Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 28
28
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991.
Sljómmál
Hverju spáir þú um úrslit
kosninganna í Vestur-
landskjördæmi?
(Spurt í Ólafsvík)
Gunnar Hjartarson skólastjóri: Það
er eríitt að segja. Ætli ég segi þó ekki
að gömlu flokkarnir Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag, Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkur fái einn mann hver,
eða jafnvel að Sjálfstæðisflokkurinn
fái 2 menn.
Ómar Lúðvíksson trésmiður: Ég spái
að Framsóknarflokkur fái 2 menn,
Alþýðubandalag 1, Sjálfstæðisflokk-
urinn 1 og Alþýðuflokkurinn 1 mann.
Gréta Jóhannesdóttir verslunarmað-
ur: Ég vil hafa þetta svipað og verið
hefur.
Sigríður Eggertsdóttir, starfsmaður
félagsheimilisins: Ég veit það ekki,
ég spái ekkert í þetta.
Alfons Finnsson sjómaður: Ég pæli
ekkert í pólitík. En megi sá hæfasti
vinna!
Bj öm V alberg bílamálari: Ég hef ekk-
ert spáð í það. En það er öruggt að
Framsóknarflokkurinn sækir á.
Hins vegar líst mér ekkert á Sjálf-
stæðisflokkinn.
DV
Framboðsfundur í Vesturlandskjördæmi:
„Kann madurínn
ekki að lesa?“
Um 350 manns sóttu framboðsfund
þeirra hsta sem bjóða fram í Vestur-
landskjördæmi sem haldinn var í
Ólafsvík. Fundurinn var haldinn í
félagsheimili Ólafsvíkur og um tíma
var salurinn kjaftfullur og menn
stóðu meðfram veggjum og í and-
dyri. Frambjóðendur sátu í gryfju í
miðjum salnum en áheyrendur sátu
skör ofar. Nokkrir frambjóðendanna
höfðu á orði að þetta væri eins og í
dýragarði. „Við erum hér eins og dýr
í búri. Það er eins gott að enginn
verði bitinn,“ varð einum að orði.
j Skipulagningfundarins varþannig
aö fyrst hafði hver listi 8 mínútur í
framsögu, þá voru fyrirspurnir, ann-
aðhvort skriflegar eða munnlegar,
leyfðar í 15 mínútur og að því loknu
höfðu listarnir 10 mínútur til að
svara fyrirspurnum og segja lokaorð.
Fundurinn fór mjög kurteislega af
stað og var fremur þunglamalegur
framan af. En þegar fyrirspumir
tóku að berast lifnaði ögn yfir saln-
um og nokkur hiti var í mönnum um
tíma. Það sem hamlaöi hins vegar
meira fjöri og æsingi var að framí-
köll voru bönnuö. Reyndir menn
voru sammála um að það væru mis-
tök að banna framíköll. Þau væru
einmitt það sem þyrfti á svona fram-
boðsfundi og þau gæfu tilefni til
hnyttinna svara og skemmtilegra
orðaskipta.
Það sem einkenndi ræður margra
frambjóðenda voru ásakanir á alla
bóga um slælega lestrarkunnáttu eða
að andstæðingar hefðu ekki lesið
stefnuskrár hinna. Það mun vera
nokkuð algengt á svona fundum.
Það var misjafnt hversu margir
töluðu frá hveijum hsta, allt frá ein-
um frambjóðanda upp í þijá.
Skýr afstaða til EB
Sigurður Þórólfsson, 2. maður á
B-lista, hóf framsöguna og sagði að
nú yrði kosiö um störf ríkisstjórnar-
innar á kjörtímabilinu og um þann
árangur sem náðst hefði á sviði efna-
hagsmála. Hann sagði að ríkisstjórn-
in hefði tekið við erfiðri stöðu, óða-
verðbólgu, atvinnuleysi en tekist að
rétta stöðuna með markvissum að-
gerðum. Stöðugleikanum, sem tekist
heföi að ná undir stjórn Framsóknar-
flokksins, þyrfti að viðhalda.
Sigurður sagði að taka þyrfti skýra
afstöðu til inngöngu í Evrópubanda-
lagið en Alþýðuflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur hefðu frestað því fram yfir
kosningar. Framsóknarflokkurinn
tæki skýra afstöðu gegn inngöngu í
EB þar sem íslendingar myndu með
Ingibjörg Pálmadóttir, Framsóknar-
flokki.
inngöngu afsala sér yfirráðum yfir
auðlindum sínum.
Sigurður sagði að þótt búvöru-
samningurinn væri ekki gallalaus
væri hann mjög til bóta fyrir bænd-
ur. Nauðsynlegt væri að vernda
landið gegn innflutningi landbúnað-
arvara og herða þyrfti gæðakröfur
til innfluttra matvæla. Sams konar
gæðakröfur ætti að gera til þeirra og
innlendra.
Höfnum alræði
Díana Dröfn Ólafsdóttir talaði fyrir
F-listann, lista Fijálslyndra. Hún
sagði aö fjórflokkarnir hefðu fengið
að reyna að stjóma landinu en þeir
hefðu skotið framhjá. Hún sagði að
draga mætti stefnu F-listans í eina
setningu: „Við höfnum alræði, hvort
heldur er peninga eða skriffinna og
stefnum að einlægu þjóðfélagi þar
sem fólk fær að njóta sín og þess sem
í því býr án hafta en þeim sem minna
mega sín sé rétt hjálparhönd."
Helstu stefnumál F-listans sagði
Díana vera þau að heimilisstörf séu
metin til jafns við önnur störf, að
maki geti nýtt sér persónuafslátt til
fulls, skattleysismörk verði hækkuð
þessu verði náð án þess að tekjur
ríkissjóðs lækki. Virðisaukaskattur
verði í tveimur þrepum. Horfið verði
frá mismunun búvöruframleiðslu
eftir tegundum, kjarnfóðurgjald lagt
niður og fullvirðisréttur verði fram-
seljanlegur milli býla og bændum
verði heimilt að leggja inn afurðir
sínar hvar sem er á landinu. Lands-
hlutabundnum aflakvóta verði kom-
ið á og að fiskiskip sem smíðuð eru
á íslandi njóti sérréttinda umfram
skip sem smíðuð eru erlendis hvaö
varðar lánafyrirgreiðslu.
Díana sagði að Fijálslyndir vilji
vinna að valddreifingu þannig aö
staðbundin stjórnvöld geti tekið í sín-
ar hendur verkefni sem nú eru leyst
hjá ríkisstofnunum í Reykjavík. Al-
þingismenn verði kjömir af lands-
hsta og fullum jöfnuði atkvæðisrétt-
ar verði náð. Verði þingmaður ráð-
herra taki varamaður sæti á Alþingi.
íslandsmet í skattheimtu
Frá D-lista Sjálfstæðisflokks tók
fyrstur til máls Guðjón Guðmunds-
son, 2. maður á listanum. Hann sagði
að viðskilnaður þessarar ríkisstjóm-
ar væri íslandsmet í skattheimtu,
hrikalegur halli væri á ríkissjóði,
verulegt atvinnuleysi og stóraukin
gjaldþrot og flótti af landsbyggðinni.
Guðjón sagði að lækka þyrfti
Helga Gísladóttir, Þjóöarflokki -
Flokki mannsins.
Vesturland
A Þingmenn & Landskjörnir
Hlutfallsskipting 1987
Stjórnarandstaöa Stjórnarflokkar
Kosningar ’91
Nanna Sigurdórsdóttir
skatta, afnema undanþágur varðandi
virðisaukaskatt og að heimilt væri
að nota skattkort maka að fullu, svo
og bama sem þyrfti að senda burt til
menntunar.
Guðjón sagði að varðandi fiskveiði-
stefnu þyrfti að móta heildstæöa
stefnu frá veiðum til vinnslu og sölu
og um slíka stefnu tækist sem víð-
tækust samstaða útgerðar, sjómanna
og fiskvinnslufólks. Hann sagði að
fulltrúar Alþýðuflokks boði auð-
hndaskatt og að Alþýöubandalagið
boðaði aflagjald. „Ég óttast að slík
gjaldtaka muni reynast mörgum of-
viða og færi kvótann á færri hendur
og fari iha meö landsbyggðina. Gylfi
Þ. Gíslason hefur í fjölda ára talað
um ágæti auðlindaskatts og Jóhann
Ársælsson hefur stært sig af tillögum
i þá átt og að Gylfi hefði tekið undir
sínar thlögur. Gylfi hefur jafnan tal-
að fyrir daufum eyrum en nú loks
hefur hann fundið bandamann og ég
óska Jóhanni til hamingju með fé-
lagsskapinn."
Hvernig ætla sjálfstæðismenn
að lækka skatta?
Árni E. Albertsson, 4. maður á lista
Alþýðubandalagsins', G-listans, sagði
að stefnuleysi sjálfstæðismanna væri
algert. Þaö væru bara tvö mál sem
Arnór Pétursson, Frjálslyndum.
lagt væri áherslu á. Annars vegar
Davíð á þing og hins vegar að lækka
skatta. „En hvemig ætla sjálfstæðis-
menn að lækka skatta? Jú, Geir H.
Haarde ætlar að hætta að gefa út
bæklinga og spara þannig hundrað
milljóna. Ég veit ekki hvaða bækling-
ar eru svona ofboðslega dýrir.“
Árni sagði að sjálfstæðismenn slái
úr og í hvað fiskveiðistjórnun varð-
ar. „Þeir eru sjálfsagt búnir að
gleyma því blessaðir að það voru
þeir, í samvinnu við framsóknar-
menn, sem á sínum tíma settu þessi
kvótalög."
Aðild að EB sagði Árni vera eitt
af stærstu málunum sem kosið yrði
um. Alþýðubandalagið væri á móti
öllum hugmyndum um inngöngu og
aðild að EB.
Atvinnuþátttaka kvenna
efnahagsleg nauðsyn
Danfríður Skarphéðinsdóttir, sem
skipar 1. sæti Samtaka um kvenna-
hsta, sagði að nauðsynlegt væri að
jafna stöðu karla og kvenna í þjóð-
félaginu. Sérstaklega vegna þess að
atvinnuþátttaka kvenna væri orðin
almenn, enda efnahagsleg nauðsyn
fyrir heimih í landinu. Undirstöðuat-
vinnuvegir þjóðarinnar standi og
fahi með vinnu kvenna. Samt hvíli
heimilsstörf og umönnum barna á
herðum kvenna. Konur í fullu starfi
fái aðeins 60% af launum karla í fullu
starfi. Þessu þurfi að breyta.
Kvennalistinn vill bæta kjör hinna
lægstlaunuðu og það er krafa þeirra
að einstakhngur geti framfleytt sér
af dagvinnulaunum. Danfríður sagði
að á meðan láglaunafólk héldi uppi
þjóðarsáttinni og stöðugleiki efna-
hagslífsins væri því að þakka, kæmi
í ljós hinn mikli gróði hlutabréfaeig-
enda. „Það em dæmi um 10 mhljón
króna hagnað einstaklings á mánuði.
Það er því ljóst að það eru til breið
bök sem era betur í stakk búin th
að taka á sig kjaraskerðingu heldur
en láglaunafólk.“
Danfríður sagði að með sýn kvenna
á lífið væri tekin afstaða til allra
málaflokka stjórnmálanna. „Við höf-
um átt frumkvæði að mikhvægum
thlögum, til dæmis um lengingu fæð-
ingarorlofs í 6 mánuði og lengingu
skóladagsins."
Þjóðarsátt haldi áfram
Af hálfu Alþýðuflokks, A-lista, hóf
máls Sveinn Þór Ehnbergsson, 3.
maður á hstanum. Hann sagði að
Alþýöuflokkurinn hefði komið
Jóhann Ársælsson, Alþýðubanda-
lagi.