Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 4
MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991. Fréttir Þjóðhagsspáin: Lántökur ríkissjóðs keyra upp raunvextina „Gangi áform opinberra aðila eftir um lántökur á innlendum lánamark- aði munu raunvextir án efa hækka á þessu ári,“ segir í nýútkominni þjóðhagsspá frá Þjóðhagsstofnun. Sjónarhom Haukur Helgason Þar segir, að í þessu felist, að vöxtum sé ætlað mjög stórt hlutverk við að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þótt vextir hafi þegar til lengdar læt- ur áhrif á fjármunamyndun og neyslu, geti sú aðlögun tekið langan tíma og krafist hárra raunvexta eins og reynslan sýnir frá öðrum þjóðum. Margt mæh með því, að ríkisfjármál- in fái aukið vægi við að viðhalda jafn- vægi í þjóöarbúskapnum. Verði láns- flár hins vegar aflað erlendis eða með yfírdrætti hjá Seðlabankanum er hætt við, að þensla myndist. „Af þessu má ljóst vera, að afar mikil- vægt er að dregið verði úr lánsfjár- þörf opinberra aðila, ef koma á í veg fyrir að raunvextir hækki úr hófi." m’i •MBTTg!-' iframleiðsla Bfllþdi. og hjá OÆCP|)Í f J jp 1 • I I í'fMLÁNÐ ;1 20 IpP V WECDy^ My// // M -4*'í | } i”' 1982 19 85 1f Grafið sýnir breytingar á framleiðslu hér á landi og í rikjum Efnahags- og farfarastofnunar Evrópu, OECD, síðustu árin. Þar sést, að framleiðslan verður í ár töluvert undir því sem hún var fyrir samdráttarskeiðið. Á grafinu er sýnt, hver verið hefur vöxtur framleiðslu síðan 1980, sem er sett við 100. - segir í þjóðhagsspánni. Bent er á áhrif hinna uppsprengdu lánsfjárlaga og sagt, að lántökur op- inberra aðila muni því nema um 65 prósentum af aukningu peningalegs sparnaðar á þessu ári samanborið viö ríflega 50 prósent í fyrra. Ljóst sé, að þessi lántökuáform muni stuðla að hækkun raunvaxta. Með samþykkt lánsfjárlaganna eykst tekjuhalli ríkissjóðs í 5,6 milljarða króna á árinu eða 1,5 prósent af fram- leiðslu í landinu, sem er meiri tekju- halli en varð á síðasta ári, segir Þjóð- hagsstofnun. Hrein lánsfjárþörf rík- issjóðs eykst um rúmlega 2,2 millj- arða króna frá fjárlögum og verður 8,1 milljarður eða 2,2 prósent af fram- leiðslunni. Þetta segir ekki alla sögu, og bendir stofnunin réttilega á, að tekjuhalli ríkissjóðs, gjöld umfram tekjur, gefi hagstæðari mynd en efni standa til. Það kemur til af því að þar segir ekki frá heildarhallanum, þar sem svo margt er fjármagnað með lánsfé. Kosningakeimur að sumu í þjóðhagsspánni segir, að eftir uppgjör virðisaukaskatts í aprílbyij- un megi ætla að yfirdráttur ríkis- sjóðs við Seðlabankann verði um 7 milljaröar króna. Yfirdrátturinn hafi vaxið hröðum skrefum og enginn yfirdráttur hafi verið í árslok 1990. DV greindi í gær frá helstu niður- stöðum þjóðhagsspár að ööru leyti. Þannig á framleiðslan í ár að vaxa um eitt prósent frá því í fyrra og tekj- ur þjóðarinnar að vaxa um 2,1 pró- sent. Þaö er svipaður hagvöxtur, vöxtur framleiðslunnar, og spáð er í iðnríkjunum í heild á árinu í ár. Neysla og fjárfesting verði samtals 1,4 prósent meiri en í fyrra og þjóðar- útgjöld alls 1,9 prósent meiri. Hallinn á viðskiptum við önnur lönd verði nokkru minni en í fyrra, eða 2,4 pró- sent samanborið við 2,7 prósent í fyrra. Þjóðhagsstofnun spáir 6-7 prósent verðbólgu í ár. Segja má, að það beri kosningakeim að birta þá spá rétt fyrir kosningar, þar sem spáin gerir ráð fyrir minni verðbólgu en flestar aðrar spár í seinni tíð. Þannig hefur Félag iðnrekenda spáö 9 prósent verðbólgu á árinu og tímaritið Vís- bending 12 prósent. Reynslan hefur sýnt, að spár Þjóðhagsstofnunar hafa yfirleitt gert ráð fyrir mun minni verðbólgu en veriö hefur og þannig þjónað viðkomandi ríkisstjórnum hverju sinni (kannski óafvitandi). Hitt er rétt, að margt í þessari spá styður stjórnarstefnuna ekki. -HH Nýtt bindi af reyfaranum um Stöð 2: Málaferli aldarinnar í uppsiglingu? Nú virðist stefna í einhver mestu málaferli í íslensku viöskiptalífi eftir að fram kom í vikunni beiöni Fjölmiðlunar sf., en að því félagi stendur meirihluti hluthafa í Stöð 2, um að fá dómkvadda matsmenn til að kanna hvort Verslunarbank- inn hafi veitt réttar upplýsingar um skuldir Stöðvar 2 þegar þeir Fjölmiðlamenn keyptu 250 milljóna króna hlutafé í sjónvarpsstööinni. Lögmaður Eignarhaldsfélags Verslunarbankans, Jónas Aðal- steinsson, krafist þess svo fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í fyrradag að ósk Fjölmiðlunar sf. um dóm- kvadda matsmenn yrði vísað frá. Krafa Eignarhaldsfélagsins verður tekin fyrir í bæjarþinginu mánu- daginn 22. febrúar. Staðan nokkur hundruð milljónum verri Þetta mál er 'hart á móti hörðu eins og öli mál sem snúast um við- skipti. Hluthafarnir innan Fjöl- miðlunar sf., en þar eru fremstir í flokki íjórmenningarnir Jóhann J. Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Jón Ólafsson og Guðjón Oddsson, telja að skuldir Stöðvar 2 hafi verið nokkrum hundruöum milljóna meiri en Verslunarbankinn gaf þeim upp. Eignarhaldsfélagið byggir hins vegar frávísun sína fyrir bæjar- þingi á því aö Verslunarbankinn hafi ekki verið seljandi hlutabréf- anna á sínum tíma heldur íslenska sjónvarpsfélagið hf., þeir Jón Óttar, Hans og Ólafur H. Jónsson. Þá seg- ir félagið að fyrirtækið Fjölmiðlun sf. hafi ekki fundist á firmaskrá hinn 2. apríl síðastliðinn og þar af leiðandi skorti matsbeiðanda aðild- arhæfi að máhnu. Fleiri rök eru nefnd til. Þrasið um Stöð 2 og skuldir stöðv- arinnar er ekki nýtt af náUnni fyr- ir almenning. Lesendur DV hafa fylgst með þessum reyfara í bráð- um eitt og hálft ár, oft daglega. í Deilan um Stöð 2 Milljónir kr. 1500 1000 500 i i í reynd 1300 ♦ | Upplýst > f 1 800 Skuldir Eignir Deilan um Stöð 2 snýst um að Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hafi upplýst um mun minni skuldir stöðvarinnar við sölu á hlutabréfum en þær raunverulega voru. þessari umíjöllun hefur ítarlega komið fram að skuldir stöðvarinn- ar á haustdögum 1989 voru á reiki. Ballið byrjaði með dansi Hekluhópsins Ballið byrjaði í nóvember 1989 þegar DV birti fréttir af því að fyrir- tækin Hekla, Vífilfell og Hagkaup, Fréttaljós Jón G. Hauksson síöar bættust Prentsmiðjan Oddi og Bíóhöllin í hópinn, ættu í við- ræðum við Eignarhaldsfélag Versl- unarbankans um kaup á Stöð 2. Eftir nokkurra vikna viðræður birti DV 22. desember 1989 frétt um að þessar viðræður væru komnar í hnút þar sem hvorugur gæfi eftir. Ágreiningurinn var fyrst og fremst um kaupverðið á Stöð 2 vegna óvissu um skuldastöðu stöðvarinn- ar. • Hekluhópurinn svonefndi haföi ráöið til sín Símon Gunnarsson, löggiltan endurskoðenda, sem farið hafði yílr skuldastöðu Stöðvar 2 og hans mat var að skuldirnar væru meiri en Verslunarbankinn taldi þær vera. Einn úr hópnum sagði við DV á þessum tíma að „of mikið væri undir teppinu". Söguleg flugeldasýning á gamlársdag 1989 A gamlársdag, eftir sex vikna við- ræður, hófst síðan mikil flugelda- sýning í Verslunarbankanum. Um hádegisbilið á gamlársdag var Hekluhópurinn kvaddur á skyndi- fund í bankanum. Þar var hópnum tilkynnt að mál heföu þróast svo að á hluthafafundi Stöðvar 2 hefði verið samþykkt hlutafjáraukning úr 5,5 milljónum í 405 milljónir. Jafnframt aö Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hefði tekið að sér að ábyrgjast sölu á 250 milljóna króna hlut. Einnig að fyrri aðaleig- endur, Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H. Jónsson, ætluðu að út- vega hlutafé upp á 150 milljónir króna. Eftir þessar fréttir hætti Hekluhópurinn við kaupin. Á þessum tíma var talað um það í fjölmiðlum að Eignarhaldsfélagið ætti þessar 250 milljónir, að það hefði breytt skuldum í eignir vegna sameiningar bankanna íjögurra í Íslandsbanka. Svo virðist hins veg- ar ekki hafa verið samkvæmt frá- vísunarbeiðni Eignarhaldsfélags- ins í fyrrdag í bæjarþingi Reykja- víkur. Formennirnir I forystu um kaup á stöðinni Næsta skref var að formenn verslunarsamtakanna þriggja, Haraldur Haraldsson, Guðjón Oddsson og Jóhann J. Ólafsson, ásamt Jóni Ólafssyni í Skífunni, keyptu meirihlutann, 250 milljónir. Kom fram í fréttum að hugmyndin kviknaði yfir máltíð á nýárskyöldi á Hótel Holti. Þá kom hópur Ólafs H. Jónssonar og Jóns Óttar með 150 milljónir inn í stöðina. Eignar- haldsfélag Verslunarbankans var með 100 milljönir í hlutafé í stöð- inni en hlutaféð hafði verið aukið um þá upphæð. Samtals gerði þetta hlutafé upp á 505 milljónir. Samstarfssamningur til ársins 1992 Förum hratt yfir framhaldið. 22. mars 1990 var gert skriflegt sam- komulag á milli Eignarhaldsfélags Verslunarbankans og meirihlutans í Stöð 2 um að öll ágreiningsmál um skuldastöðuna væru úr sög- unni. Jafnframt aö Eignarhalds- félagið héti því aö starfa til byrjun ársins 1992 með meirihluta-hlut- höfunum og tryggja einnig að nú- verandi meirihluti héldi styrk sín- um. Þá samþykkti Eignarhalds- félagið að veita stöðinni 90 milljóna króna ábyrgð en í framhaldi af þessari ábyrgð tók íslandsbanki stöðina í viðskipti. Takið eftir að þessi samstarfssamningur Eignar- haldsfélagins og meirihlutans rennur út um næstu áramót. Eftir stendur þrætueplið Eftir stendur auðvitað sjálft þrætueplið. Hvað voru skuldir Stöðvar 2 miklar þegar hlutaféð var selt? í viðræðum við Hekluhópinn 1 nóvember 1989 var tölunni 1 millj- arði lengi vel veifað framan í hóp- inn. Síðan hækkaði hún. Rætt var um töluna 1.300 milljónir, sem raunar gerði þá næstum 1.400 millj- ónir, eftir að riftunarkrafa Páls í Pólaris var samþykkt. Heildareignir voru á sama tíma metnar á um 800 milljónir í reikn- ingum, þar af var dreifikerfið metið á um 450 milljónir og var það mest vegna einkaleyfisins á rás stöðvar- innar á metrabylgjusviðinu. Til viðbótar var lokaður aðgangur næstum 50 þúsund afruglara í landinu að dreifikerfinu talinn styrkja dreifikerfið mjög í sessi sem eign. Mismunurinn á 1.300 milljóna skuld og 800 milljóna eign er um 500 milljónir króna. Það er sú upp- hæð sem Jóhann J. Ólafsson, stjórnaformaður Stöðvar 2, segir að Verslunarbankinn hafi sagt að vantaði inn í stöðina. Reyndin var hins vegar önnur, það vantaði hundruðum milljóna meira inn vegna meiri skulda en upplýsingar hafa verið um. Um þetta atriöi snýst framhaldið og vegna þes er óskin um dómkvadda matsmenn til komin. Þetta mál veröur örugglega á dag- skrá hér í DV áfram. Þetta er reyf- ari. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.