Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 33 LífsstOI Bjórinn dýrastur hér á landi íslendingar og Norömenn eru meö hæst verð á bjór allra landa í veröld- inni. Hver flaska af Löwenbráu, sem er algengasti bjórinn hérlendis, kost- ar 132 krónur. Nórðmenn eru með tvo styrkleika. Bjórflaska í styrkleik- anum 6,2% kostar 141 íslenska krónu en flaska í styrkleikanum 4,7%, sem - Norðmenn fylgja fast á eftir er nokkkum veginn sambærilegur viö íslenska bjórinn, kostar töluvert minna eða 85 krónur. Flaskan af Löwenbráu er 5% að styrkleika. Samkvæmt frétt norsku fréttastof- unnar NTB halda Norðmenn því fram að hvergi sé bjór dýrari úr verslun en hjá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem frændþjóðir okkar í Skandinavíu gleyma að taka ísland með í reikninginn. Norðmenn virð- ast ekki hafa kynnt sér verðlag á bjór hérlendis. Með einfoldum saman- burði má auðveldlega sjá að bjór er töluvert dýrari hér á landi. Ef skoðaðar eru verðhækkanir á áfengi frá því bjórinn var leyfður hérlendis kemur í ljós að bjór hefur hækkað um 13 af hundraði (frá vori 1989). Á sama tíma virðast sterk vín hafa hækkað öllu meira. íslenskt brennivín hækkar frá 1400 í 1590 (14%), Smirnoff vodka úr 1730 í 2010 (13%), Johnny Walker viskí úr 2070 Þessir piltar kippa sér ekki upp við það þótt verð á bjór sé hátt hér á landi. í 2490 (20%) og Gordons gin úr 1920 í 2240 (17%). Létt vín virðast hins vegar hafa fraumilch hvítvín er á 590 sem er hækkað minna, Anháuser Lieb- sama verð og vorið ’89 og Piat de Neytendur Beaujolais hækkaði úr 790 í 860 krón- ur sem samsvarar 9% hækkun. Hér á landi ráða gengisbreytingar og flutningsgjöld miklu um verðbreyt- ingar á áfengi. Norðmenn hafa beitt öðrum aö- ferðum við verðhækkanir á áfengi. Þeir hafa lengi reynt að stýra hjór- neyslunni í ákveðinn farveg með verðlagi. Með því að hafa mikinn verðmun á 4,7% bjórnum og þeim sterkari (6,2%) hefur þeim nánast tekist að útrýma sterkari tegund- inni. Nýlega tóku Norðmenn einnig upp á því að gera strangari lög um sölu sterks bjórs. Áður var hægt að velja hann úr hillum í búðum, nú þarf að fá afgreiðslumann til að tína hann til fyrir viðskiptavinina. Forstöðumenn bruggverksmiöja í Noregi kvarta mjög yfir verðlags- stefnu stjórnvalda í bjórmálum. Þeir benda á að bjór hefur hækkað langt fram yfir almennar hækkanir á neysluvörum. Auk þess hefur bjór- inn hækkað meira en aðrar vinteg- undir í Noregi og þaö eiga framleið- endur bjórs erfitt með að sætta sig við. Þróunin er enda sú að innfluttar víntegundir vinna á á markaðnum gagnvart norska bjómum í Noregi. Enn sem komið er láta íslenskir bjórneytendur ekki háa verðið slá sig út af laginu, en ef þróunin yrði svip- uð hér á landi og hjá frændum okkar Norðmönnum er ekki ólíklegt að bjórneysla minnki í samanburði við aðra drykki. ÍS Afgreiðslutími verslana um hátíðamar: Opið flesta daga til 22 - Hagkaup Eiðistorgi með opið á Þorláksmessu Verslanir verða almennt opnar lengur síðustu dagana fyrir jól eða allt til klukkan 22 en almennt verður lokað í verslunum á Þorláksmessu. Hagkaup Eiðistorgi verður þó meö opið frá 13-18 á Þorláksmessu. Dagana 20.-22. desember verða flestar verslanir með opið frá 9 til 22 en verslanir í Kringlunni verða þó ekki opnaðar fyrr en kl. 10 að morgni. Verslanir á Laugaveginum verða þó flestar opnar til 23 þann 22. desember eins og venja er á Þorláksmessu, en vegna þess að Þorláksmessu ber upp á sunnudag verður lokað þann dag. Á aðfangadag verður opið fyrir hádegi til klukkan 12 eins og venja er. Þann 27. desember verða flestar verslanir Kringlunnar lokaðar en opið í verslunum á Laugaveginum. Sami afgreiðslutími verður þann 31. desember eins og þann 24. Síðasta virka daginn fyrir áramót, 28. des- ember, verður viðhafður venjulegur afgreiðslutími. Eftir áramót, þann 2. janúar, verða verslanir almennt lok- aðar vegna vörutalningar. ÍS Hnetukossar 120 g hveiti 50 g strásykur 70 g malaðar heslihnetur 'A tsk. salt 'A tsk. steyttur kanill Rifið hýði af hálfri sítrónu 1 eggjarauða 80 gr. kalt smjör Skreyting: 1 eggjahvíta 60 g strásykur 50 g malaðar heslihnetur 40 heilar heslihnetur Blandið hveiti, sykri, hnetum, salti, kanil og sítrónuhýði saman í skál, hvolfið á hveitistráð vinnuborð og gerið laut í miðjuna. Setjið eggja- rauðuna þar í. Skerið smjörið í þunn- ar flögur og dreifið yfir hveitið. Saxið allt saman með stórum hníf og hnoð- ið síðan í deig. Mótið deigið í sívalning, 4 sm. í þvermál. Vefjið í álþynnu og látið bíða í kæh í 30 mín. Hitið ofninn í 200° C. Smyrjið bök- unarplötuna með smjöri. Þeytið eggjahvítuna vel, bætið strásykri út í smátt og smátt. Þeytið áfram þar til hvíturnar eru gljáandi og halda lagi þegar þeytaranum er lyft upp úr skálinni. Blandið möluðu hnetun- um saman viö. Skerið deigið í 40 jafnþykkar sneið- ar sem raöað er á plötuna. Smyijið marengsdeiginu ofan á og setjið 1 heshhnetu á hveija köku. Bakið kök- umar í 12 til 15 mín. eða þar til þær eru gulbrúnar. Takið af plötunni og látið kólna á grind. Sími með simsvara Verð kr. 9.980,- Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.