Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Utlönd Hættan á aö Sovétríkin liðist í sundur hefur aldrei verið meiri en nú. Mörg lýðveldanna virðast stefna að sam- bandsslitum. Teikning Lurie Sovétlýðveldin rísa upp gegn Gorbatsjov: Forsetinn spáir blóðugum átökum - hljóti nýr sambandssáttmáli ekki samþykki Michail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, ætlar aö halda fast við hug- myndir sínar um nýjan sambands- sáttmála fyrir Sovétríkin þrátt fyrir aö mörg lýðveldanna hafi mótmælt hugmyndum hans kröftuglega. Full- trúar Moldóvu gengu lengst í gær ’með því aö víkja snúðugt af fundi fulltrúaþingsins. « i Gorbatsjov sagði eftir ótök gær- dagsins áð óhjákvæmilegt væri að einn maður hefði yfirstjóm ríkisins á hendi. Hann sagði að hugmyndir sínar um samband lýðveldanna væra ekki aðeins nauðsynlegar til að koma í veg fyrir klofning Sovét- ríkjanna heldur einnig til að afstýra blóðugum átökum. Þrátt fyrir ákveðnar yfirlýsingar er Gorbatsjov mikill vandi á hönd- um. Vaxandi óánægja er í Mið-Asíu- lýðveldinum með miðstjórnina í Moskvu. Þá eru Eystrasaltslýðveldin ákeðin í að aúka sjálfstæði sitt og sömuleiðis Moldóva. Sundurþykkja eykst því stööugt þrátt fyrir allar til- raunir til að veija samband lýðveld- anna og aukin völd forsetans. Moldóvar eru ósáttir við að Gor- batsjov beitti sér ekki af hörku gegn sjálfstæðiskröfum minnihlutahóps innan lýðveldisins og dró þannig úr völdum og áhrifum Moldóva sjálfra. Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna telja að þjóðum þeirra hafi verið þröngvað með hervaldi til að ganga í Sovétrík- in og vilja því ná sjálfstæði á ný í áföngum. í Mið-Asíifiýðveldunum er það skoðun margra að löndin þar hafi áratugum saman verið arðrænd af Rússum. Þar vilja menn nú nota hvert tækifæri til aðrétta hlut sinn. Sterkustu lýöveldin í Sovétríkjun- um eru hka óánægð með sinn hlut. Rússar og Úkraínumenn segjast léggja meira til ríkisheildarinnar en önnur lýðveldi og vilja fá áhrif í sam- ræmi við það. Nái Gorbatsjov ekki samkomulagi við leiðtoga þessara tveggja lýðvelda er honum nauðugur einn kostur, að gefa hugmyndir sínar um nýjan sambandssáttmála upp á bátinn. Reuter 28 ' FLATUR FERKANTAÐUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐIAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKl, TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTAIARA. SVEFNROFI. Utanrikisráðherrarnir á fundi NATO í Brussel segja að Sovétmenn hafi ekki gefið upp öll hergögn sín. Símamynd Reuter Telja Sovétmenn fela skriðdreka SÉRTILBOÐ KR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20” MONO M/FJARST. TILB. 35.950.- stgr. RETTVERÐ 42.750,- sigr. 14" MONO M/FJARST. TILB. 25.950.- stgr. RETT VERÐ 30.500.- sigr. 10” 12 VOLT OG 220 VOLT í SUMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ . TILBOÐ 33.950.-stgr. RÉTTVERÐ 38:000,- sigr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA 3B Afborgunarskiímálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN Á fundi utanríkisráðherra NATO í Brassel kom fram mikil óánægja með að Sovétmenn hafi farið í kring- um nýgert samkomulag um samdrátt í heföbundnum herafla í Evrópu með því að flytja hersveitir austur fyrir Úralfiöll en samningurinn nær ekki til þess svæðis. Efasemdir af þessu tagi komu fyrst fram meðan verið var að ganga frá samningnum í haust. Þá var ákveðið að horfa fram hjá sögusögnum um herflutninga til austurs. Nú hefur málið verið tekið upp að nýju þegar fyrir dyram stendur að semja einnig um Kjarnavopn. Mál þetta getur haft áhrif í einstök- um ríkjum NATO þegar kemur að því að afvopnunarsamningurinn verður ræddur á þingum þeirra. Stjómin í Moskvu hefur tekið vel í að kanna á ný hvaða herafla þeir hafa. Sovétmenn hafa ekki neitað ásökunum um að upplýsingar þeirra um heföbundinn herafla hafi veriö rangar en vilja gera sem minnst úr máhnu og kenna ónákvæmum skýrslum um að einhveiju munar. Þá er einnig deilt um hvort hergögn sem tilheyra sjóhemum en eiga að notast á landi skuh teljast með. Sov- étmenn segja að ekki hafi verið sam- ið um afvopnun á höfunum enn og því skuU landgönguprammar ekki teljast meö í samningunum sem gerður var í haust. Leiðtogar NATO era á öðra máli enda er ekki mikfil munur á skriðdrekum sem nota á til innrása af sjó og öðrum skriðdrek- um. Reuter I>V Fyrruin borgarstjóri New York, Ed Koch. f Símamýnd Reuter Palestínumenn köstuðu í gær gijóti aö Ed Koch, fyrrum borgarstjóra New York, er hann var á ferð um gamla borgarhlutann í Jerúsalem. í fylgd með Koch var borgarstjóri Jerúsalems, Teddy Kollek. Gengu þeir án lögreglufýlgdar um þröngar götur í markaöshverfi araba þar sem all- ar verslanir vora lokáðar vegna allsheijarverkfalls. el frá því að Persaflóadeilan reis og meiri órói varð á herteknu svæðunum í kjölfar morða ísraelskra lögreglumanna á áfián Palestínuraönnum á Musterishæðinni í Jerúsalem. Myrtlr vegna yf irhafnar Dýr yfirhöfn er nú orðin tilefni til morðs í New York. Þeir sem eru í pelsum eða nýtísku leðurjökkum eiga nú á hættu að láta lífíð fyrir. Frá desemberbyijun hafa fimm manns veriö myrtir og fiórir særðir vegna dýrra yfirhaíha. Talsmaöur lögreglunnar í New York segir að áður hafi það komið fyrir að menn hafi veriö myrtir fyrir íþróttaskóna sem þeir voru með á fótun- um eða vegna þess aö árásarmaöurinn hafi vfijað komast yfir gullskart- grip sem þeir báru. Alls hafa tvö þúsund morð verið framin í New York það sem af er þessu ári og meðal fórnarlambanna er tugur barna sem óvart varð fyrir skoti byssumanna. Þó svo að fáir hafi verið handteknir er það skoðun lögreglunnar að árásarmennirnir séu unglingar eða ungir menn. Lögreglan segir að best sé að veita ekkert viðnám. Það hafi þó reyndar komið fyrir að maður hafi verið skotinn eftir að hann Iét af hendi jakkann sinn. Reyndar eru leðuijakkar einnig notaðir til að bjarga mannslifum í New York. Tveir menn björguðu ungbarni úr brennandi húsi á mánudaginn með því aö grípa það meö leðuijakka eftir að móðir þess haföi fleygt því ÚtUmglUgga. Reuter Hundurbjargarbarni Sandra Rodriguez, sem er tæpra tveggja ára, týndiat á sunnudagskvöld- íö í bænum Lugo á Spáni. Þar hefur verið fremur kalt í veðrf en hund- ur litlu telpunnar hélt á hennf hita um nóttina. Snemma á mánudags- morgun fundust þau bæði hell á húfi og virtist ekki hafa orðið meint af útiviatinni um nóttina. Simamynd Reuter Hættir við sfjórnarmvndun Jan 01s2ewski, lögfræðingur Samstöðu, kvaðst í gær hafa hætt. stjórnarmyndunarviðræðum vegna ágreinings við Lech Walesa, fyrrum leiðtoga Samstöðu og ný- kjörinnforseta Póllands. Olszewski greindi ckki nánar frá hvað bæri á milli. Ekki þykir ljóst hvern Walesa muni biðja næst um að mynda stjórn. Heimfldarmenn Samstöðu sögðu um helgina að hinn nýkjörni forseti hefði einnig farið þess á leit við kaupsýslumanninn Jan Krzys- ztof Bielecki og hægri sinnaða sfiómmálamanninn Antoni Mad- Jan Olszewski, lögfræðíngur Sam- erewiczsaðþeirhæfuviöræöurum stöðu. simamynd Réuter myndun nýrrar sfiórnar. Fráfarandi forsætisráðherra, Tadeusz Mazowiecki, tilkynnti afsögn sina eftir ósigur í fyrrí umferð forsetakosninganna. NámuslysíPóllandi Qflug gassprenging varð í kolanámu seint í gærkvöldi nálægt Katowice í suðurhluta Póllands. Að minnsta kosti fiórir menn létu lifið í sprenging- unni og þrjátíu og þrir vora fluttir slasaðir á sjúkrahús. í nótt var ekki vitað hversu margra væri saknað. Að því er sagði í frétt PQlska útvarpsins voru um sextíu manns við vinnu í námunni er spreng- ingin varð. I síðustu viku létu fiórir námuverkamenn lífið við hrun í námu nálægt Katowice. Koch grýttur í Jerúsalem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.