Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Veiðivon Hvammsvíkin opin um helgar á næstunni Á meðan ekki er búið að selja Hvammsvík í Kjós verður opið þar um helgar. En það er íslands- banki sem rekur staðinn eins og er. Núna eru um 8000 fiskar í vatninu en um páskana veiddust 900 fiskar. Það voru veiðimenn á öllum aldri sem renndu fyrir regnbogasilunginn. Flugan hefur verið vinsæl þessa síðustu daga í Hvammsvík og þetta er góð æfing fyrir sumarið. En það styttist óðum í að þetta hefjist allt fyrir alvöru. -G.Bender Hann er vænn sjóbirtingurinn sem Olafur Þór Hauksson heldur á við Varmá, 6 punda fiskur veiddur á rækjuna. DV-mynd HH Vel veiddist af sjóbirtingi Gott veðurfar í vetur gerði þaö að verkum að sjóbirtingsveiðin byrjaði mjög vel núna. Líklega hafa veiðst um 100 fiskar fyrstu dagana sem er mjög gott. Þrátt fyrir að það sé búið að loka fyrir veiði í mörgum veiðiám á þessum tíma árs. „Það er alltaf jafn skemmtilegt að opna veiðiárnar svona snemma, þetta hefur maður gert síðustu 30 árin," sagði Haukur Haraldsson þeg- ar við hittum hann við Varmá fyrsta veiðidaginn. -G.Bender Það vakti engan fögnuð hjá stangaveiðimönnunum, sem mættu á formannafund LS, er Svend Aage lýsti því yfir að laxveiðin yrði ekki góð í sumar. DV-myndir G.Bender Svend Aage Malmberg haffræðingur: Spáir ekki góðri laxveiði næsta sumar „Eg spái ekki góðu laxveiðisumri í sumar, eins árs laxinn skilar sér illa og þaö gerir tveggja ára laxinn líka,“ sagði Svend Aage Malmberg, haffræðingur á formannafundi Landssambands stangaveiöifélaga, fyrir fáum dögum. „Sumarið 1992 verður aftur á móti miklu betra og báðir laxastofnarnir munu skila sér vel þá. Þetta byggjum við á ástandi sjávar á íslandsmiðum, ástandið í hafinu er gott núna. En ef það er slæmt árið er seiðin ganga til sjávar höfum við reynslu af því og sjáum að það er minna um endur- heimtur. Síðustu vor hafa ekki verið góð fyrir seiðin," sagði Svend Aage ílokin. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Dýr leiga Pétur Ottesen, fyrrverandi al- þingismaöur, var eitt simi stadd- ur ásamt nokkrum félögum sín- um við Genesaretvatnið. Ákváðu þeir að leigja sér bátskænu og róa út á vatnið. Er þeir töluðu við þann sem hafði með bátaleiguna að gera setti hann upp það verð fyrir emn bát að Pétur og félagar hans töldu það nálgast okur. Minnti þá leigjandi bátsins þá á að það hefði nú veriö hér sem Jesús hefði gengið á vatninu. Þá mælti Pétur; „Mig skal ekki furða þó að frels- arinn hafi gengið á þessu vatni, eins dýr og leigan á bátunum hér er.“ Skoöanimar Það kom í hlut Halldórs E. Sig- urðssonar, framsóknarmanns og þáverandi samgöngináðherra, að ráða í stöðu vitavarðar á Svalvog- um. Nokkrir framsóknarmenn voru meðal umsækjanda svo og Ólafur Þ. Jónsson sem fáir þekkja undir ööru nafni en Óli kömmi. Þaö kom framsóknarmönnum mjög á óvart er Halldór veitti Óla komma stöðuna og gengu þeir því á fund Halldórs og kröiðust skýr- inga á stöðuveitingunni. Halldór svaraði þeim með svohljóðandi orðum: „Ef ég hefði veitt einum fram- sóknarmanni stööuna hefðu hin- ir orðið sármóögaðir út í mig og því ákvað ég að veita Óla stöö- una. Menn með svona skoðanir eins og ÓU eru líka best geymdir á svona stöðum.“ Þaö þarf varla að segja frá því að framsóknarmerín héldu ahir glaðir heim af fundinum við Halldór. Kjósið D Séra Bjarni Jónsson Dóm- kirkjuprestur þótti mjög hallur undir Sjálfstæðisflokkinn. Skömmu fyrir einar kosningar var hann að messa í kirkju sinni og í lok messunnar sagði hann skýrum rómi: „Kjósiö D. Kjósið D. Kjósið Drottin.“ Finnur þú flmm breytingai? 99 Nafn:........ Heimiiisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 99 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir nítug- ustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Ásta Ástvaldsdóttir, Asparlundi 1, 210 Garðabæ. 2. Vigdís Þorsteinsdóttir, Lækjargötu 10, 530 Hvammstanga. Vinningarnir verða sendir heim. V>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.