á óvissu starfsfólks Sanitas en því var öllu sagt upp um síðustu mánaðamót. Aðspurður sagði Sindri að Pharmaco hefði ekki sýnt annarri framleiðslustarfsemi Sanitas eða Viking brugg áhuga. Útþensla Pharmaco Lyfjafyrirtækið Pharmaco, sem stofnað var 1956, færir stöðugt út kvíarnar. Fyrirtækið er með um 50 prósent af lyfjamarkaönum á ís- landi. Árið 1960 var stofnuð sérstök lyfjaframleiðsludeild innan fyrir- tækisins sem síðar, 1981, var breytt í fyrirtækið Delta hf. I ár hefur útþensla Pharmaco tekið verulegan kipp. í upphafi árs keypti Delta lyfiafyrirtækiö Tóró hf. og framleiðir nú 75 prósent allra lyfia á íslandi. Nýlega keypti Delta síðan meirihluta í Sápugerðinni Frigg hf. í Garðabæ. Fyrir nokkrum vikum keypti Pharmaco fyrirtækið íslensk mat- Nýja fyrirtækið mun taka við gos- drykkjaframleiðslu Sanitas. Nei - þetta kémst ekki. Óhappið varð þegar verið var að flytja nýja skurðgröfu til Hellissands um helgina. Vörubil- stjórinn ók með gröfuna undir brúna við Bústaðaveg en það munaði greinilega töluvert miklu að hún kæmist. Einhverjar skemmdir urðu á gröfunni. DV-mynd S Yfimefnd ákvað lágmarksverð á fiski: Störf Verðlagsráðs eru skrípaleikur segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins „Við treystum okkur ekki til að taka þátt í störfum Verðlagsráðs í framtíðinni því við teljum að þau séu skrípaleikur. Við viljum minna á að samningar sjómannafélaganna eru óafgreiddir og ákvörðun yfimefndar um lágmarksverð á fiski Verðlags- ráðs mun ekki auðvelda okkur að fá kjarasamningana samþykkta þar sem sjómenn vora búnir að sam- þykkja að fiskverö yrði annaðhvort gefið frjálst eða markaðstengt,“ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands. Ákvörðun um almennt fiskverð var vísað til yfimefndar Verölags- ráðs sjávarútvegsins í gær eftir að ekki náðist samkomulag í ráðinu. A fundi Verðlagsráðsins rofnaði samstaða fiskkaupenda og sjómanna um fijálst fiskverð og fulltrúar sjó- manna í Verðlagsráði, þeir Helgi Laxdal og Óskar Vigfússon, neituðu að taka þátt í störfum yfimefndar þar sem báðir eru sammála um að fiskverð verði gefið frjálst eða mark- aðstengt. Um fiskverðsákvörðun varð síðan samkomulag í yfirnefndinni milli fulltrúa fiskkaupenda, þeirra Árna Benedikstssonar og Bjarna Lúðvíks- sonar, og fulltrúa útvegsmanna, Kristjáns Ragnarssonar, en odda- maður nefndarinnar, Þórður Frið- jónsson, sat hjá við afgreiöslu máls- ins. Almennt lágmarksverð gildir aft- urvirkt frá og með 1. desember til 15. september 1991. Fiskverð var hækk- að frá l. desember um 2,83 prósent, 1. mars 1991 hækkar það um 2,5 pró- sent, 1. júní 2,0 prósent, með þeim fyrirvara þó að hækki laun almennt um meira en 2 prósent þann 1. júní 1991 áskilur yfimefndin sér rétt til þess að endurskoða fiskverðshækk- unina frá sama tíma. „Við teljum að fulltrúi LÍÚ hafi orðið að lúta ofurvaldi fiskkaupenda innan síns sambands og þar með hafi hann bakkað með tillögur sínar um fijálst fiskverð," segir Óskar. -J.Mar væli hf. í Hafnarfirði og síöar niður- suðuhlutann í Norðurstjörnunni í Hafnarfirði. í síðasta mánuði yfirtók Pharmaco rekstur fiskeldisstöðvar- innar Laxalindar á Vatnsleysuströnd en hún varð gjaldþrota í haust. Stjórnarformaður Pharmaco er Werner Rasmussen, apótekari og eigandi Ingólfsapóteks. Hann situr einnig í stjórn Delta hf. -hlh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 2-3 Ib Sparireikningar 3jamán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb 6 mán. uppsögn 3,5-4 ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5 Ib 18mán. uppsögn 10 ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb Sértékkareikningar 2-3 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3;25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,5-7 Ib.Lb Sterlingspund 12-12,5 Bb Vestur-þýsk mörk 7-7,6 Sp Danskarkrónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 12,25-13,75 Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupaenqi Almennskuldabréf 12,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17,5 Allir nema Ib Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb Utlán til framleiðslu Isl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb SDR 10,5-11.0 Lb.Sb,- Bb Bandarikjadalir 9,5-10 Sb.Bb Sterlingspund 15-15,5 Lb.Ib Vestur-þýskmörk 10-10,7 Bb.Sb Húsnæðislán 4.0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Óverötr. nóv. 90 13,2 Verðtr. des. 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala des. 2952 stig Lánskjaravísitala nóv. 2938 stig ■ Byggingavisitala nóv. 557 stig Byggingavísitala nóv. 174,1 stig Framfærsluvísitala nóv. 148,2 stig Húsaleiguvísitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,215 Einingabréf 2 2,826 Einingabréf 3 3,430 Skammtímabréf 1,753 Auðlindarbréf 1,014 Kjarabréf 5,154 Markbréf 2,743 Tekjubréf 2,038 Skyndibréf 1,534 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,500 Sjóðsbréf 2 1,783 Sjóðsbréf 3 1,739 Sjóðsbréf 4 1,499 Sjóðsbréf 5 1,049 Vaxtarbréf 1,7645 Valbréf 1,6560 Islandsbréf 1,084 Fjórðungsbréf 1,059 Þingbréf 1,084 Öndvegisbréf 1,075 Sýslubréf 1,090 Reiðubréf 1,066 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 688 kr. Eimskip 585 kr. Flugleiðir 259 kr. Hampiðjan 180 kr. Hlutabréfasjóður 183 kr. Eignfél. Iðnaöarb. 193 kr. Eignfél. Alþýóub. 145 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 143 kr. Eignfél. Verslunarb. 143 kr. Olíufélagiö hf. 610 kr. Grandi hf. 230 kr.. Tollvörugeymslan hf. 112 kr. Skeljungur hf. 670 kr. Ármannsfell hf. 245 kr. ' Útgerðarfélag Ak. 360 kr. Olís 210 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, íb = lslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.