Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 10
10 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Myndbönd DV listinn í síðustu viku var engin vin- sældalisti birtur og er það ein ástæðan fyrir stórfelldum breyt- ingum sem verða á listanum þessa vikuna. Önnur ástæða er sú að rétt fyrir páska var gefið út mikið af vinsælum kvikmyndum sem koma inn á listann núna. Má þar nefna þrjár framhaldsmyndir og er ein þeirra, Another 48 Hours, í fyrsta sæti. Hinar tvær eru vísindaævin- týramyndirnar Robocop 2 og Gremlins 2. Aðrar nýjar myndir, sem koma inn á listann, eru gamanmyndin Heart Condition, hin harðsoðna mynd Krays-bræðranna, og ævin- týramyndin Invisible Kid. Vafa- samt er að Another 48 Hours haldi fyrsta sætinu lengi: Það eru nokkr- ar sterkar myndir sem berja á gluggann. (-) (-) (1) (-) (2) (-) (-) 8(3) 9 (-) 10(7) Another 48 Hours Heart Condition Bad Influence Robocop 2 Days of Thunder Gremlins 2 Krays Brothers Short Time invisible Kid Tremors ★★!4 Varasamir ólátapúkar GREMLINS 2 Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalhlutverk. Zach Gilligan, Phoebe Cates og John Glover. Bandarísk, 1990-sýningartimi 106 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Það er ekki oft sem fekst betur upp með framhaldsmyndir heldur en frumgerðina en svo er þó með Gremlins 2. Gremlins var hin besta skemmtun og Gremlins 2 er enn betri skemmtun. Nú er þaö ekki lítill bær sem verður fyrir hinni miklu offiölgun sem á sér stað hjá Gremlins-bangsanum ef vatn fí&fjdM \\\\We told yxfu. Kcmember the rules. You didn’t It£tcn. a GKEMLÍNS 2 kemst á litla sæta krúttið heldur er það sjálf New York. Þar finna þessir ólátapúkar nógu stórt um- hverfi í einum skýkjakljúfnum sem þeir nánast leggja í rúst á hálfum sólarhring. Aðalpersónurnar eru þær sömu og í fyrri myndinni en hafa flutt sig um set og vinna fyrir stórtækan fjármálamann sem lítur eiginlega á sjálfan sig sem guð. Það er John Glover sem fer sérlega skemmti- lega með hlutverk þessa oflátungs. Vegna slysni streymir vatnsbuna á litla krúttbangsann og út honum skoppa bræður hans sem eru hinir verstu stríðnispúkar og þegar þeir fjölga sér skríða hinir eiginlegu Gremlins úr púpum sínum og dreifa sér um skýjakljúfinn. Myndin er uppfull af fyndnum og skemmtilegum atriðum og þótt vissulega séu sum hrottafengin er eiginlega ekki annað hægt en brosa að öllu saman. Þessir púkar hafa svo innilega gaman af því að vera ótuktarlegir. Hámarki ná lætin í þeim þegar þeir komast inn á til- raunstofu þar sem verið er að gera ýmsar erfðatilraunir. Þar ná þeir sér verulega á strik. Þótt ekki sé hægt að mæla með Gremlins 2 fyrir ung börn er mynd- in hin besta skemmtun fyrir alla aðra sem hafa húmorinn í lagi og sæmilegasterkartaugar. -HK ★★ Aföðrumheimi NIGHTBREED Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjórn: Clive Barker eftir eigin hand- riti, byggt á bók hans, Cabal. Aðalhlutverk: Craig Sheffer, Anne Bobby, David Cronenberg og Charles Haid. Amerísk 1990 - sýningartími 98 mín. Bönnuó börnum innan 16 ára. Hér segir frá Boone nokkrum sem á við veruleg sálræn vandamál aö stríða. Hann er í meðferð hjá sál- fræðingi sem hjálpar honum aö berjast við martraöir sem hann fær tíðum. Þessar matraðir fialla ávallt um furðulandið Midian þar sem fiöldi furðuvera, tæplega af þessum heimi, býr fiarri heimsins glaumi. Þegar Boone er vændur um morð og þarf að flýja undan lögreglunni kemst hann að raun um að senni- lega er töfralandið Midian til og þar getur hann leitað skjóls. Cliver Barker, sem stjómar um- ræddri mynd eftir eigin sögu, þykir meðal snjöllustu rithöfunda sem rita hrollvekju- og spennubók- menntir. Honum hefur verið líkt við Stephen King og margir telja þá jafnoka. Barker færist hér meira í fang en hann ræður við með góðu móti. Það sem vel er gert em gervi íbúa Mi- dian og þau ein og sér halda mynd- inni á floti eftir því sem þaö er unnt. Sagan sjálf er þunglamaleg og ósannfærandi og minnir lítið á stíl Barkers á prenti en þar ætti hann trúlega að halda sig sem mest. Meðal leikara er skástur annar hrollvekjumeistari, David Cronen- berg, sem leikur sálfræðinginn af mikilli innlifun. Aðrir standa sig sýnu verr. Barker ætti að halda sig við bókaskrif en fóröunarmeistar- ar þeir sem hér lögðu hönd á plóg eiga mikiö hrós skiliö fyrir sitt verk. -Pá ★★★ Smáir glæpir og stórir CRIMES AND MISDEMEANORS Útgefandi: Skífan. Leikstjórn: Woody Allen eftir eigin hand- riti. Aðalhlutverk: Caroline Aaron, Alan Alda, Woody Allen, Claire Bloom og Mia Farrow. Amerisk 1989 - Sýningartimi 95 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Hver er sekur og hver er saklaus. Hið illa sem mennirnir gera mun ávallt fylgja þeim. Sá sem breytir rangt mun fá sína refsingu, hvort sem albrotið kemst upp eða ekki. Þetta er viðfangsefni leikstjórans Woodys Allen í kvikmyndinni Crimes and Misdemeanors. Hér eru sagðar tvær sögur. Önn- ur fiallar um auglækni nokkurn sem fær ekki losnað við ástkonu sína sem hótar að segja eiginkon- unni allt af létta og fletta þar með ofan af framhjáhaldinu. Augn- læknirinn getur ekki hugsað sér slíkt og fær bróður sinn, sem er vafasamur karakter, til þess að láta koma konugarminum fyrir kattar- nef en sér dálítið harkalega eftir öllu saman. Hin sagan fiallar um kvikmynda- gerðarmanninn Clifford sem fær Vaskurvélmaður ROBOCOP2 Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Irwin Kershner eftir handriti Frank Miller og Walon Green. Aðalhlutverk: Peter Weller, Nancy Green, Daniel O’Herlihy, Tom Noonan, Belinda Bauer og Gabriel Damon. Amerísk - 1990. Sýningartimi: 112 mínútur. Bönnuð börnum innan 16 ára. Fyrri myndin um vélvædda lög- regluþjóninn Robocop naut um- talsverðra vinsælda enda um frum- lega sögu að ræða og stíll Ver- hovens hins hollenska tryggði myndinni ómælda aðdáun marga kvikmyndaunnenda, Það er því í sjálfu sér eðlilegt að peningamenn hafi gengið í það mál að gera fram- haldsmynd um blikkkappann. En það er vandi að gera góða fram- haldsmynd og fátítt að þær standi fyrirmyndinni á sporði. Hér er á ferðinni hefðbundin framhaldsmynd. Ekkert frumlegt er við söguna heldur er notast við gamlar lummur úr þeirri fyrri og reynt að breiöa yfir hugmyndafá- tæktina meö gegndarlausum blóðs- úthellingum. Pjáturlöggan er söm við sig og leikarar í aukahlutverk- um reyna eftir megni að leika en tekst misjafnlega. Athygli vekur sérstaklega óviðfelldin hugmynd að gera tæplega fermdan krakka að höfuðpaur þess glæpagengis sem Robocop fæst við. Margt fleira er ekki um þetta að segja. Þetta er vond mynd um vont fólk og höfðar á subbulegan hátt til lægstu hvata mannsins. Engu að síður á þessi mynd eflaust eftir að njóta talsverðra vinsælda meðal myndbandaeigenda og er þeim ósk- að góðrar skemmtunar. -Pá C R I M E Sp AND M ISDEMEANQRS C. Á » a UN E AABQN ALAN ALDA WOODY ALLEN CI..AIR K BLQQM MIAFARROW JUANNABLEASQN ANJLUL’A HUSTQN MARTtN LANUAU jenny:nichcht, jcrry obsach SAM WAT LHaTQN C f? I M E R A N V. M f £ D E M E A N ö R ÍS"i : nnARiro «. warrc það verkefni að gera heimildar- mynd um mág sinn sem er óþol- andi leiðinlegur sjónvarpsfram- leiðandi. Vesahngs Clifford tekur verkið að sér með hangandi hendi og er að lokum rekinn. Hann kynn- ist fagurri konu sem hann verður ástfanginn af en má sjá á eftir henni í klærnar á máginum. Að vanda er það mannfólkið og allar þess fiölbreyttu ástríður sem eru Allerr hugleiknastar. Hann fer sjálfur með hlutverk Cliffords aumingjans, sem tekst ekkert al- mennilega, og gerir það frábærlega vel. Handritiö leiftrar af þeirri lág- stemmdu kímni sem Allen er vel þekktur fyrir og ekki skaðar valinn maður í hverju rúmi. Nægir að nefna auk hans Farrow í hlutverki konunnar sem þeir mágar berjast um, Martin Landau, sem er frábær í hlutverki augnlæknisins, og Alan Alda sem er bráðskemmtilega óþol- andi sem mágurinn leiðinlegi. Kvikmyndataka meistarans Svens Nykvist setur síðan punkt- inn yfir i-ið og gerir þessa mynd að sannkallaðri gersemi fyrir kvik- myndaunnendur. Inn í söguþráð- inn er fléttað fiölda skota úr göml- um kvikmyndum eins og til áherslu. Þannig notar Allen kvik- myndirnar sem slíkar sem tjáning- armiðil. Allt ber að sama brunni. Þetta er mynd sem enginn unnandi góðra kvikmynda ætti að láta fram hjá sér fara. Þó hún láti ekki mikið yfir sér og ekkert ofbeldi fangi aug- að sýnir hún, svo ekki verður um villst, hvílík meistaratök Allen hef- ur á forminu þegar liggur vel á honum. Góða skemmtun. -Pá ★★ !4 Óhugnaður neðanjarðar TREMORS Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Ron Underwood. Aðaihlutverk: Kevin Bacon, Fred Ward og Finn Carter. Bandarisk, 1990 - sýningartím i 96 m in. Bönnuð börnum innan 16 ára. Tremors er hryllingsdmynd sem lætur lítið yfir sér en veitir góða skemmtun öllum þeim sem á annað borð hafa gaman af slíkum mynd- um. Hún minnir um margt meira á eldri tegundir af hryllingsmynd- um þar sem ein ófreskja setur allt á annan endann en þær háþróuðu hryllingsmyndir á borð við Alien myndirnar sem hvað mestrar hylli njóta í dag. Kevin Bacon og Fred Ward leika tvo fafandverkamenn sem vinna að ýmsum verkefnum í eyðimörk- inni. Fljótlega í byrjun myndarinn- ar verða þeir varir við óútskýran- leg vegsummerki. Lík manna finnast og eru ótrúlega illa farin, bíll hefur verið dreginn hálfur ofan í jörðina og lík eins manns finnst uppi í rafmagnsstaur og hafði hann látist úr hungri. Skýringin kemur brátt í ljós. í eyðimörkinni, nánar tiltekið undir henni, hafa risasnákar hreiðrað um sig og fara með ógnarhraða undir yfirborðinu og ráðast á allt sem lifandi er. Myndin gerist svo aðallega í litlu þorpi sem hefur verið umkringt af risasnákum þessum og þýðir lítið að fara á milli húsa því að við hinn minnsta titring eða fótatak rjúka þeir af stað í þá átt sem hljóðið kemur úr. Þótt ekki séu tækniatriðin í myndinni mjög áberandi eru öll þau mál mjög vel leyst og í raun miklu betur leyst en í mörgum yfir- borösmeiri kvikmyndum. -HK I hefndarhug BLIND VENGEANCE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Lee Philips. Aðalhlutverk: Gerald McRaney, Lane Smith og Don Hood. Bandarísk, 1990 -sýningartími 92 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn gæti verið mottó Blind Venge- ance. Aðalpersónan er Garland Hager sem veröur vitni að því að morðingjar sonar hans eru fundnir saklausir í réttarhöldum sem fara fram í heimabæ morðingjanna. Garland, sem er vel efnaður mað- ur, ákveður að selja allt sem hægt er að selja og gefa það sem eftir er og einbeita sér eingöngu að því að þjóna réttlætinu eins og hann sér það. Hann býr sig undir hörö átök og heldur til bæjarins þar sem son- ur hans var myrtur og gætir þess vel að allir viti að hann er kominn og í hvaða tilgangi. c*c vto«ci og nær aldrei aö vera sannfærandi heild. Þá er leikararaliðið ekki mjög gott ef undan er skilinn Ger- ald McRaney sem fer ágætlega með hlutverkfóöurins. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.