Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 31
47
■ Til sölu
Smáauglýsingadeild DV er opin:
virka daga kl. 9-22,
laugardaga kl. 9-14,
sunnudaga kl. 18-22.
ATH. Smáauglýsing í helgarblað DV
verður að berast okkur fyrir kl. 17
á föstudögum.
Síminn er 27022.
Gott verð og fallegir litir. Ný og sígild
tíska í marmara, alls konar borðplöt-
ur, gluggakistur, einnig veggsteinar
ofl. Nýtt vatnsbretti. Marmaraiðjan,
Smiðjuvegi 4-C, sími 91-79955.
Bílskúrsopnarar frá USA m/fjarstýringu,
„Ultra-Lift“. Brautalaus bílskúrs-
hurðajárn f/opnara frá Holmes, 3ja
ára ábyrgð. S. 91-627740 og 985-27285.
Djúkbox.Til sölu djúkbox í stíl 6. ára-
tugarins. Uppl. í síma 98-22779 fyrir
klukkan 15 og 98-22880 eftir klukkan
15, Þórarinn.
Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og
fataskápar eftir þínum óskum. Opið
frá 9-18 og 9-16 á laugardögum. SS-
innréttingar, Súðarvogi 32, s. 689474.
Franskir gluggar, smíðaðir og settir í
gamlar og nýjar innihurðir og fl. Tök-
um einnig að okkur lökkun, allir litir.
Nýsmíði hf., Lynghálsi 3, s. 687660.
Hrukkubaninn Naturica GLA + . Fram-
leiðsla B. Klemo náttúrulæknis.
Póstsendum ísl. Naturica bæklinginn.
Heilsuval, Barónsstíg 20, s. 91-626275.
Kaffi og meðlæti á kr. 150 á morgnana
frá kl. 8.30-11. f hádeginu Thailensk-
ir- og íslenskir réttir, smurt brauð o.fl.
Ingólfsbrunnur, Aðalstr. 9, s. 91-13620.
Rimini. Hótel með sundlaug, verð frá
1300 með morgunverði, og frá 1700
með morgunverði og kvöldmat. Sendi
bækling. Uppl. í síma 91-82489.
• Rýmingarsala v/breytinga, Snyrti-
vörur, skartgripir, slæður, sokkar o.fl.
Opið 10-18 og laugard. 10-13. Versl.
Mirra, Hafnarstræti 17, sími 91-11685.
Sem nýr Gram ís/frystiskápur, 1,75 m á
hæð, til sölu á aðeins kr. 59 þús., einn-
ig hjónarúm (rörgaflar), verð 24 þús.
Uppl. í síma 91-25428.
Sturtubotn, klefi og baðkar, 7 ára, hvítt,
einnig Toyota saumavél, módel 7200,
svo til ónotuð, 5 ára, til sölu. Uppl. í
síma 93-51169.
Svo til ný Nintendo tölva, lítið notaður
Stanley bílskúrshurðaopnari og
nokkrar vatns- og ryksugur til sölu.
Upplýsingar í síma 91-51207.
Til sölu hvítt, sporöskjulagað eldhús-
borð, hvít kommóða, 3 skrifborðsstól-
ar á hjólum, hvítt klósett og 18 gíra
fjallareiðhjól. Uppl. í síma 91-675402.
Tilboð. Fjöiskyldupk: 10 kjúklingabitar
m/öllu, 1895,6 bitar m/öllu, 1295, ham-
borgari m/frönskum, sósu og salati,
340. Veisluhöllin, Eddufelli, s. 77880.
Bókbandsefni og verkfæri. Til sölu
skinn, pappír og ýmis smáverkfæri,
svo og pappasax og skurðarhnífur.
Uppl. í síma 91-46399 á kvöldin.
20" Goldstar sjónvarp, Gram ísskápur,
hæð 180 og breidd 60 cm, með 75 1
frystihólfi. Uppl. í síma 91-642636.
Brettakantar á MMC Pajero langan til
sölu. Upplýsingar í símum 91-73612 og
985-24937.___________________________
Leigjum út veislusali til einkasam-
kvæma, 30-300 manns. Uppl. í sfma
91-21255. Geymið auglýsinguna.
Passap prjónavél með mótor til sölu,
verð kr. 35 þús. Uppl. í síma 98-11650,
Inga, eða 98-12057, Guðmunda.
Sjóræningjaafruglari fyrir Stöð 2, ekk-
ert númer, ekkert rugl. Upplýsingar í
síma 91-666806 á kvöldin og um helgar.
Stórt, nýtt hústjald til sölu, á sama stað
óskast ódýr tjaldvagn. Uppl. í síma
91-680104 eftir klukkan 16.
Til sölu gott 21" Philips litasjónvarps-
tæki á kr. 10 þús. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 91-27022. H-7971.
5 stykki tekkinnihurðir í körmum til sölu.
Uppl. í síma 91-24218 e.kl. 18.
Þrekhjól til sölu, ónotað, verð kr. 12
þús. Uppl. í síma 91-41185.
■ Oskast keypt
Kaupi ýmsa gamla muni (30 ára og
eldri), t.d. húsgögn, ljósakrónu, lampa,
spegla, myndaramma, leikföng, skart-
gripi, veski, fatnað, handsnúna
grammafóna, ýmsa skrautmuni o.fl.
o.fl. Fríða Frænka, Vesturgötu 3, sími
14730. Opið 12-18, laugardaga 11-14.
Vinnubúðir, auðfæranlegar, óskast,
þ.m.t. eldunar- og hreinlætisaðstaða.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
91-27022. H-7919.
Óska eftir borðstofuborði/eldhúsborði,
br. 80-95 cm, lágmarksl. 170 cm, ásamt
a.m.k. 6 stólum. Einnig óskast „gesta-
sófi“, aðeins vel með farið. S. 15671.
Pylsupottur óskast keyptur, helst gas
(ekki skilyrði). Uppl. í síma 91-641480,
985-24624 og 91-54414.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Mjög stórt hústjald eða samkomutjald
óskast keypt, má þarfiiast lagfæring-
ar. Hafið samband við auglýsingaþj.
DV í síma 91-27022. H-7965.
■ Verslun
Sumarbústaðaeigendur - húseigendur,
mikið úrval af ódýrum fallegum gard-
ínuefnum. Verð frá 350 metrinn Póst-
sendum. Álnabúðin, Suðurveri og
Mosfellsbæ, s. 91-679440 og 91-666388.
■ Fatnaður
Leðurfataviðgerðir. Margra ára
reynsla, góð þjónusta. Opið 10-18
virka daga, sendum í póstkröfu. Leð-
uriðjan, Hverfisgötu 52, sími 91-21458.
■ Fyiir ungböm
Gesslein barnavagn með plasti, minni
gerðin, plast á reghlífarkerru, leik-
grind með neti, notað af einu barni.
Uppl. í símum 91-20663 og 91-23743.
■ Heimilistæki
ísskápar á kynningartilboði. Bjóðum
hina vinsælu Snowcap og STK, ís-
skápa á sérstöku kynningaverði, v. frá
20.900. Opið frá 9-17 mánud.-föstud.
Rönning, Sundaborg 15, s. 91-685868.
■ Hljóðfæri
Fender rafmagns- og kassagitarar í
úrvali. Fender Stratocaster frá kr.
38.800 með „Gigpoka“, snúru og ól.
Einkaumboð á Islandi fyrir Gibson,
USA-gítara. Sérstök kynning þessa
viku á Roland digital (stafrænum)
píanóum. Verð frá kr. 49.900. Væntan-
legir Guild kassagítarar og ný magn-
aralína frá Marshall. Flestar gerðir
af Shure hljóðnemum fyrirliggjandi.
Rín hf., Frakkastíg 16, s. 91-17692.
Söngkerfi.Til sölu Studio master 16-4-2
mixer. Studio master 1000 W kraft-
magnari og J.B.L. hátalarar, selst á
sanngjörnu verði. Uppl. í síma 667449.
Söngvari óskast í rokkhljómsveit, ekki
þungarokk, reynsla æskileg. Áhuga-
samir hafi sambandi við DV í síma
27022. H-7969.
Óska eftir monitorum, allt kemur til
greina. Uppl. í síma 98-66606 eftir
klukkan 16.
■ Hljómtæki
Til sölu Technics ferðageislaspilari, sem
nýr, hágæða vara. Uppl. í síma
93-13348 eftir klukkan 17.
■ Teppaþjónusta
Sapur. Notaðu þurrhreinsiefnið Sapur
til að hreinsa teppið, húsgögnin og
bílinn. Það fer betur með teppið og
húsgögnin en blauthreinsun. Ekkert
vatn, engar vélar, bara að ryksuga.
íslenskur leiðarvísir. Heilds., smásala.
Veggfóðrarinn, Fákafeni 9, s. 687171.
Fæst í mörgum versl. víða um land.
Hrein teppi endast lengur. Nú er létt
að hreinsa gólfteppin og húsgögnin
með hreinsivélum sem við leigjum út
(blauthreinsun). Eingöngu nýlegar og
góðar vélar, viðurkennd hreinsiefni.
Opið laugardaga. Teppaland-Dúka-
land, Grensásvegi 13, sími 83577.
----------------------------»—
Tökum að okkur stærri og smærri verk
í teppahreinsun, þurr- og djúphreins-
un. Einar Ingi, Vesturbergi 39,
sími 72774.
■ Teppi
Ódýr gólfteppi. Teppabúta, afganga,
renninga og mottur er hægt að kaupa
á mjög lágu verði í sníðadeild okkar
í skemmunni austan Dúkalands. Opið
virka daga kl. 11-12 og 16-17. Teppa-
land, Grensásvegi 13, sími 83577.
■ Húsgögn
Afsýring. Leysi lakk, málningu og bæs
af húsgögnum: fulningahurðir, kistur,
kommóður, skápar, stólar og borð. S.
91-76313 e.kl. 17 v/daga og um helgar.
Kaupum notuð húsgögn, staðgreiðsla.
Seljum ný og notuð húsgögn, góð kjör.
Gamla krónan hf., Bolholti 6, sími
91-679860.
Sprautun. Sprautum innihurðir, hús-
gögn og fleira í litum að eigin vali.
E.P. stigar hf., Smiðjuvegi 9E, sími
91-642134.
Hornsófar, sófasett, stakir sófar á verk-
stæðisverði. Bólsturverk,
Kleppsmýrarvegi 8, sími 91-36120.
Old Charm. Til sölu borðstofuborð og
6 stólar, 2 homskápar og butlerborð.
Uppl. í síma 91-612215.
■ Antik
Rýmingarsala. Allt á að seljast, skáp-
ar, stólar, borð, lampar, málverk,
klukkur, postulín, gjafav. Opið f. kl.
13. Antikmunir, Laufásvegi 6, s. 20290.
Antikhúsgögn og eldri munir. Vegna
mikillar sölu vantar flestar gerðir
eldri húsgagna, einnig ljósakrónur,
lampa, silfur o.fl. Komum og verðmet-
um yður að kostnaðarlausu. Antik-
búðin, Ármúla 15, sími 91-686070.
Tökum i umboðssölu antikhúsgögn og
aðra vandaða antikmuni. Reynsla og
örugg þjónusta, erum á besta stað í
bænum. Antik- og fommunagalleríið
Kreppan, Austurstræti 8, s. 91-628210,
opið frá 11-18 og laugardaga frá 13-16.
Til sölu er mjög sérstök 200 ára gömul
dönsk brúðarkista. Uppl. í síma
91-42098.
■ Málverk
Listinn, galleri - innrömmun, Síðumúla
32. Olíu-, vatnslita-, krítar- og grafík-
myndir eftir þekkta ísl. höfunda. Opið
9-18,10-18 lau., 14-18 sun. S. 679025.
■ Bólstrun
Bólstrun og áklæðasala. Yfirdekkning
og viðgerðir á bólstruðum húsgögn-
um, verð tilb., allt unnið af fagm.
Áklæðasala og pöntunarþjónusta eftir
þúsundum sýnishorna, afgrtími ca
7-10 dagar. Bólsturvörur hf. og Bólstr-
un Hauks, Skeifunni 8, sími 91-685822.
Allar klæðningar og viðg. á bólstruðum
húsgögnum. Verðtilb. Fagmenn vinna
verkið. Form-bólstrun' Auðbr. 30, s.
44962, hs. Rafn: 30737, Pálmi: 71927.
Bólstrun Hilmars, Hrisateigi 47, s. 34044.
Tökum að okkur bólstrun og viðgerð-
ir á húsgögnum og fl. Úrval áklæða.
Verið velkomin.
Húsgagnaáklæði í úrvali. Þúsundir af
sýnishomum. Einnig bólstrun og við-
gerðir á húsgögnum. Bólstrarinn,
Hverfisgötu 76, sími 91-15102.-.
Húsgögn, húsgagnaáklæði, leður, leð-
urlíki og leðurlúx á lager í miklu úr-
vali. Einnig pöntunarþjónusta. Goddi
hf., Smiðjuvegi 5, Kópavogi, s. 641344.
■ Tölvur
Erum með úrval af tölvum og jaðartækj-
um í umboðssölu. Hjá okkur færðu
réttu tölvuna á góðu verði. Sölumiðl-
unin Rafsýn hf., Snorrab. 22, s. 621133.
Til sölu Hewlett Packard Vectra ES/12,
640 kb með 5 !4 og 3 'A Hig Density
diskettud., 30 Mb harður diskur, VGA
skjár. S. 678288 f. 9-17, 37408 e. 17.
Tulip PC Compact 2 einkatölva til sölu,
lítið notuð, góð vél, Word Perfect 4.2.,
DOS og Windows fylgja. Upplýsingar
í síma 91-623272 á skrifstofutíma.
Commodore 64 tölva með diskettudrifi,
segulbandi, 3-500 leikir, verð 15 þús.
Uppl. í síma 92-11559 eftir klukkan 18.
PC IBM tölva, 640 k, m/litaskjá, multi-
function korti og mús og Star prent-
ari til sölu. Uppl. í síma 91-26920.
Úrval af PC-forritum (Deiliforrit). Kom-
ið og fáið lista. Hans Ámason, Borg-
artúni 26, sími 91-620212.
■ Sjónvörp
Sjónvarpsviðgerðir samdægurs,
ábyrgð á öllum viðgerðum. Sérsvið:
sjónvörp, myndbönd, loftnetskerfi,
stór og smá. Triax hágæða gervi-
hnattabúnaður fyrir íslenskar að-
stæður. Okkar reynsla, þinn ávinning-
ur. Litsýn sf., leiðandi þjónustufyrir-
tæki, Borgartúni 29, sími 27095.
Notuð og ný sjónvörp, video og af-
ruglarar til sölu, 4ra mán. ábyrgð.
Tökum notuð tæki, loftnetsþjónusta.
Góðkaup, Ármúla 20, s. 679915,679919.
Viðgerðir samdægurs á sjónvörpum og
videoum. Alhliða viðgerðaþjónusta.
Sækjum, sendum. Loftnetaþjónusta.
Radíóhúsið, Skipholti 9, sími 13920.
Sjónvarpsþjónusta með 1/2 árs ábyrgð.
Alhliða þjónusta, sjónvörp og loftnet.
Skjárinn, Bergstaðastræti 38, dag-,
kvöld- og helgarsími 21940.
■ Ljósmyndun
Til sölu Canon AE1 myndavél ásamt
Sunpak flassi, 50 mm, 28/80 mm og
80/210 mm linsum, Canon power whit-
er, doblari, taska og þrífótur. Uppl. í
síma 93-13348 eftir klukkan 17.
■ Dýrahald
Hey á Skógarströnd, Snæfellsnesi, til
sölu, gott fyrir kindur, ca 20 tonn,
selst á 5 kr. kílóið á staðnum. A%ama
stað vantar baggafæriband og ísl.
baggatínu. Uppl. í síma 91-673532 á
vinnut. og 91-666560 e. vinnut.
Ný glæsileg hesthús. Til sölu fullbúin
hesthús á Heimsenda, 6-7, 10-12 og
22-24 hesta. Uppl. í sima 652221,
SH verktakar.
Páfagaukanámskeið. Meðferð, næring-
arfræði, ræktun og fleira. Skráning
og upplýsingar hjá Goggar og trýni,
sími 91-650450.
Sérhannaðir hestaflutningabílar fyrir
3-8 hesta til leigu, einnig farsímar.
Bílaleiga Arnarflugs v/Flugvallarveg,
sími 91-614400.
Vélbundið hey til sölu á góðu verði.
Get séð um flutning. Uppl. í síma
98-34473 og 98-34430.
9 mánaðar írsk setter-tík til sölu. Uppl.
í síma 91-72672 eftir klukkan 17.
Gott vélbundið hey til sölu. Uppl. í sima
93-71582 og 985-24416.
Kettlingar fást gefins. Uppl. í síma
91-14802 e.kl. 18.
Til sölu taminn, grár disarpáfi og búr.
Uppl. í síma 91-30715 eftir klukkan 17.
Óska eftir 7-10 vikna kettlingi, kassa-
vöndum. Uppl. í síma 91-678737.
■ Vetrarvörur
Til sölu Polaris Indy 500, árg. ’90,
farangursgrind og brúsafesting. Uppl.
í síma 91-75275 á kvöldin.
■ Hjól
Til sölu úrval af notuðum hjólum, m.a.:
Kawasaki ZL 1000, ’88, GPZ 1000 ’87,
ZXR 750 ’90, Vulcan 750 ’86, Ninja 600
’90, GPZ 1100 ’84, ZX 9 ’86, Honda
Trans Asp 600 ’88, XR 600 ’87 og ’88,
CB 750 ’80, CB 900 ’80, Suzuki GSX
1100 R ’86, Dakar ’87 og ’88, GSXR 750
R ’89. Einnig SHOEI hjálmar, hanskar
og leðurfatnaður. ítal íslenska, hjóla-
gallerí, Suðurgötu 3, sími 12052.
Hjólheimar auglýsa:
Vorum að fá inn s.endingu af Maier
plasthlutum fyrir götuhjól, Enduro,
cross og fjórhjól. Eigum til Wiseco
stimpla í flestar teg. hjóla. Tökum að
okkur allar viðgerðir og breytingar,
einnig málningarvinnu. Eigum til
mikið af notuðum varahlutum. Hjól-
heimar sf., Smiðjuvegi 8 D, s. 678393.
Kawasaki á íslandi. Hjól og allir vara-
hlutir. Muzzy race hlutir, White Bros
aukahlutir. Állir viðhaldshlutir, Val-
voline olíur, N.D kerti, Fram síur,
keðjur, tannhjól, 70-80 cc Kit í allar
skellinöðrur. Viðgerðir og stillingar á
öllum hjólum. Sérpöntum flækjur og
vélarhluti í allar tegundir. Vélhjól og
sleðar, Stórhöfða 16, sími 91-681135.
Lítiö notað 26" kvenreiðhjól til sölu, er
m/hrútastýri, verð kr. 13.500. Einnig
vel með farið BMX hjól, verð kr. 6.500.
Uppl. í síma 91-672165.
Til sölu kven- og karlhjól. Til sölu tvö
10 gíra Everton hjól, bæði lítið notuð
og vel með farin. Einnig sæti á hjól
f. ungbam. Uppl. í síma 91-672826.
Motocross hjól óskast, árg. ’86 eða
yngra, staðgreiðsla. Uppl. í síma
98-11917, Símon._____________________
Reiðhjól! Tökum notuð reiðhjól í um-
boðssölu, mikil eftirspurn. Sportmark-
aðurinn, Skipholti 50-C, sími 91-31290.
Hvitt, 24" telpnareiðhjól til sölu. Uppl.
í síma 91-53073 e.kl. 17.
■ Vagnar - kerrur
Eigum á lager grindur undir tjaldvagna,
getum afgreitt körfugrindur, topp-
grindur og súlur. 5% aukaafsláttur
af staðgreiðslu ef pöntun er staðfest
fyrir 1. maí, einnig 2 stærðir af fólks-
bílakerrum á góðu verði. Iðnvangur
hf., Kleppsmýrarvegi 8, sími 91-39820.
Hjólhýsi með fortjaldi, árgerð '90, til
sölu, 10,3 fet, lítið sem ekkert notað.
Upplýsingar í síma 97-81845.
■ Til bygginga
Einangrunarplast. Þrautreynd ein-
angrun frá verksmiðju með 30 ára
reynslu. Áratugareynsla tryggir gæð-
in. Húsaplast hf., Dalvegi 16, Kópa-
vogi, sími 91-40600.
Einangrunarplast. Þrautreynd ein-
angrun frá verksmiðju með 30, ára
reynslu. Áratuga reynsla tryggir gæð-
in. Húsaplast hf., Dalvegi 16, Kópa-
vogi, sími 91-40600.
Nýtt timbur, ódýrt.(lx6" heflað), 1x6",
1 !4x4", 2x4", (2x5" heflað), 2x6", 2x7",
2x8", 2x9". Gerið verðsamanb. Smiðs-
búð, Smiðsbúð 8, Gb., s. 91-656300.
Stál á þök og veggi. Eigum til sölu
ódýrt stál í ákveðnum lengdum, næl-
onhúðað eða lakkhúðað. Málmiðjan
hf., Skeifunni 7, sími 91-680640.
Þakjárn úr galvaniseruðu og lituðu
stáli á mjög hagstæðu verði. Allt á
þakið: þakpappi, rennur og kantar.
Blikksm. Gylfa hf., Vagnh. 7, s. 674222.
Óska eftir hrærivél, 120-160 lítra, bút-
sög, sambyggðri sög, hjólsög og loft-
verkfærum, mætti þarfnast lagfær-
inga. Uppl. í síma 98-34421.
Einangrunarplast. Eingöngu treg-
tendranlegt. Gott verð. Varmaplast,
Ármúla 16, sími 31231.____________
Óska eftir að kaupa notaðar doka og
uppistöður. Uppl. í síma 91-18281 e.kl.
19.
Notað timbur óskast í stillasa. Uppl. í
símum 91-44527 og 91-641489.
■ Byssur
Vesturröst auglýsir.Kevelar . skefti á
Remington 1100, 1187 og 870. Start-
skot, 6,8 og 9 mm. Vesturröst, Laugav.
178, s. 16770. Póstsendum um land allt.
BFlug
36 kennsluflugtímar hjá Vesturflugi til
sölu m/afslætti, selst saman eða í hlut-
um. Uppl. í síma 91-27719 e.kl. 18.
■ Sumarbústaðir
Rúmgóður sumarbústaður óskast til
leigu einhvers staðar á Austfjörðum
um miðjan júlí í vikutíma. Upplýsing-
ar í síma 96-41673 eftir klukkan 19.
Vinsælu, stóru og afkastamiklu sólarraf-
hlöðurnar fyrir sumarbústaði, full-
komin stjórnstöð fylgir. Vertu þinn
eigin rafmagnsstjóri og þú hefúr
ókeypis rafmagn fyrir alla lýsingu,
sjónvarp o.fl. (12 volt). Margra ára góð
reynsla hér á landi, hagstætt verð.
Seljum einnig rafgeymana, 12 volta
ljós, kapla, tengla o.fl. Skorri hf„
Bíldshöfða 12, sími 91-686810.
Sumarhús, leiguskipti. Starfsmannafé-
lag í Borgamesi óskar eftir leiguskipt-
um á sumarhúsi við Bifröst í Borgar-
firði. Óskað er eftir bústað á fjarlæg-
ari stað. Uppl. hjá Helgu Ólafsdóttur
í síma 93-71200 eða 93-71491.
Land + hjólhýsi. Gott 16 feta hjólhýsi
á kjarri vöxnu og girtu landi í Borgar-
firði til sölu. Uppl. í síma 91-46589 og
985-25558 eftir klukkan 18.
Fallegt og skjólsælt sumarbústaðaland
í Eyrarskógi, Svínadal, til sölu. Lóðin
er ‘A hektari, kjarri vaxin, í útjaðri
sumarbústaðasvæðis, fallegt útsýni,
kalt vatn að lóðarmörkum. S. 91-82474.
Sumarbústaðarland, 'A hektari til sölu
í Eyrarskógi í Svínadal, talsvert •
birkikjarr og fjölbr. lággróður er á
lóðinni, fallegt útsýni. S. 91-685557.
Ódýrar sumarbústaðalóðir í Borgar-
firði, rafmagn, heitt og kalt vatn.
Uppl. í síma 93-70077 og 93-70040.
■ Fasteignir
Til sölu 10 herbergja einbýlishús í sjáv-
arþorpi á Norðurlandi, stutt í veiði
o.fl. Hentugt fyrir félagasamtök eða
fjölskyldu. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 91-27022. H-7951.
■ Fyrirtæki
Söluturn - grill. Af sérstökum ástæðum
er til sölu söluturn - grill á góðum
stað, með mikla framtíðarmöguleika.
Hagstætt verð. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 91-27022. H-7968.
Söluturn - video - matvara. Til leigu í
Hafnarfirði 168 fm verslunarhúsnæði
ásamt öllum innréttingum og jafnvel
tækjum, laust strax. S. 91-51517 oft á
daginn og 91-39238 á kvöldin.
Höfum mikið úrval margvislegra fyrir-
tækja á söluskrá. Leggjum áheyrslu á
vandaða þjónustu. Starfsþjónustan hf,
Nóatúni 17, sími 91-621315.
Rótgróin hannyrðaverslun til sölu. Hag-
stæð greiðslukjör. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 91-27022. H-7909.
Til sölu vel þekkt sérhæfð bílapartasala
með jeppavarahluti. Upplýsingar í
síma 91-685058 og 985-27161.
■ Bátar
Lister Ijósavél, loftkæld, 32 volta rafall.
JRC radar, 48 mílna. Atlas dýptar-
mælir og fisksjá, echograph 470,
monoscope 350. Miðunarstöð, Koden
KS 510. Helsmann II sjálfstýring og
stýrisvél. Sailor VHF talstóð, AUT.
CH. 16, type RT 141. Línuspil, fram-
mastur, 11 metra hátt (blaut-galvanis-
erað) með bómu og bómusvingkrana.
Ljóskastari og vinnuljós. Upplýsingar
eftir kl. 20 á kvöldin í síma 98-11326,
Árni, eða s. 98-12055, Arnfinnur.
Skipasalan Bátar og búnaður. Önnumst
sölu á öllum stærðum fiskiskipa, einn-
ig kvótasölu, vantar alltaf báta á skrá,
margra ára reynsla í skipasölu. Skipa-
salan Bátar og búnaður, Tryggvagötu
4, s. 91-622554, sölum. heima 91-46541.
Þjónusta m.a. við: Lister, Thorny Croft,
Ford, PRM, Borge Warner, Liaaen og
stjórntæki og stýringar í fiskibáta.
Ægir Björgvinsson, vélaverkstæði,
Iðnbúð 5, Grb., sími 91-642275.
3ja tonna hraðfiskibátur af Flugfiskgerð,
6 cyl. Volvo dísil Penta vél, full veiði-
heimild. Upplýsingar í síma 91-641480,
985-24624 og 91-54414.
Bátur óskast með krókaleyfi, frá 2 tonn-
urr upp í 5,9 tonn, eða bátur til úreld-
ingar með krókaleyfi. Upplýsingar í
síma 91-72596 eftir kl. 18.
Höfum fyrirliggjandi mjög góðar VHF
talstöðvar og sjálfstýringar frá
Navico, hagstætt verð. Samax hf„
Lækjarhvammi 8, Hafn., s. 91-652830.