Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991.
55
Byggð með byggð
Undanfarinn áratug hefur ís-
lenska efnahagskerfiö staönaö og
íslenska þjóöin hefur dregist aftur
úr nágrannaþjóöum sínum á marg-
an hátt. í samanburði viö OECD,
en í þeim hópi eru helstu viðmiðun-
arþjóöir okkar, er stöönunin aug-
ljós. Hér á landi hefur verg lands-
framleiðsla á ársverk aöeins aukist
um 3,7% á árunum 1980 til 1990, en
um 19,1% í OECD. Á sama hátt má
líta á kaupmáttinn, en hér hefur
hann aukist um 0,3% en um 11,3%
í OECD.
Með viljaallra
landsmanna
Hvergi er þessi óheillaþróun aug-
ljósari en á landshyggðinni. Þar
hefur þróunin ekki aðeins komið
fram í ofangreindum atriðum,
heldur einnig í hreinni og klárri
afturfór með tilheyrandi fólks-
flótta. Á síðustu 10 árum hefur
fjölgað um 10.800 manns á höfuð-
borgarsvæðinu en flestir vita
hvernig þróunin hefur verið á
landsbyggðinni.
Ef svo heldur fram sem horfir
mun nær öll fjölgun íslensku þjóð-
arinnar mælast á höfuðborgar-
svæðinu en fólksflótti frá lands-
byggðinni mun halda áfram. Á
næstu 20 árum mun því fjölga um
52.000 manns á höfuðborgarsvæð-
inu en á landsbyggðinni mun fækk-
unin nema um 9.000 manns fram
til ársins 2010.
Fólksflóttinn frá landsbyggðinni
er ekki síður vandamál höfuð-
borgarsvæðisins en landsbyggðar-
innar. Það mun til dæmis reynast
illmögulegt fyrir gatnakerfi höfuð-
borgarsvæðisins að taka við þeim
bílaflota sem óhjákvæmilega fylgir
væntanlegri fólksfjölgun. Það má
því vera ljóst að vandamál lands-
byggðarinnar er ekki eingöngu
Kjallarirm
Unnar Már Pétursson
formaður Víkings,
FUS í Skagafirði
vandamál þess fólks sem. byggir
landið fyrir norðan og austan EU-
iðaár. Ef lausn á að nást verður hún
að gerast með vilja allra lands-
manna og taka mið af hagsmunum
allra landsmanna.
Getur ekki byggt á draumsýn
Það eina sem getur stöðvað þessa
þróun er raunhæf byggðastefna.
Það ætti öllum að vera ljóst, sem á
annað borð vilja eitthvað um
byggðamál vita, aö sú miðstýring-
ar- og ölmusubyggðastefna sem
rekin hefur verið á undanförnum
árum hefur afsannað sig að fullu.
Raunhæf byggðastefna byggir á því
að aflétta miðstýringu og höftum
og gefur öllum landsmönnum tæki-
færi á að vera eigin gæfu smiðir.
Raunhæf byggðastefna getur
aldrei eingöngu byggt á draumsýn,
heldur verður að miða við þær að-
stæður sem landsmenn búa við.
Þaö er ljóst að við verðum að sam-
eina kraftana til markvissrar upp-
byggingar en ekki dreifa þeim eins
og því miður hefur orðið raunin.
Einn flokkur framar öðrum hefur
gefið sig út fyrir að vera málsvari
landsbyggðarinnar og á margan
hátt séð sér hag í að etja saman
landsbyggðarmönnum og höfuð-
borgarbúum. Þessi sami flokkur
hefur verið nær samfellt í ríkis-
stjórn síöastliðin tuttugu ár. Hefði
viðkomandi flokkur haft raun-
verulegan vilja til að gera eitthvaö
raunhæft í málefnum landsbyggð-
arinnar hefur hann átt þess kost.
Það má vera að Framsóknarflókk-
urinn telji sig geta gert góða hluti
fyrir landsbyggðina, en ef marka
má árangursleysi undanfarinna
ára hefur íslenska þjóðin ekki efni
á að halda áfram á sömu braut.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í
byggðamálum er skýr og ákveöin.
Hún miðar að því að byggð í
landinu þróist sem jafnast og aö
litið sé til hagsmuna þjóðarinnar í
heild en ekki einstakra byggðar-
laga. Stefnan miðar aö því að allir
landsmenn sameini krafta sína til
markvissrar uppbyggingar. Stefna
Sjálfstæðisflokksins er raunhæf
byggðastefna sem einna best er lýst
meö einkunnarorðum hennar:
Byggð með byggð.
Unnar Már Pétursson
lllmögulegt mun reynast fyrir gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins að taka
við þeim bilaflota sem óhjákvæmilega fylgir væntanlegri fólksfjölgun.
„Ánæstu 20 árum mun því fjölga um
52.000 manns á höfuðborgarsvæðinu en
á landsbyggðinni mun fækkunin nema
um 9000 manns fram til ársins 2010.“
Mannræktarávextir
meðferðarstofnana
Þeir munu orðnir ófáir íslend-
ingarnir sem gefist hafa upp viö að
stjórna lífi sínu af eigin rammleik,
lagst inn á meðferðarstofnanir og
látið þar misjafna afvötnunarsér-
fræöinga og hobbísálfræðinga
hræra í sér og leggja sér lífsregl-
urnar í þeirri von að þeir yrðu
nýir og betri menn eftir yfirhaln-
inguna.
Yfirdrifin sjálfsgagnrýni
Meðferðarstofnanir þessar leitast
við að brjóta fólk niður, fylla það
af yfirdrifinni sjálfsgagnrýni og
sektarkennd vegna vímuhneigðar
þess og innræta því þá trú aö lykill-
inn að lífshamingjunni sé sá að
halda sig alfarið frá áfengi og öðr-
um vímugjöfum og leggja allt í söl-
urnar til þess að svo megi verða.
Ávextir þessa trúboðs hafa í æ rík-
ara mæli komið fram í íslensku
samfélagi og er langt því frá að
þeir séu allir fagrir eða mann-
bætandi.
Margt af því fólki, sem komið
hefur heilaþvegið út af meðferðar-
stofnunum, metur manngildi ann-
arra eftir því hvað þeir hafa verið
„edrú“ lengi og gengur fram í þeirri
íúllvissu að því sé nánast allt leyfi-
legt ef það aðeins heldur sig frá
vímunni. Það lítur á sig sem eins
konar andlega yfirstétt (sennilega
stolt af því að hafa gefist upp við
að stjórna lífi sínu á eigin spýtur),
horfir með megnustu fyrirlitningu
niður á þá sem ennþá eru „í rugl-
inu“ og ræktar með sér hina örg-
ustu fanatík.
Þetta fólk telur sig sjá „alkóhól-
KjaUaiiim
Guðmundur Sigurður
Jóhannsson
æviskrárritari
ískt atferli" í öllum mögulegum
þáttum í fari meðbræðranna og er
óspart á að gefa samferðamönnum
sínum alkóhólistastimpil með til-
heyrandi predikunum. Sumt af því
gengur einnig í skrokk á vinum
sínum og ættingjum, sem ennþá
æru „í ruglinu", og reynir að
þröngva þeim til að fara í meðferð,
oft án þess að minnsta tillit sé tekið
til hvort nokkrir vankantar fylgja
„rugli" viðkomandi vina og vanda-
manna eða ekki. Hvort slíkt fram-
ferði og hugarfarið, sem að baki
býr, á nokkuð skylt við mannrækt
læt ég svo hverjum og einum eftir
að svara.
„Úrvalslið“
Maður gæti látið sér til hugar
koma að ekki fyndust margar
brotalamir í sálarlífi og dagfari
slíks „úrvalsliðs" en reynslan sýn-
ir þó að þar er víða pottur brotinn.
Margt af þessu meðferðarfólki
virðist ekki geta á heilu sér tekið
nema það sæki reglulega svokall-
aða AA-fundi nokkur kvöld í mán-
uði og má því með fyllsta rétti segja
að það sé orðið „háð“ þeim hrafna-
þingum og samtökunum, sem á bak
við standa, á nákvæmlega sama
hátt og það var „háð“ vímugjöfun-
um áður.
Svo virðist vera að menn geti
ekki síður orðið háðir því sem þeim
líður illa með en því sem þeim líður
vel meö. A.m.k. virðist vakan ekki
vera með öllu þrautalaus hjá mörg-
um þeim sem ánetjast hafa AA-
samtökunum. Suma blóðlangar í
vímuna en láta hana ekki eftir sér
og sækja þess stífar fundi því það
er sáluhjálparatriði að „detta“
ekki. Heilsteypt skaphöfn það!
Aðrir blóta á laun þó þeir fjarg-
viðrist manna mest á móti vímu-
gjöfunum í umtali og er það vissu-
lega fagurt samræmi á milli oröa
og athafna. Svo er náttúrlega fjöldi
af þessu fólki sem lifir glaður viö
sína „edrúmennsku" án þess að
fjargviörast út í þá sem láta eftir
vímuhneigð sinni, og er allt gott
um það að segja, en vissulega
mættu þeir vera fleiri sem fylla
þann flokkinn en færri af hinu
sauðahúsinu.
Sæll er hver ...
Sá sannleikur er æ ljósar að
renna upp fyrir mönnum að marg-
ir þeir vankantar, sem geta komið
upp samfara neyslu áfengis og ann-
arra vímuefna, eiga rót sína í sálar-
lífi einstaklingsins og koma vímu-
gjöfunum í sjálfu sér sáralítið við.
Með öðrum orðum: Vímugjafarnir
skapa ekki meinsemdina en þeir
losa um hömlur og ryðja henni
þannig farveg upp á yfirborðið. Það
er sem sagt ekki allt fengið með því
að rembast við að neita sér um vím-
una og láta líf sitt snúast um það
eitt, þó að sumir haldi það. En sæll
er hver í sinni trú og má vera það
mín vegna, svo lengi sem hann
reynir ekki að þröngva trúarbrögð-
um sínum upp á aðra.
Guðmundur Sigurður Jóhannsson
„Margt af því fólki, sem komið hefur
heilaþvegið út af meðferðarstofnunum,
metur gildi annarra eftir því hvað þeir
hafa verið „edrú“ lengi... “
BRIMBORG
BÍLAGALLERÍ
Faxafeni 8
Simi 91-685870
Opió virka daga 9-18.
BRIMBORG Laugatdaga 10-16.
Charade CX '88, svartur, 5 g.,
útv./segulb., ek. 29.000 aðeins. V.
540.000.
Cuore ’87, bleikur, 5 g„ útv./seg-
ulb., aukadekk, ek. 39.000. V.
380.000.
Ford Sierra 1600 ’87, blár, 4ra g„
aukadekk, ek. 52.000. V. 660.000.
Toyota Corolla DX ’87, blár, 5 g„
vél 1300 cc, útvarp, ek. 42.000. V.
600.000.
Charade CS '88, hvítur, 4ra g„
útv./segulb., toppeintak, reyklaus,
ek. 43.000. V. 540.000.
MMC L-300 sendibill ’88, hvítur, 5
g„ vökvast., viröisaukabill, ek.
71.000. V. 790.000.
Volvo 740 GL '88, hvitur, sjáltsk.,
vökvast., útv./segutb., álfelgur, ek.
39.000. V. 1.370.000, skipti ód.
Volvo 745 GLT ’89, dökkblár, 5 g„
vökvast., útv./segulb., ABS-brems-
ur, ek. 13.000. V. 1.890.000, skipti.
Daihatsu Feroza EL-2 ’89, svart-
ur/silfur, 5 g„ vökvast., sóllúga,
útv./segulb., ek. 22.000. V.
1.150.000.