Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Andlát Ágúst H. Kristjánsson, fyrrverandi lögregluþjónn, Akralandi 3, lést 14. desember. Margrét Magnúsdóttir, Einigrund 36, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 14. desember. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju, Reykjavík, föstudag- inn 21. desember kl. 10.30. Kristinn Vigfússon, Skálagerði 5, Reykjavík, andaðist mánudaginn 3. desember á hjartadeOd Landspítai- ans. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svava Sveinsdóttir, sem lést sunnu- . daginn 9. desember sl„ verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 19. desember kl. 13.30. Útför Guðbjargar Stígsdóttur fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 19. desember kl. 10.30. Guðveig Magnúsdóttir, Hringbraut 99, Reykjavík, verður jarðsungin frá Nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtu- daginn 20. desember kl. 15. Minningarathöfn um Unni Björns- dóttur, frá Þórshamri, Skagaströnd, Bræðratungu 19, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 14. desember, verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. desember kl. 11.30. Jarðsett verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 21. desemb- er kl. 14. Gunnar Níels Sigurlaugsson frá Grænhóli, Hlégerði 2, Kópavogi, er lést 11. desember, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 20. desember kl. 13.30. Einar J. Skúlason er látinn. Hann fæddist 13. janúar 1918 á Söndum í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón J. Skúlason og Salome Jóhannesdóttir. Einar hélt ungur til náms til Danmerkur og Svíðþjóðar og lauk prófi frá Iðnskóla í Kaupmannahöfn árið 1939. Sama - ár stofnaði hann eigin skrifstofuvéla- verslun og vinnustofu sem hann rak til ársins 1984. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristjana Þorkelsdóttir. Þau áttu einn kjörson. Útför Einars verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Heimsókn jólaveina í Þjóð- minjasafnið Á morgun kl. 11 kemur Skyrgámur í heimsókn á Þjóðminjasafnið. „Með mannúð til friðar“ Alþjóðleg kvikmyriilahátíð Rauða kross Búlgaríu verður haldin í 14. skipti dagana 25. maí til l.'júní nk. í Varna. Kjörorð hátíðarinnar, sem nú er orðin vinsæl um heim allan, eru „Með mannúð til friö- ar“. Á síðustu kvikmyndahátíð tóku 55 lönd þátt í hátíðinni og 6 alþjóðasamtök. Alls bárust 353 myndir og þar af voru valdar 141 mynd til sýningar. Myndirnar á hátíöinni þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 1990. Þær eiga að fjalla um Rauða kross starf, heilbrigði, vistfræði eða mannúðarmál. íslendingum býðst aö taka þátt í hátíðinni og þurfa þátttökutil- kynningar aö berast til The Festival Directorate í Sofia eigi síðar en 1. febrúar nk. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Rauða kross íslands, Rauðar- árstíg 18, Reykjavík, s. 91-26722. Tónleikar Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða haldnir miðvikudaginn 19. des- ember í Hallgrímskirkju og hefjast kl. 20.30. Þar verða flutt þrjú verk, Magnific- at og Jólasagan eftir Heinrich Schutz svo og einsöngskantatan Jauchzet Gott eftir J.S. Bach. Flytjendur eru auk Mótettu- kórs Hallgrímskirkju einsöngvararnir Marta Halldórsdóttir sópran, Guðrún Finnbjarnardóttir alt, Gunnar Guð- bjömsson tenór og Sigurður Steingríms- son bassi auk hljómsveitar sem saman- stendur af tveimur trompetum, tveimur blokkflautum, þremur básúnum, fagotti, strengjum og orgeli. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson. Þetta eru fyrstu tónleikar á dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju á 9. starfsári, sem hófst í byrjun aðventu. í tilefni af útkomu hljómdisks með söpg Mótettukórs Hallgrímskirkju verður tón- leikagestum boöið að kaupa hann á sér- stöku verði. Miðar á jólatónleika Mót- ettukórsins eru til sölu í Hallgrímskirkju daglega kl. 10-18 og við innganginn. Fyrirlestur Fræðslumiðstöðin Æsir mun standa fyrir fyrirlestri í kvöld, þriðjudaginn 18. des- ember kl. 20.30 aö Brautarholti 8. Fjöl- breyttur hópur fólks mun kynna starf- semi og leiða gestina inn í andlegan reynsluheim sinn. í kvöld mun Leifur Leópoldsson, sem er skyggn vökumiðill, tala um reynslu sína af yfimáttúrlegri skynjun. Leifur „sér“ áru fólks og getur skyggnst inn í fyrra líf og „séð“ hvemig tiltekin reynsla úr fyrri lífum eflir eða takmarkar okkur í þessu lífi. Hann bend- ir einnig á leiðir til þess að hreinsa karma úr fyrri lífum. Hann mun „miöla“ upp- lýsingum um ofangreind atriöi til þeirra sem vilja. Einnig verður kynning á lófa- lestri, rithandargreiningu og túlkun stjörnukorta. Aðgangseyrir 900 kr. Boðið upp á veitingar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fundir Kvenfélagið Seltjörn Jólafundur kvenfélagsins Seltjamar verður 1 félagsheimilinu þriðjudaginn 18. desember kl. 20.30. Munið jólapakkana og smákökumar. Tapað fundið Læða tapaðist Alsvartur angórablendingur týndist frá Grettisgötu 19 sl. laugardagsmorgun. Læðan er fimm mánaða og frekar smá- vaxin. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkomin þá vinsam- legast hringið í síma 13732. Nýjar bækur Jólasveinaprakkarar og sögur fyrir svefninn nr. 2 Hörpuútgáfan hefur gefið út tvær nýjar sögusnældur fyrir börn. Sögumaöur er Heiðdís Norðfjörð. Barnasögur á snæld- um njóta vaxandi vinsælda og em kær- komin hvíld frá sjónvarpi, einnig auka þær tilfmningu barnanna fyrir íslensku máli. Flutningur Heiðdisar Norðijörð er vel kunnur og glæðir sögumar lífi og eykur þannig gildi þeirra. Um tónlist sér Gunnar Gunnarsson, tæknimaöur Björn Sigmundsson, RÚVAK. Hljóðritun: Hljóðriti, Hafnarfirði. Myndskreyting: Brian Pilkington. Vörustjórnun - Bók um hagræðingu ífyrirtækjum Iðntæknistofnun íslands gaf nýlega út bókina Vömstjómun. í henni er lýst hvemig stjóma má vöruflæði fyrirtækja, frá hráefnisbirgja til endanlegs notanda vörunnar. Fjallað er um hvernig skipu- lögð vömstjórnun getur haft í fór með sér verulegan spamað og hagræðingu. Bókin höfðar einkum til stjómenda fyrir- tækja og þeirra sem bera ábyrgð á fram- leiðsluskipulagningu og birgðahaldi. Höfundur bókarinnar er Oskar B. Hauks- son verkfræðingur. Hún er 110 bls. og vandlega innbundin. Bókin er skrifuð á málfari sem allir ættu að skilja og skotið hefur verið inn í textann skýringarmynd- um þar sem það á við. Iðnþróunarsjóöur styrkti útgáfuna. Bókin er fáanleg í bóka- verslunum og hjá Iðntæknistofnun. Jarðarfarir Finnið f imm vitleysur Það þýðir ekkert annað en að vera í toppformi þegar menn standa í kosningabaráttu svo til annað hvert ár. Það veit danski försætisráðherrann, Poul Schluter, mætavel. Sá danski virðist í toppþjálfun og geysist áfram á 10 gíra hjólhesti sínum. Vegna hraðans reyndist erfitt fyr- ir listasnilling jólasveinanna að ná öllum smáatriðum með þegar hann málaði hann Schluter. Hins vegar lét hann löngu þekkt ímyndunarafl fylla í eyðurnar og útkoman er í samræmi við það - afar skrautleg. En það er þetta með vitleysumar. Sem fyrr hefur listasnillingurinn klúðrað verk- inu með því að mála fimm vitleys- ur. Það er ykkar verk, lesendur góðir, að fmna þessar vitleysur. Setjið hring um vitleysumar 3. verðlaun í jólagetraun DV er þetta glæsilega Goldstar CD 3005 ferðaútvarpstæki með geislaspilara og kassettutæki. Tækið er frá Radíóbúðinni og er að verðmæti 19.900 krónur. fimm og klippið myndina út. Geymið hana ásamt hinum átta sem þegar hafa birst. Á morgun birtist 10. og síðasti hluti jólagetraunar DV þetta árið. Með þeim hluta mun fylgja reitur fyrir nafn og heimilsfang þátttak- enda. Á morgun stingið þið öllum 10 lausnunum í umslag, merkið það „Jólagetraun" og sendið til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Þeir sem vilja skila lausnunum inn sjálflr geta stungið þeim í sér- stakan kassa á afgreiðslu blaðs- ins. Frestur að skila lausnunum er til 28. desember. í ár eru löng jól og því best að senda lausnirnar til okkar fyrir jól. Dregið verður í jólagetraun DV 2. janúar og listi yfir vinningshafa birtur daginn eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.