Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 4
4 c MÁNUDAGUR15.!APRÍDTl'9ðÍJ / Fréttir ■ Kolsvartan reykjarmökkinn lagði upp af brennandi húsinu. 4 Stórbruni á Selfossi: Áttum f ótum fjör að launa - sagði Ingó]fur Þorláksson bakarameistari Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Kjötvinnslu- og brauðgerðarhús Kaupfélags Ámesinga á Selfossi brann til kaldra kola á laugardags- morgun. Það var um klukkan 7.00 að eldur kom upp í bakarofni brauð- gerðarinnar en þar voru þrír starfs- menn K.Á. við störf. „Það varð gríðarleg sprenging í ofninum og bakaríið varð alelda á svipstundu," sgði Ingólfur Þorláks- son bakarameistari. „Við áttum fót- um okkar fjör að launa, það varö ekki við neitt ráðið, við hiupum bara út. Það var sárt að sjá svona gott hús verða eldi að bráð, svo til nýuppgert með nýjum tækjum.“ Það er ljóst að um stórtjón er að ræða. Húsið, sem era um það bil 500 m2 að fjatarmáli á tveimur hæðum, er mjög illa farið, ef ekki ónýtt. í húsinu voru brauðgerð og kjöt- vinnsla Kaupfélags Ámesinga og hjá þessum deildum unnu rúmlega tutt- ugu manns. Húsið stóð fyrir aftan gamla verslunarhúsið og hefur þjón- að viðskiptavinum félagsins í fjöl- mörg ár. „Það er ljóst að þama hefur orðið tugmilljóna tjón,“ sagði Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri. „Þessi brani veldur röskun á starfsemi kjöt- vinnslu og brauðgerðar. Hjá þessum deildum vinna tuttugu starfsmenn og munum við leggja áherslu á að finna leiðir til að færa þetta fólk á milli deilda eða fyrirtækja. Húsið var nokkuð vel tryggt en um það hvað við gerum í uppbyggingarmálum þessara deilda get ég ekki sagt á þess- ari stundu. Ég vil nota tækifærið og þakka slökkviliðsmönnum fyrir þeirra framgöngu. Þeir lögðu á sig mikla vinnu í baráttunni við eldinn." Salur kjötvinnslunnar sprakk: Þeyttumst í gólfið og þakið lyftist af húsinu - sagði Amlaugur Bergsson slökkviliðsmaður Kristján Einaisson, DV, SeKossi: „Það var ákveðið að ég og félagi minn, Kristján Pétursson, færum inn í hús kjötvinnslunnar til að veija það frá því að verða eldinum að bráð,“ sagði Arnlaugur Bergsson, slökkvi- hðsmaður á Selfossi, þegar hann var spuröur um lífshættulega ferð þeirra félaga inn í brennandi húsið. „Það var enginn eldur í þessum helmingi hússins nema í þakinu. Við fórum inn með slöngu vel búnir reykköfunartækjum til þess að veija það frá frekara tjóni. Viö vorum rétt komnir að afgreiðsluborðinu þegar mikil sprenging varð í sal kjötvinnsl- unnar með þeim afíeiðingum að við Stjáni þeyttumst í gólfið. Við skrið- um síðan út þegar viö höfðum áttað okkur á hlutunum,“ sagði Arnlaug- ur. „Það er engin spuming að ef við hefðum verið komnir aðeins lengra inn hefði ekki þurft að reikna með okkur hérna megin lífs. Sprengingin var ógnarleg og þrýstingur var svo mikill að þakið á húsinu lyftist. Jú, auðvitaö brá okkur,“ sagði Arnlaug- ur Bergsson að lokum. Talið er að súrefni og gas hafl myndast i sal kjötvinnslunnar og þaö sprangið þegar eldurinn komst í það. Slökkviliösmenn unnu starf sitt við erfiðar og stórhættulegar aðstæður. DV-myndir Kristján Einarsson Svuntan er eina minningin - sagöi Bára Guönadóttir Kristján Einaisson, DV, Selfossi: „Ég var nýkomin á vaktina en Ing- ólfur og Viðar sonur hans voru bún- ir að vera frá klukkan 4.00,“ sagði Bára Guðnadóttir sem var ein þeirra þriggja sem vora í brauðgerðinni þegar eldurinn kom upp. „Ingólfur var að taka vínarbrauöin úr ofninum og ætlaði að setja brauðin í hann. Þá varð sprenging í ofninum og mikill reykur gaus upp. Ég hljóp í símann og hringdi í lögregluna en Ingólfur tók rafmagnið af og ætlaöi síðan að ráðast á eldinn með handslökkvi- taeki. Þá varð ekki við neitt ráðið. Við urðum að hlaupa út því reykur- inn og hitinn fyllti allt. Þetta geröist sennilega á tveimur mínútum og allt í einu stóð ég úti á hlaðinu með svuntuna á mér. Hún er eina minn- ingin sem ég á um bakaríið.“ Pólitíkin hefur á sér margar slæmar hliðar. Það era aUtaf ein- hveijir sem vilja draga stjórn- málamenn niður í svaðið og beita höggum fyrir neðan beltisstað. Það eru í rauninni enginn takmörk fyr- ir skepnuskapnum þegart nær dregur kosningum enda er þá öll- um brögðum beitt til að reyta ær- una af heiðarlegu fólki og gera lítið úr því. Undanfarið hafa andstæðingar Alþýðubandalagsins veriö að varpa rýrö á þann ágæta flokk og ásaka ráðherra hans fyrir útgáfu- starfsemi á kostnað ríkisins í þágu Alþýðubandalagsins. Þetta er gert enda þótt ráöherramir séu sjálfir búnir að lýsa yfir því að útgáfa á bæklingum og meintum áróðurs- ritum sé algjör tilviljun og þeim þyki hún afskaplega leið. Hún er nánast að þeim forspurðum. Þá má ekki gleyma því að Sjálf- stæðisflokkurinn og Davíð Odds- son liggja undir ámæli fyrir aö hafa ekki stefnu í þessum kosning- um, eins og það sé eitthvað sak- næmt að hafa ekki stefnu! Sjálf- stæðisflokkurinn var löngu búinn að ákveða að hafa þá stefnu að vera stefnulaus og hann hefur raunar verið það lengi og hvers vegna era Fjölskylduofsókn þá menn að velta Sjálfstæðis- flokknum upp úr stefnuleysi í þess- um kosningum? Er það ekki ein- mitt til aö sverta gott nafn og góöan málstað og gera lítiö úr stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins, rétt eins og það sé eitthvaö nýtt að flokkurinn hafi ekki stefnu! Versta málið af þessu tagi er þó kæran sem lögð var fram á hendur Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins í Reykjavíki. Hún var kærð út af kjörskrá! Vegna hvers? Vegna þess að hún er gift Páli Péturssyni, þing- flokksformanni Framsóknar- flokksins, sem býr á Höllustöðum. Þvi er sem sagt haldið fram að Sigr- ún búi á Höllustöðum og geti ekki kosið í Reykjavík. Þetta er mikið lúabragð. Sigrún hefur enda látið þau orð falla að nógu slæmt sé að vera í pólitík þótt fjölskyldan fái að vera í friði. Hún hefur orðiö fyrir ofsóknum og var gráti nær þegar sjónvarpið tal- aði viö hana og spurði hana um lögheimiliö. Eins og það komi nokkrum manni við hvar hún býr eða hvar hún sefur hjá Páli? Sigrún býr í Reykjavík. Páll býr á Höllustöðum. Þau era hjón en það hefur aldrei staðiö til af hálfu Sigr- únar að flytjast að Höliustöðum enda telst þaö til ærameiðinga og ofsókna aö halda því fram að hún sé flutt. Staðreyndin er sú að fram- sóknarfólk getur ekki fengið aö gifta sig í friði og búa þar sem þaö kýs öðruvísi en útsendarar íhalds- ins fari að njósna um það. Ef ein- hver heldur því fram aö framsókn- armaddaman í Reykjavík hafi bú- setu á Höllustöðum er það hin arg- asta lygi. Sigrún hefur aldrei að Höllustöðum komiö og hefur ekki hin minnsta áhuga á því heimili og bregst hin versta við þegar hún er ásökuð um að búa hjá bónda sínum. Það hefur lengi verið stefna hjá Framsókn að dreifa fylgi sínu sem víðast um landsbyggðina. Þaö gera framsóknarmenn með því að leita uppi hitt kynið og giftast því enda verður að viöhalda stofninum sem viðheldur Framsóknarflokknum og það gerist auðvitað ekki nema lög- giltir framsóknarmenn giftist innbyrðis. En það er ekki þar með sagt að hjúskapurinn leiöi til saipa lögheimilis, heldur er tilgangurinn einmitt sá að tryggja atkvæðin í sem flestum kjördæmum og end- umýja stofninn svo hann deyi ekki út. Nasistarmr ofsóttu gyðingana. Saddam Hussein ofsækir Kúrda. Ihaldið ofsækir Framsókn og heimtar að eiginkonur framsókn- armanna búi á sama heimili og eig- inmennimir. Það er von að Sigrún kvarti undan ofsókninni, fjöl- skylduofsókninni, og krefjist þess að vera kærð inn á kjörskrána að nýju. Það situr engin kona þegjandi undir þeim ásökunum að hún búi að Höllustöðum af fúsum og frjáls- um vilja. Sem betur fer fær Sigrún að kjósa. Hún hefur afneitað Höllu- stöðum og haft betur. Framsókn fær örugglega eitt atkvæöi í Reykjavík. Hún þarf ekki og vill ekki kjósa eigimanninn, vegna þess aö hún býr ekki með Páh eftir því sem hún segir sjálf. Þetta var högg fyrir neðan belflsstað. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.