Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 48
. mMdIqur
64
Stjómmál
Hverju spáir þú um úrslit
kosninganna í Norður-
landskjördæmi vestra
(spurt á Blönduósi og
Hvammstanga):
Kristófer Kristjánsson bóndi: „Þetta
verður í stórum dráttum óbreytt og
engin breyting á milli ílokka."
Benedikt Ólafsson bifreiðastjóri: „Ég
hef ekki hugmynd um það, verður
þetta ekki svipað og síöast?"
Jónas Sigurgeirsson rafvirki: „Ég
held að Sjálfstæðisflokkurinn geti
bætt við sig manni á kostnað Al-
þýðuflokksins.“
Reynir Hallgrímsson bóndi: „Ætli
þetta verði ekki óbreytt nema að
kratinn falli fyrir öðrum manni
íhaldsins."
Arnar Reynisson, atvinnulaus:
„Þetta fer illa eins og venjulega,
nefnilega eins og síöast."
Gísli Jónsson veitingamaður: Sjálf-
stæðisflokkur og Framsókn fá tvo og
Alþýðubandalagið jöfnunarsætið."
DV á kosningafundi í Norðurlandskjördæmi vestra
Tekst Vilhjálmi
Egils að fella
Jón Sæmund?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kosningabaráttan í Norðurlands-
kjördæmi vestra stendur þessa dag-
ana að flestra mati um það hvort
Sjálfstæðisflokkurinn nær að bæta
við sig manni á kostnað Alþýðu-
flokksins og ef svo færi yrði Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur al-
þingismaður að loknum kosningum
í stað Jóns Sæmundar Sigurjónsson-
ar. Hinir þingmenn kjördæmisins
virðast sitja í öruggum sætum ef
marka má bæði skoðanakannanir og
það sem fólk í kjördæminu tjáir sig
um þetta mál.
Kjósendur á Norðurlandi vestra
geta valið um átta framboðslista að
þessu sinni, Alþýðuflokk, Alþýðu-
bandalag, Framsóknarflokk, Sjálf-
stæðisflokk, Þjóðarflokk/Flokk
mannsins, Heimastjórnarsamtökin,
Kvennalista og Fijálslynda. Fulltrú-
ar þessara framboða hafa verið á
þeytingi í kjördæminu að undan-
fómu og á fimmtudag leit DV inn á
sameiginlegum framboðsfundi
þeirra á Hvammstanga.
24 ræður!
Það verður aö segjast eins og er að
ekki eru þeir beint frumlegir í fund-
artilhögun á Noröurlandi vestra. Á
fundinum á Hvammstanga, sem
haldinn var í félagsheimilinu, sátu
frambjóðendur þétt á sviði og þeim
sem mættu til að hlusta á þá var
boðið upp á hvorki meira né minna
en 24 ræður þeirra í einni bunu. All-
ir þeir sem DV ræddi viö á fundinum,
bæði hinir almennu kjósendur og
frambjóðendur, voru mjög óánægðir
með þetta fyrirkomulag en enginn
virtist hafa nein úrræði til úrbóta.
Þaö er öllu verra að sumir fram-
bjóðendanna, sem komu með ræður
sínar skrifaðar, virtust varla vera
læsir og voru í hinum mestu vand-
ræðum með að „stauta" sig fram úr
textanum. Þetta var ákaflega vand-
ræðalegt og á stundum engu hkara
en einhver annar hefði skrifað text-
ann fyrir þá og þeir ekki einu sinni
haft fyrir því að lesa hann yflr áður
en farið var í pontu.
Fundurinn var nokkuð vel sóttur
og þar voru sennilega á þriðja hundr-
að manns þegar flest var. Fólkið var
þó ekki nærri því allt í salnum held-
ur á vappi á göngum og í hliðarsal.
Virtist nokkuö ljóst að margir voru
ekki komnir eingöngu í þeim tilgangi
að hlýða á mál frambjóðendanna,
heldur og ekki síður í þeim tilgangi
að hitta fólk og ræða málin.
Atvinnumálin í brennidepli
Það fer ekki á mflli mála að það eru
atvinnumálin sem helst brenna á
kjósendum á Norðurlandi vestra og
verst er ástand þeirra á Siglufiröi.
Þá mun það vera staðreynd að kjör-
dæmið er „láglaunasvæði", meðal-
laun þar allnokkru lægri en víðast
annars staðar og því þungt í mörg-
um. Samgöngumnálin hefur einnig
borið á góma og þá aðallega veginn
úr Fljótum til Siglufjarðar sem hefur
orðið útundan í kjördæminu sem er
að öðru leyti allvel sett hvaö varðar
samgöngur á landi.
Og ekki má gleyma hafnarmálun-
um á Blönduósi. Um þau er tekist á
og eru það aðallega nágrannamir á
Skagaströnd sem deila við Blönduós-
inga um þá framkvæmd sem þeir
telja alls ekki nauðsynlega og ótíma-
bæra.
Vigdísi að kenna!
Elín R. Líndal hreppstjóri, sem
skipar 3. sætiö á hsta Framsóknar-
flokksins, mætti fyrst í ræðustól og
sagði m.a.: „Þrátt fyrir að sumum sé
þaö sérstaklega gefið að neita stað-
reyndum þá verður það ekki hrakið
að árangur er til staðar og hann
verulegur. Atvinnuvegir þjóðarinn-
ar voru leiddir af blindgötu íhaldsins
og með markvissum aðgeröum var
stöðugleiki skapaður í efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Þar með var komið
það umhverfi sem ger.ði þjóðarsátt-
ina mögulega."
„Vilhjálmur nokkur Egilsson setti
fram nýja kenningu hér á Hvamms-
tanga um það hvers vegna sjálfstæð-
ismenn hrökkluðust úr ríkisstjórn á
haustdögum 1988. Það var forsetan-
um okkar að kenna, henni Vigdísi.
Auðvitað þurfum við hagfræðinga til
að finna svona nokkuð út.“
Elín ræddi einnig landbúnaðarmál
og sjávarútvegsmál og kom m.a. inn
á það sem hún kallaði stefnuleysi
Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs-
málunum. Hún sagöi að flokknum
hefði ekki tekist aö berja saman fisk-
veiðistefnu. Hún sagði að Hjálmar
Jónsson, Sjálfstæðisflokki, hefði tek-
ið það sérstaklega fram á fundi á
Sauðárkróki aö sjálfstæðismenn
Norðurland vestra I
Kosningar ’91
Gylfi Kristjánsson
skömmuðust sín ekki fyrir stefnu
sína. „Mennirnir kunna bara ekki
aö skammast sín, það er málið,"
sagði Elín.
Hann veitfátt um
sjávarútvegsmál
Hjálmar Jónsson, 3. maður á hsta
Sjálfstæðisflokksins, var næstur í
ræðustól og sagði í upphafi að Sjálf-
stæðisflokkurinn gengi til kosning-
anna með skýra stefnuskrá og væri
stoltur af. „Við sjálfstæðismenn eru
bjartsýnir á að okkur verði gefinn
kostur á að sýna í verki að það er
hægt að gera betur, miklu betur en
núverandi ríkisstjórn hefur gert.“
Hann sagði að kjördæmið væri lág-
launasvæði og þar hefði orðið fólks-
fækkun undanfarin ár. Það væri því
ekki hægt að segja að vel hefði verið
stjórnað. „Ef hægt er að vera ánægð-
ur með það að fjórir af fimm þing-
mönnum kjördæmisins hafi átt aðild
að fráfarandi ríkisstjórn er illa kom-
ið fyrir þessu kjördæmi.“
„Það þarf ekkert aö kenna mér
varðandi sjávarútveg. Ég hef fylgst
með og veriö í tengslum allbærilega
til þessa, skroppið túr og túr á togara
til að gleyma ekki handtökunum
meðan Hörður (Ingimarsson, efsti
maður á H-hsta) hefur verið að selja
Skagfiröingum danskar mublur. Það
er nú öh heimastjórnin. Hann veit
fátt um sjávarútvegsmál, og eins og
fleiri, skilur ekki að fara þarf með
gát í ahar breytingar á sjávarútvegs-
stefnunni."
Hjálmar sagði að sumir töluðu um
og þökkuðu sér þjóðarsáttina. „í
sama mund ala þeir þó á sundrungu,
etja saman stétt gegn stétt, ala á öf-
und og tortryggni mhli einstakhnga,
byggöa og þjóða. Við vhjum af styrk
og festu skapa jafnvægi og stöðug-
leika öllum landsins börnum til
blessunar. Ég vil svo, góöu vinir,
óska ykkur alls hins besta og vonast
th þess að th minna kasta komi við
stjóm þessara mála og yfirleitt hags-
munamála í kjördæminu, ég er tilbú-
inn aö leggja mig fram.“
Hlupu frá vandanum
Jón Sæmundur Siguijónsson, Al-
þýðuflokki, gerði að umræðuefni við-
skhnað ríkisstjómar Þorsteins Páls-
sonar sem fór frá 1988 og sagöi m.a.:
„Sú stjórn var vart tekin við þegar
hver efnahagsaðgerðin rak aðra.
Ástandið var svo slæmt að það var
alveg ótrúlegt að fjögur árin á undan
hefðu verið óvenjulegt góðæri. Vaxt-
arverkirnir voru slíkir, ofíjárfesting-
in slík að þegar harðnaði á dalnum
urðu miklir brestir og menn voru
ekki viðbúnir því hvernig taka ætti
við. Þessi nýja stjóm var varla búin
að vera nema í eitt ár þegar hún
sprakk á vandanum. Það voru sjálf-
stæðismenn sem sprungu á limminu,
þeir hlupu frá vandanum, bjuggu sér
th gerviástæður th að hlaupast á
brott. Þeirra ráð vom stórfelld geng-
isfelhng sem hefði einhent launafólki
út í kjarabaráttu sem hefði drifið
verðbólguna upp eins og var hér á
árum áður og við þekkjum allt of
vel.“ Jón Sæmundur gerði síðan að
umtalsefni þróunina síðan Alþýðu-
flokkurinn kom inn í ríkisstjórn árið
1988. „Það hefur verið haldið svo vel
á málum að verðbólgan er komin
niöur á stig sem er jafnvel lægra en
í helstu viðskiptalöndum okkar. Hún
mælist í dag fjögur komma eitthvaö
prósent. Þetta eru tölur sem við höf-
um ekki séð í 25 ár í íslensku efna-
hagslífi. Og það var tekið til höndum.
Elín R. Líndal, Framsóknarflokki.
Jón Sæmundur Sigurjónsson, Al-
þýðuflokki.
Níels ívarsson, Heimastjórnarsam-
tökunum.
Þórir Hilmarsson, Frjálslyndum.