Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 17 Merming Astarjátning til Islands „Þetta er ástaijátning til íslands". Innihald bókarinnar staðfestir þessi orð höfundarins Esbjörns Rosenblads sem er doktor í þjóðar- rétti með 38 ára starfsferil að baki í sænsku utanríkisþjónustunm. Hann kveðst hafa orð- ið bergnuminn af íslandi við komuna til landsins árið 1977, en frá þeim tíma hefur hann búið hér á landi og lengst af starfað við sænska sendiráðið. Hann er og kvæntur íslenskri konu. Svíar áhugasamir um ísland? Svíar hafa á síðari árum verið duglegir við að gefa út bækur um ísland. í bókahillu minni Finn ég þrjár slíkar bækur Islándsk historia frá 1981 eftir hinn afkastamikla rit- höfund Alf Henriksson, Island. Eldens kalla - diktens ö, eftir Jöran Mjöberg og loks Islánningar om Island í Gardar xvi-xvii, ár- bók sænsk-íslenska félagsins. Um tvö síðast- nefndu ritin birti undirritaður ritdóma í DV (21. jan. 1986 og 3. mars 1987). Allar eiga þess- ar bækur það sameiginlegt að vera vinsam- legar í garð íslands. Að öðru leyti eru þær ólíkar. Bók Mjöbergs ber þess til dæmis aug- ljós merki að henni er ætlað áð vera ferða- bók og er byggð sem hringferð um landið þar sem höfundurinn, sem er bókmenntafræð- ingur, veitir einnig góða innsýn í fornar bók- menntir þjóðarinnar. í bók Henrikssons er stiklað á stóru í sögu þjóðarinnar frá land- námstíð og fram á okkar daga. Stuðst við nýjar heimildir Bók Rosenblads er talsvert umfangsmeiri en ofannefnd rit og að flestu leyti meira í hana lagt. Greinilegt er að höfundur hefur kynnt sér flest það nýjasta sem skrifað hefur verið um sögu Islands, og það leynir sér ekki að það er traustur fræðimaður sem heldur um pennann. Sem dæmi má nefna að hann fjallar um doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðar- dóttur frá 1989 þar sem því er haldið fram á grundvelli svokallaðrar C-14 aldursgreining- ar, einkum á fornleifum í Vestmannaeyjum, að landnámið hafi ekki átt sér stað á 9. öld heldur á 8. öld. Gegn þessari skoðun teflir Rosenblad svo niðurstöðu annarrar nýrrar sænskrar doktorsritgerðar sem með sams konar aldursgreiningu er komist að niður- stöðu sem er í samræmi við hina hefðbundnu tímasetningu landnámsins. Þá fjallar höf- undur um íslendingasögurnar og ræðir spuminguna um sannfræði þeirra út frá nýlegri umfjöllun Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Árnastofnunar, um það efni, en hann gerir ráð fyrir að þær hafi að geyma Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson mikið af sagnfræðilega áreiðanlegum fróð- leik frá 10. og 11. öld. Einnig er fjallað um handritamálið og höfundur segir þá ákvörö- un Dana að skila íslendingum þeim á sínum tíma aðdáunarverða. Varðveita tunguna betur en flestar þjóðir Það er áberandi einkenni á bók Rosenblads að mikið er fjallað um ísland samtímans, t.d. menningarlíf, efnahags- og utanríkismál. Sérstaklega áhugaverð er ítarleg umfjöllun höfundar um fjölmarga af kunnustu lista- mönnum íslendinga á 20. öld. Hann gerir einnig grein fyrir íslenskri málhreinsun og segir að íslendingar varðveiti tungu sína betur en flestar aðrar þjóðir. Fjallað er um þjóðtrú íslendinga í ljósi könnunar er sýndi að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar segist trúa á einhvers konar Frá Herðubreiðarlindum. huldufólk. í framhaldi af því er gerð grein fyrir stökki íslensku þjóðarinnar inn í nútím- ann. Einn kaflinn ber yfirskriftina „Landið milli stórveldanna" þar sem fjallað er um hernaðarlega mikilvæga legu íslands og af- leiðingar hennar. í því sambandi skýrir höf- undur utanríkisstefnu íslendinga og aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Sérstakur kafli er um mikilvægi hafsins fyrir íslendinga og kemur fagþekking höfundar ekki síst í ljós þegar hann fjaliar um kröfur íslendinga á sviði hafréttarins. Frá Garðari Svavarssyni til Halldórs Laxness Lokakafli bókarinnar fjallar um samband íslands og Svíþjóðar „frá sæfaranum Garð- ari Svavarssyni til nóbelsverðlaunahafans Halldórs Laxness“. Er þar stiklað á stóru í samskiptasögu þjóðanna. Það er ekki síst í þessum kafla sem vinsemd höfundar í garð Islendinga og íslands kemur í ljós. ,,Við Svíar eigum auðvelt með að vinna með íslending- um og höfum ánægju af því,“ skrifar hann. Meðal þeirra manna sem hann telur að hafi þýtt mikið fyrir samskipti íslands er nefndur Sigurður Þórarinsson og fær hann þau eftir- mæli að hafa verið einn fremsti jarðfræðing- ur heimsins á þessari öld, auk þess sem get- ið er um þýðingar hans á vísum Bellmans og Evert Taube. Af nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness er sögð sú saga að nóbelsnefndin sænska hafi á sjötta áratugnum veriö mjög hikandi um hvern velja skyldi og hafi valið staðið á milli „imperíalista, alkóhólista og kommúnista" og hafi þeir fengið verðlaunin í sömu röð, þ.e. Churchill 1953,- Hemingway 1954 og Halldór Laxness 1955. Nóbelsverðlaun Lax- ness hafi orðið til þess að vekja áhuga Svía á íslandi og hafi þeir komist að því að menn- ingararfleifð íslensku þjóðarinnar væri ekki síður áhugaverð en eldfjöll landsins og hver- ir. Loks er bent á að nú sé svo kómið að hvergi á erlendri grundu búi fleiri íslending- ar en í Svíþjóð. Mér kom í hug við lestur þessa vandaða rits aö útlendingar, sem hafa kynnt sér ræki- lega íslenskt þjóðfélag og sögu, séu að vissu leyti betur til þess fallnir að skrifa íslenska samtímasögu heldur en íslendingar því þeir fyrrnefndu virðast eiga auðveldara með að koma auga á hið sérstæða við íslenskt þjóð- félag. Ekki er vafi á því að þessi bók á eftir að auka enn áhuga Svía á íslandi. Esbjörn Rosenblad Island i saga och nutid Norsteds Förlag, 418 bls. Stokkhólmi 1990 fók FRJALSLYNDIR fyrir fólk FRAMBOÐSLISTI FRJÁLSLYNDRA, F-LISTINN, í REYKJAVÍK 1. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt 2. Guðmundur Ágústsson, alþingismaður 3. Sigurður Rúnar Magnússon, hafnarverkam. 4. Hafsteinn Helgason, verkfræðingur 5. Elísabet Kristjánsdóttir, forstöðukona 6. Ragnheiður G. Haraldsdóttir, fóstra 7. Björn Einarsson, fulltrúi 8. Friðrik Ragnarsson, hafnarverkamaður 9. Jón Kjartansson frá Pálmholti, rithöfundur 10. Hrefna Kr. Sigurðardóttir, skrifstofumaður 11. Kristmundur Sörlason, iðnrekandi 12. Lárus Már Björnsson, þjóðfélagsfræðingur 13. Jón K. Guðbergsson, fulltrúi 14. Emilía Ágústsdóttir, fulltrúi 15. Halldóra Baldursdóttir, húsmóðir 16. Aðalsteinn Bernhardsson, lögreglumaður 17. Júlíanna Viggósdóttir, húsmóðir 18. Hlynur Guðmundsson, tækniskólanemi 19. Harpa Karlsdóttir, bankaritari 20. Þorgrímur Sigurðsson, vagnstjóri 21. Guðbjörg Maríasdóttir, skrifstofumaður 22. Frímann Ægir Frímannsson, prentari 23. Ingibjörg Björnsdóttir, gæslukona 24. Ævar Agnarsson, sjómaður 25. Eva Aðalheiður Hovland, flokkstjó'ri 26. Gylfi Þór Sigurðsson, leigubifreiðarstjóri 27. Anna Benediktsdóttir, húsmóðir 28. Berglind Garðarsdóttir, fóstrunemi 29. Margrét Ásgeirsdóttir, skrifstofumaður 30. Guðrún Flosadóttir, húsmóðir 31. Svanfríður A. Lárusdóttir, skrifstofumaður 32. Ólafur Guðmundsson, verkamaður 33. Sigríður J. Sigurðardóttir, húsmóðir 34. Sigfús Björnsson, prófessor 35. Guðmundur Finnbogason, verkstjóri 36. Hulda Jensdóttir, Ijósmóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.