Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Qupperneq 7
LAUGARDAGÚR 6. APRÍL '1991.
Fréttir
'Opið íþróttamót Hestaíþróttasambands íslands:
Ungknapar fjölmenntu
ogstóðusig meðprýði
Sigurvegarar í töltkeppni fullorðinna. Frá hægri: Trausfi Þór Guðmundsson, Sigurbjörn Bárðarson, Hinrik Braga-
son, Hafliði Halldórsson og Gunnar M. Gunnarsson. DV-mynd E.J.
Hestaíþróttasamband íslands stóð
fyrir opnu íþróttamóti í Reiðhöllinni
dagana 28. og 30. mars. Rúmlega sex-
tíu knapar frá átta hestamannafélög-
um tóku þátt í mótinu og var keppt
í fjórum flokkum.
Athygli vakti hve ungknapar voru
áhugasamir um þátttöku. Til dæmis
kepptu tuttugu knapar í fjórgangi
unglinga, en ekki nema sex knapar
í flokki fullorðinna.
Aðstæður hafa batnað stórlega í
Reiðhöllinni á undanförnum tveim-
ur árum, enda virðist keppnisvöllur-
inn henta sínu hlutverki vel. Verð-
laun voru glæsileg. Auk bikara og
verðlaunapeninga var kosið par í
hverjum ílokki og voru verðlaunin
stórt páskaegg. Með parinu var átt
við hest og knapa, sem þóttu glæsi-
legastir.
Margir frægir hestar komu fram.
Til dæmis sigraði Trausti Þór Guð-
mundsson á Gími í tölti og Sigur-
bjöm Bárðarson sigraði í íjórgangi á
Kraka. Helstu úrslit voru þessi:
Barnaflokkur
í fjórgangi barna sigraði Lilja Jóns-
dóttir á Gáska, Guðmar Þ. Pétursson
var annar á Mána og Gunnar Ö.
Haraldsson þriðji á Þokka.
í tölti sigraði Guðmar Þ. Pétursson
á Mána, Hulda Jónsdóttir var önnur
á Seif og Lilja Jónsdóttir, systir
Huldu, þriðja á Gáska. Guðmar Þór
Pétursson vann íslenska tvíkeppni
og varð stigahæstur knapa í barna-
ílokki.
Unglingaflokkur
Jón Þ. Steindórsson sigraði í fjór-
gangi á Hörða, Theodóra Mathiesen
var önnur á Boða og Daníel Jónsson
þriðji á Geisla. í tölti unglinga sigr-
aði Daníel Jónsson á Geisla, Mar-
íanna Gunnarsdóttir var önnur á
Kolskegg og Sigurður V. Matthíasson
þriðji á Venusi.
Guðmar Þ. Pétursson vann hlýðni-
keppni unglinga á Mána og Sigurður
V. Matthíasson var annar á Greiða.
Sigurður vann hindrunarstökk ungl-
inga á Greiða en Daníel Jónsson var
annar. Daníel vann íslenska tví-
keppni, en Sigurður olympíska tví-
keppni og varð einnig stigahæstur
unglinga.
Ungmennaflokkur
Halldór Viktorsson sigraði í fjór-
gangi og tölti ungmenna á Herði.
Hjörný Snorradóttir var önnur í fjór-
gangi á Gjafari og Egill Steingríms-
son þriðji á Karra.
Svo til sömu knapar voru í úrslit-
um í tölti ungmenna. Þar var röðin:
Halldór Viktorsson á Herði, Ólafur
Jónsson á Illuga og Skorri Stein-
grímsson á Móra.
Sigurður V. Matthíasson sigraði í
flmmgangi ungknapa á Venusi, Daní-
el Jónsson var annar á Glanna og
Logi Laxdal þriðji á Kjóa. Halldór
Viktorsson vann íslenska tvíkeppni
en Hjörný Snorradóttir varð stiga-
hæst knapa.
Fullorðnir
Sigurbjörn Bárðarson sigraði í fjór-
gangi á Kraka, Gunnar Gunnarsson
var annar á Silfurblesu og Fríða
Steinarsdóttir þriöja á Söndru.
Guðni Jónsson sigraði i fimmgangi
á Skolla, Trausti Þór Guðmundsson
var annar á Snúði og Sigurbjörn
Báröarson þriðji á Brynju.
Trausti Þór Guðmundsson sigraði
í tölti á Gími, Sigurbjörn Bárðarson
var annar á Kraka og Hinrik Braga-
son þriðji á Hrefnu.
Sigurbjörn Bárðarson sigraði í
hlýðnikeppni á Hæringi en Hulda
Gústafsdóttir var önnur á Sindra.
Sigurbjörn sigraði einnig á Hæringi
í hindrunarstökki, en Hjörný
Snorradóttir var önnur á Brjáni. Sig-
urbjörn Bárðarson varjsigursæll sem
fyrr, vann: íslenska og olympíska
tvíkeppni og varð stigahæstur
knapa.
-EJ
rá og meö 8. apríl
r Landsbanki íslands
miöbæKeflavíkur.
í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu-
bankanum hefur útibúi Samvinnubankans verið
breytt í Landsbankaútibú sem opnar formlega þann
8. apríL Landsbankinn býður viðskiptavini
velkomna í hið nýja útibú og óskar starfsfólki
s—y i* !,j ' j I >yVjLL*ÍP’/ M QV | ■■ . j
velfarnaöar undir nýju merkL
Aígiviöslutími útibúsins að Hafnargötu 57 er alla
virka daga frá kl. 9:15-16:00. Síminn er 92-112 88.
k S|; inndsbaim^v-
Æfk íslands
MM Bankl allra landsmanna
opnar Landsbanki Islands
útibú í miðbæ Keflavíkur